Færslur: 2007 Mars

31.03.2007 12:41

Kosningar

kosningadagur í dag..og hvað skal kjósa???  Well það kemur í ljós bara...ekki búin að kjósa enn en fer á eftir...mar verður nú að nýta kosningaréttinn sinn. 
Það er annars bara allt fínt að frétta í fjöllunum...Brúskur og Bína lifa góðu dekurlífi á Akureyri og held ég bara svei mér þá að þau séu meira dekruð en hjá mér...þá er nú mikið sagt hehe.  Rok og rigning núna og spurning hvað mar nennir í dag.  Byrjaði daginn á brettinu og viktin farin að hreyfast aftur, þá niður á við hehe...búin að ná ógesslega Madrid matnum af mér aftur og aðeins meira til. 
En já svo sem ekkert að frétta...veit ekki hvað mar er að blogga þegar ekkert er að ske...kannski bara til að gera eitthvað hehe  

28.03.2007 19:10

helv..bókhald....

já það má segja að ég hafi legið með höfuðið yfir bókhaldi síðustu daga (í vinnunni sko)...vá hvað ég er farin að sjá tölur í hyllingum.. en þetta er held ég bara allt að koma og vonandi næ ég að stemma þetta af á morgun..ef ekki...þá bara er ég alveg lost í þessu öllu saman!!
Ég þyrfti helst að ná að klára þetta á morgun þar sem mig langar að vera á ráðstefnunni hjá Félagsmálaráðuneytinu næstu tvo daga, þannig að ég hef að einhverju að stefna!   Þannig að búið að vera skemmtilegir dagar undanfarið...
Síðan er CISV sumarið að fara að byrja og hitti ég fararstjórana í dag...það vantar líklega einn fararstjóra þannig að ef þið vitið um einhvern sem er 21 árs eða eldri þá endilega hafið samband við mig..og já einnig eru laus pláss fyrir 11 ára krakka í fjögurra vikna sumarbúðir í sumar...upplýsingar hjá mér   og eitt 13 ára pláss fyrir strák...ef Þurý tekur eitt hehe   Læt þetta duga í bili...hafið það gott þangað til næst.

25.03.2007 16:56

Ísafjörður

jæja þá er mar komin heim frá Ísafirði. Það hefur verið meira ferðalagið á manni undanfarið og er ég búin að fá nóg af þeim í bili.
En já við fórum á Hólmavík á fimmtudaginn og var færðin bara mjög góð.  Gistum heima hjá Bjössa og Bíu um nóttina og var síðan lagt af stað til Ísafjarðar á föstudagsmorgun.  Ferðin gekk mjög vel og var smá snjór á Steingrímsfjarðarheiði og vegurinn fyrir Reykjanes var hræðilegtu...Eyrarfjall var lokað.  En ferðin gekk vel bara og vorum við komin á Ísafjörð um kl 14:30 eða svo.
Við fórum á Fernandos (held ég að hann heitir) og fengum okkur að borða þar þessar fínustu samlokur! Þær fá sko alveg 9.9 í einkun og þjónustan var alveg til fyrirmyndar! Þannig að mæli alveg með þessum stað.
Við fengum gistinu í Túngötu 1 og var það húsnæði bara alveg til fyrirmyndar líka. 
En já aðrir hlutir gengu vel fyrir sig og var athöfnin mjög falleg.
Er bara eiginlega andlaus eitthvað núna...dauðþreytt eftir öll þessi ferðalög og nóg að gera framundan svo sem.

22.03.2007 13:24

hmmmm

jæja já ég ætlaði víst að segja frá Madrid þegar ég kæmi heim...hef bara ekki haft tíma til þess enn...en já hvað skal svo sem segja.  Þetta var hin fínasta ferð, ég náði að rústa rúminu sem ég átti að sofa í þannig að ég svaf bara á dýnu á gólfinu...var frekar fyndið þegar það gerðist því þetta var eins og í teiknimyndunum þar sem spýturnar detta eins og dominó og ég með rassinn á gólfinu og hendur og fætur uppí loftið! hehe Síðan var það bara námskeiðið alla helgina og ekki mikill tími að skoða sig um..enda lítið að skoða við vorum uppá einhverju fjalli og bara fleiri fjöll í kringum okkur!  En já annars hin fínasta helgi...svaf lítið...fékk kvef...og lærði nú eitthvað líka   og já ég er búin að setja inn myndir sem hægt er að skoða.
En annars er ég að fara norður á Hólmavík í dag og síðan Ísafjörð á morgun í jarðaförina hjá Unnari frænda.  Vonandi að veðrið haldi sér á mottunni þannig að allt gangi vel. 
Já gleymdi að segja frá því að Brúskur og Bína eru víst komin með nýja eigendur og fluttu til Akureyrar í dag.  Það hafa þau fengið mjög gott heimili og hef ég fengið fréttir af þeim sem er mjög gaman, mar saknar þeirra nú en kannski lagast kvefið og ofnæmið... en já og mar kíkir bara á þau þegar mar fer til Akureyrar næst...

