Færslur: 2006 Júlí

31.07.2006 19:41

hrós...

það verður nú stundum að hrósa verslunum og finnst mér tilvalið tækifæri að gera það núna.  Málið er það að ég lenti í því á laugardaginn að ég ætlaði að loka rimlagardínunum í stofunni hjá mér en það eru engar smá gardínur en einhvernvegin æxlaðist sem svo að ég gat ekki lokað þeim, gat ekki snúið...sama hvor áttin það var.  Tók nú ekki mikið á þessu en heyri allt í einu eitthvað klikk...og viti menn var ekki bara gardínan slitin!  og ekki bara á einum stað heldur tveim... var þetta nú frekar undarlegt allt saman þar sem þessi gardína er nú lítið hreyfð og því ekki hægt að segja að hún hafi verið mikið notuð þetta tímabil sem við höfum búið hér. En við ákváðum að prófa að hringja í Rúmfatalagerinn og lýsa okkar vanda...og viti menn...okkur var bara sagt að koma með þessa slitnu og við myndum fá nýja í staðinn! Ekki slæmt...átti nú ekki von á þessu verð nú að segja það. En ég vil nú hrósa Rúmfatalagernum fyrir þessa þjónustu.
En annars svo sem bara rólegt á bænum...dagur eitt búinn í sumarfríi og nokkuð margir eftir

30.07.2006 15:48

Sunnudagur...:)

æ mar getur verið svo andlaus með titla!   En já brúðkaupið fór fram í gær og var hið glæsilegasta! Mikið gaman og óhætt að segja að Dísa og Beggi klikka ekki á svona dögum.  Ég vil bara óska þeim innilega til hamingju með daginn. Er að setja inn myndir en þær verða í tveim albúmum vegna fjölda   enda kannski betra fyrir fólk að skoða þau þannig.
En já það var eitthvað verið að kvarta yfir því að ekki hafi verið upplýst í hvernig aðgerð Brúskur var í hehe en já við skulum orða það að hann er orðinn 10 barna faðir...ætli það segi ekki ýmislegt ha??   en já hann var sem sagt geldur bara greyið og er orðinn mjög sprækur og hress bara eftir þetta allt saman.  En jæja...best að njóta það sem eftir er sunnudagsins í rólegheitum...enda er mar dáldið löt bara!

29.07.2006 15:58

Brúðkaup...

Já það er þriðja og líklegast síðasta brúðkaupið í ár.  En hún Dísa frænka og Beggi ætla að gifta sig í dag og er núna bara beðið eftir brottför úr fjöllunum.  Þetta verður örugglega algjört æði en þau ætla að gifta sig heima hjá sér og síðan verður grillveisla fyrir alla.  Það er held ég gert ráð fyrir yfir 30 manns! Mar þarf að fara að klæða sig í gallann fljótlega en mæting er 16:45.
Annars komu gestir hér i gær en það voru Ragnheiður, Bjössi, Jóhann Klemens, Sigurborg, Amma Dóra og Nonni.  Það var mikið fjör og gaman.  Loksins mundum við eftir því að láta skrifa í gestabókina og var Amma Dóra sú fyrsta sem skrifaði nafnið sitt eftir að Sigurborg var búin að þakka fyrir allar veitingarnar...hehe Halla með veitingar já...ekkert heimabakað sko!  En já það var gaman að fá þau öll í heimsókn og Ragnheiður heillaðist af naggrísunum hehehehehehe ekki satt???    En já ætla að láta þetta duga í dag og læt heyra í mér hvernig brúðkaupið var og audda mæti ég með myndavéllina...tek vonandi fullt af myndum og svo kemur í ljós hvort þær verða birtingahæfar..

28.07.2006 17:42

sumarfrí...júhú sumarfrí....

jamm staðreynd! komin í 3 vikna sumarfrí þetta verður alveg ágætt að fá svona hvíld.  Nú verður lífinu tekið með ró.  Annars er svo sem ekki mikið að frétta í fjöllunum.  Brúskur fékk að fara í búrið sitt aftur í morgun og var vel tekið á móti honum. Hann er allur að braggast og það lítur allt saman vel út eftir aðgerðina.  En já..þetta er bara með styttra móti í dag....setti inn nokkrar myndir af naggrísunum í gær og eru ungarnir allir að koma til og farið að færast fjör í búrið

