Færslur: 2006 Júní

29.06.2006 19:35

Enn til sölu hehe

já mér var bent á það að það væri ekki gáfulegt að auglýsa kvikindi til sölu væri alveg spurning hver væri til í að kaupa svoleiðis.  En þetta er nú að bera smá árangur og þeim fækkar nú eitthvað hérna á næstunni sýnist mér.  Annars má segja að það séu hópslagsmál reglulega...karldýrunum semur nú ekki vel þar sem virðist vera mikil valdabarátta í gangi.  Er nú að reyna að taka þá reglulega og hvíla einn í einu. Þeir launa það á ýmsan hátt..einum leið svo vel að hann sofnaðir næstum því (sá sem við köllum Gremlins) síðan var annar óvenjurólegur líka hann hefur nú ekki fengið neitt viðurnefni. Síðan var það einn í dag og er það einn af þeim sem ég er 100% viss um að sé kvendýr og hún launaði mér þessa umönnum með því að pissa niður um hálsmálið á mér! En já annars hefur Brúskur og Bína fengið einkatíma líka og líkaði þeim það vel..að vísu sperrti Brúskur sig mikið í gærkvöldi þegar hann heyrði einhver læti í búrinu...vildi greinilega taka þátt í bardaganum hehe en var svo bara ánægður að fá gott klapp
En já annars er svo sem lítið að frétta af þessum bæ það er bara brjáluð vinna og svo rólegheit á kvöldin. Annars er nóg um að vera um helgina...bæði Humarhátíð á Höfn og Hamingjudagar á Hólmavík...dálidið langt á milli þessara hátíða og er ég því bara að spá í því að sleppa báðum...kannski er hægt að flokkað það undir leti... 

24.06.2006 19:52

Naggrísir til sölu! :)

Þá eru þeir komnir á sölulista litlu kvikindin mar veit varla hvort það eigi að brosa eður ei...mar á nú eftir að sakna þeirra...en fleiri væntanlegir hehe en ef þið vitið um einhvern sem langar í naggrísi endilega látið þá hafa samband við mig!

23.06.2006 19:19

helgarfrí...

endalaust heitur pottur já...við fórum aftur í bústað til foreldra í gærkvöldi og vorum við þar öll þ.e litli bró og kærasta og systir. Þannig að mikið stuð. Grilluðum helling af mat og allir voru saddir og sælir. Veðrið hefur verið alveg þokkalegt bara síðustu daga og gert ráð fyrir því í tvo daga í viðbót eða svo.  En já nú er komið helgarfrí og verður ágætt að slappa aðeins af. 
Við settum auglýsingu inná dyraland.is í fyrradag til að reyna að selja litlu kvikindin...það hefur þegar ein hringt og pantað eitt stykki og vonandi gerist eitthvað meira í þessu á næstu dögum.  Ætla að fá að setja auglýsingu í eina búð hérna í Hafnarfirði um helgina, kannski kemur eitthvað útúr því.  Mar á nú eftir að sakna litlu grísanna...hafa nú sinn sjarma þó svo þeir séu í hópslagsmálum reglulega hehe   En mar þarf víst ekki að þola það lengi að vera BARA með tvo...hef sterkan grun um að kellan mín sé komin af stað aftur...þvílík gredda í þessu liði en það verður ekki mikið oftar...ekki hægt að vera með 7 naggrísi alla mánuði ársins. híhí. En enn og aftur...ef þið vitið um einhver sem langar í lítinn sætan naggrís þá endilega hafið mig í huga

20.06.2006 17:05

heitir pottar...ÆÐI!

já ég segi það satt...heitir pottar eru bara æði. En í gær fórum við skötuhjúin í heimsókn til mömmu og pabba en þau eru í sumarbústað þessa vikuna. Já þegar við mættum á svæðið þá hoppaði mar eiginlega bara beint í pottinn og lá þar í tja hvað skal segja...meira en klukkutíma eða svo.  Síðan var það risahamborgaraveisla í boði mömmu og pabba. Skoðuðum síðan myndirnar úr brúðkaupinu hjá Inger og Kjell og eftir það um kl 22 þá var audda hoppað í pottinn aftur og setið þar framá miðnætti! já þetta var hálfgerð bilun þar sem mar átti nú eftir að keyra í bæinn þá og mæta í vinnu í morgun! Enda hefur mar verið dáldið þreytt í dag...neita því nú ekki en það var svo sannarlega þess virði. En já...í dag rignir bara og rignir og það verður nú ekki mikið gert í dag, bara leti. 

17.06.2006 15:34

Gleðilegan 17.júní!

