Færslur: 2006 Febrúar

25.02.2006 16:55

Laugardagurinn já

Jæja það er víst laugardagur núna og stutt síðan ég bloggaði ha..bara dugleg núna. Það er nú lítið að frétta svo sem en var að setja inn myndir tengdar vinnunni áðan og eitt myndband þannig að ef fólk hefur áhuga á að skoða þá er um að gera að kíkja. Var að skipuleggja albúmin aðeins og vona að þetta sé algengilegra...kemur í ljós með notkun.

Annars fór ég í klippingu í morgun og er bara nokkuð sátt með hana og sé út núna! Ekki smá lúxus þetta var orðið hættulegt...var orðin eins og loðin rotta hehe ;)  Já Haukar eru einhverjir meistarar í handbolta..ég fylgist ekki alveg nógu vel með...enda veit ég ekki hvort ég eigi að halda með Haukum eða FH eða heldur mar með báðum ?!?! 

23.02.2006 22:29

líður að helgi...líður að jólum..hmm neinei annað lag sko!

það líður nú ekki alveg að jólum þó svo febrúar líði hratt...Annars já same old allt þetta fína að frétta af þessum bænum.  Bína og Brúskur er ennþá jafnfjörug og vanalega og haga sér eins og svín...eða grísir hehe.  Við vorum með matargesti í gærkvöldi en það voru Svenni og fjölskylda frá Höfn, en Siggi og Svenni fara saman að veiða.  Þetta var bara alveg hið bestasta kvöld og var mar vel södd á eftir..enda var sko læri í matinn og svo ís með jarðaberjum og heitri súkkulaðisósu á eftir..úff alveg geðveikt sko!  Síðan var farið í dansinn í kvöld og það var dans þarna sem ég hafði ekki lært og allir hinir kunnu og ég held ég hafi litið út eins og fífl þegar ég reyndir að dansa þennan dans..en var langt komin með að lærann þegar lagið var búið! hehe 

Já ég held ég hafi ekki verið búin að segja frá því hérna en ég fékk uppsagnarbréf frá heimilislækninum mínum í síðustu viku..eða reyndar núna fyrrverandi heimilislækni! Þannig að mar varð að fara að redda sér nýjum heimilislækni og átti nú ekki von á því að það yrði auðvelt..en kannski auðveldara í Hafnarfirði en Reykjavík því alltaf verið að tala um skort á læknum.  En já ég byrjaði á því að hringja í nýju heilsugæslustöðuna í Hafnarfirði í Firði til að afla mér upplýsinga.  Og viti menn...fékk þessa fínu móttöku í símanum og þetta væri nú lítið mál ég gæti bara komið til þeirra og sótt um heimilslækni og þessu yrði nú reddar:) þannig að ég fór nú bara í dag og sótti um og spurði hvort ég fengi eitthvað bréf um hvort ég fengi heimilislækni og hún sagði að ég gæti bara gert ráð fyrir því og gaf mér upp nafn á lækni sem yrði að öllum líkindum minn heimilislæknir þannig að það er frágengið! :)

En já ætli mar láti ekki þetta bull duga í bili og læt heyra í mér fljótlega aftur :)

20.02.2006 23:35

Hvaða litur ertu? ;)

Fann þetta á einhverri síðu sem ég var að skoða...og ákvað að prófa að taka þetta próf :) og þetta er niðurstaðan ég er víst gul ;)

YELLOW

You are very perceptive and smart. You are clear and to the point and have a great sense of humor. You are always learning and searching for understanding.

Find out your color at Quiz Me!

20.02.2006 22:44

nóg að gera...

já hef nú ekki staðið mig síðustu daga í þessu bloggi..annars er bara allt þetta fína að frétta héðan..á föstudag þá var ég á fundi allan daginn á vegum vinnunnar og var fyrirlestur og æfingar um verkefnastjórnun...spurning hvort mar geti eitthvað notað það í framtíðinni..er ekkert mjög auðvelt!  Síðan eftir að dagskrá var lokið kom hún Hrafnhildur frá Danssmiðjunni og var með línudanskennslu fyrir allt liðið..það var mjög skemmtilegt og held ég bara að allir hafi skemmt sér vel, enduðum síðan daginn á því að fara útað borða á Asíu. Það var bara hinn fínasti matur og nóg af öllu..fannst eggjanúðlurnar bestar :)

Helgin var nú meira í rólegheitum, aðeins að leika við Bínu og Brúsk en þau eru nú ennþá að venjast okkur og láta eins og brjálaðir bavíanar í hvert skipti sem maður ætlar að taka þá upp...Brúskur er nú orðinn samt skárri í þessu en Bína. Hann vappar um á öxlunum á manni þegar hann er kominn útúr búrinu meðan Bína tekur því aðeins rólegra.  Svo rann upp konudagur og fékk ég þennan fína blómvönd frá ástinni minni og ekki amarlegt að fá blómvönd 2x í viku ;) gæti orðið að vana ha! ;)

Síðan hófst vinnuvikan í dag og var svo sem nóg að gera að vanda...er að átta mig á ýmsum útprentunum í bókhaldskerfinu..ekki að virka eins og ég vil hafa þetta. En já svo fór ég í kvöld á CISV fund en það var kynningafundur fyrir foreldrana og væntanlega fararstjóra...en það vantar ennþá þannig að ef þið þekkið einhvern sem er orðinn 21 árs eða eldri og hefði áhuga á því að fara í sumarbúðir frítt í sumar..en í sjálfboðaliðavinnu samt þá endilega hafa samband við mig :) þetta er bara skemmtilegt!

