Færslur: 2006 Apríl

30.04.2006 11:02

Þá er það komið!

Já nú hefur það gerst!  Brjálaða Bína og Brúskur eignuðust unga í nótt eða í morgun.  Þeir eru sko alveg geðveikt flottir og sætir. Okkur var sagt að naggrísir eignuðust svona 3-4 unga í einu...en viti menn haldið þið ekki að það hafi komið heilir 5! já aðeins fimm! þannig að núna eigum við 7 naggrísi hehe.  Það þarf nú að fylgjast með þeim núna að þeir fái allir næringu því Bína er bara með tvo spena en þetta verður stuð á heimilinu núna. Brúskur er útskúfaður úr húsinu sínu þar sem ungarnir og Bína taka allt plássið...greyið Brúskur.  En já ég er búin að setja inn nokkrar myndir og það koma fleiri í kvöld og er hægt að skoða þær hér.  Gaman gaman..ví flottir mar! :)

26.04.2006 17:46

mið vika :)

þá er komin mið vika... það hefur svo sem ekki mikið verið um að vera...komin á sumardekkinn, tók sjensinn á því að það kæmi ekki aftur svona asahálka eins og var á mánudagsmorguninn...það var bara bílaröð hérna um allt hverfi útaf þessari hálku en Halla á sumardekkjum og komst leiðar sinnar..stundum gott að vera slóði ha! :) en já svona var nú það það hefur lítið annað gerst. Það er allt að fara að gerast í tengslum við sumarbúðarstarfið í sumar og verður það bara gaman.

Hef nú voða lítið að segja eitthvað....ekkert slúður í gangi..hmm ætti kannski að búa til slúður..tja hugsa það og læt vita ef ég finn eitthvað slúður ;) hehe

 

23.04.2006 16:45

fikt á sunnudegi

er aðeins að leika mér í photoshop og var ég að setja tvær myndir inn í albúm bara svona til að leyfa ykkur að fylgjast með hvað ég er að fikta.  Þetta er nú bara alveg nýtt fyrir mér...en gaman að þessu og á nú eftir að læra miklu meira og þetta verður vonandi betra með tímanum.  Það er þetta að vita hvaða brúntónalit á að nota...það lærist líklega með tímanum líka. Kannski ég setji líka þarna inn upprunalegu myndirnar! ;) þá sjáið þið muninn betur...fer í það núna..þangað til næst..leiter!

21.04.2006 18:39

ný upplifun

ég upplifði nýtt í dag...en ég þurfti að fara í skýrslutöku hjá lögreglunni..þetta tengdist máli í vinnunni þannig að ekkert alvarlegt :)  En já ég fékk gestakort númer 19 og var sótt af lögreglunni í andyri og fór inní yfirheyrsluherbergi nr. 7 :) hehe já þetta var sko algjört drama.  Þarna var ég svo í um klukkustund og reyndi að rifja upp atburði sem gerðust í byrjun febrúar...hjálpaði til að ég man ótrúlegustu hluti! ;) og svo já þurfti ég að passa mig á því að ljúga engu...mar á víst að segja satt hjá löggunni...bannað að plata!

Annars leggst sumarið vel í mann svona ennþá...þó svo hafi rignt mikið í dag..og á tímabili var eiginlega haglél!  Er nú enn á vetradekkjunum en það stendur til bóta..lofa að ég verð komin á sumardekkinn strax eftir helgi :) hlýtur allt að vera lokað um helgina...segi bara löggunni að ég sé á leiðinni norður í snjóinn...eða nýkomin að norðan..hmm já var ég ekki að segja áðan að væri bannað að ljúga ;) híhí...ekki að ljúga þarna...bara hagræða sannleikanum!  hmm já best að segja ekki of mikið hér..spurning hvað þetta er opinbert híhí ;)

En já hef tekið eftir því að fólk er alveg hætt að láta vita af sér hérna á síðunni....þannig að hef spáð í því hvort ég sé bara að bulla fyrir mig...og enginn hafi gaman af þessu bulli hehe ok ég hef gaman af því..það verður víst bara að duga manni...en gaman væri nú að sjá undirskrift frá fólki annað slagið..já Helena ég veit þú kvittar reglulega hehe ;Þ

 

20.04.2006 11:33

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar!

