Færslur: 2006 Mars

31.03.2006 17:47

námskeiðið búið...

já ég sagði víst frá skyndiprófi sem var á mánudagskvöldið á námskeiðinu og ég var bara nokkuð sátt...var með 12 rétt af 17...og ef ég hefði haft orku í að hugsa meira þá hefði mar ekki gert fljótfærnisvillur þannig að lokaniðurstaðan var 7 :) ekki svo slæmt.  En já seinnni kvöldin tvö voru bara helv..góð og ég verð að segja að ég er alveg hryllilega sátt eftir þessi þrjú kvöld og nú er bara að halda sér við efnið og æfa sig að taka myndir og já nú skil ég photoshop lítilega og ætti jafnvel að geta fiktað eitthvað..tók niður fullt af glósum! ;) úff svo er að skilja þær hehe

Já life is good og allir í góðu formi :) finnst nú hún Brjálaða Bína orðin full þétt á aftari hluta skrokksins þannig að spurning hvort hún sé orðin naggrísabarnafull.... en já annars verður slappað af um helgina..enda hrundi bakið á síðasta sunnudag..en það er allt að koma núna, búin að fara í tvo hnykk tíma og sem betur fer þjóskaðist ég ekki lengur því ég var varla orðin fær að standa í fæturnar eða bara það einfalda að halda á bók!  en já líf og fjör og skrifa meira um helgina ef ég skyldi nú eitthvað fikta í myndavélinni og taka öðruvísi myndir :)

 

29.03.2006 10:52

brjálað að gera....

mar hefur ekki einu sinni haft tíma til að blogga...en ætla að henda inn smá línum núna... Það er búið að vera nóg að gera..og hef ég lítið verið heima það sem af er vikunni.  Á mánudagskvöldið fór ég á fyrsta kvöldið í ljósmyndanámskeiðinu og verð ég að segja að það hefur ekki valdið mér vonbrigðum..langt frá því! Þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt og komst mar að ýmsu í sambandi við myndavélina sína.  Að vísu komst ég að því að ég þarf að fá mér flottari vél hehe ;) sem er með meiri breidd til myndatöku þannig að mar fer líklegast bara að safna fyrir því.  Síðan er kvöld númer 2 í kvöld og verður það bara spennandi og síðasta kvöldið á morgun.  Í gærkvöldi var ég að vinna í skattaskýrslu fyrir "fósturforeldra" mína en það eru foreldrar vinkonu minnar, margir hafa haldið að þau séu foreldrar mínir af því ég er með þeim í línudansinum :) og vinkona mín hefur verið það líka.  Það tók nú ekki nema rúma 4 tíma og var ég með pabba í símanum í rúman klukkutíma hehe :) þannig að við held ég náðum að gera þetta þokkalega og voru þau bara sátt með það sem kom útúr þessu...þangað til annað kemur í ljós! :)  En já brjáluð stemming og núna þarf ég að fara að æfa mig að taka myndir á nýjan hátt...úff ætli mar muni þetta allt saman..enda setti kennarinn á skyndipróf í lok dags á mánudaginn...sem var kl 23:00!!! mar dauðþreyttur og ætli mar hafi ekki bara skítfallið! spurning..kemur kannski í ljós í kvöld ef við fáum niðurstöður þá.  Vissara að taka vel eftir í kvöld ef hann skyldi skella á öðru prófi! :)   En þangað til næst...ciao! :)

p.s. svakalega er gaman þegar fólk setur inn álit...ég þarf reyndar að vera duglegri við það líka :) fer að bæta mig

25.03.2006 18:03

hey..laugardagur fyrir sunnudag hehe ;)