27.07.2006 17:45

Fréttir af Brúsk

ææ hann Brúskur greyið.  Ég fór með hann til dýralæknis í morgun og skildi hann ekkert í því hvert hann væri eiginlega að fara.  En hann er nú svo rólegur greyið enda talaði dýralæknirinn um það hvað hann væri ljúfur og góður.  En já ég sótti hann svo seinnipartinn og liggur hann núna hérna í sófanum við hliðina á mér og sefur enn.  Ég vona nú að hann fari að ranka eitthvað við sér.  Hann alveg steinliggur og set ég kannski inn myndir á eftir sem ég tók af honum.  Hann þarf helst að vera einn í búri í 1 dag eða svo meðan þetta er að jafna sig og svo ekki sé verið að djöflast í honum.  Er nú ekki viss um að hann verði sáttur með það en svona er þetta bara.  Mar leyfir honum kannski aðeins að þefa og kíkja í búrið í kvöld ef hann verður orðinn hressari, það yrði nú bara traðkað á honum í því ástandi sem hann er núna. æ ég vorkenni honum svo....
Einn dagur í sumarfríið.....

26.07.2006 17:44

víví styttist í sumarfrí :)

já það styttist í sumarfríið hjá manni...mikið verður það nú næs   En vikan hefur svo sem verið bara svipuð og síðustu...og mar er að detta aftur inní það að hugsa um 7 naggrísi hehe...er að fara að taka fleiri myndir af þeim litlu fljótlega, þeir eru farnir að hlaupa meira um og láta sjá sig.  Einn þeirra var að fá sér spínat í gærkvöldi og beit í eitt blaðið en það var svo stórt að það datt ofaná kvikindið og hann týndist undir blaðinu hehe var frekar fyndið..hann ætlaði að vera svo stór og éta risastóran mat!    En já mar reynir nú að tína gras úti til að spara smá matarinnkaup fyrir þau og veitir ekki af því þau éta eins og svín í orðins fyllstu merkingu.  Þetta verða nú að öllu líkindum síðustu ungarnir hér í fjöllunum þar sem Brúskur greyið er að fara til dýralæknis í fyrramáli  og verður klippt og skorið æ ég vorkenni nú honum dáldið mikið..en svona er lífið segja þeir víst...ekki hægt að fá 25 naggrísaunga á ári...too much myndi ég nú segja.  Enda verður fínt að hafa bara Brúsk og Bínu enda dugar það nú alveg ágætlega bara!
En jamm og já læt þetta duga í bili...læt vita hvernig Brúskur hefur það eftir aðgerðina á morgun.

23.07.2006 16:11

helgin að líða....

Nú varð ég nett pirruð.....var búin að skrifa alveg HELLING!!!! Og það hreinlega hvarf! Hvert? Veit ekki!! En reyni aftur...pikka þetta fyrst upp í word! Hehe

En já það sem ég vildi sagt hafa var:

Þá er þessi helgi að vera liðin og aðeins ein vika í sumarfrí   mikið verður það nú gaman.  En við skötuhjúin fórum í útilegu um helgina með þeim Palla og Söru.  Ákveðið var að bruna á Hellu og tjalda þar.  Það er hin fínasta aðstaða þar og var veðrið bara hið bestasta.....smá hitaskúr í gærkvöldi.  Neita því svo sem ekki að það var aðeins kalt um kvöldið en það hafði nú engin áhrif á kvefið og hefur það bara líklega skánað um helgina...en annars er það ekki alveg orðið nógu gott en þetta er allt að koma.  Við lentum í umferðinni á föstudaginn en við vorum rétt á eftir slysinu sem varð á Suðurlandveginum og því varð klukkutíma seinkun á brottför.  En það reddaðist allt saman og löggan kom og greiddi vel úr þessari umferðateppu. 

Við vorum bara í rólegheitum um helgina...spjallað bara við tjaldið..fórum aðeins á smá rúnt, skoðuðum flugvélar á Hellu, fór í sund og er það bara hin fínasta sundlaug þarna á Hellu.  Svo var audda grillað, spilað badmington, boccia og fleira spaugilegt.

Já og svo má ekki gleyma því að ég eignaðist litla frænku á föstudaginn.  Elsa og Eyjólfur eignuðust litla skvísu þá og er hægt að sjá myndir af henni á síðunni hans Dödda hún er sko algjört rassgat!

Það fjölgaði líka í fjöllunum um helgina...en þegar við komum heim í dag þá voru komnir 5 naggrísaungar! ekki smá sætir mar....allt öðruvísi litasamsetning í þeim en hinum 5 villidýrunum.  Þeir eru rólegir ennþá...spurning hvað verður úff púff...tveir mánðir enn í styrjaldarástandi hehe þ.e miðað við fyrri reynslu!  En það eru komnar inn myndir af þeim (auðvitað!) hehe og þær er hægt að skoða í myndaalbúmi hér til hliðar  

20.07.2006 22:21

afmælisbarn dagsins er...