Hæhó jibbí jey..já 17.júní er víst kominn og bara lítil rigning..eins og er.  Ég skellti mér í pínulítið og sætt brúðkaup í Hallgrímskirkju eftir hádegi í dag. En eins og áður hefur komið fram var það vinkona litlu sys og maðurinn hennar sem voru að gifta sig.  Þetta var mjög flott athöfn..stutt og laggóð. Þetta gekk svo fljótt fyrir sig að ég náði varla að taka myndir! Erfitt að fylgjast með hehe. En náði nú einhverjum myndum.  Við fengum síðan öll frítt uppí turninn en við vorum nú bara sex.  Kirkjan var lokuð á meðan athöfn fór fram en þegar opnað var fyrir brúðhjónunum þá var fullt af fólki þar fyrir framan og þau auðvitað klöppuðu fyrir brúðhjónunum. En já síðan voru teknar fullt af myndum og er ég núna að setja þær inní tölvuna svo ég geti sett þær á disk fyrir þau á eftir.  Ætla síðan að stelast inná hótelherbergið þeirra í kvöld og skreyta aðeins svítuna   Þau fara útað borða í kvöld. Á meðan ætla ég að skreyta herbergið og eitthvað svona sniðugt...svo þau hafi eitthvað að gera þegar þau koma heim hehe þrífa sko!   En jamm...rólegheit annars í dag..ekki viss um að ég nenni niður í bæ. Sé til á eftir.

16.06.2006 18:09

vívíví vikulok

þá er kominn föstudagur og finnst mér það bara alveg ágætt! Tekur alltaf á að vinna heila viku eftir smá sumarfrí. Vinnuvikan hefur verið alveg stórfín og verið nóg að gera. Annars er audda 17.júní á morgun og ég hef svo sem ekki hugsað mér að vera með blöðrur og fána þann dag. Aftur á móti fer ég í smá brúðkaup á morgun hjá vinkonu litlu sys. Held ég hafi nú eitthvað sagt frá því áður...nú er að vona að það verði aðeins minni rigning á morgun en í dag..því ekki gerir mar ráð fyrir að það rigni ekki neitt! ekki á þessum degi sko! En já þetta verður bara gaman og segi ég ykkur frá þessu síðar. Annars verður slappað af eins og hægt er.
Já má ekki gleyma grillveislunni í gær það var sko geðveikt..æðislegt kjöt og meðlætið ekki af verri toganum, sem sagt bara frábært! En jæja...afslöppun og huggulegt heit núna í kvella...þangað til næst ...

13.06.2006 21:31

gleymdi næstum því...

Gleymdi næstum því að segja frá því að ég fór í innflutningspartý hjá litla bró og mágkonu. Það var mikið stuð og get ég sagt með stolti að ég var aldursforseti þarna hehe já mar varð nú að fylgjast með því að allt færi vel fram.  Þarna var margt skemmtilegra karla og kvenna...eða kannski réttara stúlkna og pilta. Þekkti nú lítið af fólkinu en það var gaman að því og gaman að spjalla.  Ætlaði nú bara svona rétt að kíkja en mar var að fara heim eftir kl 1...sem telst nú liggur við seint hjá manni...engin frammistaða í gangi hjá manni!

helv..vesen að koma bloggi á netið!

13.06.2006 19:17

rólegheit...

já það má segja að það hafi verið rólegheit undanfarið.  Svo sem nóg að gera í vinnunni audda og síðan bara afslöppun heimavið. 
Fór í brúðkaup á sunnudaginn sem var bara alveg hið besta. Tók slatta af myndum fyrir brúðhjónin og ég á eftir að fá leyfi til að sína nokkrar af þeim, á eftir að skoða þær líka vel. Er nokkuð sátt við margar þeirra miðað við aðstæður til að taka myndirnar, það klikkaði vegna veðurs að taka myndirnar úti.  En reyndum að gera það besta úr þessu, þau eiga líka eftir að sjá þetta sjálf.
Síðan er það brúðkaup um næstu helgi hjá vinkonu Helenu systir en hún er að koma frá Noregi til að gifta sig, bara gaman að því og ætla ég að reyna að taka myndir fyrir þau svo þau geti sýnt myndir heima.  Þannig að nóg að gera framundan. 
Grísirnir vaxa og dafna að vanda..éta eins og svín og slást eins og verstu fyllibyttur! Það eru gífuleg læti í kringum þetta lið...það þarf að sópa gólfið eftir þá á hverjum degi..herbergið er eins og eftir kjarnorkusprengju þegar mar lítur af þeim í smá tíma!  Það styttist nú í það að við getum farið að selja þá þannig að ef þið vitið um einhverja sem vilja kaupa litla sæta naggrísi þá endilega látið þá vita af mér   Eru óttarlega mikil krútt (og já Ragnheiður þeir eru það! ættir bara að sjá þá hehe) 
Jam en þangað til næst..kveðja úr fjöllunum í Hafnarfirði