Nú skrifar mar fyrir sunnudag hehe en það er svona meira djók bara :)  Annars var síðasta vika bara alveg þokkaleg. Fór til ofnæmislæknis míns í gærmorgun og hann bara sagði brandara útí eitt hehe ég reyndar byrjaði á því að segja að ég væri nú komin núna til að tryggja mig fyrir sumarið...og hann benti mér þá á að Tryggingamiðstöðin væri þarna einhverstaðar nálægt. :) fyndinn!  En já annars sagði ég honum að lyfin hefðu ekki virkað nógu vel síðasta sumar og ég væri ekki sátt með það.  Hann vildi þá að ég færi í afnæmismeðferð held ég að hann hafi kallað þetta...leiðréttið mig ef þið vitið betur :) hann sagði svo mikið að ég man ekki allt saman.  En já ég mun byrja í þessari meðferð í haust þar sem það er of seint núna..en fékk lyfseðil fyrir lyfjum fyrir sumarið. Hann sagði að ég gæti verið með smá ofnæmi núna útaf því að naggrísirnir eru auðvitað að borða gras..en það er víst það sem er verst hjá mér.  Síðast þegar ég fór þá mældist ég fyrir birki líka en hann gat ekki fundið það núna..en bað mig að fylgjast vel með í vor og láta sig svo vita ef ég fyndi fyrir einhverju þá þyrfti hann að setja það inní þessa meðferð í haust. Verður spennandi...en dýrt víst líka en Tryggingastofnun tekur víst þátt í þessu þannig að það munar um það.  Þá er bara að vona að lyfin sem ég fæ núna virki vel í sumar!! mar krossar bara fingur.

Já hvað meira hefur verið að gerast...tja ósköp lítið bara...bíð spennt eftir ljósmyndanámskeiðinu sem byrjar á mánudaginn..verður töff næsta vika..nóg að gera öll kvöldin bara. Læt ykkur fylgjast með því hvernig er...og kannski fer ég að taka flottari myndir hehe ;)

21.03.2006 18:29

þá er það komið á hreint!

já loksins...loksins...loksins...það gerðist í dag að vísu mánuði eftir áætlun og auðvitað vegna vandamála...en ég skrifaði undir afsal af Bergþórugötunni í dag og þurfti líka að skrifa undir skjal um það að ekki er hægt að gera neina kröfu á okkur í framtíðinni sem tengist Bergþórugötunni...ekki að ástæðulaus en nenni ekki að pikka það upp akkúrat núna..bara leiðindi hehe :) en gleði í dag að þetta kláraðist...en á auðvitað eftir að láta gera vegginn...en það er ekkert auðvelt að fá iðnaðarmenn á þessum tíma en ég vona að þetta fari að skýrast á næstu dögum.  En mikill léttir í dag. 

Annars same old same old hausverkur dauðans í gangi núna...en ætla að reyna að komast í dansinn á eftir... þangað til næst..bæbæ

19.03.2006 21:40

hehe á ég að segja sunnudagur!;) hehe

ok þetta er orðinn þreyttur titill hehe ;) en gaman að þessu.  já helgin verið fín og ég bara farin að blogga daglega..varla í lagi með mann.  Annars var ég hryllilega dugleg í dag..tók til í fataskápnum mínum og viti menn hann er næstum því tómur! Já það er rétt..tómur bara..þarf eiginlega að fara að fylla á hann aftur jibbí ;)  Annars var þetta einn svartur ruslapoki sem fer úr húsi og svo ein plasthirsla keypt í rúmfatalagernum sem er full af bolum aðalega frá CISV :) verða notaðir síðar við gott tækifæri. 

Tók síðan góða sprett á brettinu í dag...tók um 45 mín og náði að ganga um 3.5 km. Finnst það bara nokkuð gott og er stefnt á að taka svipaða törn á morgun.

