13.02.2018 07:20

Bollurdagur

Bolludagur hefur sérstaka merkingu fyrir mig....og í raun skiptir ekki máli hvort hann er í febrúar eða mars. Bolludagur er dagurinn þar sem ég fór á kynningarfund um gönguhóp fyrir Feita, Fallega og Frábæra, en þannig var auglýsing sem ég sá. Fannst þetta svo geðveik auglýsing að ég mætti ásamt risastórum hóp af fólki... já og við vorum ansi mörg sem héldum út heilt ár í þessu verkefni hjá Ferðafélagi Íslands..og við erum ansi mörg sem höldum ennþá áfram að ganga, hver á sinn hátt. Þyki óendalega vænt um þetta frábæra fólk sem ég hef farið með í æði ferðir og endanlegan fjölda af göngum og komið mér upp á hina ótrúlegustu toppa! Þið eruð öll frábær! Þannig að til hamingju með Bolludaginn!  Þessar myndir eru frá Fimmvörðuhálsgöngunni okkar 2014 og Hornstrandaferð 2015.
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43