Færslur: 2007 Janúar

27.01.2007 22:07

helgin...

já ég fór í vinnuna í gær og lifði það af...en það tók nú aðeins á og svitnaði mar nú dáldið í tilefni dagsins. En þetta ætti nú samt allt saman að fara að koma...er samt ennþá hóstandi eins og ég veit ekki hvað og það kraumar niðrí manni...vakna uppá næturnar oft alveg að kafna í hósta, ekki gott!
En já annars verður þessi helgi tekin rólega, fór að vísu í afmæli í dag en Snædís Bára verður 5 ára í næstu viku og svo er líklega afmæli á morgun en Heiðrún María varð 2ja ára á fimmtudaginn, alltaf nóg af afmælum í fjölskyldunni. 
Handboltinn...jú hef nú fylgst með honum svo sem lítið annað verið um að vera þar sem mar var veik og hafa þeir svo sem verið að standa sig vel...en fara of erfiða leið finnst mér að þessu.  Söngvakeppnin...æ ég veit ekki...ekkert lag sem hefur gripið mig ennþá...þetta er alltaf sama fólkið sem er að semja þessi lög og eru þau þar af leiðandi alltaf eins...og svo sama fólkið sem syngur þau og því ennþá líkara einhverju sem það hefur gert áður.....

25.01.2007 16:17

kominn tími á vinnu...eða hva...

jú svei mér þá ég held að geðheilsa mín þoli ekki við lengur...er mun skárri í dag en ennþá með smá hósta og svona en öll að koma til. Það er líka eins gott...ég er farin að horfa á alþingisjónvarpsrásin og fasteignasjónvarpið og síðast en ekki síst já var ég að horfa á vörutorg kl 9 í morgun!! HJÁLP! og áðan...ég vissi það nú reyndar ekki að þetta væri byrjað aftur hehe kannski engin furða því þetta er á þeim tíma sem ég er í vinnunni! undarleg tímasetning finnst mér reyndar að hafa þetta á vinnutíma fólks...en mjög athyglisvert þarna er verið að selja ógrynni af líkamsræktatækjum sem er audda klassískt í þessu og já hnífasett hehe hvað annnað og já plötuspila með innbyggðu útvarpi! já það var nú eiginlega það sem mér fannst flottast og ég væri alveg til í að eiga svoleiðis..fer vel í stofu og er svona gamaldagsútlit og kostaði 8990 örugglega man það nú ekki alveg hehe en já ég ætla í vinnu á morgun það er alveg 100% öruggt! held ég hafi ekki heilsu í að horfa á alþingi og vörutorg meir...

24.01.2007 14:44

snillingur..

ligg nú enn hér heima...en er að skána (reyni að sannfæra mig um það að minnsta kosti) er orðin hitalaus og hósta minna og það urgar og surgar ekki eins mikið í mér.  En já er snillingur eins og fyrirsögnin segir...sko ég er með hérna nefsprey sem er audda bara saltvatn...þetta er það sama og mar drukknar af þegar það er notað...sko..þegar mar notar það þá spreyast slatti og mér hefur tekist nokkrum sinnum þegar ég hef notað það að spreya líka uppí augað á mér! mæli sko ekki með því...þannig að þetta er stórhættulegt...en gott ef mar þarf að bleyta augað eitthvað. hehehe
já pestin það virðist vera sem margir liggi í þessu núna og er það ekki gott...allir þeir sem liggja eiga alla mína samúð sendi þeim baráttusnýtukveðjur...matarklúbbnum sem ég átti að fara í gærkvöldi var frestað fram í næstu viku útaf mínum veikindum og þá verður mar vonandi orðin hress, enda saumaklúbbur líka í næstu viku. Er nú að spá í að taka dag heima á morgun líka bara til að vera viss...og jafnvel láta sjá mig á föstudaginn í vinnunni...mar verður nú bara meira veikur á því að hanga svona úff púff en það skýrist allt saman þegar nær dregur...borgar sig ekki að fara of snemma af stað.  En þangað til næst...kveðja úr pestafjöllunum

23.01.2007 21:01

leiðindi...