En já svo var ég að skrá mig á ljósmyndanámskeið sem er hægt að lesa sig til um hér http://www.ljosmyndari.is/ljosmyndanamskeid_digital_12timar.htm.  Hlakka mikið til því hef alltaf langað að læra meira á myndavélina mína og þarna fæ ég tækifæri til þess.  Einnig tækifæri hvernig ég get tekið betri myndir þó svo ég sé nú ánægð með nokkuð margar af mínum myndum en það er víst alltaf hægt að gera betur :)

En jæja læt þetta duga í bili...enda bara sjónvarpsgláp framundan og halda áfram að lesa bókina sem ég er að lesa núna, hún er bara alveg ágæt.  Þriðja táknið heitir hún..held ég hafi verið búin að nefna hana fyrr hér á blogginu.  Þangað til næst ciao! ;)

18.03.2006 18:44

CISV

Það má kannski segja að CISV starfið í ár hafi hafist formlega í dag. Ég hitti hluta af þeim sem eru að fara erlendis í sumarbúðir með CISV þetta árið.  Þarna voru mættir fararstjórar og fleiri.  En já ef þið vitið um einhverja sem eru 21 árs eða eldri og eru tilbúnir að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi í sumar og skella sér í sumarbúðir þá endilega látið viðkomandi vita af mér og hafa samband við mig :) okkur vantar ennþá 3 fararstjóra og það er sko ekki amarlegir staðir! ;) say  no more hehe

Restin af deginum fór nú bara í þetta hefðbundna...kíkt í bónus og gæludýrabúð og kaupa fyrir nagrísina og svo já auðvitað skattaskýrslan...það er allt að verða komið en fæ líklegast ekkert endurgreitt þetta árið skil það nú reyndar ekki því ég skuldaði nú helv..mikið um áramótin...:( en að vísu hafa eignir mínar hækkað um 5 millur á milli ára...líklegast er það ástæðan! bölvað vesen að eiga svona mikið af eignum sem mar græðir ekkert á!  Þarf nú að hringja í pabba og athuga hvort ég geti ekki eitthvað gert til að laga þetta hehe ;) nei segi nú svona...er bara búin að gera þetta rétt...eitt lán eftir að vísu.  Kannski lagast eitthvað við það..að minnsta kosti við síðasta útreikning þá þurfti ég að endurgreiða 891 kr.  Nenni því nú ekki þannig að þarf að laga þessar tölur hehe ;)  en já kemur í ljós síðar bara hvernig þetta fer.

16.03.2006 17:58

vá sunnudagur löngu liðinn!

þetta er varla hægt lengur...tíminn líður alltof hratt! ekki gott mál verð ég að segja.  En já síðan á sunnudag hefur svo sem ekki mikið gerst..fórum reyndar til foreldra á þriðjudagskvöldið og fengum þar eina fiskblokk...og já ég verð að muna að leggja inná pabba :) þetta fer alveg að koma...:) þ.e þegar ég kemst inná netbankann..komst ekki áðan.  Já og síðan á miðvikudag var fundur hjá Laganefnd Þroskaþjálfafélagsins eftir vinnu en ég er víst í henni og síðan var rétt skotist heim í sturtu fyrir aðalfund hjá Styrktarfélaginu og það var nú fjör eða þannig say no more... En já en það va fínn fyrirlestur þar líka um Downs heilkenni og Alzeimer, fróðlegt.  En já sem ég segi ekki mikið að frétta á þessum bæ...er nú ekki farin að telja niður dagana þangað til ég fæ nýjan yaris..enda veit ég ekki endanlega dagsetningu hehe enda ekki afhent fyrr en í sumar! ;)  en jamm..ætla aðeins að glápa á tv áður en ég fer í dans á eftir. Leiter geiter allir saman...

12.03.2006 12:28

sunnudagur

jæja þá er víst kominn enn einn sunnudagur og ný vinnuvika hefst á morgun...það verður að vanda örugglega nóg að gera í vikunni, einhverjir fundir og eitthvað meir geri ég ráð fyrir..matsalurinn í vinnunni er að verða fokheldur en hafin er vinna við nýtt eldhús þar :) ekki leiðinlegt sko!

En já eins og ég sagði síðast þá eru það níu bækur sem ég hef hérna til að lesa....og var að lesa þá tíundu...en kláraði hana í gær þannig að nú hefst niðurtalning á bókum...byrja sem sagt á bók níu í dag og er hún á íslensku og ætti því ekki að taka langan tíma..svo er spurning hvort mar klári fyrst þær íslensku en þær eru 5 stk og taki svo þær sem eru á ensku en það eru 4 stk.  En bókin sem ég ætla að lesa næst heitir Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur..vona að hún sé nú spennandi...

