Færslur: 2007 Febrúar

27.02.2007 18:50

ví vikufjör

jæja þá styttist í smá frí, bara gaman.  Annars hefur svo sem verið nóg að gera, er komin á fullt í ættarmótsundirbúning! það er alveg hellings vinna bara, en sýnist það ætla að verða bara nokkuð gaman líka.  Fyrsti fundur var í gærkveldi og mættur þar nokkrir frændur ásamt mömmu.  Þetta skýrist allt mjög fljótlega og bara spennó ha! :)
Annar já bíð ég bara eftir því að komast í smá frí og verður sko bara gaman að liggjast og flatbakast í heitum potti...úff púff sé það alveg í hyllingum! :) hmm ætli broskallarnir séu farnir hérna á þessu bloggi...eitthvað nýtt útlit sem mar er að venjast og á eftir að finna hlutina hehe
Já það gengur hægt að selja Brúsk og Bínu en það eru nú alltaf einhverjar fyrirspurnir sem koma. Þetta gengur nú örugglega bráðlega.  En jæja læt þetta duga í bili og læt heyra í mér fljótlega. 

23.02.2007 18:41

niðurstöður...

jæja þá er ég komin með niðurstöður eftir blóðprufuna og læknirinn vill bara ekkert sjá mig meir   blóðsykurinn er bara í góðu lagi og allt annað líka þannig að núna er bara að halda áfram að láta einhver kíló fjúka og koma sér í betra lag...það hlýtur að vera hægt sko hehe en já er bara mjög sátt með þetta og næst er bara að hitta næringaráðgjafnna í byrjun mars. Ætla að halda því aðeins áfram ef hún vill hitta mig .. kannski vill bara enginn hitta mig hehe

En já annars hefur vikan verið fín bara, það var matarklúbbur hér hjá mér á miðvikudagskvöldið og vorum við með inverskan kjúklingarétt... dáldið sterkur en geðveikt góður..maginn mótmælti að vísu aðeins en það var alveg þess virði hehe hann kemur líklega bara fljótlega hérna á uppskriftasíðuna...alltaf að bæta við

En já annars verður örugglega bara rólegheit um helgina...kannski fikta í photoshop...þarf að fara æfa mig á því sem ég lærði á síðustu helgi... líka svo ég gleymi þessu ekki öllu saman.   Síðan er plan að taka smá frí....á inni sumarfrí frá því í fyrra.  ekki leiðinlegt það sko!

En þangað til næst..farið vel með ykkur.

19.02.2007 18:51

síðustu dagar....

Já það hefur svo sem ýmislegt verið að gerast síðustu daga. Um helgina þá var ég á námskeiði í Photoshop og var það bara nokkuð fróðlegt... það á nú reyndar eftir að reyna á það og spurning hvort mar muni allt það sem sagt var hehe en ég tók ágæta punkta og á nú eftir að skilja þá alla...þarf að vera dugleg að prófa næstu daga svo ég gleymi þessu ekki alveg strax.  Þetta var hluti af jólagjöfinni frá Sigga og er nú alltaf gaman að fá svona nytsamar jólagjafir...get núna falsað myndirnar mína hehe ok..eða gert þær kannski flottari...eða skýrari...eða bara eitthvað.
Sjúkraþjálfunin gengur ágætlega...en samt hægt og er sjúkraþjálfinn ekki alveg nógu ánægður með þetta og t.d í dag hef ég bara verið drulluaum í kálfunum..hann vill prófa að setja einhvern straum í kálfana mína..hljómar ekki vel en líklegast verður þetta prófað á fimmtudaginn.

Ég er búin að auglýsa naggrísina til sölu og hafa verið smá fyrirspurnir...vonandi fara þeir að fá nýtt heimili og einhvern sem er duglegri að hugsa um þá en við...þeir þurfa meira en mar er að gefa þeim í umhirðu.  En aðalástæðan fyrir sölunni er nú samt sú að ég er audda með ofnæmi fyrir grasi sem Brúskur og Bína borða hér á hverjum degi...þannig að mar er að hnerra og snýta full mikið hehe  en það verður nú sorglegt þegar þeir fara  

Mér finnst fréttaefnið mjög athyglisvert þessa dagana sérstaklega þetta klámþing....ég hefði líklegast bara aldrei vitað af því nema þar sem fréttatímarnir hafa verið fullir af fréttum af þessu.  Líklegast besta auglýsing sem þetta þing hefur fengið...mar ætti kannski að skella sér hehe

En já það styttist í Madrid...fer út 16.mars og verð alveg á hlaupum þann daginn til að ná að hitta hópinn á réttum stað og réttum tíma. Ég lendi kl 16:30 og þarf að vera komin á punktinn kl 18:00. Þannig að það má ekkert klikka þann daginn...sérstaklega ekki millilendingin í London því ég hef bara klukkutíma að koma mér þar á milli.  Kem síðan heim á mánudeginum á miðnætti og vinna bara daginn eftir...engin afslöppun í gangi sko!