Já sumarið er komið og sólin skín skært...veit nú ekki hvort það er bara gluggaveður eða eitthvað annað..kannski mar kanni það á eftir ef letin hefur ekki yfirhöndina ;) hehe

Brjálað Bína og Brúskur eru ennþá bara tvö og ekkert sést til unganna hehe. Annars eru þau alveg ótrúleg. Á morgnana þá fylgjast þau vel manni og byrja aðeins að tíst eða hvað sem er nú hægt að kalla þessi hljóð frá þeim.  Síðan heyra þau að mar opnar ísskápinn og eykst þá hljóðin í þeim um helming...og svo þegar það skrjáfar í pokanum með spínatinu í þá ætla þau gjörsamlega að urlast...það er eiginlega frekar fyndið!  Þau láta sko vita af sér og að þau vilji fá að borða..og ekkert múður með það. Verða frekar spæld ef það kemur enginn matur eftir þetta skrjáf.  Ég var meirað segja bara að opna skúffuna í ísskápnum til að ná í papriku eða eitthvað álíka og það skrjáfaði í pokanum og þá byrjuðu lætin í þeim alveg eins og þau hefðu ekki fengið að borða í marga daga...en þetta eru dáldið mikið sæt hljóð því þau gerðu þetta ekki til að byrja með þannig að þau eru farin að láta heyra aðeins meira í sér og gefur til kynna að þau eru nú farin að kannast við hljóðin og svona í húsinu.

19.04.2006 18:20

síðasti vetradagur....

þá er þessi vetur að líða undir lok...ég ætla nú svo sem ekki að vera með neinn pistil um þennan vetur en hann hefur verið helv...töff á köflum ég neita því ekki.  Þá á ég auðvitað við með vinnulega þar sem ýmislegt hefur gengið á og mikið reynt á mann andlega og já bara erfitt...en það hafa líka verið skemmtilegar stundir í vinnunni og margt skemmtilegt gert og getur bara farið uppá við núna.  Ég neita því ekki heldur að Bergþórugatan hefur líka tekið sinn toll í vetur...en því er lokið og má segja að það sé bara meiriháttar.   Ég hefði líklegast ekki komist í gegnum þetta allt nema með góðum stuðningi allra í kringum mig og auðvitað er þar fyrstan að telja ástinnar minnar og svo foreldrar og systkini.  Þetta eru þeir sem er ómetanlegt að eiga að.  Það hefur margt verið brallað á þessum vetri en ég ætla nú svo sem ekki að fara að telja neitt upp enda hef ég verið dugleg að blogga og hægt að lesa það allt saman hér.  Sumarið hefur uppá margt skemmtilegt að bjóða og verður bara gaman :) Ég horfi bjartsýnisaugum til framtíðar og með gleði í hjarta þá þakka ég öllum fyrir veturinn sem er að líða þið eruð öll frábær :)

16.04.2006 12:13

Gleðilega páska

Gleðilega páska kæru vinir og ættingjar nær og fjær. 

Já það eru víst komnir páskar enn einu sinni.  Það eru komin tvö páskaegg á þetta heimili og er nú ekki byrjað á þeim ennþá! mar bara vill helst ekki opna þau eru svo flott og fín :)  það er hægt að skoða mynd af þeim hérna

14.04.2006 13:20

úti er alltaf að snjóa....

hélt að sumarið væri að nálgast.....kannski var það misskilningur að minnsta kosti varð allt hvítt hér í Hafnarfirði áðan...en sýnist það reyndar vera að breytast í rigningu núna.  Ég var að setja inn myndir sem ég tók í gær..bæði úr fermingunni og einnig frá heimleiðinni...var að leika mér aðeins með myndavélina við að taka myndir af tunglinu í gær :) það var dáldið flott og ég bara varð að stoppa á leiðinni og prufa...notaði ýmsar stillingar en ákvað að setja þær bara allar hér inn. En já annars verður bara rólegheit í dag...Siggi er að vinna í bílnum og ég ætla sko bara að hafa það huggulegt :) svo er á dagskrá að grilla með Palla og Söru í kvöld. En já lögst í leti og heyrumst síðar ;)

