Færslur: 2006 Nóvember

27.11.2006 18:15

vindar blása...

það fór bara að hvessa í fjöllunum áðan...annars verið alveg yndislegt veður.  Það er nú ekki mikið að frétta svo sem.  Var að taka myndir í gær fyrir Selmu og Óla og er svona verið að skoða það í rólegheitum hvernig til tókst...held það séu nú nokkrar nothæfar vonandi að minnsta kosti hehe.  Neita því nú ekki að er með harðsperrur á milli herðablaðanna eftir að halda á myndavélinni í rúman 1 og hálfan tíma. hehe Ekki leiðinlegt að taka myndir á nýju vélina..mikill munur.

25.11.2006 22:24

kaldur laugardagur :)

já það má segja að það hafi verið kalt í dag...en geggjað veður. En ég var nú inni stærsta hlutann af deginum þar sem ég var á jólamarkaðnum í dag. Það gekk bara mjög vel allt saman nema að posinn klikkað! ótrúlegt alveg. En þetta var mjög gaman.
Þessi er nú dáldið flott! ég var svo heppin að eignast smá pening í fyrradag og náði með honum að kaupa mér þessa vél í dag! Hún er sko þokkalega góð og gaman að taka myndir með henni, það litla sem ég hef tekið, það er gaman núna að geta verið með eina góða vél og eina betri vél, því ég er mjög ánægð með minni vélina mína og hún á eftir að verða notuð áfram líka, ekki spurning!


En já annars bara fínt úr fjöllunum í kuldanum með smá klaka þannig að ég kveð í bili

22.11.2006 21:21

nýr fjölskyldumeðlimur

Siggi eignaðist litla frænku í morgun og var hún skírð í kapellunni á spítalanum í dag. Ég vil óska Palla og Söru til hamingju með dömuna og auðvitað Brynju Rós og Snædísi Báru til hamingju með litlu systur. En sú stutta fékk nafnið Júlía Björt.  Alltaf gaman þegar ný börn kíkja í heiminn.
Annars bara fínt að frétta...nóg að gera...tölvan í hakki...þannig að ef ég hverf af sjónarsviði bloggsins þá er það tölvuleysi að kenna hehe  
Myndavélin virkar fínt ennþá...og vonandi gerir hún það að minnsta kosti næstu tvær vikurnar hehe

21.11.2006 22:31

komin með myndavélina...

já ég er komin með myndavélina í hendurnar...en það vantaði aðeins framan á hana og á von á því að fá það á morgun.  Mikill léttir að vera komin með hana...  Annars er svo sem bara fínt að frétta...gaman að keyra í snjónum hehe ekkert búin að festa mig...að minnsta kosti ekki ennþá! híhí
Var hjá lækninum í morgun og fá niðurstöður úr síðari blóðprufunni....well vinn í því næstu 3 mánuði og vonandi kemur næsta blóðprufa betur út fer allt eftir því hvað ég verð dugleg...nú er bara harkan á helvítið
Vil minna fólk á að Jólamarkaður Bjarkaráss er á laugardaginn frá kl 13 - 16...það má bara enginn missa af þessu þetta árið..eða nokkur ár!

19.11.2006 20:53

myndavélin komin í lag :))))))

vívíví myndavélin mín er komin í lag...fékk þennan ánægjulega póst áðan  

19.11.2006 12:36

veturinn þokkalega mættur....

á hann mætti bara með stæl! Hér er sko slatti af snjó og er ég búin að fylgjast með slatta af bílum festa sig hér í fjöllunum...var nú að spá í að fara út með skóflu og hjálpa þessum bílum..en guð hvað mig langar til þess að fara út að keyra..úff púff en held það verði enginn til að hjálpa mér ef ég festi mig hehe En já þetta er nú spurning um hvort mar komist í vinnuna á morgun..það verður nú að moka hérna aðeins í fjöllunum svo mar komist...læt þá bara Sigga minn keyra mig á fjallajeppanum sínum hehe var að kíkja útum gluggann núna og bílar eru fastir í hrönnum hérna hehehhehe er með myndavélina úr vinnunni í láni og ætla að skella inn nokkrum myndum ég held ég haldi mig heima hehe þá er það ákveðið!  þið sjáið ekki yarisinn minn í sjónvarpinu þennan daginn (eins og síðast þegar ég festi mig í fyrsta sinn!) hehe  að vísu sé ég nú að nágrannar eru voða duglegir að ýta öðrum..hmm nehh verð bara heima hehe

Var að setja inn myndir...