En þangað til verður nóg að gera...geri ég ráð fyrir að minnsta kosti hehe ætla að taka mér smá frí í næstu viku þar sem ég á ennþá inni smá sumarfrí frá síðasta sumri...ekki seinna vænna að taka það núna. 

læt þetta duga í bili og þangað til næst farið vel með ykkur....og ég set kannski inn einhverntíman smá photshopmyndir...ef mér gengur vel með þær hehe

17.02.2007 11:07

tölvan....

þá er það eiginlega ljóst að tölvan mín fær ekki mikla viðgerð.  Það gæti tekið um 2 mánuði að fá varahluti í hana og svo er spurning hvað myndi bila næst enda er hún að verða 4ja ára gömul.  Þannig að ég sló öllu uppí kæruleysi í vikunni og fékk mér eina ódýra tölvu, hún er bara að virka vel og er ég núna að fara á photoshopnámskeið hjá honum Pálma á eftir. 
Þessi vika hefur annars bara verið ágæt, nóg að gera í vinnunni og var starfsdagur í gær og var hann alveg stórfínn.  Sólin er farin að skína og spurning hvort það eigi eftir að koma mikill vetur á næstunni.   En jæja er hálf andlaus eitthvað og læt þetta duga í bili þangað til næst....

10.02.2007 16:10

lítið blogg

hér á bæ er rólegheit í bloggi enda tölvan eitthvað að stríða mér....þannig að læt þetta duga í bili bara, ekki auðvelt að blogga á svartan skjá hehe . Annars bara allt fínt að frétta...fór að læra að gera kerti á fimmtudagskvöldið og var það bara mjög gaman...tók auðvitað myndir en vegna óstöðugleika tölvunnar efast ég um að ég komi þeim inná netið um helgina...en reyni auðvitað ef tölvan leyfir...þannig að það kemur bara í ljós. Þangað til næst...bæbæ

p.s var að setja inn nýja uppskrift á uppskriftasíðuna....verðið að prófa þennan kjúklingarétt! hann er bara GEÐVEIKUR!

06.02.2007 18:34

Madrid hér kem ég....

það er orðið staðfest að ég fer til Madrid í mars á námskeið á vegum sumarbúðanna...það verður örugglega mikið gaman...ég fer að vísu alveg alein! hef svo sem gert það áður...en dáldið langt síðan bara...veit bara að það á að hittast við hlið 0 á velli Real Madrid...hmm auðvelt ekki satt! hehe
Annars þetta fína að frétta bara...við skötuhjúin ákváðum að láta skipta klinkinu sem við höfum safnað í smá tíma...það var bara mjög gaman og viti menn...við keyptum húsgögn í stofuna fyrir klinkið! hehe keyptum okkur sjónvarpsskáp og ætlum síðan að kaupa eitthvað meira fyrir afganginn...nóg eftir af honum svo sem þannig að þetta er bara spennandi og gaman að kaupa húsgögn fyrir klink hehe en jæja læt þetta duga í bili...er að reyna að koma þessu öllu fyrir...þangað til næst...have fun

04.02.2007 20:16

helgarlok

já helgin hefur liðið hjá og svo sem ekki mikið að gerast.  Legið í leti í gær og síðan var kíkt á foreldra aðeins í dag og náð í fiskinn sem við áttum þar...nú verður sko borðaður fiskur reglulega.  Síðan var bara aðeins þrifið hér á bæ og veitti greinilega ekki af. 
En já annars er ég líklega að fara til Madrid í mars á námstefnu og verður það örugglega bara gaman...veit ekki meir eins og er um þetta en þetta er á vegum sumarbúðanna sem ég hef verið að starfa með. En jæja læt þetta duga í bili...þangað til næst...farið varlega í umferðinni.

01.02.2007 18:10

einhver bloggleti...

það er greinilega einhver bloggleti í manni núna...en já annars svo sem lítið að frétta kannski það sé aðalástæðan fyrir því   er búin að vera í vinnunni alla vikuna og ég get nú ekki sagt að ég sé orðin góð af þessari helv..pest...finnst einmitt að mér sé nú frekar að versna aftur ef eitthvað er...sé til hvernig ég verð.  Var í matarklúbb í gærkvöldi og var það bara mjög fínt....geðveikur matur...set uppskriftina hér inn þegar ég verð búin að fá hana og skora á alla að prufa.
Síðan er það saumaklúbbur í kvöld..endalaust stuð bara....kannski einhverjar uppskriftir þar ha! hehe 
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43