13.04.2006 12:23

myndir af Bínu

Ég var að setja inn nokkrar myndir af Brjáluðu Bínu en hún er nú að fitna vel þessa dagana.  Það er voða gaman að halda á henni og finna ungana sparka í mann.  En já annars dreymdi mig það í nótt að hún hefði eignast 6 unga...og einn þeirra var með kanínueyru..:) tja ok smá bilun. Ætla rétt að vona að hún sé í mesta lagi með 3 unga....:)

Það er annars fermingaveisla í dag hjá honum Matthíasi Oddi og er stefnan tekin þangað á eftir. Ekki slæmt að eiga 5 daga í frí núna ohhhh svo þægilegt:)

 

11.04.2006 17:07

herma eftir litlu sys....:)

Take the quiz:
What does your birth month reveal about you?

October
Loves to chat. Loves those who loves them. Loves to takes things at the center. Inner and physical beauty. Lies but doesn'tpretend. Gets angry often. Treats friends importantly. Always making friends. Easily hurt but recovers easily. Daydreamer. Opinionated. Does not care of what others think. Emotional. Decisive. Strong clairvoyance. Loves to travel, the arts and literature. Touchy and easily jealous. Concerned. Loves outdoors. Just and fair. Spendthrift. Easily influenced. Easily loses confidence. Loves children.

Quizzes by myYearbook.com -- the World's Biggest Yearbook!
 
Legg nú ekki í að þýða þetta...en skoða það nú svona fyrir þá sem eiga erfitt með enskuna :) sé til hvað verð dugleg...svona í stuttu máli þá segir þetta að ég sé frábær :) bara æði......hehe einföld þýðing ;)
 

10.04.2006 20:46

monday monday

hryllilega getur mar verið andlaus með titla á blogg hehe..orðið frekar hallærislegt!  En já ég er að reyna annað slagið að skipta um útlit á síðunni en það gengur ekki nógu vel..virðist ekki ná að virka vel hjá öllum og verður mar að gera öllum til hæfis og viðist þetta útlis sem ég er með núna virka hjá öllum.  Þannig að held mig bara við hana...en skipti kannski einhverntíman :)  en já var að setja inn myndir úr íbúðinni hjá litla bró..frá dvegaeldhúsinu sem breyttist í fyrir fullorðna :)  En já svo sem lítið að frétta héðan...same old..nóg að gera í vinnunni audda...ennþá einhver veikindi..erfitt að fullmanna þessa dagana....en þetta kemur vonandi fljótlega.  Að minnsta kosti eru bara þrír dagar að hafa áhyggjur af í þessari viku :)  en já ekki meira í dag :) þangað til næst ...bæbæ

09.04.2006 12:34

ójá sunnudagur! enn einu sinni

jæja þá er það enn einn sunnudagurinn...er einhver búin að telja hvað þeir eru komnir margir...að minnsta kosti virðist ég blogga mikið á sunnudögum hehe.  Annars hefur þetta verið hin fínasta helgi...reyndi að aðstoða Arnþór og Þórhöllu við að flytja í gær...gat nú ekki mikið gert en gat þó borið útúr bílnum eitthvern slatta og já ég þreif eldavélina hehe og aðstoðaði pabba við að setja borðplötuna á eldhúsinnréttinguna...þannig að já ég gat nú eitthvað gert.  Þetta lítur rosalega vel út hjá þeim og verður nú gaman að kíkja fljótlega og sjá þegar þau eru búin að koma sér fyrir...skyldist nú á litla bró í gærkveldi að það væri langt komið. En já síðan í gærkveldi var farið í 30 ára afmæli hjá Gesti frænda og auðvitað var ég með myndavélina með mér...og tók eitthvað smotterí af myndum..og þær koma hér inn á eftir..en vegna efnis myndanna þá verður albúmið læst....hehe var nú ekki svakalegt en mikið stuð bara. 

