Færslur: 2006 September

28.09.2006 22:49

umferðasvínarar

ég hef ákveðið að ef einhver svínar feitt á mig í umferðinni þá fær hann bílnúmerið sitt hér á síðuna hjá mér! og það var einn svo heppinn í dag! Helv..fíflið var að koma útúr hringtorginu hjá Kaplakrika ég í ytri hring og hún í innri og hún beygði síðan inná ytri hringinn í stað þess að halda áfram útá innri akreininni útúr torginu! er þetta pirrandi..já fólk er fífl og því var mjög vel skiljanlegt að þessi bíldrusla var öll klesst að aftan ef hún fer alltaf svona útúr hringtorgi! en já bílnúmerið er: UU 040  þannig að passið ykkur á þessu númeri þegar þið eruð á hringtorgi..þetta er blár bíll sem er MJÖG beyglaður að aftan! skítapakk!
Já annars fínt úr fjöllunum...horfði á ljósin slökkna í borginni og svo voru fleiri fífl á ferð í fjöllunum því allir keyrðu hér uppí fjöllin til að sjá og voru með LJÓSIN á bílnum á! come on! en já nágrannar mínir tóku þátt í að slökkva ljósin og bara gaman að því...ég slökkti og allt sko!

28.09.2006 12:02

heilsan að koma

jæja heilsan er öll að koma til...fer í aðlögun í vinnu aftur með því að taka stuttan dag..ætla á fund á eftir og vonandi lifi ég það af. Morgnarnir eru verstir en þá fæ ég þessi hrikalegu hóstaköst og kúgast ég bara og kúgast. Frekar vont...var með versta móti í morgun...ég stefni nú að því að mæta í vinnu á morgun...mar á að setja sér markmið.
Annars verið bara rólegheit enda ekki mikið gert þegar mar er svona lasin...læt þetta duga í bili..

25.09.2006 19:48

enn lasin....hef notað þessa fyrirsögn áður á þessu ári

já mar liggur bara heima...fór nú til læknis í morgun..útaf öðru að vísu og vildi hún ekkert gera með þetta. Hún vill bara að þetta lagi sig sjálf..eins gott að það gerist...hún vill að ég þjáist og ég geri það!   hryllilega vont allt saman bara...er búin að svitna eins og svín í dag við að gera akkúrat ekki neitt! að vísu gerist það þegar ég hef tekið verkjalyf...þannig að líklegast er ég með smá hita. Náði að sofna aðeins seinnipartinn en vaknaði alltaf við eitthvað kurr í hálsinum á mér..þá var bara hor og ógeð búið að festa sig þar og heyrðust þessi yndilegu hljóð í því..já ég veit þetta er ekki fallegt blogg...en lífið er bara ekki mjög fallegt þegar mar er lasin! hehe   Sit hér ein heima í koti þar sem Siggi minn fór að veiða gæsir...vonandi eru þær ekki veikar...og já verð líklegast bara netfíkill á meðan...djí hvað tíminn getur verið lengi að líða þegar mar hefur ekkert að gera..ekki alveg fyrir mig að flatbakast hérna og hafa ekki orku til að gera eitthvað!  Þannig að ef einhverjum leiðist og langar að heimsækja mig þá er það velkomið að vísu hætta á því að ég smiti fólk..þannig að kannski á mar bara að vera í einangrun...
en jæja hætt að vorkenna sjálfri mér í bili..hér held því bara áfram fyrir utan bloggheiminn

24.09.2006 12:19

enn einu sinni....

er mar orðin þreytt á þessu! já það er óhætt að segja það...er orðin lasin enn einu sinni! sit hér með hor í nös...illt í hálsinum og hnerra og reyni að kyngja til að nærast eitthvað...held ég sé hitalaus en það væri nú skárra en þetta helvíti...liggur við að ég sé verri en 14.júlí kl 15:00 en þá veiktist ég síðast og var bara ekkert búin að jafna mig á því....helv..skítapestir.... kannski heppilegt að ég á tíma hjá lækni á morgun ha..fæ meira fyrir peninginn...ég bara meika ekki fleiri svona daga...er gjörsamlega búin að fá nóg...held ég hafi bara ekki veirð svona mikið veik á einu ári síðan ég veit ekki hvað...liggur við að hafi verið skárra að fara í hálskirtlatökuna en þessir undanfarnir mánuðir. Held ég leggist bara í rúmið og horfi á dvd og haldi áfram að vorkenna sjálfri mér...ef ég verð svona áfram þá fer ég ekki mikið í vinnuna á morgun...en til læknis fer ég og hann eða reyndar hún skal sko lækna mig núna! og ekkert múður með það. Áfram flensubælið í fjöllunum!

