Færslur: 2006 Desember

31.12.2006 13:06

Gleðilegt nýtt ár!

Kæru lesendur (hehe flott orð mar...eins og það séu nú margir lesendur! )

Gleðilegt nýtt ár og þökkum liðið ár

Farið nú varlega svona í byrjun nýs árs og passið ykkur á flugeldunum...aldrei of varlega farið.

             Kær kveðja úr fjöllunum  
                                 Halla og Siggi

30.12.2006 14:53

allt að koma...

jæja þessi veikindi eru öll að koma...er mun skárri í dag en í gær...en samt ekki góð. Það verður bara rólegheit í dag þannig að mar verði kannski betri á morgun og geti aðeins notið áramótanna.  Ég er örugglega komin með svefnsýki...væri alveg til í að sofa og sofa...var að glápa á videó áðan og bara já sofnaði...ekki lengi en smá dott bara hehe ætla nú ekki að leggja mig neitt í dag..þarf að koma sér í rútínu fyrir vinnuna aftur eftir áramótin...
Ég reyndi að taka myndir af flugeldum í gær og ekki hægt að segja að það hafi tekist vel...þarf greinilega að æfa mig betur í þeim hehe en þetta kemur nú kannski með æfingunni þannig að mar æfir sig bara aftur á morgun! þá ætti að vera nóg að mynda. Þarf eiginlega að lesa mig dáldið til í dag um hvernig á að gera þetta...er gjörsamlega bara lost í þessu sko.
En já svo sem lítið annað að frétta úr fjöllunum...bara helv..pestabæli hérna. En farið vel með ykkur og passið ykkur á flugeldunum...

28.12.2006 18:05

enn lasin...þriðja sinn sem ég nota þessa fyrirsögn á árinu! hehe

vá hva mar er búin að vera lasin...ég held ég sé að vera búin að sofa síðan á annan í jólum fyrir utan heiðarlegu tilraunina sem ég gerði í gærmorgun til að fara í vinnu...og jú hef svona aðeins velt mér framúr bælinu til að liðka bakið...hef verið með hita og vesen og þá er ég oftast bara eins og dauðyfli! úff púff helv..töff..ætla rétt að vona að ég verði búin að jafna mig fyrir gamlárs..en eins og mér er búið að líða í dag þá sé ég ekkert fram á það.
Ég fæ mér einn og einn kokteil annað slagið sem samanstendur af panodil hot, sólhatti (sem er viðbjóður á bragðið), pektólín og síðan einn og einn hálstöflumoli...allt saman mjög hollt og gott eða þannig en kannski það reddi áramótunum.
Þannig að ég hef svo sem ekki mikið að segja frá eftir allan þennan svef...hef nú dreymt ágætlega..held ég hehe að vísu þurfti ég að fara uppá slysó í morgun með Sigga þar sem hnéið gaf sig endanlega og gat hann ekki stigið í fótinn,þurftum ekki að bíða nema í hva svona hálf tíma eða svo! Hann var síðan skoðaður sundur og saman og fékk síðan sterkar bólgueyðandi töflur og teygjubindi...það getur sko borgað sig að eiga hækjur á heimilinu! hehe þær komu að góðum notum í morgun. Held að þessar hækur hafi verið notaðar fjórum eða fimm sinnum síðan ég keypti þær 2001, þegar ég missteig mig áður en ég fór til USA. En Siggi minn er nú allur að koma til og er farinn að geta tilt í fótinn, verður líklega í fríi á morgun en fer svo í vinnu...þetta er sem sagt lasarusarbæli í fjöllunum núna! og í þokkabót 3ju jólin í röð hjá mér þar sem ég er lasin milli jóla og nýárs! ætli þetta sé orðin hefð???? ekki góð hefð þá!

27.12.2006 19:47

veik...enn einu sinni!!!