19.03.2007 14:22

madrid og flugvellir

well eg sit her a flugvellinum i Madrid og hef gert thad i nokkra stund...nad ad eyda sma pening..ekkert annad ad gera hehe   thurfti ad fara snemma uta flugvoll enda veitti ekki af thar sem thad tekur liggur vid klukkutima ad komast a rettan stad...en kannski full snemmt! Buin ad vera her sidan kl 12:30 eda svo og flugid er kl 17:30...og klukkan er nuna BARA 15:20!! uff puff...eins gott ad mar er med bok til ad lesa. Fer i thad eftir sma stund, a nokkrar minutur eftir herna. Eins gott ad thad seu sma tomstundir a flugvollum..thegar mar thekkir engann.. en ja helgin buin ad vera flott...segi fra thvi nanar bara a morgun eda svo..er ogesslega threytt enda litid buid ad sofa...adlega vegna djamm i odrum hehe helv..laeti i thessu unga folki, var med finan herbergisfelaga fra Barcelona og kynntist fullt af nyju folki og hitt nu ekki nema eina sem eg hafdi hitt adur....tok eitthvad af myndum en engum i Madrid thvi eg var bara ekki thar! Set thaer inn fljotlega..en thetta dugar i bili...aetla ad skoda adeins meira a netinu adur en timinn er buinn...ciao!

14.03.2007 23:20

:(

Dofinn dagur í dag.  Unnar frændi fórst í sjóslysi og maður er bara orðlaus.  Ég vil votta foreldum, systkinum og öðrum ættingjum samúð mína.

13.03.2007 22:06

Rok og rigning!

já það er óhætt að segja að það er rok og rigning þessa dagana....það hvín í öllu í fjöllunum og mar þarf að setja blað í bréfalúguna svo hún þegi! þá er það nú orðið slæmt!
Annars er nú svo sem ekki mikið að frétta úr fjöllunum, lífið gengur sinn vanagang og lítið sem útaf bregður þessa dagana...nema þá helst skattaskýrslur hehe  þarf að klára þetta fyrir helgina...held ég sé alveg búin...þarf bara aðeins að kíkja til pabba til að fá þetta nokkuð staðfest!  þannig að þá veit hann hverju hann á von á!
En já það er víst Madrid á föstudaginn og verður þetta spennandi ferðalag, segi nú frá því eftir helgina. 
Það vantar ennþá fólk til að starfa með sumarbúðunum í sumar...fullt spennandi í boði   þeir sem eru 21 árs eða eldri endilega að hugsa málið og skemmta sér í sumarbúðum í sumar alveg frítt (nema ef fólk vill eyða í einhverja vitleysu! hehe) að vísu launalaust en bara gaman!  www.cisv.is 
Jæja best að hætta þessu bulli og fara að huga að bælinu...eitthvað svo þreytt eftir þennan dag, skil þetta ekki alveg, en svona eru bara sumir dagar og ekkert við því að gera!

10.03.2007 19:17

Bíó

Fór í bíó í dag með tengdó og sá Music and Lyrics.  Hún er bara alveg ágæt, fín afþreying. Herra Grant klikkar svo sem ekki og Drew var fín.  Þannig að fín afþreying.
Ég fattaði síðan eitt í dag þegar ég fór í bíó...sætin eru ekki eins þröng...ég passa betur í þau hehehe frekar fyndið finnst mér, þá fattaði ég einmitt líka að flugsætið í vélinni gær var ekkert svo þröngt! ætli það sé búið að stækka sætin eða eru það bara kílóin mín sem eru fokin sem hafa þessi áhrif híhí fyndið.  á eftir að tékka betur á þessu á næsta föstudag þegar mar skellir sér til Madrid.
En annars er ég að fara að hitta Árbjörgu og Unni á eftir, við ætlum að fá okkur smá í gogginn á Rossopomoeitthvað...man aldrei hvernig á að skrifa þetta. Vissara að velja eitthvað hollt þar.