já svo sannarlega eru þetta bara að verða leiðindi!! tveir dagar heima og ég sé fram á að minnsta kosti einn eða tvo í viðbót...helv..pest...þegar mér finnst ég vera aðeins að skána þá verð ég bara verri eftir um það bil klukkutíma...svo eftir þann klukkutíma er ég bara verri en áður...mar er alveg hætt að geta setið...legið..eða hvað annað...skrokkurinn orðinn slæmur og mar reynir að gera það besta úr þessu...hef ekki orku í að ganga mikið hér um hús...
djí hva mar getur nöldrað! úff en það er nauðsynlegt þegar mar er svona þannig að ef einhverjum leiðist heima á daginn og vantar að gera eitthvað þá er ég heima... bíð uppá hósta og snýt og kannski smá hita með...hva býður einhver betur?? hehe

22.01.2007 12:02

helv..pest

er veik...frekar pirrandi...fékk þennan yndislega hita í gærkvöldi og hóstandi útí eitt...var gjörsamlega að drepast í alla nótt og sívaknandi...er ennþá með smá hita en mun minna en í gær og vonandi verður þetta nú bara stuttur tími í þetta sinn...hef eiginlega ekki alveg tíma núna....væri strax betra eftir hálfan mánuð hehe

21.01.2007 18:20

sunnudagur

það hefur verið rólegheit í dag. Við fórum til mömmu og pabba um helgina og ákváðum að gista þar bara í nótt svona til tilbreytingar. Það var nú meira pestabælið þar og spurning hvort mar hafi smitast eitthvað...það skýrist þá að minnsta kosti fljótlega.  Það er svo sem ekki mikið að frétta, just hanging og horfa á ísland tapa fyrir úkraníu...þetta geta þeir og gera vel hehe
Vinnuvikan verður örugglega ágæt alveg...og þarf ég að fara að hella mér í bókhaldið á fullu...þarf eiginlega að koma því á hreint á morgun hvernig ég á að gera þetta og stefni á það auðvitað hehe verður bara spennandi.
En bara svona rétt að kíkja hérna...læt vita af mér síðar.

19.01.2007 18:48

bóndadagur...

já það er bóndadagur í dag og var ég nú smá góð við minn mann...hann fékk nú bláa rós, fannst hún svo flott. og já þar sem við skötuhjúin höfum ekki verið skráð í sambúð þá ákvað ég að spyrja hann hvort hann vildi sambúast með mér hehe og viti menn hann játti því og skrifaði undir plaggið. Hann er greinilega dáldið hughraustur finnst mér.
Annars er nú voða fínt að það sé komin helgi og er á dagskrá að taka því bara nokkuð rólega...þangað til að annað kemur í ljós að minnsta kosti.  Er núna bara að reyna að gefa manninum að borða og víst best að kíkja á það áður en ég brenni allt saman hehe

18.01.2007 17:28

vetur og blíða

Það hefur bara verið þetta fína veður síðustu dag og bara gaman að því...dáldið kalt að vísu en hvað er það svo sem á milli vina.  Já þetta með hreina fína bílinn...hann er nú að óhreinkast aftur sem er svo sem skiljanlegt í þessari saltklessu sem er á götunum...og í gær þá vogaði sér einhver og fór úr hjólaförunum og jós yfir mig salt drullu!!! alveg uppá þak liggur við sko!! og bílinn minn varð skítugur.. en það er nú svona að búa í saltborg.
En annars var ég nú rúmar 70 mín. á leiðinni í vinnuna í gær...en hef ekki ennþá slegið gamla metið sem er 1 og hálfur tími.  Ég fór síðan á Ítalíu með Árbjörgu og Unni í gærkvöldi og þegar ég var á leiðinni þangað lenti ég á rauðu ljósi...og það var enn rautt þegar einhver bíll fyrir aftan mig byrjaði að blikka mig...og ég hugsaði auðvitað hvaða helv..dónaskapur og pirringur er í gangi...það er ennþá RAUTT! hehe og já og hana nú... en bíði menn...það er blikkað aftur á mig og aftur...og mín orðin nú aðeins pirruð! ha yrðu það ekki fleiri! hehe en svo fór ég nú að kíkja betur á þennan bíl og fannst ég nú kannast við bílnúmerið þar sem ég sá ekki framan í bílstjórann...og ég kveikti á perunni...þetta var hún Helena systir sem var að blikka mig þarna eins og algjör dóni! hehe En hringdi nú í hana til að láta hana vita að ég vissi hver hún væri...það er þessi dóni híhíhí En svona fyrir utan það þá var bara fínt á Ítalíu og búið að plana aðra hittingu.