Já mín helgi núna..Formúlan er byrjuð aftur! :) þetta ætlar að byrja vel..þó svo Kimi hafi startað í síðasta sæti eftir slæma tímatöku í gær..hann er núna í stigasæti og verður spennandi að sjá hvernig hann nær þessu í lokin..núna eru 24 hringir eftir :) hann ætti jafnvel að ná á pall því hann tekur bara eitt hlé meðan aðrir taka 3..og hann var kominn í 3ja sæti áður en fór í hlé sko! :) úff gæti orðið bara skemmtilegt ár...síðasta var þokkalega spennandi en vonandi verður það meira spennandi núna..að minnsta kosti held ég að sé öruggt að tímatakan verði meira spennandi! þurfti nú svo sem ekki mikið til..var frekar leiðinleg í fyrra. En ætla að halda áfram að horfa...fer að verða spennandi þegar þeir fara að fara í seinna hlé hinir allir saman! :) Áfram KIMI!! og já má ekki gleyma því að Mclaren bílinn er þokkalega flottur í ár! úff mar

10.03.2006 18:21

víííí

ví já það er heldur betur fín þjónusta hjá Amazone...pantaði þar 24.febrúar og þetta kom í hús í dag..hélt þetta tæki nú aðeins lengri tíma..gerði ekki ráð fyrir þessu fyrr en í fyrsta lagi eftir viku í viðbót. Þannig að núna er ég komin með 4 nýjar bækur eftir Kay Hooper :) hún er ein af mínu uppáhaldi..á nokkrar bækur með henni nú þegar.  Einnig fékk ég DVD myndina Before sunrise..sem mér finnst æðisleg ohh svo æði..ég horfi örugglega á hana um helgina..á svo seinni myndina líka sem heitir Before sunset...þetta er bara draumur að eiga þessar tvær. 

En ég þarf greinilega að fara að standa mig í lestri því ég keypti 5 bækur á bókamarkaðnum...komin með 4 í viðbót núna...og er að lesa eina! :) ég hef efni langt fram á sumar með þessu áframhaldi hehe bara gaman sko! Hætti kannski að blogga til að lesa...hehe nehh get nú gert bæði í einu alveg pottþétt :) Byrja bara á því að klára þá sem ég er með..hún er nokkuð spennandi líka heitir Closer og er um lögreglusveit sem leysir svokölluð köld mál þ.e mál sem ekki leystust á réttum tíma en eru tekin upp aftur mörgum árum seinna. 

08.03.2006 16:52

miðvikudagur...

stundum veit mar ekki hvað skal rita hér í blogg...það kemur upp andleysi annað slagið og þá gerist bara ekkert...akkúrat ekkert.... Það er eiginlega þannig dagur í dag..hef voðalítið að segja nema að allt gengur sinn vanagang...fór í dans aftur í gær og líklegast eru stígvélin í dansinum að valda þessum verk mínum í fætinum...hællinn er svo harður að það endar með verk..ætla að prófa að kaupa mér svona mjúk innlegg og athuga hvort það virkar.  Er síðan að fara í matarklúbb í kvöld til Selmu Reynis og þar verða einnig Ósk og Anna Sigrún. Þetta verður örugglega mjög fínt...segi frá því þegar verður yfirstaðið.

Bína og Brúskur eru ennþá jafnspræk...við erum nú að læra á þau hehe þau pissa á okkur til skiptis og er það nú eiginlega okkur að kenna þar sem við erum líklegast með þau of lengi í einu.  Ætla að kíkja á þau á eftir og knúsa þau dáldið áður en ég fer í matarboðið.

