11.08.2018 19:58

Tvær göngur

Já smá framför...fór tvær göngur í þessari viku.  Helena systir dróg mig af stað á mánudaginn um miðjan dag í hífandi roki uppá Þorbjörn.  Það má segja að það hafi verið alveg ágætelga hvasst! 


Síðan á fimmtudag þá skellti ég mér í menningar og fræðslugöngu á vegum Hafnarfjarðar um hluta Selvogsgötu. Fórum frá Bláfjallavegi og gegnum í Kaldársel. Fínasta ganga með um 200 manns...eða 203 eins og talning sagði.  Slatti af fólki sem mar þekkti þarna. 


01.08.2018 19:53

Samantekt á nokkrum :)

Jæja ég klikkaði eitthvað að blogga um göngur..kannski smá blackout eftir Laugaveginn hehe.  En ég hef nú svo sem ekki gengið mikið síðustu vikur..en þó smá. 
Fór á Þorbjörn með Árbjörgu 15. júlí, Síðan skellti ég mér á Helgafellið í Hafnarfirði þann 17. júlí. Svo var komið að Úlfarsfelli þann 23. júlí og síðan í dag fór ég á Helgafell í Hafnarfirði...þannig að tja ca 1 á viku síðan Laugavegur...ágætt alveg :)  
EN á plani er að spíta aðeins í lófana..spurning hvernig...en eitthvað :) 


  • 1
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 96
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 843896
Samtals gestir: 106619
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 18:18:32