ég var nú orðin ansi slöpp í gær...kom heim eftir kaffiboðið hjá mömmu og pabba og skellti í mig panodil hot og hafði það smá áhrif, þurfti svo að taka parkódin áður en ég fór að sofa til að slá á hóstann svo það væri svefnfriður fyrir mér...er ennþá með leiðindahósta og er eiginlega búin að fá nóg af honum...ég fór í vinnuna í morgun en fór síðan bara heim eftir hádegi..kom við í apóteki og tæmdi það hehehe ok...kannski ekki alveg en keypti mér svona allt sem þarf til að laga kvef...ég fékk mér síðan smá kokteil þegar ég kom heim..panodil hot, sóhatt í vökvaformi, nefsprey sem mar drukknar í, pektólín hóstasaft og já svo audda smá hálstöflur... þetta var svona þokkalegur kokteill að ég sofnaði í næstum því 3 tíma á eftir!! ekki oft sem ég get sofið svona um miðjan dag en ég var bara gjörsamlega búin á því...sit núna með hausverk, beinverki, hor í nös og bara drulluslöpp úff púff aumingja ég...eins gott að þetta fari að lagast..ætla að fá mér annan kokteil í kvöld hehe fer pottþétt ekki í vinnuna meira þessa vikuna að minnsta kosti mjög ólíklegt! þetta er held ég þriðja vikan sem ég er ekki í vinnu vegna svona pestar síðan 14.júlí kl 15:00. frekar skítt!
En já við hér í fjöllunum fengum jólagjöf frá Alcan í dag eins og held ég bara allir Hafnfirðingar en það var diskurinn með Björgvin og tónleikunum í haust. Ég fór nú á tónleikana í boði Alcan og fæ nú diskinn í boði Alcan...hmm ætli það liggi eitthvað á bakið við þetta?? hehe só what...alveg til í að eiga þessa tónleika! þeir voru bara flottir! Set þá kannski á fóninn í vikunni og hlusta á þá.
já og jæja og jamm og svei mér þá...ætli þetta dugi ekki í bili...ætla að fá mér salat og kjúkling í matinn á eftir og er lyktin farin að streyma hér um fjöllinn hehe Þangað til næst...farið varlega það er að koma nýtt ár eftir nokkra daga...vá sko

25.12.2006 21:48

jólaóð fjölskylda :)

jæja þá er kominn jóladagur og mar er bara búin að keyra Reykjanesbrautina nokkrum sinnum síðan á þorláksmessudag...og fer aftur á morgun.  Siggi byrjaði að vinna í morgun og missir af öllum jólaboðunum þetta árið líklegast. Þannig að ég skellti mér til foreldra í morgun og fékk mér jólahangikjétið og meðþví..ohh klikkar ekki sko!
Aðfangadagur var alveg stórfínn...geggjaður matur hjá henni móður minni og síðan voru allar þessar yndislegur gjafir sem mar fær frá fjölskyldunni...of langt mál að telja allt saman upp en það var sko hitt og þetta t.d skál frá Ömmu í Odda, skál eftir Ömmu Dóru, glerdisk frá ömmu Sigga sem gerður er úr gamla eldhúsgluggaglerinu hjá henni, geðveikt flott hreindýr sem draga sleða með bjöllum og tvær flottar englastyttur frá foreldrum, jogadýnu og ilmvatn frá systkinum og Þórhöllu, Siggi fékk tölvuleik frá þeim síaðn kom í hús jólasveinn, kakókönnur, sleif, eldfast mót, svunta, glerskál frá vinnunni, frá Sigga fékk ég fullt af geggjuðu dóti fyrir myndavélina..spurning hvort ég viti hvað þetta heiti allt..má segja að það sé einskonar þrífótur fyrir myndavélina til að setja á bílrúðu..og já til að snúa myndavélinni í margar áttir og já filtera fyrir flassið þannig að hægt að breyta litaáferð á myndunum...frekar kúl sko og já síðan gaf hann mér 8 klst. photoshop námskeið hjá honum Pálma á www.ljosmyndari.is og þarf ég að fara að finna mér námskeið til að fara á núna eftir áramótin...verður sko frekar gaman, þessum pakka fylgdi einnig svona penni til að þrífa linsur og skjár vélarinnar.  Ég gaf Sigga hleðslusett (skotveiðidót) og síðan Liverpool náttslopp sem er geðveikt mjúkur...held ég hafi munað eftir öllu...eða svona flestu...ef ég hef gleymt einhverju þá bið ég gefandann velvirðingar á því
Já síðan er það jólakaffi á morgun hjá foreldrum spurning hvort mar reyni ekki að skella sér í sund fyrir það át! það veitir ekki af ef mar ætlar að reyna að halda sér í einhverju formi...spurning hvenær sundlaugin er opin...þarf að tékka á því ef ég finn það á netinu...alltaf erfitt að finna eitthvað um Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði á netinu..eða ég svona léleg að leita!   þangað til næst...gleðilega hátíð!

