26.01.2018 07:36

Helgafell Hafnarfirði 25.jan 2018

Var komin með smá fráhvarfseinkenni...enda komnir 12 dagar frá síðustu göngu. Það var komin blíða þannig að ég skellti mér á leiðinni heim á Helgarfell í Hafnarfirði...alveg næstum því í leiðinni :) 

Frábær ganga, og var bónus að sjá risa hóp af hröfnum leika sér á toppnum. Náði upp og niður án þess að þurfa að kveikja á ljósinu, orðið bjart lengur.  En var líklega um 1 og hálfan tíma.  Síminn drap á sér auðvitað í vindkælingunni á toppnum en náði svo að kveikja á honum á leiðinni niður..en þá var samt alveg 50% eftir af hleðslu..pirrandi.  

Hitti síðan Örn Þór frænda þegar ég var komin niður...skemmtilegt því ég sá bara ekkert framan í hann þar sem hann var með höfuðljós.. en við svona könnuðumst við raddir þegar buðum gott kvöld. 


Flettingar í dag: 6656
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 887
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 822987
Samtals gestir: 105138
Tölur uppfærðar: 25.5.2018 12:35:53