Færslur: 2006 Maí

30.05.2006 15:14

Litla systir orðin stór!

já hún er orðin DIRTY! :) eða reyndar Þrítug hún litla systir :) til hamingju með það og það er sko bara gaman framundan...ætti að vita það þar sem mar nálgast það nú að verða eldri hehe
Annars bara rólegt í dag svona í sumarfríi..fór í klippingu og er bara nokkuð sátt...

29.05.2006 23:42

myndainnsetning

jæja ég er að reyna að setja inn myndir frá ferðinni...þetta er svo helv..mikið magn að tekur ansi langan tíma en þetta er bara gaman..er bara nokkuð sátt með þessar myndir. Ég skipti þessu í tvö albúm annað verður opið og með myndum af húsum og öðru skemmtilegu sem var að sjá i Cambridge..og hitt verður því miður læst vegna persónuverndar..ekki allir sem vilja birtast opinberlega í hinum ýmsum ástöndum eða eitthvað álíka hehe say no more..en ef fólk biður um lykilorðið er aldrei að vita hvað gerist en já og gaman væri nú að fá stundum comment á þessar myndir því ég er alltaf að prufa mig áfram...fannst mjög gaman að taka myndir þarna úti og sumar eru í meira uppáhaldi en aðrar..
En já þetta var alveg frábær ferð og ég vil nú byrja á því að segja frá því að flugvélin sem við flugum með var alveg geggjuð! vá langt síðan mar hefur flogið í flugvél og það er nóg pláss!! já ég sagði það..það var nóg pláss fyrir fætur og manni leið bara vel að fljúga...Iceland Express fær mikið hrós frá mér fyrir þessa vél sem við flugum með..og heim líka það var það besta..og mar gat þá meirað segja setið í miðjusæti án þess að vera í klessu..geðveikt alveg!  En já..við skoðuðum fullt af stöðum sem tengjast fötluðum þarna úti og ætla svo sem ekkert að telja það allt saman upp.  Samferðafólk mitt var alveg frábært og vil ég þakka þeim kærlega fyrir frábæra ferð svona ef einhver af þeim skyldi nú kíkja hér inn þá væri að minnsta kosti gaman að vita af því hér í skoðun eða gestabók..ekki feimin!  Já síðan var auðvitað mikið borðað og alltaf gott..klikkað ekki sko! Ég fór í siglingu í gær sem var meiriháttar..æðislegt að sigla svona á Cambridgeá og taka myndir.  Sá meirað segja einn eldri mann detta útí ána...frekar fyndið og náði myndum af því þegar hann skreið uppí bátinn aftur hehe það er audda mynd af því þarna inni í opnu albúmi hvað annað! já ég veit svo sem ekki hvað skal segja meir...myndirnar segja nú ýmislegt og er bara að spá í að láta það duga.  Þangað til næst...adios!

29.05.2006 16:53

Komin heim..

Mikið er nú alltaf gott að koma heim eftur svona útlandaferðir.  Það var alveg yndilegt að koma í þennan smá kulda sem var hér í gærkveldi..mér var svo heitt...smá brunnin..en ekki lengur   Nenni ekki alveg eins og er að skrifa pistil um ferðina...geri það kannski í kvöld eða bara á morgun..er að melta þetta..en þetta var hin besta ferð og var mikið gaman og fjör...keypti föt og ýmislegt fleira..úff púff....
Vil líka óska henni Siggu Dóru frænku til hamingju með afmælið í dag...get ekki commentað á síðuna hjá henni...afhverju svo er veit ég ekki...finn kannski útúr því síðar. Þannig að verð bara að senda henni kveðju hérna..veit hún kíkir annað slagið hér hehe
En já stutt í bili...læt heyra í mér síðar mjög fljótlega!