24.12.2006 12:30

Gleðileg jól!

Þá styttist allverulega í jólin....þau eru bara eftir nokkra klukkutíma.  Þorláksmessukvöldi var eytt heima hjá Unu og Bjössa en þar var um 13 manns boðið í skötuveislu og ýsuveislu...ekki slæmt það sko! Voru allir saddir og sælir eftir það allt saman.  Núna er mar bara að klára það síðasta sem þarf að gera fyrir jólin...t.d. að gera hreint hjá Brúsk og Bínu   Ná í jólapakka til Palla á eftir og já fara í jólabaðið.  Síðan þarf mar að passa sig á því að borða ekki yfir sig í kvöld...hehe  Að lokum:

Kæru vinir og vandamenn!
Gleðileg jól og hafið það gott um hátíðina

22.12.2006 22:37

Húsbóndinn orðinn eldri :)

Þá er ástin mín búin að ná mér í aldri hehe en hann varð árinu eldri í dag.  Við vorum hér með smá veislu í kvöld...það mættu bara margir..gleymdum að láta skrifa í gestabókina hehe En já þetta heppnaðist bara mjög vel og allir vonandi farið saddir og sælir út! Ef ekki þá eru afgangar!  Já góður dagur og mikið þreytt vá svaka þreytt í fótum!
Læt þetta duga í kvöld...get ekki hugsað meira í bili

20.12.2006 21:33

lögleg ljóska..(legally blonde!!) hehe

ég átti nú ekki von á því að fá klippingu fyrir þessi jól þar sem ég var nú frekar seint á ferðinni...fór bara í gær að athuga og fékk klippingu kl hálf sjö í kvöld.  Nú líður mér eins og þeim stúlkum sem eru í american next top model á skjá einum þegar þær fara í breytingu á hárgreiðslu! hehe ég hef nú ekki fellt nein tár en þetta á eftir að venjast aðeins....hef t.d ekki verið með svona stutt hár síðan 1997...þegar ég lét snoða mig fyrir 4 vikna ferðalagið okkar Helgu...og ég hef aldrei og þá meina ég aldrei verið með svona ljóst hár áður!! þannig að bara að vara ykkur við þangað til þið sjáið mig hehehe þetta hentar vel hérna í loftgöngunum í fjöllunum...þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hárgreiðslan ruglist! það er ekkert til að ruglast hehe
Já svo sem lítið annað að frétta...rok í fjöllunum, vona nú að þetta fari að taka enda! orðið dáldið þreytt myndi ég segja.  Styttist í jólafrí...eru ekki allir að komnir í jólaskap??  Ég komst í smá jólaskap áðan þegar ég sá coca cola auglýsinguna ohh hún er bara jólin sko! i like to teach the world to sing...in perfect harmony! æði bara en þangað til næst...farið varlega í veðrinu!

19.12.2006 18:18

blessað rokið...

það er nú meira þetta rok...ha og hlýindi og bara sumarveður nema aðeins meira myrkur núna en að sumri til. Finnst nú ekki eins og það séu að koma jól þegar veðrið er svona...helv..rokrassgat! hehe Já og þessi fína rigning með...jólaskrautið gæti nú fokið ha....
Það hefur verið helv..kvef í minni undanfarið og fer versnandi ef eitthvað er....hélt ég væri að hressast í gær og skellti mér í sund og synti nokkuð góðan sprett...og hvað hafði ég uppúr því???!! nú bara allt stíflað í nefinu og þurfti að hósta í hálftíma uppúr mér ógeði til að geta talað lítilega!  En já hef nú verið hálf slöpp en verið að taka c-vítamín...og ætla að skella mér í smá sólhattadrykkju á eftir....kannski nær mar þessu úr sér með því.. spruning hvort þetta tengist eitthvað breyttu mataræði....að minnsta kosti geri ég ekki annað en að borða ávexti og grænmeti og verð sárlasin ha! á mar ekki bara að skella sér í súkkulaðið aftur ha! híhíhí ok..læt það eiga sig eitthvað áfram....vonandi fer þetta að skána....en jæja ætla að fá mér eitthvað að éta...er sko sísvöng! ótrúlegt alveg sko...helv..grænmetisfæði! mar er alltaf svöng! hehe