Jóhann Klemens...jíha!  Hann er 10 ára í dag hann Jóhann frændi og ég vildi óska honum innilega til hamingju með daginn..það er nóg af afmælum í þessum mánuði...hef víst gleymt einhverjum en samt munað eftir því þó svo það hafi ekki komið hér á netið bjargar manni alveg þetta dagatal.
Annars er heilsan svona lala...oft verið betri...ennþá með leiðinda hósta og allt stíflað í andlitinu einhvernvegin... óþolandi alveg!  En hef nú alveg tórað í vinnunni en það eru átök og svitna ég útí eitt allan daginn! úff púff.
Læt þetta duga úr sólinni....sem ég hef ekki einu sinni orku í að njóta...

19.07.2006 18:02

loksins heill dagur í vinnu...

já ég lifði af heilan dag í vinnu...en mikið rosalega svitnaði ég.  Var nú aðallega að flytja allt úr gamla eldhúsinu yfir í það nýja og náði næstum því að klára það...smá eftir..aðalega spurning hvað á að gera við restina!   Annars alltaf nóg að gera í þessari vinnu...brjálað að gera bara.
Heilsan virðist vera að koma til...er samt ennþá með leiðinlega hósta og hæsi en þetta er allt að koma...svo brakar bara í eyrunum á mér annað slagið....það er verst. 
Annars fór ég í dag og keypti mér vind og regnheldan jakka.  Fékk loksins eitthvað sem passaði almennilega en á eftir að fá buxur við..það voru bara ekki til neinar á lager hjá þeim í Ellingsen.  Ætla að athuga á öðrum stað fljótlega. Þá er mar orðin vel gölluð fyrir rigninguna sem á eftir að koma...kannski er komin sól fyrst ég er komin með svona góðan galla   En já sólin komin...mar að vinna inni allan daginn og missir af því að mestu leyti..langað nú í sund í dag en lagði ekki í það útaf þessu kvefi mínu...betra að ná sé aðeins betur held ég nú bara.  En já þangað til næst..bææb

18.07.2006 14:35

gafst upp....

já ég var spræk og hress í morgun...fór í vinnuna...gafst upp kl. hálf tvö...þá var öll orka búin kom við í apóteki og keypti hóstasaft og vonandi hefur það einhver áhrif. Helv...skítapest!

17.07.2006 11:27

jæja....

það fór nú þannig að ég ákvað að vera heima í dag...er barasta ekki nógu góð! Enda er nú betra að vera einum degi lengur heima.  Ætti nú að geta farið á morgun.  Það er nú svo sem ekki mikið að frétta héðan þar sem mar hefur bara legið í bælinu...eða setið í stólnum síðustu daga.
Annars á hún Halldóra frænka afmæli í dag og óska ég henni innilega til hamingju með daginn...happy birthday sweet sixteen   Kalli kærastinn hennar átti afmæli í gær og fær hann líka kveðju þó svo ég hafi nú ekki verið svo heppin að hitta kauða! Læt þetta duga í bili...þangað til næst..bæbæ

16.07.2006 14:07

pestafréttir....

mar verður nú að halda áfram að segja frá pestinni...er nú öll að koma til...ætlar bara að vera svona sirka 3ja daga pest.  Er mun skárri í dag en í gær. Er ennþá með nokkurn hósta en það er bara gott því ég er að hósta upp ógeðinu sem hefur verið að safnast saman þarna einhverstaðar niðri..jekk alveg.  Eitthvað er Siggi að slappast en hann er í vinnunni..ætli ég hafi náð að smita hann   yrði nú hissa ef hann veiktist ekki eftir þessi hósta og snýtiköst hjá mér.  Hann nær þá að vera veikur í frívikunni sinni greyið. 
Ég geri nú ráð fyrir að kíkja í vinnuna á morgun...ætla nú samt að sjá til hvernig ég vakna á morgun...ekki að ákveða neitt fyrirfram..mar veit aldrei hvernig þetta þróast í dag.  Enda betra að taka aukadag heima heldur en að slá niður.
En jæja best að finna sér eitthvað að gera í dag..skrokkurinn ekki alveg að samþykkja þetta aðgeraðleysi þannig að ætla að taka mér smá gönguferð um íbúðina...en auðvitað ekki að reyna mikið á mig því þá enda ég í einhverju hóstakasti og veseni, bara aðeins að liðka skrokkinn svo ég geti sest eða lagst í leti kannski yfir dvd á eftir...ekki er sjónvarpið að bjóða uppá góða dagskrá.  Formúlan fór eins og mar var búin að gera ráð fyrir...Kimi er bara ekki að gera sig á þessu ári, Montoya hættur og spurning hvar Kimi verður á næsta ári... það reddar manni kannski að Alonso fer til Mclaren á næsta ári því þá get ég haldið áfram að halda með Mclaren..myndi alveg vilja að Kimi yrði þar áfram...en yrði líka sátt með ef Kimi færi til Renault en ekki eins sátt ef hann færi til Ferrari úff púff yrði agalegt en hef alltaf sagt að Ferrari eru með góða bíla...þeir eru bara ekki mitt lið hehe  