Já læt þetta duga í bili...Brúskur og Bína biðja að heilsa þau voru spræk þegar við tókum þau úr búrinu áðan :)

16.02.2006 18:38

ættingjar blogga

mér finnst gaman að sjá hvað margir úr ættinni eru að blogga...og það væri nú gaman að heyra frá fleirum sem eru að gera eitthvað skemmtilegt á netinu :)  finnst gaman að fylgjast með og sjá hvað fólk er að gera. 

Annars er allt fínt að frétta héðan...að vísu verið helv..kalt eitthvað í dag og sérstaklega í vinnunni því þar blés og hvæsti innum öll skúmaskot sem fundust.  Lyftan bilaði og ýmislegt annað virkaði ekki enda var ég í vinnunni til rúmlega hálf sex í dag.  Já og á eftir ætla ég að setja inn myndir af Brúsk og Bínu...og vitið hvað..haldið þið ekki að hún Bína hafi pissað á mig í gærkveldi! það kallast nú bara dónaskapur þar sem ég sé nú til þess að hún fær að borða! hehe

14.02.2006 23:03

Naggrísir fá nafn! :)

Jæja þá eru komin nöfn á naggrísina.  Konan heitir Brjálaða Bína...kölluð Bína og kallinn heitir Brúskur.  Þannig að Brúskur og Bína eru nöfnin...já og ég mun setja inn myndir fljótlega + fleiri myndir af Varða er að vinna í þessu öllu.

Já gleymdi nú að segja frá því áðan að mín fékk sendan þennan fína blómvönd í vinnuna í dag :) voða sætt og er nú ekki amarlegt að hafa svona flottan blómvönd á skrifborðinu sínu.

14.02.2006 21:14

þriðjudagsfréttir....

tíminn líður hratt á gervihnattaöld...hehe ok..júróvision á næstu helgi..spurning hvort mar glápi á það. En já annars er það svo sem að frétta að allt í góðum málum bara.  Naggrísirnir eru í góðum málum...éta eins og svín hehe grísir kannski frekar!  Þeir fela sig nú ennþá þegar við mætum á svæðið en þó er nú annar þeirra farinn að borða mat úr lófanum á okkur þegar við höldum á honum þannig að þetta er allt að koma :) þeir fara að fá matarást á okkur.

En já ég keypti mér nýjan gsm síma í dag....en í morgun þá bara hvarf skjárinn á hinum og sá ég ekkert hvað var að gerast á honum í allan dag...frekar óþægilegt og eins gott að enginn sendi mér sms því ég hefði líklegast dáið úr forvitni hehe En já ég fékk mér auðvitað nokia síma...hann er með eitthvað númer held það sé 6230i  er bara nokkuð sátt með hann...samt engin reynsla komin á hann hehe hann er bara í hleðslu ennþá :)  Fór í línudansinn áðan og náði aðeins að sprikla þar. 

Læt þetta duga í bili þangað til næst ...adios

12.02.2006 21:53

sunnudagurinn já

Jæja það er víst kominn enn einn sunnudagur og vinnuvikna hefst á morgun.  Það verður örugglega nóg að gera í vinnunni að vanda.

Já Varði varðhamstur fékk hvíldina sína í síðustu viku og er hans nú sárt saknað.  Við urðum nú að fá okkur eitthvað annað í staðinn fyrir hann og dugði ekkert annað en naggrís og ekki bara einn heldur tveir :)  Þeir eru með risastórt búr og eru alveg snarbrjálaðir! hehe en róast þó ef mar tekur þá upp og klappar þeim. Þeir eiga nú eftir að aðlagast hérna og geri nú ráð fyrir að það taki nokkra daga. Þeir eru nú voðalega sætir en Varði var nú meira krútt...enda mörgum mörgum sinnum minni! 

Helgin hefur verið í rólegheitum og aðalega farið í það að sjá hvort að naggrísunum líði ekki vel saman og þeir séu ekki að ráðast á hvorn annan...enda þurfa þeir að vera einir heima eftir helgina í góðan tíma.  Þeir hafa ekkert verið  að ráðast á hvorn annan...nema kannski á þann hátt að þetta er sitthvort kynið ;) híhí kannski fáum við unga einhverntíman á þessu ári.  En ég set nú inn myndir af þeim fljótlega.

Já brettið var notað um helgina og var það ferlega hressandi bara og ætla ég að taka sprett á morgun eftir vinnu. 