16.12.2006 22:22

hátíð ljóss og slysa :)

ohh ég var búin að pikka helling og það datt allt saman út...en reyni aftur! Já þetta hafa verið hátíð ljóss og slysa í fjölskyldunni undanfarið. Eins og ég sagði frá í gær þá stakk ég hníf í hendina á mér, eða fyrir neðan putta, og er ennþá alveg helaum! Móðir mín skar sig í puttann....2x, litli bró missti hluta af nögl og pabbi fékk sýkingu í puttann...þá var bara eftir litla systir hún Helena.  Við ákváðum að eyða deginum saman í dag og plataði ég hana til að hjálpa mér aðeins í vinnunni að senda kassa...hún sagðist sko ekki ætla að slasa sig og puttarnir hennar skyldu verða heilir eftir þetta allt..en tókst það? NEI! Hún rak einn putta utan í vegg með járni á og skar nokkuð ljótt sár á puttann...ofan á hnúan og fannst okkur þetta líta frekar illa út, að minnsta kosti blæddi helv..mikið úr þessu..eins og eftir góð slagsmál! hehe En já við fórum á Slysó og þar sagði konan að líklega yrði þetta límt eða saumað..henni fannst þetta líka líta illa út! Þannig að við þorðum ekki annað en að skrá hana inn og svo biðum við...og biðum...og biðum...já þetta var Slysó! hehe En við vorum orðnar nokkuð góðar í að þekkja fólkið þarna og hverjir væru í heimsókn og vitja ættingja og svona. Fólk fór meirað segja þegar það heyrði hvað við vorum búnar að bíða lengi hehe samt biðum við bara í TVO tíma! já ég sagði bara TVO tíma hehe EN það var þessi virði fannst Helenu...hún fékk sæta lækninn híhí og það besta var að helv..sárið gréri meðan við biðum....hehe eða næstum því! En hún fékk nú alveg 3 plásta og næstum koss á báttið hehe  Þannig að eftir þetta þá gátum við farið á jólagjafaröltið okkar sem átti að hefjast um kl 13:30...en hófst sem sagt ekki fyrr en mum kl 16:00 smá seinkun á dagskránni!
Við fórum nú ekki eins mikið um borg og bý og í fyrra, en aðeins og enduðum í Kringlunni og náðum bara að kaupa slatta af gjöfunum þar þannig að bara rólegheit framundan á þessum bæ! Hittum slatta af fólki sem við þekktum bæði frá Hólmavík og aðra ættingja t.d Gunna Val og Helgu.  Enduðum síðan daginn á því að hitta litla bró á American style og fengum okkur að borða.
Læt þetta duga í bili....kveðja frá halta puttanum

15.12.2006 18:29

víví helgi....

það er komin helgi sem þýðir að eftir viku þá eru víst jólin bara og mar komin í smá jólafrí! Það hefur verið geggjað mikið að gera í vinnunni og er komið smá stress í liðið....en þetta reddast allt saman að lokum...efast ekki um það.
Það er nú svo sem ekki mikið að frétta....mar reynir aðeins að slappa af þegar heim er komið...en ákvað nú samt að þrífa nú aðeins hérna í gær þannig að blessuð jólin geta komið og hana nú!  En það verður nú fyrst afmæli á þessu heimili fyrir jólin en hann Siggi minn á nú afmæli eftir viku og þá verður nú sá gamli aðeins eldir hehe (þetta var bara sett inn fyrir hann hehe )
Ætli mar klári ekki jólakortin um helgina og setji þau í póst...ekki seinna vænna myndi ég halda. Ég var nú óttarlegur klaufi áðan og stakk í mig hnífsodd...það blæddi nú aðeins og verður líklega smá mar...ekki samt sami klaufinn og hún móðir mín hehe ég næ engu fríi útá þennan skurð   en jæja ætla aðeins að leggjast í smá leti hérna fyrir framan tv...þangað til síðar takið því rólega og látið ekki jólastressið buga ykkur

11.12.2006 22:16

jólin alveg að koma mar...