23.05.2006 21:43

vetur á ný...

já það er víst kominn vetur aftur og vettlingarnir eru að fara í notkun ef það heldur svona áfram...það er alveg á hreinu!! Það var meirað segja svo kalt í vinnunni í gær að ég var í flíspeysunni allan daginn...ofninn virkaði ekki og píparinn þurfti að opna vegginn vegna lagfæringar og það gustaði vel inná skrifstofuna hjá mér...sem þýddi það að ég varð að fara reglulega fram í vinnusal til að hita upp rassinn á mér og tærnar! hehe það voru komnar frostrósir um mann alla! en þetta var nú strax skárra í dag enda ofninn kominn í lag.  En annars er mar að fara bara í svipaðan kulda erlendis..nema þar fylgir rigning en ekki snjókoma...en fer á morgun til Cambridge með vinnufélögum og ætlum við að skoða nokkra spennandi staði þarna í útlöndunum það verður bara fjör geri ég ráð fyrir.  Búin að pakka niður og auðvitað tekur mar alltof mikið með sér að vanda...en kannski vissara ef það skyldi nú rigna mikið þarna úti og allt yrði blautt....ég er þó með regnhlíf með mér hehe og kannski mar muni eftir því að taka hana með sér þegar mar fer útí gönguferð og svona..það gleymist víst nokkuð oft á ferðalögum hjá mér.  En ég læt heyra í mér næst þegar ég kem heim..þannig að hafið það gott án mín næstu daga

21.05.2006 14:33

júróvision

það er örugglega skylda að fjalla um júróvision ef mar er með bloggsíðu...og já ég horfði nú á þessa keppni í ár og verð að segja að var bara nokkuð sátt með hana..það voru nú bara ótrúlega mörg alveg þokkaleg lög...hugsaði alltaf annað slagið..já þarf að fá þetta lag í ipod...verst að núna er ég búin að gleyma hvaða lög þetta voru hehe   það er svona að vera með lélegt skammtímaminni...En já og ég er bara nokkuð ánægð með úrslitin, Finnar áttu þetta alveg skilið og ágætt að lífga aðeins uppá þessa keppni.
Annars hefur helgin verið í rólegheitum.  Selma og fjölskylda komu í heimsókn í gær að skoða naggrísina og var Maríus bara nokkuð ánægður með þá og var nú lítið mál að klappa þeim. Hann vildi nú helst fara bara inní búrið...en hrökk nú við þegar þeir skutust skyndilega framhjá honum.  Þannig að ef það eru fleiri sem hafa áhuga á að kíkja á villidýrin þá er það velkomið...betra fyrr en seinna þar sem styttist í það að þeir fari frá okkur.  Ætla að setja inn nokkrar myndir á eftir sem ég tók núna í vikunni..þeir eru ennþá mikil rassgöt..þó svo Ragnheiður frænka skiljið það ekki! hehe   já eða mamma hehe 
Það styttist í það að ég fari til Cambridge en það er ferð með vinnunni og er ætlunin að skoða marga skemmtilega staði á stuttum tíma. Það verður örugglega mikið stuð og fjör í þessari ferð, þetta er um 20 manna hópur sem fer. 
En jam og já..læt þetta duga í bili best að fara að gera eitthvað af viti í dag.....

17.05.2006 17:25

jamm og já

það er víst kominn miðvikudagur og styttist í helgina...vinnuvikan líður hratt þegar nóg er að gera. Enda er nóg að gera núna þessa dagana að undirbúa sumarið.  En annars já...Bergþórugata...langt síðan það hafa komið þannig fréttir hehe...spurning hvort það eigi að vera að setja þær hérna inn...svo fáránlegt!! En já málið er að ég átti eftir að láta gera vegginn sem var rifinn niður fyrir nokkrum árum til að búa til bílastæði og ég lofaði að gera hann aftur.  Búin að fá smiði og allt og síðan í gær komust þeir í það að gera vegginn. Allt í fína með það..búið að hringja í nýja eigandann og hann átti von á þeim og það gekk allt saman upp.  Kemur ekki elsku besti fyrrverandi nágranni minn út þegar smiðirnir eru byrjaðir að gera vegginn...og viti menn..já þetta er ótrúlegt..hún fer framá það við smiðina að þeir geri vegginn HÆRRI!! já HÆRRI ég er ekki að rugla og já ekki nóg með það heldur áttu þeir að hækka vegginn allan hringinn! hehehe mar getur næstum því dáið úr hlátri... ég veit svo sem að það er ekki í lagi með suma...en COME ON! þetta er nú alveg að fara yfir strikið.. ef veggurinn yrði gerður mikið hærri þá myndi það alveg skyggja á t.d eldhúsgluggann á minni fyrrverandi íbúð! En já en hún á víst engann sinn líkan..en smiðirnir mínir náðu nú að tala sig útúr þessari vitleysu og þeir gerðu bara vegginn eins og hann átti að vera! ekki nein upphækkun í gangi!  EN já hún ætlar ekki að gefast upp þessi elska...spurning hvað mar á að gera við hana hehehehe hún gjörsamlega getur gert mann gráhærðan á einum degi...held að það hafi fjölgað um nokkuð mörg hár í gær þegar ég frétti þetta.... Það verður skemmtileg næsta bókin hennar hehe eða mín ef ég hefði nú orku í að skrifa eina bók eða svo... gæti orðið spennandi! :)