17.11.2006 17:20

Halla listamaður

já ég held ég geti alveg farið að kalla mig listamann...hehe annars var ég að fá vasann minn úr keramikinu í dag og auðvitað eru komnar inn myndir...þó ég sé ekki búin að fá myndavélina mína úr viðgerð fékk bara lánað í vinnunni...ekkert heyrt frá myndavélinni í í vikunni og er orðin örvæntingafull...verð bara að kaupa mér vél...en ef svo verður þá verður það ekki canon vélin sem stefnt var á...heldur myndi ég kaupa annarskonar vél..en hún er ógesslega flott skoðaði hana áðan og var mjög ánægð með hana..kemur allt saman í ljós bara...vonast til að heyra eitthvað í næstu viku. 
Helv..kuldi mar..mar fraus í vinnunni í gær en náði að þiðna aðeins í dag..sem sagt ekki eins kalt og í gær enda minna rok. 
Mar þarf að mæta á fund kl 10 í fyrramáli og var ég fengin til að taka myndir þar...að vísu bara með svona litla vél sem mér verður skaffað. En jæja...afslöppun eins og er og láta mig dreyma um myndavél híhíhí

15.11.2006 18:01

afmæli...

já það er afmæli í fjölskyldunni í dag, en það er hún Þórhalla sem er 22 ára í dag og sendi ég henni hamingjuóskir..að vísu fékk hún koss á kinnina frá mér í morgun hehe
Annars er bara skítkalt og ákvað ég að fara á vetradekkin í dag...ef það skyldi nú eitthvað snjóa..mar verður nú að komast úr fjöllunum!
þarf líklega að hækka eitthvað á ofnunum hérna...manni er bara kalt á tánum þó svo mar sé undir teppi ætti kannski að ná í Brúsk og Bínu til að fá hita frá þeim..ætli þau myndu ekki vilja skríða undir teppi líka hehe

12.11.2006 21:37

frægir í form

sá smá brot af þessum þætti áðan...og talandi um fræga...hvaða fjárans fólk er þetta eiginlega..hef bara aldrei séð stærsta hlutann af þessu fólki! Ef þetta er fræga fólkið á Íslandi þá er nú séð og heyrt eitthvað að klikka...hver er Elín..hver er Lóa...og hver er allt hitt...mar kannast við andlitið á Gauja litla og Árna og held að þarna hafi verið annað andlit en man ekki nafnið..hélt ég væri nú inní þessu öllu saman...greinilega ekki ég er bara lummó að þekkja ekki fræga fólkið!   Verð greinilega að fylgjast betur með hehe
Annars var kíkt til foreldra í dag og þar var sko endað í hangikjéti og kartöflumús með grænum baunum..umm það var bara geðveikt! slef....aðrir fengu hvíta sósu og kartöflu hehe einsgott að Arnþór var ekki þarna..því þá hefði ég ekki fengið svona mikið af kartöflumús híhí!

11.11.2006 22:53

Laugardagur

Þá er nú þessi laugardagur að líða undir lok.  Gærkvöldið var bara mjög gott en við fórum saman úr vinnunni ásamt nokkruð í viðbót til að fylla uppí hópinn í Keramik fyrir alla.  Þetta er í annað sinn sem ég fer í svona síðast bjó ég til sleifabangsa (hægt að sjá einhverstaðar í myndalbúmum hehe) og núna ákvað ég að stefna á eitthvað stærra og valdi mér vasa.  Þegar Guðrún (sú sem á Keramikið) komst að því hvað ég tók síðan og það sem ég tók núna þá sagði hún: núnú bara komin með metnað! hehe   En já er búin að setja inn myndir  en það á auðvitað eftir að brenna þetta allt saman og kemur þetta allt öðruvísi út...þetta verður tilbúið á föstudaginn í næstu viku og verður spennandi að sjá. 
Í dag var farið í heimsókn til Selmu, Óla og fjölskyldu. Áttum góðan dag þar og eru litlu drengirnir algjörir gullmolar. 
Já ég fékk líka tölvupóst vegna myndavélarinnar...á eftir að koma betur í ljós hvað verður með hana..tvennt sem kemur til greina..panta nýja linsu á hana eða hann getur gert við hana...hmm annað er dýrt en hitt er ódýrara   skýrist betur í vikunni.
Jæja læt þetta nú duga í bili..Brúskur og Bína eru spræk og láta nú vita af sér ef þau eru ekki sátt við mann...sérstaklega ef mar er ekki að standa sig í mataræðinu.  Mar ætti kannski að taka upp mataræðið hjá naggrísunum....blóðprufan mátti koma betur út og verður tekið annað sýni hmm tja skýrist eftir rúma viku allt saman. 

10.11.2006 10:24

afmæliskveðja

Hún Karen Ösp á afmæli í dag og sendi ég henni hamingjuóskir með afmælið, Siggi biður að heilsa  

Annars er bara allt í góðu...helv..rok í nótt en náði nú samt að sofa ágætlega þegar búið var að loka öllum gluggum hehe. Keramikmálun í kvöld en við í vinnunni erum að fara saman og mála..spurning hvort ég finni eitthvað einfalt til að mála ha..ekki mikil listakona í mér sko! en reyni að redda mér einhvernvegin útúr þessu eins og síðast! Verst að er ekki með neina myndavél  þar sem vélin mín fór í viðgerð í vikunni. En jæja aðeins að stelast úr vinnunni bara...en er farin núna að sendast með pantanir!