Það var síðan vaknað eldsnemma í morgun..ótrúlegt hva mar er orðin morgunhress...já og búið að þvo þvott og hitt og þetta gert og núna er dagurinn bara rétt að byrja..hmm hvað ætti mar að gera það sem eftir er dags...??? kemur í ljós..á nú ekki von á öðru en ég finni mér eitthvað að gera.  En já..eigið góðan dag og svo er bara 3ja daga vinnuvika framundan að minnsta kosti hjá mér :) :) ekki leiðinlegt :)

07.04.2006 17:03

eitthvað að klikka hjá manni....

já það eru nokkrir dagar síðan mar skrifaði hér...ekki nógu dugleg ha! :) en annars svo sem lítið að frétta...mjöðmin er að komast í lag og vonandi næ ég að fara að hreyfa mig eitthvað aftur...þurfti að sleppa dansinum í þessari viku vegna þessa helv..það hefur því bara verið vinna og rólegheit. Á dagskrá að kíkja í 30 ára afmæli hjá Gesti frænda á morgun en hann er 30 ára í dag! :) til hamingju með daginn!! já o litli bró að flytja á morgun líklegast...það verður frábært alveg :) já svo sem nóg framundan...en bara einhver ritstífla núna..þannig að ég hætti bara hehe :) meira næst.

02.04.2006 19:38

heimsókn

já ég kíkti í heimsókn í nýju íbúðina hjá litla bró og Þórhöllu...þau eru byrjuð að vinna í henni áður en þau flytja inn. Mér líst bara rosalega vel á þetta hjá þeim og verður gaman að koma til þeirra þegar þau verða flutt.  Ég tók nokkrar myndir af framkvæmdum í dag og mun auðvitað taka myndir eftir á líka. Verður gaman að sjá dvergaeldhúsið verða fullorðið :) Það ætti að gerast á næstu helgi eða fyrr....

Ég fór nú ekki mikið að taka myndir um helgina og svo sem engin afsökun nema sú að hægri löppin á mér er mjög erfið til gangs...er með mikla verki út frá spjaldhrygg og útí mjöðm og niður í fætur þannig að ákvað að reyna ekki mikið á löppina um helgina..en hef haldið mér á hreyfingu eins og hægt er...vona að þetta fari nú að skána eitthvað..annars verður eitthvað lítið úr dansi á þriðjudaginn...missti af báða dagana í síðustu viku sökum ljósmyndanámskeiðs og skattaframtals. 

læt þetta duga í bili....leiter geiter

01.04.2006 17:59

helgarfrí

já helgarfrí...þetta er alveg tveggja daga frí sem mar fær.  Slakaði nú bara á í dag...svona upp að vissu marki :) horfði á tímatökuna í formúlunni í morgun nennti ekki að vakna í nótt...ætla svo að sjá til hvað ég geri í nótt.....verð svo hryllilega þreytt og krumpuð á morgun ef ég fer að vakna um miðja nótt og svo verð ég bara þreytt á mánudaginn...ætli þetta sé merki um það að mar sé að eldast hehe :)  En já sé til með þetta...náttúrulega lang skemmtilegast að horfa á þetta beint.  En já...ég var reyndar að þrífa hérna lítilega í dag...enda veitti ekki af úff púff þvílíkt drasl sem getur myndast þó svo mar sé varla heima! 

Hef ekki farið að taka myndir í dag...svo helv..kalt..sé til hvernig veðrið verður á morgun.  Ætla að klára að pikka upp glósurnar mínar frá námskeiðinu og er svo að spá í að draga það saman á litla miða sem ég get haft í myndavélatöskunni minni til að muna þetta allt saman þegar mar er að taka myndir.  Á það til að rugla svoldið saman öllum tölunum hehe :) en þetta kemur með æfingunni.

  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43