23.09.2006 19:46

Bara frábært!

Tónleikarnir voru í einu orði sagt Frábærir! Takk Alcan að gefa mér tækifæri til að fara á þessa tónleika..tók einhverjar myndir...hef ekki hugmynd hvernig þær komu út..skoða þær á eftir og ef þær eru boðlegar þá set ég þær inn fljótlega!  

23.09.2006 15:26

Allir farnir

þá eru allir naggírsaungarnir orðnir fullorðnir og fluttir að heiman ok það er gleðilegt líka   Þeir fengu allir góð heimili og þá er bara að vona að karlkynsungarnir hafi ekki verið orðnir kynþroska til að gera Bínu ólétta! krossa fingur...það ætti þá að skýrast fljótlega hehe
Annars er ég að fara á eftir á tónleika með Björgvin og sinfóníuhljómsveitinni í boði Alcan..það getur nú borgað sig að búa í Hafnarfirði! hehe spara þarna að minnsta kosti rúmar 7000 kr...rándýrt að fara á svona tónleika úff púff! Verður örugglega gaman...læt vita af því þegar þeir eru búnir.
Annars er ég komin með einhvern kvefskít AFTUR!!  þetta er orðið alveg óskiljanlegt..vona að ég verði þá bara nógu slæm á mánudaginn því ég á tíma hjá lækni þá...get þá sýnt og sannað hvernig ég er búin að vera í allt sumar! þetta er samt ekki eins og það...en verra ef eitthvað er...er alveg með verki vinsta megin í hálsinum og safnast bara saman hor og skítur í manni! orðin frekar ÞREYTT á þessu!  þarf að skrifa miða til að muna allt sem ég þarf að tala við lækninn útaf...er búin að vera safna upp í heimsókina hehehe mar verður nú að fá eitthvað fyrir peninginn! híhí!
En þangað til næst...farið vel með ykkur og passið ykkur á umferðinni!


21.09.2006 19:42

fjör á fróni

alltaf sama fjörið í fjöllunum...lítið að frétta   það gengur vel að selja naggrísina og mar er nú bara þegar farin að sakna þeirra   en Minime fer í kvöld en það verður gaman að fylgjast með henni því hún ætlar að fara til Baldurs Steins og Karenar á Drangsnesi, það verður gaman hjá þeim ekki spurning Síðan fer einn um helgina líklegast og þá er bara einn eftir vonandi fer hann líka fljótlega þannig að ef þið vitið um einhver sem vill fá einn látið mig vita.  
En já hvað er svo sem að frétta....hmm hvað skal segja...hef bara ekki neitt eiginlega...veðrið er fínt núna en þvílíkt slagveður í gær. Það hefur ekki verið malbikað á háannatíma síðan síðast þ.e ekki á minni leið en heyrði í útvarpinu að það hefði verði gert í Ártúnsbrekkunni í gær milli kl 15 og 17...á besta tíma audda! Greinilega ekki allt í lagi hjá þessum umferðaliði núna.  Það tekur nú alltaf 30 mín að komast í vinnuna..stundum lengur...og virðist ekki skipta neinu máli hvenær mar fer af stað.

18.09.2006 18:11

hvernig detttur þeim þetta í hug....

að malbika aðalgötur bæjarins á háannatíma??? ég bara spyr! En þeir urðu að malbika Kringumýrabrautina aðeins milli kl 16 og 17 í dag...á besta tíma! skítapakk! hehe  en hafðist að lokum að komast heim.
Lítið að frétta enda svo sem stutt síðan síðast. Þannig að læt þetta litla nöldur bara duga í dag!