09.03.2007 20:52

Akureyri

Það var Akureyri í dag, flugið tekið kl 7:45 í morgun og mætt í snjóinn á Akureyri eldsnemma..það var allt í slappi og krapi og eiginlega ekkert búið að moka.  Síðan var haldið á fund, farið á Greifann í hádeginu, síðan skoðað ýmislegt tengt atvinnumálum og starfsendurhæfingu og síðan lauk deginum á Strikinu þar sem borðaður var kvöldmatur.  Fékk mér þar sjávarréttarpasta með humar, skelfisk og rækjum   bara nokkuð gott!
Viti menn svo sá ég Gunna frænda keyra uppá gangstétt hehe uss suss hélt það væri bannað!! Hann var að vísu að reyna að komast framhjá tveim bílum sem voru stopp í götunni hjá honum...og ég var í öðrum þeirra híhí.
Þetta var bara hin fínasta ferð og ágætt að skipta aðeins um umhverfi.
Síðan á leiðinni heim frá flugvellinum þá var svínað á mig!! langt síðan ég sett hérna inn bílnúmer en þessi fær sko bílnúmerið sitt hér og það liggur við að ég skrifi það með STÓRUM og BREIÐUM stöfum og já númerið er ML 948 og var einhver helv..passat bíll!
En jæja ekki meira bull í kvöld...

07.03.2007 22:33

mánaðartékkið

já það var mánaðartékkið hjá næringaráðgjafa í dag.  Það gekk bara mjög vel og allir sáttir.  Það er allt á réttri leið og því bara mæting aftur eftir mánuð.
Annars svo sem lítið að frétta, nóg að gera allstaðar og undirbúningur fyrir CISV sumarið að hefjast.  Þannig að nóg framundan og já Madrid eftir 10 daga eða svo...fékk flugmiðana í dag   bara stuð framundan.   Já ef þið vitið um 11 ára stelpur og stráka þá vantar ennþá í búðir í sumar endilega kíkið þá á www.cisv.is þar er hægt að skoða einhverjar upplýsingar, eða bara spyrja mig

04.03.2007 20:33

ný vinnuvika...

jæja þá er ný vinnuvika að hefjast og verður nóg að gera...fullt af verkefnum sem bíða...verður bara gaman...þarf að muna að hringja fyrsta símtalið strax kl. 9 í fyrramáli.
En já annars hefur helgin bara verið róleg.  Fórum í gærkvöldi með Palla og Söru í pool og var það bara alveg ágætt...mér fer nú aðeins fram..en ekki hægt að segja að ég sé góð í þessari íþrótt....er betri í keilu hehe þó ég segi sjálf frá.  Já síðan var glápt aðeins á dvd fyrir svefninn.
Í dag var rennt í Garðinn, náði meirað segja að vekja mömmu hehe  en ætla ekkert að segja klukkan hvað.  Siggi var nú orðinn hálf slappur þannig að það var stoppað stutt bara, en náði að aðstoða pabba aðeins við að setja upp gardínu.  Síðan var bara farið heim og Siggi lagstur í bælið og ég fór á brettið bara og tók þar alveg 45 mínútur...bara nokkuð ánægð með sjálfa mig hehe verð að vera það...
Þetta röfl dugar í bili...

02.03.2007 17:32

home sweet home

jæja þá er mar komin heim úr bústaðnum...mikið rosalega var þetta nú alveg geðveikt.  Það var meiriháttar að komast aðeins úr bænum og slappa af í rólegheitum í sveitinni.  Fórum uppí Brekkuskóg og lágu í orðins fyllstu merkingu í leti!  Bara æði!  Auðvitað var potturinn notaður t.d var mar komin útí pott kl hálf tíu í morgun...hehe sem er náttúrulega bara bilun!   Annars er þetta í fyrsta sinn sem ég fæ verki í bakið eftir bústaðaferð...dýnan var ekki alveg að gera sig en mar lét það nú ekki hafa áhrif á þetta allt saman.  Við kíktum aðeins á Gullfoss og vá hvað það var kalt! Hann var líka aðeins í klakaböndum og þarna voru fullt af útlendingum að skoða.  Tókum síðan smá rúnt á Flúðir og svona.  En eins og hefur áður komið fram þá var aðallega legið í leti og auðvitað í pottinum   það var kalt og svo snjóaði í morgun...var bylur þegar mar var í pottinum í morgun.
En já nú er helgin eftir og það verður slappað af hehe hvað annað.  Kannski kíkt í heimsókn, kemur í ljós.
Játa nú alveg að ég svindlaði aðeins í þessu litla fríi...þannig að líklegast fer ekkert kíló þessa vikuna hehe en mar tekur þá bara meira á því næstu vikuna...er farin að hafa ágætis kontról á þessu og get stoppað...þarf ekkert endilega að klára allt!! hehe  Hef ennþá markmið að stefna að.
En jæja læt þetta duga í bili...þangað til næsta
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43