15.01.2007 18:11

ví frost og kuldi

já það er kalt í fjöllunum núna...en mar klæðir sig bara vel...var ekki talað um að það ætti að hlýna og rigna! Well það kemur bara í ljós. Annars fékk bíllinn minn smá andlistlyftingu í dag en ég komst að því að uppáhaldbónstöðin mín er opnuð aftur...greinilega samt nýtt fólk með hana en litli yaris fjallajeppinn minn kom svona skínandi hreinn og fallegur þarna út. Svo helst það í nokkra klukkutíma því aðrir bílar frussa á hann einhverju ógeði! En hann er samt flottur núna Spurning um að taka strætó í vinnuna hehe nehh held ekki..yrði að vakna kl 6 til að vera komin á réttum tíma í vinnuna.
Lítið annað að frétta svo sem...er ennþá í sjúkraþjálfun og er loksins komin með afslátt þar...og verð víst með hann til 4.október..hef svo sem enga hugmynd hvernig þetta virkar hehe fer ég þá aftur að borga fullt gjald eftir 4.október?? spyr bara því ég þekki þetta greinilega ekki nógu vel. en sátt með afsláttinn eins og er og nýt hans bara meðan er...verð nú vonandi hætt í sjúkraþjálfun 4.okt! En jæja læt þetta duga í bili og njótið lífsins og brosið

13.01.2007 11:45

snjór snjór snjór

þá fór að snjóa á litla Íslandi aftur, hér í fjöllunum er ágætur snjór og er ég nú ekki viss um að ég nenni að fara út áf eftir og skafa af bílnum....sé til þegar líður á daginn hehe   Annars bara rólegheit plönuð í dag...mesta lagi að kíkja á brettið svona síðar í dag.
Það hafa verið nokkur afmæli í fjölskyldunni undanfarið og hef ég alveg klikkað á því að nefna þau en geri það bara núna hehe fyrst átti Ísak Páll afmæli á síðustu helgi og síðan átti Helga frænka afmæli þann 11.janúar og í dag á Halla hans Árna afmæli og já það eru einhver framundan líka.  En jæja læt þetta duga í bili...lítið að gerast undanfarið og því lítið frá að segja

10.01.2007 19:52

hmm alveg andlaus með titil....

þó mar sé andlaus með titil getur mar kannski skrifað eitthvað. Fór til næringaráðgjafans í heimsókn númer 2 í morgun. Hún var bara nokkuð sátt með mig og ég líka er bara ánægð með viktina hjá henni hehe og blóðsykurinn fór niður frá því síðast...miðað við að ég borðaði það sama núna og síðast þegar ég fór (að mig minnir) þannig að fór bara sátt frá henni og á bókaðan tíma aftur eftir mánuð..gott að hafa svona aðhald..einskonar einkaþjálfi bara hehe   Verður spennandi að sjá hvernig þetta gengur áfram..er búin að setja mér markmið fyrir 19.febrúar og ætla að ná því! og hana nú! og harkan á helv...!
já sem sagt ágætur dagur í dag og smá snjór í fjöllunum...bara hörku skafrenningur þegar mar kom heim í dag.

09.01.2007 19:24

hvatningakerfi..

