Færslur: 2006 Janúar

29.01.2006 12:32

The Shneedles

já þá er það búið. Siggi búinn að sjá síðustu jólagjöfina sína en við fórum á The Shneedles í gærkvöldi og það er óhætt að segja að þetta var hin bestasta skemmtun.  Þeir eru alveg ótrúlegir og hefði nú verið gaman ef fleiri hefðu haft tök á því að sjá þá, en held það hafi verið uppselt á báðar sýningarnar hjá þeim. En ef fólk hefur tækifæri til að sjá þá annarstaðar þá ekki hika við það.  Þetta jafnast alveg á við góða sirkusferð. 

Ég setti inn fullt af myndum í gær og einnig eitt myndband af Greifunum en þeir voru með skemmtiatrið á fundi sem ég var á í gær.  Myndirnar eru flest allar af þeim fundi en smá frá keiluferð sem við vinnufélagarnir fóru í í síðustu viku. 

Ekki hafa nú margir kvittað fyrir innlitið hérna......mættu vera fleiri sko :)

27.01.2006 19:01

jæja þá er mar flutt...

jæja þá er mar flutt hérna yfir...vonandi munu þeir sem kíktu á hina síðuna koma hingað yfir og endilega skrifið nú í comment eða álit eins og það heitir hérna og látið mig vita að þið séuð komin hérna með mér :)  Það verður nú ágætt að losna við auglýsingarnar af síðunni...sumar af þeim trufluðu mig.  Að vísu þarf að borga árgjald af þessari síðu en er bara sátt með það og er örugg með myndirnar mínar hérna..þær fara ekki á einhverjar síður þar sem mar veit aldrei hvenær detta út eða einhver yfirtekur eins og ég hef lent í á veraldarvefnum. Já og hér er hægt að setja myndbönd og allt! Er að setja núna inn myndband af Varða hamstri sem er síðan í haust. 

En já annars hefur vikan verið alveg þokkaleg bara...var í dag á Málþingi Þroskaþjálfafélags Íslands og var það nú bara alveg ágætt. Að vísu vantaði endapunktinn á fyrirlesarana en ein var veik og einn þingmaður sem átti að mæta bara hreinlega gleymdi því!! Það er nú eiginlega bara til skammar að það skuli gerast og sérstaklega þar sem hann hefur fengið mikið af tölvupósti um daginn í dag og síðast í gær bara..en þessi þingmaður les greinilega ekki póstinn sinn! skamm skamm skamm   

Læt þetta duga í bili og endilega kvitta fyrir komunni....finnst gaman að sjá hverjir eru að lesa þetta bull mitt :)  

08.01.2006 17:07

ætti mar að blogga hér?!?

Hef verið að velta því fyrir mér hvort eigi að færa mig hingað yfir....   þarf að skoða það nánar...allt í lagi að gefa álit á því ef einhver sér þetta...þá er ég með myndir og blogg á sama stað...gæti verið hentugt ekki satt? 

08.01.2006 16:59

prufa

bara prufa hvort virkar
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52