15.07.2006 12:43

enn lasin....

vá segi ég nú bara...hef ekki verið svona lasin í mörg mörg ár...ég skánaði ekkert þegar leið á daginn í gær og lá við að ég missti röddina þegar leið á kvöldið...endalaust snýt og særindi í hálsi í gær og var alveg hræðilega vont að hnerra..úff púff... ég lifði á verkjatöflum í gær til að reyna að halda þessu öllu saman niðri enm það hreinlega dugði ekki til...en jæja hélt nú að þetta færi að skána svona þegar liði meira á kvöldið og var svona þolanleg um ellefu leitið en nei þá þurfti þetta að fara útí eyrun..æði alveg eða þannig.  Ég náði nú að sofna ágætlega en vaknaði alltaf annað slagið í nótt til að snýta og pissa.  Vaknaði síðan með þennan rosalega eyrnaverk sem leiddi niður í kjálkann og útí tennurnar um hálf sjö í morgun og ég bara varð að fá mér extra stóran skammt af verkjatöflum...það lagaðist síðan eftir einhvern tíma og náði ég að sofna aðeins aftur. 
Núna er ég sí snýtandi...hnerrandi (aðeins auðveldara að hnerra í dag), hóstandi (ekki gott), hausverkur, eyrnaverkur enn til staðar en minni verkur í tönnum..en sé framá að þurfa að taka inn verkjatöflu fljótlega ef ég ætla að lifa þennan dag af ógrátandi... ég vona svo innilega að þessu fari að ljúka..er svo þreytt á þessu þó svo þetta sé bara dagur 2...búin á líkama og sál og get lítið hvílst vegna verkja. En þangað til næst...þá ætla ég að vorkenna sjálfri mér ógesslega mikið

14.07.2006 10:42

lasin...um mitt sumar!

hey...var búin að skrifa alveg helling...en ekkert kom! Greinilega ekki að virka í Mozilla vafranum núna..en reyni að skrifa aftur það sem ég skrifaði áðan....ef ég man það!

En já ég er víst bara lasin um mitt sumar...ef sumar skyldi kalla það er þvílíkt slagveður úti að það hálfa væri nóg.  Þannig að það er víst bara í þessu fína að liggja í bælinu í dag og næstu daga hehe.  Annars helltist yfir mig þetta þvílíka kvef, hálsbólga og höfuðverkur (sem er að vísu búinn að vera viðloðandi síðustu 3 daga) um kl 15:00 í gærdag.  Lagðist í bælið þegar ég kom heim og drakk Panodil HOT, sólhatt og c-vítamín..en það virðist ekki hafa dugað til því ég ligg ennþá í dag.  Þurfi reyndar að skjótast í vinnuna aðeins í morgun en dreif mig síðan heim og hér ligg ég með nefsprey, hálstöflur og súkkulaðirúsínur :) híhí.  Ætla að glápa aðeins á DVD ef ég hef úthald í það...brokeback mountain og Sideway held ég að þær heita.  Þangað til næst have fun...aldrei að vita nema ég skrifi meiri sjúkrasögu síðar í dag :)

12.07.2006 20:09

Áfram Magni!!

Ég náði nú ekki að vaka í gær til að sjá Magna í Rock star...en ég tók það audda upp og horfði á þegar ég kom heim úr vinnunni...fyrir mitt leiti þá var Magni sko einn af þeim bestu í þessari umferð. Þau voru mörg þarna sem voru bara ekki að gera sig...þannig að þetta verður spennandi í kvöld..ætla nú að reyna að vaka það ef ég fæ ekki hausverk dauðans sem ég virðist vera laus við núna...en hann hefur verið viðloðandi síðustu 28 klst... Krossa fingur og vonandi kemst Magni áfram í næstu umferð...hann á það svo sannarlega skilið eftir frammistöðuna.
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43