fattaði það í dag að það styttist til jóla! ótrúlegt hvað þessi tími getur liðið hratt.  Allt á fullu í vinnunni að klára allt fyrir jólin og koma liðinu í jólaskap. Annars er að hellast yfir mig ENN EINU SINNI eitthvað helv..kvefdrulla, ég fer nú að segja hingað og ekki lengra ...þetta er í þriðja sinn síðan 14.júlí kl 15:00...er með smá hita núna, hausverk, illt í hálsi og já smá beinverki...þetta lítur ekki vel út...en vonandi næ ég að hrista þetta af mér fljótlega...spurning um að vera heima á morgun til að verða hress sem fyrst...þarf eiginlega að mæta í vinnuna á miðvikudag....en sé hvernig morgundagurinn verður þegar ég vakna....
Annars voru bara rólegheit um helgina...kíkt aðeins í Rúmfatalagerinn og versla smotterí...síðan smá tiltekt í gær en það er slatti enn eftir í þeim málum á þessum bæ í fjöllunum...það er komið á planið um næstu helgi eða svo
Jólagjafakaupin ganga bara ágætlega og ekki mikið eftir þannig að jólin geta alveg bara farið að koma hehe annars er nú Rúdolf að detta úr glugganum hjá mér..ætti kannski að taka mig til og laga greyið...hann er eins og stjörnuhrap núna! hehe og já ég ætla að gleðja hana móður mína núna með því að segja frá því að ég er komin með JÓLAGARDÍNUR í eldhúsgluggann í fyrsta sinn hehe gerir aðrir betur!

09.12.2006 12:34

vinnufjör...

Við í vinnunni fórum saman út að borða í gær með mökum og þetta heppnaðist þvílíkt flott! ekki hægt að segja annað sko!  Við fórum og fengum okkur að borða á Jómfrúnni og váááá þvílíkt var þetta bara gott...ég fékk mér að vísu smá óhollt...en ákvað að það væri bara laugardagsnammið...þannig að ekkert sukk í dag   Að vísu var þetta ekkert svakalega óhollt...bara kjöt með smá puru híhí.  En já ég sá ekki betur en að allir hafi verið sælir og glaðir og etið og drukkið að mikilli gleði. Við fórum síðan á Hressó og þar var hljómsveit sem heitir Touch að spila og þeir voru bara alveg ágætir...að minnsta kosti var hægt að syngja eitthvað með þeim þegar þeir voru búnir með frumsömdu lögin sín hehe Það fór að týnast aðeins úr hópnum um og í kringum miðnætti en ekki svo löngu síðar fórum við að hafa okkur til í rölt...en vá hvað það var kalt úti brrrrrrrr alveg sko. Arnþór og Siggi hittu einhverja svía þarna sem þeir töluðu við á dönsku, norsku og ensku.....spurning hvort einhver hafi skilið þá eða þeir þá?? að minnsta kosti voru þeir að reyna að ræna hraðbanka en hann vildi ekki gefa þeim pening þannig að einn svíinn var bara með krabbapening hehe.
En já bara helv..skemmtilegt kvöld og mar svaf vært á sínu eyra fram á morgun spurning hvað mar eigi að bralla í dag...kemur bara í ljós.

06.12.2006 15:26

litli bró afmæli!

já enn eitt afmælið í fjölskyldunni en nú er það litli bró sem er 22 ára í dag...vá hann er bara orðinn gamall! En ég óska honum innilega til hamingju með daginn og segi bara takk fyrir matinn...svona áður en mar fer í matinn hehe  

Annars lítið að frétta í bili...læt þetta duga eins og er...þangað til næst... knús og koss

04.12.2006 18:05

afmæli...

Hún Sigurborg frænka á afmæli í dag og er hún tvítug! loksins því ég gerði hana tvítuga á síðasta ári hehe En ég óska henni til hamingju með daginn og vonandi gekk vel í söguprófinu.
Einhver magaóþægindi að hrella mann hér í fjöllunum og hefur mér verið flögurt í 3 daga eða svo...vona að þetta fari nú að skána..get alveg borðað og allt..líklega seint sem ég get það ekki hehe. Fór heim úr vinnunni um kl 14 í dag vegna óþæginda...svitnaði bara og flögurleiki. Sjá til hvernig ég verð á morgun..þetta kemur í svona bylgjum..góð í smátíma og síðan ekki góð...sem sagt ekki gott!
En já annars svo sem lítið að frétta...helgin flott og nóg að gera í vikunni að vanda....
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43