Læt þetta duga í bili...enda andleysi mikið í gangi..kannski er það sólin sem veldur þessu ha! :)

04.03.2006 16:48

Laugardagur til dugnaðar

Nú hef ég alveg meikað það í dag...nú er orðið svo bjart á morgnana að mar vaknar bara spræk eldsnemma...var komin hér frammúr fljótlega eftir kl hálf tíu eftir að vera búin að gefast uppá því að sofna aftur eftir að Siggi fór til að hitta Palla en þeir ætluðu eitthvað að vesenast í bílaviðgerðum í dag.  Þannig að ég skellti mér bara framúr og fékk mér staðgóðan morgunmat og las fréttablaðið audda með...fékk ekki Blaðið í dag.  En já svo bara fannst mér klukkan orðin svo margt að ég ákvað að fara að þrífa bara...þurrkaði meirað segja úr gluggum! jáhá það er sko afrek á þessum bænum..en endaði svo á því að skúra yfir allt eftir að var búin að sópa saman mesta rykinu..já þetta tók nú ekki langan tíma en þegar ég leit á klukkuna þá var hún 11:50...hmm ég búin að þrífa allt fyrir hádegi á laugardegi! úff ekki í lagi með mann það er nokkuð ljóst og já ekki er allt búið enn því Siggi hringir í mig og spyr hvort ég vilji ekki koma og kíkja á þá á yaris og jafnvel þrífa gripinn eitthvað ha...úff well sá svo sem að fyrst ég var búin að svitna aðeins þá gat ég alveg haldið áfram við það og skellti mér á Yaris og viti menn...hann er sko hér fyrir utan nýbónaður að utan sem innan og ekki nóg með það heldur blettaði ég hann líka! MJÖG LANGT síðan hann hefur verið svona hreinn held ég bara og sérstaklega bæði að utan og innan hehe ógesslega kúl sko, vissara að fara að gera hann flottann áður en verður seldur í vor..verð líklega að þrífa hann aftur svona vel þá :)

En já en nú verður sko hvíld lúin bein..á mar ekki að vera að slappa af þegar mar er í fríi!  Ekki nóg með það heldur er ég núna í 3ja daga helgarfríi því ég tók sumarfrísdag í gær sem ég átti inni síðan í fyrra og hann fór í að skoða Yaris :)  

03.03.2006 18:10

Yaris :)

    

Hér er hann! já hinn eini sanni...að minnsta kosti verður hann svipaður og þessi geri ég ráð fyrir.  Þetta á að minnsta kosti að vera liturinn...svo mun hann heita Yaris +  sem er víst alveg svakalega flott týpan :) En auðvitað þarf mar eitthvað að bíða eftir gripnum og kemur hann víst ekki til landsins fyrr en í júní...já á þessu ári víst..þarf ekki að bíða lengur en það...finnst það svo sem nógu langt þangað til!! en verð að vera þolinmóð bara úff púff ætti að vera hægt þar sem hann er ógesslega töff hehe ;)  

það er hægt að klikka hérna á þennan link ef þið sjáið ekki myndina hér fyrir ofan: Yaris

01.03.2006 18:01

mánaðarmót

þá eru enn ein mánaðarmótin komin...þetta líður nú ansi hratt á þessum tímum.  Hef svo sem lítið að segja nema alltaf nóg að gera að vanda svo sem. Að vísu hef ég verið að drepast í hægra ökkla eða þar um bil....vaknaði svona á mánudagsmorgun og veit barasta ekkert hvað er í gangi nema að þetta er ekki gott og erfitt stundum að labba..sérstaklega á morgnana! :(  Vonandi fer þetta eitthvað að skána á næstunni...get ekki einu sinni farið í dans :( buhuhu 

Naggrísirnir eru alltaf jafn sprækir og eru aðeins rólegri en samt smá æsingur í þeim...náði að taka þá báða í gær án þess að það færi allt útum allt sko! það telst nokkuð gott bara.  Þannig að vonandi fara þeir að róast og mar getur klappað þeim meira....annars mígur Bína bara á mann þegar hún verður eitthvað óróleg. 

Nóg í dag...þangað til næst...bæbæ

  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43