10.06.2006 14:51

Myndband

Ég var að setja inn smá myndband með naggrísunum sem ég tók áðan.  Þeir eru nú algjörir bjánar hehe en það er gaman að fylgjast með þeim þegar þeir eru að leika sér. Ætla að setja inn nokkrar myndir líka hérna á eftir. Þannig að þeir sem hafa áhuga á að skoða endilega kíkja bara..nú ef þið hafið ekki áhuga þá bara skoðið þið ekki
Annars bara rólegheit eins og er...það var þrifadagur hjá húsfélaginu í morgun og audda mætti mar þar spræk og gerði eitthvað af viti..ekki var nú góð mæting en það má segja að það hafi verið 100% mæting hjá 3. hæð og eitthvað smá af hinum hæðum...hefði nú mátt vera betra.  Það var mun betri mæting hjá nágrönnunum í næsta stigagangi. En gengur vonandi betur næst.  Fyrst það var byrjað að þrífa fyrir utan þá varð mar audda að þrífa aðeins að innan og greinilega veitti ekki af...ótrúlegt hvað er mikill skítur þó mar sé nú ekki mikið heima. Já svo er það víst innflutningspartý hjá litla bró í kvöld..verður örugglega mikið djamm þar á ferð og audda kíkir mar nú aðeins á liðið. En jam læt þetta duga í bili.

09.06.2006 00:03

fuglar og rómantík!

Það hefur nú oft verið talað um fuglasöng og rómantík í samhengi. Ég er eiginlega komin á aðra skoðun eftir dvöl mína í Hrísey.  Það var fínt að vera í Hrísey...þegar mar fékk svefnfrið!!  Já ég sagði svefnfrið..var orðin svefnlaus af dvöl minni þarna útaf fuglagargi! já ég sagði fuglagargi... en það voru hreinlega mávar og fleiri furðufuglar bókstaflega inní svefnherberginu á næturnar og GÖRGUÐU á okkur þannig að ekki var mikið hægt að sofa.  Er ég nú ýmsu vön...en þetta var eiginlega orðið of mikið.  En já en þetta var annars alveg stórfín vika og skoðuðum við margt og mikið...s.s fórum við á torfæru á Akureyri, kíktum í Jólahúsið, fórum á Húsavík og gistum þar eina nótt hjá ættingum Sigga, fórum í Safnahúsið þar og Hvalasafnið. Já við kíktum líka á Samgöngusafnið á Ystafelli...ótrúlegt hva mar er orðin menningaleg að kíkja á söfn. Já svo kíkti mar audda á Ömmu og fékk nýbakaðar pönnukökur..ekki amarlegt! Það var nú ekki auðvelt að ná í hana...það er svo mikið að gera hjá henni hehe en það hafðist að lokum.
Það er nú alltaf gott að koma heim og sofa í sínu eigin bæli...afslöppun núna bara fram að helgi en þá verður örugglega nóg að gera..s.s þrifadagur í húsinu (sem mar reynir audda að sleppa við hehe) síðan er brúðkaup á sunnudaginn hjá bróður Sigga.  Svo er það víst bara vinna..púff úff.
En já ég ætla að setja inn myndir fljótlega úr ferðinni....gæti tekið smá tíma...tók asskoti mikið af myndum og ætla að pikka út einhvern slatta. En þangað til næst...adios.

03.06.2006 18:02

live from Hrísey hehe

ok..kannski ekki alveg frá Hrísey..en er aftur að stelast hjá Gunna...og hana nú og hafðu það hehe En já íbúðin útí Hrísey er alveg meiriháttar bara..við erum með snjóskafla í garðinum og hægt að gera snjókarla og snjóengla ef svo ber við.  Voðalega notalegt að sofa í svona mikilli kyrrð..ef kyrrð er hægt að kalla þegar fuglarnir halda fyrir manni vöku...Siggi átti erfitt með gikkfingurinn þegar rjúpan lét heyra í sér fyrir utan svefnherbergisgluggann hehe En já mikið stuð.
Komum á Akureyri í morgun til að fara á torfæru..alltaf að prófa eitthvað nýtt..held ég hafi brunnið aðeina á nefinu..og kannski eitthvað meir. Sólin fór að skína þarna í miðri keppni og grillaði mann sko feitt!!
En jamm..bráðlega farið útí eyju og ætli það verði ekki bara grillað og huggulegt á eftir..og slappað vel af!
Þangað til næst...og Palli hættu að kjafta í Gunna að ég sé að stelast í tölvuna hans hehehehe

02.06.2006 12:26

Hrísey er það heillin!

já það er komið á hreint...Farið verður útí Hrísey í dag og dvalið þar í einhverntíma í smá afslöppun.  Ætli mar endi á einangrunarstöðinni?? eða er hún hætt?? man þetta nú ekki.  En við höfum verið á Akureyri núna í tvo daga og verið bara hið bestasta veður og núna er sólin farin að skína skært og vonandi gerir hún það næstu daga...svo segir spáin að minnsta kosti.  En já annars bara allt í rólegheitum svona í fríinu..er að stelast í tölvuna hjá Gunna frænda hehe að vísu með leyfi Halldóru og Sibba Aðeins að kíkja á tölvupóstinn og svona...það verður allt að vera á hreinu myndi ég halda. En þangað til næst..læt kannski heyra frá mér í Hríseyjardvöl ef það skyldi nú vera netkaffi eða eitthvað álíka þar...spurning hvort það sé svo mikil menning ha! kemur í ljós..þangað til næst..bæbæ
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43