16.01.2019 22:28

Úlfarsfell 15. jan 19

Það þýðir lítið að sitja heima og lesa. En ég skellti mér á Úlfarsfell núna 15. janúar...veður var hið ágætasta en smá hvasst þegar nálgaðist toppinn og einnig skafrenningur... Gleymdi broddu, síminn varð batteríslaus en var með þetta fína höfuðljós sem ég vann í spurningakeppni á kynningu hjá Fjallafélaginu núna í janúar...massaði þar spurniningakeppni um fjöll og tinda! Finnst það nú bara helv..gott að ná því og um 70 manns tóku þátt! 
 En fór reynda svo á kynningu hjá Tindar travel eftir Úlfarsfellið og kynnti mér betur það sem er framundan í vetur. En ég er búin að skrá mig í það verkefni og er fyrsta ganga eftir rúma 10 daga.. finnst það of langt hehe en fer örugglega í einhverja göngu þarna á milli.  

En kannski það helsta í fréttum að þann 14. janúar varð ég formleg föðursystir en þá fæddist þessi yndisdrengur og litli bró bara orðinn pabbi! Þvílík dásemd og hlakka mig mikið til að fá að fylgjast með honum næstu árin! 01.01.2019 19:00

Gleðilegt nýtt ár!

Ég vil byrja á því að óska öllum gleðilegs árs! :) nú er árið 2019 mætt í hús og verður spennandi að sjá hvað nýtt ár ber í skauti sér. 
Sé að ég hef ekki verið að standa mig síðari hluta ársins og upplýsa hvað var gert.  En ætla nú ekkert að lofa því að ég muni standa mig betur á þessu ári emoticon
En ég hóf þetta ár á því að skella mér aðeins á Þorbjörn með Helenu sys og var það bara alveg eðall...að vísu var helv..hvasst og meira liggur við niðri en á toppnum...en það þurfti að passa sig á að fjúka ekki um koll. 


  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43