17.09.2006 12:46

long time...

já það eru nokkrir dagar síðan mar skrifaði hér síðast....enda hef ég ekkert verið heima! Búið að vera brjálað að gera í djammi og fjöri hehe. 
En já ég ætlaði eitthvað að segja frá einhverju....þarf að kíkja hvað það var sem ég ætlaði að segja...já það var víst tilraunamatargerðin sem ég ætlaði að segja frá...það tókst bara hið besta og var borðað af bestu lyst.  Þetta voru laxabollur að dönskum sið með sinnepssósu.  Já bara hið ágætasta að vísu fannst Sigga þetta hræðilega vont og skildi ekkert í því að ég skyldi elda svona vondan mat hehehe  En já Magni stóð sig alveg geðveikt! ekki spurning og var þetta alveg meiriháttar skemmtun að fylgjast með Rock star þetta árið...var líka hrikalega gaman síðast. 
Starfsmannadjammið var meiriháttar skemmtilegt og vil ég þakka öllum fyrir frábært kvöld.  Set inn myndir en þær verða læstar en sama lykilorð og á hinum og svo ekki feimin við að biðja um lykilorðið ef þið þekkið mig vel hehe   hmm já hvað er meira...jú við fórum til Unu og Bjössa á föstudagskvöldið og elduðum við saman og já audda borðuðum saman líka afraksturinn. Þetta var hin fínasta kvöldstund fyrir utan það að Heiðrún María datt og fékk skurð undir hökuna sína...en hún stóð sig vel. Síðan í gær þá fórum við í Kolaportið og síðan var rennt suður í Garð til foreldra og var Siggi að aðstoða pabba við pallinn og ég að slappa af hehe Fór nú reyndar með mömmu að versla. Síðan var sko hrossakjötskássa í matinn og hamborgarar fyrir þá sem ekki vildu kássu ég fékk mér sittlítið af hvoru.  Það verður síðan bara rólegheit í dag...kannski að sýna naggrísaungana ef viðkomandi hringir.  Annars er ég líklegast búin að selja þá alla á bara eftir að fá staðfestingu hjá tveim..og já svo er kominn biðlisti gætum líklega selt annað got...en Brúskur er búinn með kvótann  
En já þangað til næst..hafið það gott og ekki feimin að láta vita af ykkur hérna...alltaf gaman að sjá hverjir eru að lesa þetta bull eftir mann

13.09.2006 17:38

rock star...final!

jæja það er lokakvöldið í kvöld! og nú verður sko vakað....ég klikkað síðustu nótt þar sem ég var alveg ofurþreytt eitthvað En treysti á landa mína að hafa kosið mikið og rétt hehe.  Þetta verður bara gaman...þarf ekki að hafa mikið fyrir því að halda mér vakandi enda matarklúbbur hérna í kvöld. Þannig að bara stuð!! og já svo er starfsmannafjör í vinnunni á morgun! strax eftir vinnu..úff hva mar verður þreyttur og glaður á föstudag hehe því þá styttist í helgi! hehehe
En já það hefur verið smá fyrirspurn eftir naggrísum og virðist ætla að ganga þokkalega að selja þá núna...er búin að auglýsa þá á tveim stöðum á netinu.  Er búin að taka frá Minime   og síðan annan í viðbót ef ég finn kvenkyn hehe þarf að fara að kyngreina þetta lið fyrir alvöru 
En jæja ætli mar verði ekki að fara að huga að matargerð...það verður einn tilraunaréttur..læt vita hvernig hann gekk og bragðast eftir kvöldið hehe þangað til næst njótið rigningarinnar

10.09.2006 13:51

hvað gerir mar nú...ef??

nú fara málin að vandast....ok svona er málið..Schumy ætlar að hætta í formúlunni og því er líklegt að Kimi fari yfir til Ferrari...hvað gerir mar þá!! Eins og flestir þeir sem þekkja mig þá hef ég haldið með Kimi síðan hann byrjaði að keyra og þar áður Mika og hafa þeir verið hjá Mclaren...hmm og já ég styð Mclaren en vil hafa Kimi þar úff púff...en ég get alveg haldið með Kimi áfram þó svo hann verði rauður..djí nú verður Gunni frændi glaður ha..samt ekki viss um að hann vilji Kimi yfir hehe mar verður greinilega að leggjast undir feld frá október og fram í mars á næsta ári og skoða þetta allt saman...þetta er eiginlega too much fyrir mig á þessum degi! En annars að vanda bara fínt að frétta..fór í afmæli í gær og var það bara mjög fínt.  Rok og rigning í fjöllunum núna og hið fínasta gluggaveður þangað til næst...farið vel með ykkur
p.s er að setja inn myndir af stórfjölskyldunni hehe s.s naggrísunum!

09.09.2006 13:52

Amma Dóra á afmæli í dag....