07.02.2006 18:38

Varði sofnaður :(

Já það gerðist í dag. Varði varðhamstur fékk svefinn langa í dag. Hann hefur verið lasinn undanfarna daga og var orðinn óttarlega ræfilslegur þannig að við tókum ákvörðun um að leyfa honum að fara.  Það var erfið kveðjustund. 

http://www.123.is/hallajons/albums/850825021/Jpg/001.jpg

Minning hans lifir í hugum okkar.

06.02.2006 19:08

dagatalið komið í hús

Dagatalið frá Mclaren er komið í hús..hélt þetta væri nú bara lítið og sætt dagatal..en neinei þetta tekur heilan risastóran vegg!! Held það sé sko hátt í meter á breidd! er ekki að ljúga sko! :) auðvitað eru flottar myndir af bílunum hjá Kimi og Montoya og er bara þokkalega sátt með þetta.  Ekki var nú pakkningin utan af dagatalinu gæfuleg..hefði ekki orðið hissa þó dagatalið hefði verið ónýtt miðað við hvernig umbúðirnar voru..það var gaurskítugt og búið að traðka á því endalaust...fullt af fótsporum á því! ætti kannski að láta rannsaka þau ha! skyldi þetta hafa gerst hér á landi eða í englandi! spurning sko!

Já brettið var stígið í dag...gekk í um 2 km á rúmum 26 mín...held það sé nú svona þokkalegt bara..reyni að bæta þetta fljótlega :) alltaf að reyna að gera betur ekki satt! Fyrir þá sem ekki vita þá fjárfestum við skötuhjúin í svona göngubretti og nú á að taka á því! þægilegt að ganga svona heima í rólegheitum burt frá öllum látunum á þessum líkamsræktarstöðvum...svo fer mar audda í dansinn 2x í viku þannig að mar ætti að vera í þokkalegum málum með hreyfingu á næstunni.

04.02.2006 22:39

júróvision.....

tja ég verð nú að segja að mér fannst Silvia Nótt bara helv...góð...slær Páli Óskari næstum því við með sviðsframkomu sinni hehehehe yrði nú skandall ef hún myndi nú vinna þetta þ.e ef ekki verður búið að reka hana úr keppninni áður.  Held nú að þeir sem ætla sé að leggja fram einhverja stjórnsýslukæru ættu nú að hugsa sinn gang...lögin sem hafa verið í þessari keppni hafa verið yfirhöfðu alveg hræðileg...bara nýjar útgáfur af Hægt og Hljótt sem fékk MJÖG fá atkvæði þegar við tókum þátt með því...ég eiginlega skil ekki þetta lagaval hin 200 stk eða hvað sem þau voru mörg geta varla hafa verið verri en þessi...það liggur við að mar biðji nú bara um það að þau verði gefin út! hehe En ætla nú ekki að röfla meira um þetta mál...þetta skýrist allt saman á næstu vikum.  En segi nú samt áfram Silvía Nótt hehe

02.02.2006 10:28

Rottur í Reykjavík

Ójá ég sá held ég í fyrsta sinn rottu í Reykjavík í morgun.  Ég sat í sakleysi mínu í bílnum mínum á gatnamótunum Miklabraut - Langahlíð og birtist ekki þá rotta undan bílnum við hliðina á mér og horfir vel í kringum sig..hún fór aðeins undir bílinn minn en síðan var umferðin að fara af stað og þá skaust hún undan mínum bíl og fór aftur undir hinn bílinn og sá ég síðast til hennar þar sem hún fylgdi bílinum yfir gatanmótin, en sá bíll var á beygjuljósum og fór hægar yfir...svo er spurning hvort hún hafi lifað þessa ferð af? :) spennandi..hefði viljað vera með myndavélina þarna...dem að klikka á því, verð eiginlega að fara að hafa myndavélina með mér alla daga. 

01.02.2006 20:21

Sko mig...ég vann!!! :)

já hér er tölvupósturinn sem ég fékk áðan....

Dear Halldora,

Please be aware that you have won a calendar produced by Team McLaren Mercedes Official Supplier Sonax after entering the competition in the January edition of Racing Line magazine.

The calendar will be sent to you shortly and your name will appear in the March edition of the magazine as well.

Congratulations

Best wishes from Racing Line

 

og já málið er að ég sendi tölvupóst til Mclaren klúbbsins núna fyrir stutt en það er keppni í blaðinu um að vinna þessi dagatöl...það voru nú ekki mörg í boði en ég vann eitt þeirra og nafnið mitt mun koma í blaðinu Racing line í mars :) spennandi sko..geðveikt..hélt ég myndi nú aldrei ná að sjá nafnið mitt í þessu blaði en er að meika það hehe. 

Annars er svo sem lítið að frétta alltaf nóg að gera í vinnunni svo sem og auðvitað er allt á sama tíma í félagslífinu líka þegar það loksins lætur á sér kræla.  Átti að vera saumaklúbbur í kvöld en frestaðist vegna veikinda hjá Ásu síðan var búið að hafa samband við mig á mánudag um matarboð sem hefði þá verið í kvöld ef ég hefði komist...en ætlaði í saumaklúbb þannig að það verður í næstu viku í staðinn þ.e matarboðið og já saumaklúbburinn líklegast líka þannig að mar verður bara að heima í næstu viku híhí :)


  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43