13.05.2006 12:07

home sweet home

já þá er mar komin heim og er það alveg ágætt bara...verst mar þarf að fara að hugsa um það að elda aftur og vesenast...hehe ekkert meira dekur í gangi.  En annars voða lítið að frétta...naggrísirnir hafa stækkað alveg helling á þessari einu viku sem við vorum í burtu og eru snarvitlausir. Ungarnir éta allan mat frá foreldrum sínum þannig að mar er næstum því farin að hafa áhyggjur af þeim að þau nærist ekki....en þau hljóta að ná einhverjum mat þarna í búrinu...ungarnir eru eins og hrægammar þegar það kemur matur í búrið. Annars láta þeir nú heyra í sér og garga og væla ef mar ætlar að reyna að taka þá.  Það er varla haldandi á þeim þar sem þeir eru svo ofvirkir að það hálfa væri nóg!
En annars er það 6 ára afmæli í dag í Keflavík og svo bara rólegheit. Þannig að mar fer eitthvað útí sólina... þetta er nú samt bara gluggaveður held ég...að minnsta kosti kalt útá svölum.  En þangað til næst...

11.05.2006 13:24

hugleiðing...

já þetta hefur nú verið að veltast í huga okkar hérna síðustu tvo daga eða svo...hvort er það eftir að Siggi kynntist mér að bílarnir fóru að bila eða bara fylgir Sigga??? Tja það má örugglega deila um þetta...en þetta er nú þriðja sumarið okkar Sigga saman...og bílarnir hafa ALLTAF bilað!! undarlegt alveg..fyrsta sumarið þá bilaði Galant á Ísafirði...ok...dáldið langt frá öllum varahlutum en það hafðist nú að lokum og við komumst þaðan...í fyrra þá bilaði Terrano á Vopnafirði..gat ekki verið lengra í burtu frá varahlutum...og enda enga varahluti að fá og bílinn fluttur með flutningabíl suður til Reykjavíkur! ok...sumarið núna og það er rétt byrjað og við bara búin að vera í fríi í eina viku eða svo....og viti menn Nissan bilaði...þetta er nú eiginlega að verða dáldið fyndið en já og audda engir varahlutir..en við fengum varahluti í morgun þannig að hann er kominn í lag og við komust heim!!   en varahlutirnir áttu að koma í gær en þeir þarna vitleysingarnir í Reykjavík sátu bara á pöntuninni og vissu ekki hvað ætti að gera við hana þó svo hefði verið ítrekað sagt við þá að senda þetta á flugvöllinn á HÖFN! en nei þeir skyldu það ekki.  Við ættum nú að gera farið nokkuð örugg í meira frí á næstunni þar sem bilunin er búin þetta sumarið...vonandi að minnsta kosti en þangað til næst hafið það gott ég ætla að brosa á móti sól í dag en hún komst í gegnum skýin í dag..að vísu smá kuldi með en fagurt veður.