Já hún amma Dóra á afmæli í dag og ef ég man rétt þá er hún að koma frá Ítalíu í dag. Ég óska henni auðvitað til hamingju með daginn...þó svo ég viti ekki hvort hún sjái þetta...en hún kannski fréttir af þessu   Annars er bara allt þetta besta að frétta úr fjöllunum naggrísirnir vaxa og dafna og ég segi það enn einu sinni að þeir eru mun rólegri en hinir sem voru hér á undan...að minnsta kosti hafa ekki orðið ennþá blóðug slagsmál! hehe ég er ekki alveg búin að kyngreina þau öll...en finnst eins og það sé nú slatti af kellum í þessum hóp..var að reyna í gær að kíkja á þetta en þau létu svo illa þegar ég hélt á þeim að það var bara ekki fræðilegur möguleiki að skoða kynið á þeim...þau eru nú misánægð með það að láta halda á sér en svo jafna þau sig eftir smá tíma..nokkur eru þegar farin að borða hjá manni en önnur eru eins og mamma sín og vilja sko ekki borða þegar haldið er á þeim...að vísu er Bína farin að borða núna hjá manni...en hún passar sig líka á því að pissa alltaf á mann! algjör sko....  Það styttist í það að mar getur farið að selja litlu dýrin og mar á nú auðvitað eftir að sakna þeirra...sakna nú ennþá hinna villidýranna en ég vona að þeir hafi fengið gott heimili og það sé vel hugsað um þá.
Það er annars afmælisveisla í dag en hún Brynja Rós hans Palla átti afmæli í vikunni og er veisla á eftir. Ætla ég að kíkja í hana enda Siggi að vinna fram á kvöld og kemst ekki. 
En jæja læt þetta duga í bili þangað til næst.

05.09.2006 21:23

Meiri Magni...

jæja á ekki að vaka í nótt???  Ég ætla að minnsta kosti að gera tilraun...hehe mar gerir sitt besta og audda kýs mar ef mar nær að vaka þetta allt saman...hef ekki náð að leggja mig í dag eins og áætlað var. Kom frekar seint heim þar sem ég þurfti að sendast með vörur úr vinnunni...tekur allt tíma í seinnipartsumferðinni. En já hvað er svo sem að frétta...voða rólegt bara.  Naggrísaungarnir blómstra sem aldrei fyrr og eru byrjuð smá slagsmál þeirra á milli....baráttan um búrið annar þáttur hehe   Er alveg að fara að taka myndir af þeim..ég lofa því, veit það eru margir sem bíða spenntir eftir myndum af þeim enda eru þeir svo sætir híhí   Já má ekki gleyma einu...lenti í því í dag að það var ung kona að keyra á eftir mér en hún var alveg hryllilega upptekin við allt annað en að keyra...ég var orðin svo upptekin af því að fylgjast með henni...hvort hún væri að lenda aftan á mér eða keyra á næsta staur! Hún fór nokkuð oft ansi langt til hliðanna og keyrði næstum því niður eina keilu sem var í vegakantinum...síðan þurfti hún að vera að borða og já spjalla við barnið sem var í aftursætinu og það voru oft nokkuð löng samtöl...og því ekki alveg fylgst með því hvenær var bremsað...ég var í viðbragðsstöðu allan tímann að beygja frá henni ef hún skyldi nú ekki alveg fylgjast með...en þetta slapp allt saman og varð ég mjög fegin þegar hún beygði spurning hvort það megi birta bílnúmer hjá svona fólki á bloggi?? Hvað finnst ykkur? 
En þangað til næst...farið vel með ykkur og kjósið Magna

03.09.2006 20:25

helgin...

já það var tekin skyndiákvörðun á föstudaginn og ákveðið að skella sér í sveitina til ömmu Dísu. Það var hugmynd að skoða gæsirnar þar og ég ætlaði sko að slappa af og hafa það huggulegt.  Það tókst mjög vel og var þetta alveg bara hin bestasta helgi. Að vísu sást eitthvað lítið af gæsum en það var bara þeim mun meira slappa af og síðan farið í sund og ekki oft sem mar fær tækifæri að hafa heila sundlaug útaf fyrir sig...og ekki einu sinni einhver að fylgjast með manni! hehe En já sem sagt frábær helgi og vinnuvika framundan og ekki má gleyma Rockstar! hehe allir að kjósa og horfa.
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43