06.11.2006 21:15

vetur konungur

það bara snjóar í fjöllunum og hér er komin fljúgandi hálka bara! það verður fjör á morgun þegar mar fer að druslast í vinnuna..þyrfti að tjöruhreinsa dekkin mín hmmm athuga það hvort eigi tjöruhreinsi. Fer bara rólega enda liggur mér svo sem ekkert á...fer snemma af stað bara.  Þarf reyndar að byrja á því að fara í blóðprufu kl 8:00 í fyrramáli. Fékk víst enn eina helv..þvagfærasýkinguna og læknirinn sem ég fór til í dag vildi endilega rækta mig og taka blóðprufu líka...sagði honum frá því að ég hefði átt við nýrnavandamál að stríða þegar ég var yngri.  Að vísu held ég bara að ég hafi ekki fengið nógu sterk lyf síðast (3 vikur síðan eða svo) þannig að núna fékk ég eitthvað svaka sterkt..verð örugglega vel vakandi eða þannig..sýklalyf virka á mig þannig að ég er hrikalega þreytt og syfjuð á kvöldin. Leist vel á þennan lækni sem ég fór til í dag...væri alveg til að skipta og fá hann...minn var auðvitað ekki við í dag vegna námsleyfis..akkuru lendi ég alltaf á svona læknum! en jæja þetta fór nú samt vel..þurfti ekki að borga 1800 krónur fyrir heimsókn til læknis í dag.
En já svo sem ekki mikið að frétta í dag...enda svo sem alveg nóg eða hva ha! hehe

05.11.2006 18:44

helgin

helgin hefur bara verið alveg ágæt.  Í gær var nóg að gera...byrjaði daginn á því að hitta fararstjórana frá því í sumar og tók það um 4 tíma, buðum uppá mat frá Nings.  Þetta var greinilega gott sumar hjá fararstjórum og hafði enginn undan miklu að kvarta sem er bara gott mál. Vonandi náum við saman góðum fararstjórahóp eins og í sumar fyrir næsta sumar. Eftir að þessu var lokið skellti ég mér í Bjarnfirðingahitting...það var nú meira stuðið...þekkti ekki helminginn hehe en hitti þarna reyndar fólk sem ég hef ekki hitt í allt að 18 ár eða svo...bara gaman að því. Það hefur verið ákveðið að þetta verður árlegur viðburður og verður að sama tíma að ári. Mar mætir þar alveg pottþétt.  Eftir þetta fórum við fjölskyldan útað borða á KFC í Hafnarfirði mikið gaman að því. Þannig að mar gerði ekkert annað en að borða í gær úff púff hva mar var södd í gærkvöldi!
Hef síðan bara slappað af í dag...enda nennir mar ekki að æða útí svona veður eins og hefur verið í dag.  Hélt á tímabili að rúðurnar myndu nú bara gefa sig hér í dag í mestu hviðunum og mesta haglélinu..þvílík læti! vona að það fari nú ekki að gera hálku á næstunni..nenni ekki að setja vetradekkinn undir strax. 
Já annars þarf ég að láta kíkja á myndavélina mína hún er ekki alveg að virka eins og ég vil að hún gerir..ég vona nú að það sé ekkert alvarlegt því ég er búin að lofa mér í myndatökur núna í nóvember og ætlaði einmitt að byrja að undirbúa það í vikunni með því að æfa mig aðeins...læt kíkja á hana á morgun! helv..vesen bara

03.11.2006 20:08

ví ví föstudagur!

þá er þessi vinnuvika búin...hrikalega er tíminn fljótur að líða..það eru að koma jól ha! En já annars svo sem ekki mikið að frétta að vanda. Að vísu fór ég útað borða með Árbjörgu og Unni í gærkvöldi á Horninu. umm hvað það var nú gott! Fullt af hvítlauk Sigga til mikillar gleði hehe
Síðan á morgun er ég að fara að hitta fararstjórana síðan í sumar og verður gaman að heyra í þeim hvernig gekk...alltaf skemmtilegar sögur sem koma þaðan.  Svo er Bjarnfirðingahittingur á morgun líka og er nú spurning hvort mar kíki þangað...gæti orðið gaman ef mar skyldi nú þekkja einhvern þar..kannski einhverjar líkur á því. hmm já en annars er planið að slappa af um helgina og hafa það náðugt.

01.11.2006 17:38

mið vika...

frumlegur titill hjá mér...aðalega að blogga til að blogga...voða lítið að frétta svo sem héðan...Það hefur verið smá gestagangur í vikunni en amma Sigga kom í heimsókn og svo Guðbrandur í gærkvöldi. Alltaf gaman að fá gesti sko...svo er víst mjög gaman að hringja í mig núna..og auðvitað er það nú bara útaf prófkjöri Samfylkingarinnar...ég hef nú aldrei verið flokksbundin einu  né neinu og segi það að ég kaus hana ekki síðast hef ekkert að fela með það svo sem ég hef nú ekki kynnt mér pólitíkina hérna í þessu sveitafélagi í sambandi við alþingiskosningar. En allt skýrist með það síðar.
hmm já hvað svo meir..já hún litla systir mín ætlar að fara að meika það í útlöndum og er það bara geggjað! En já svo sem ekki mikið meir að segja..alveg andlaus bara og hætti því bara núna!
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43