09.05.2006 18:51

matarskortur á Höfn

ljótt er það...já það er óhætt að segja að illt sé í efni á Höfn þegar ekki er hægt að kaupa pylsur í matinn fyrir 5 manns. Ástæðan: jú það er bara hreinlega ekki til! ok..þá er gerð tilraun til þess að kaupa hamborgara..en viti menn...það var ekki heldur til! en Björn húsfaðir og kokkur ætlaði ekki að gefast uppá að kaupa mat fyrir gestina sína og ætlaði að kaupa tilbúnar pizzur....neinei Björn bóndi varð frá að hverfa þar sem ekki var það nú heldur til...nú var illt í efni og enginn matur til að bjóða gestum uppá!   Hvað skyldi þá gera...jú það varð bara að panta pizzu frá Ósnum. 
Undirrituð er viss um að það sé meira að gera í Ósnum núna eftir að það varð einokunarverslun á Höfn. En eins og flestir vita...eða að minnsta kosti þeir sem fylgjast með fréttum þá hætti Krónan með verslun sína hér fyrir einhverjum vikum síðan og eina sem er í boði er 11/11...já það eru sko búð sem hægt er að versla í...mikið úrval og lágt verð!! NOT!! það er önnur hvor hilla tóm og þær sem eru fullar eru á tvöföldu verði til að bæta upp tómu hillurnar...og já ávaxta og grænmetisborðið lítur vel út...einföld röð upp og spegill fyrir ofan já þetta er alveg stórglæsilegt! En við fórum í búðina í dag og vorum með lista yfir það sem þurfti að versla og viti menn...það var bara til allt saman..það voru innan við 10 hlutir á listanum!! þetta er stórmerkilegt!  Er viss um að það hefði ekki borgað sig að setja meira á listann því þá hefði orðið afföll á hlutum.  En kannski skánar þetta með tímanum...það má að minnsta kosti gera sér vonir horfum bjartsýn framá við

08.05.2006 21:34

Sól að setjast á Höfn

Var að setja inn "nokkrar" myndir áðan af sólinni hér á Höfn..(sem er víst sama sólin allstaðar) hehe en já þetta er reyndar í 3 albúmum og þið bara finnið útúr því hvað er fyrst   En hún var orðin geðveikislega flott bleik hérna undir lokin.  En ég get sko lofað ykkur því að Bjössi tók sko miklu flottari myndir en ég...enda er hann með linsu dauðans!! Þarf að fá mér svoleiðis ekki spurning..nú verður safnað fyrir alvöru myndavél en að vísu stendur mín ágætlega fyrir sínu og er ég bara nokkuð sátt með þessa myndatöku í kvöld..vantar bara meira súmm til að fá stærri og betri mynd af sólinni..hún er bara eins og lítil bóla á myndinni hjá mér miðað við hjá Bjössa...en myndasíðan hans liggur niðri þannig að ég bara fæ að njóta mín með mínar myndir hehe en já bara smá ef þið viljið skoða...hér er sko næstum því bein útsending af sólinni..er búin að setja inn myndir 3x í kvöld!

08.05.2006 16:59

Sumarfrí...

Það er nú alveg ágætt að vera í svona smá sumarfríi neita því nú ekki.  Ekki slæmt í svona þokkalegu veðri í maí.  Hér hefur verið ágætisveður í dag að vísu smá þoka en hlýtt og fínt. Sólin hefur náð að kíkja svona annað slagið og þá er eiginlega of heitt.  Það hefur annars bara verið rólegheit á manni. Fórum í mat til Svenna og Mæju í gærkvöldi og var þar boðið uppá dýrindis gæs og meðlæti. Ekki amarlegt og bragðaðist bara alveg hið besta.  Ég hef nú ekki bragðað gæs í mörg mörg mörg ár....Ég tók nú engar myndir af gæsunum hehe en það hefði nú verið ágætis myndefni hér inná síðuna ekki satt.  En já ég ætti kannski að skella inn nokkrum myndum frá Hótel Rangá...og kannski smá frá Baukakvöldinu hér á föstudaginn...kíki á það á eftir. Ekki allt sem mar tekur birtingarhæft...þarf að velja úr sko!   En jam og já..smá afslöppun hér í gangi bara og dekrað við Pella páfagauk, honum finnst nú ekki leiðinlegt að fá eitthvað gott að borða.  Held hann sé með alsheimer því hann er búinn að gleyma mér! hehe en það kannski kemur með tímanum..þarf að minna hann betur á það á eftir.  En jæja læt þetta duga í bili þangað til næst...leiter..