Já gylliboðum rignir inn um bréfalúguna þessa dagana frá hinum ýmsum líkamsræktarstöðvum og eru þau misheillandi....ekki það að ég ætli að láta glepjast af einhverju af þeim hehe En já eitt þessara gylliboða snýst um hvatningakerfi til að mæta í líkamsræktina...ok ég stundaði þessa líkamsræktarstöð í MÖRG ár og hef ekkert á móti henni...en verð að segja að þetta hvatningakerfi hjá þeim myndi nú ekki fá mig til að mæta t.d færðu auðvitað vatnsbrúsa og bol þegar þú skuldbindur þig í ár að minnsta kosti...og ef þú mætir svo einu sinni í viku í heilan mánuð þá færð handklæði...já einmitt handklæði....sem nær örugglega ekki utan um hálf lærið á manni hehe og hvað svo...jú mætir einu sinni í viku í mánuð áfram og fær band um hálsinn fyrir gsm símann.. get fengið það ókeypis á mörgum stöðum og í þokkabót get ég ekki gengið með ól um hálsinn...og já hvað svo...og ef þú mætir áfram einu sinni í viku í heilan mánuð færðu alveg heila íþróttatösku..sem væri nú nær að fá í upphafi undir íþróttadótið svo mar hafi nú eitthvað til að hafa dótið í! ekki þegar mar er búin að vera í 3 mánuði og búin að kaupa sér tösku..en hvað gerist svo..ekkert meir..þú ert víst komin á beinu brautina og mætir einu sinni í viku næstu mánuði...þannig að þetta borgar sig engan veginn því það er dýrt að mæta bara einu sinni viku....hehe ok..kannski er gert ráð fyrir að fólk mæti oftar þegar það er búið að fá handklæði, ól um hálsinn og heila tösku (eftir 3 mánuði!)...já ég veit að þetta er nöldur...en finnst nú allt í lagi að hafa nú aðeins öðruvísi hvatningu ef það á að ná að fá fólk til að hreyfa sig...þetta heillar ekki mig og ætla ég að halda mig bara við mitt sund...ætli ég fá eitthvað ef ég mæti í sund  einu sinni í viku í mánuð?? nehh efast um það...þarf bara að kaupa mér meiri sundmiða og já það er ódýrara í sund í Hafnarfirði en Reykjavík ennþá að minnsta kosti!
Annars er bara þetta fína að frétta úr fjöllunum...fór í sjúkraþjálfun áðan og er allt bara á góðri leið með kálfana mína, já þeir eru báðir í meðferð. Þarf eiginlega að fara að tékka á því hvort ég geti dansað til að fá smá álag á fótinn og átta mig á því hvað hann þolir. Hann þolir að minnsta kosti 30 mín á brettinu núna. en jæja þetta er orðið ágætt í dag held ég hehe ohh það er svo gaman að nöldra aftur hehe þetta fer að verða nöldurhorn Höllu aftur!

07.01.2007 13:18

breytt útlit..

var aðeins að breyta útliti...ef það kemur brenglað hjá einhverjum látið mig vita...þá breyti ég aftur

07.01.2007 13:14

jólin búin enn einu sinni....

Jæja þá eru jólin búin einu sinni enn...ótrúlegt hvað þetta líður allt saman hratt.  Janúar verður búinn áður en mar veit af!
Annars hafa síðustu dagar verið bara alveg ágætir...nóg að gera í vinnunni og verður nóg að gera framundan hjá mér.
Fórum í afmæli í gær til Ólafs Andra en hann varð alveg 6 ára sko. Þar voru miklar og góðar veitingar að vanda. Við fórum svo og keyptum okkur hið fínasta lambakjöt í tilefni síðasta dag jóla og borðuðum með góðri list. Síðan var audda að skjóta þessi jól í burtu og skutum við aðeins hérna heima og skelltum okkur síðan til foreldra og skutum restinni upp þar...mikið stuð bara.
Fín helgi til að slappa af og ætli jólin verði ekki tekin niður á þessum bæ í dag...svona ef mar nennir...  jólaljósin eru reyndar farin að taka völdin og slökkva bara á sér sjálf hehe þannig að líklegast verður mar að taka þeirri ábendingu frá þeim og taka restina niður hehe.
En já þetta er nú bara svona smá blogg í dag...bara til að sýna lit...ekkert röfl og ekkert nöldur...bara svona eitthvað

03.01.2007 18:00

Fjör í Hafnarfirði :)

Já það er alltaf fjör í Hafnarfirði...Álverið er að gera útaf við liðið...verður spennandi hvað verður sagt núna en þegar ég kom heim í dag þá var búið að senda okkur þetta fína dagatal í boði Alcan! hehe það hljóta einhverjir að fara að skila þessu...eða hvað?
Hvað skyldi koma næst? Þetta er bara orðið að framhaldsögu hehe hvað fæ ég frá Alcan í næstu viku   hehehe frekar mikið fyndið!
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43