06.05.2006 15:43

Höfn

Þá er mar komin á Höfn...fórum hingað í gær og þetta er orðin þvílík menning núorðið að mar tekur bara tölvuna með sér og mar kemst alls staðar á netið á henni...að vísu með leyfi húsráðenda það verður sko að fylgja með.  Það er bara hið fínasta veður hér í dag, búin að taka smá gönguferð í dag..aðalega bara útí búð.  En já en í gær þá fór mar á Baukakvöld...já líklega vita fáir hvað það er..en það er víst hljómsveit hér í bæ sem bíður í svona Baukakvöld..þá er einhverjum fjölda boðið til að hlusta á hljómsveitaræfingu. Þetta var bara hin fínasta skemmtun og vorum við þarna til rúmlega tvö í nótt.  Það voru ýmiss lög spiluð og toppurinn var audda að Siggi fékk að taka í trommurnar! og sýndi þessa fínu takta og ég fékk að vera gógógella með videóvélina hehe   Mikið fjör og stuð já.  Síðan er bara á dagskrá að taka því rólega og njóta þess að vera í þessu vikufríi en samt aldrei að vita hva manni dettur í hug. 
Ég er nú alltaf að fá fyrirspurning um það hvað mér finnist sætt við þessa naggrísi! Hey sko þeir eru bara krútt og ég sakna þess að ná ekki að horfa á þá núna næstu daga...Þeir eru sko algjör rassgöt! hehe þeir verða örugglega orðnir stórir og stæltir þegar við komum heim aftur og Þurý verður sko búin að ala þá vel upp hehe.  En þangað til næst...bæbæ

05.05.2006 09:28

Hótel Rangá...

Já ég er á Hótel Rangá..og klukkan ekki orðin hálf tíu..en nálgast það óðum.  Það er svo heppilegt að hér er bara þráðlaust net og ég er með fartölvuna mína í gangi...og get bara verið á netinu ef það er leiðinlegt á fundinum hhehe   Nei segi nú svona...mar kíkir á póstinn og já bloggar smá hérna svona til að láta vita af sér.  Þetta hafa verið hinir ágætustu dagar og hittum við í gær Félagsmálaráðherra og hélt hann hina ágætustu ræðu.  Síðan var fyrirlestur um stefnumótun í málefnum fatlaðra og að lokum var skrifað undir yfirlýsingu með ASÍ ætla nú ekki að segja meira um það í bili því það á eftir að koma á netinu og eitthvað í fjölmiðlum...en ég er með myndir líka sem koma hér inn síðar   En núna fer að hefjast aðalfundurinn og mar situr hér í hásæti þar sem mar er víst í stjórn..er reyndar bara varamaður.  En síðan er á áætlun að vera í viku sumarfríi og verður eitthvað skemmtilegt gert. Ekki spurning!   En þangað til næst...

04.05.2006 00:10

fúlimúli róast

fúlleikinn er aðeins að minnka...en samt smá ennþá  Annars bara rólegheit...ákvað að blogga aðeins áður en mar fer úr bænum en er að fara á fund á morgun framá föstudag. Geri nú ekki ráð fyrir að verði net þar en ef það er eitthvað skemmtilegt að gerast þá er aldrei að vita hva mar gerir ef það skyldi nú vera nettenging.
Annars dafna naggrísaungarnir vel og þeir eru algjör rassgöt! úff bara sætir sko..set inn myndir aðeins á eftir sem ég tók í kvöld...það verður að fylgjast með. Brúskur og Bína eru voða ánægð með börnin sín og sinna þeim mjög vel. Þannig að alltaf fjör í fjöllunum og Siggi stendur sig vel í fæðingarorlofinu

03.05.2006 11:48

fúl á móti! :(

er ógesslega fúl núna...fékk hringingu frá Toyota og það er ekki einu sinni búið að panta bílinn minn þ.e bílinn sem ég ætlaði að kaupa + að þeir vilja fá innborgun á bílinn sem ég á audda ekki til nema að selja Yaris og þá er ég bíllaus...og já yrði bíllaus til ágúst því hinn kæmi ekki fyrr en þá!!  Þeir geta bara átt sig og bitið þar sem sólin skín ekki helv..skítapakk.  Að vísu hefur hann hækkað í verði líka síðan í febrúar en come on hann átti að koma eftir mánuð og þeir hringja núna og segja mér að það sé ekki búið að panta hann!  Þannig að ég eignast ekki nýjan Toyota Yaris Sol+....spurning hvað ég geri..ekkert ákveðið ennþá en þeir eiga bíl í júní sem er þá Yaris Sol en ætla að hugsa málið aðeins hvað ég geri og hvað þeir geta þá boðið mér...kíki kannski á þá í dag sé til hvort ég verð hætt að vera fúl þá.  Var farin að hlakka til að fá nýjan bíl...en já skítapakk enn og aftur.

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43