Færslur: 2007 Apríl

30.04.2007 20:44

endalaust frí...

mar er bara rétt byrjuð að vinna þegar það er komið frí aftur!  Svo sem ágætt líka hehe  Svo sem ekki mikið að frétta úr fjöllunum nema búið að vera helv..rok bara! Bílinn er eitt moldarflag eftir helv..jarðvegsskiptin hérna.  Kílóin fjúka af mér líka ennþá og er bara sátt með það...nálgast markmiðið mitt...en neyðist líklega til þess að fara að kaupa mér smá föt bara helst í þessari viku! orðið dáldið slæmt útlit á buxnaúrvalinu. 
Er með helv..verki í mjöðminni í dag og er það allt uppþvottavélinni að kenna...en við vorum að skila henni í gær aftur til Kristjáns en erum búin að geyma hana fyrir hann í rúm 2 ár.  Hann var að fara að setja hana í aukaíbúðina sem hann leigir út.  Þannig að nú er mar bara farin að vaska upp aftur, það verður nú keypt önnur uppþvottavél og ekki ólíklegt að það gerist á þessu ári..en ekki alveg strax samt...mar er að fara í sumarfrí og svona og því lítið heima á þeim tímapunkti.  Mikið verður nú gott að fá smá frí.   en jæja best að hætta þessu bulli núna og fara að hvíla sig eftir langa og strangan dag...vantaði 5 verkstjóra af 8 í vinnuna í dag, þannig að mín er búin að vera að elda og allt í dag.  Þangað til næst farið varlega í hitanum...eða er sumarið ekki komið?

24.04.2007 20:24

helv..rokið

það er bara helv..rok á þessu skeri núna og já það fylgir rigning með.  Annars er bara fínt að frétta úr fjöllunum að vanda.  Rólegheit auðvitað og leti í manni. 
Undarlegur dagur í vinnunni, hékk það alein í allan dag og var bara alveg ótrúlegt hvað tíminn var fljótur að líða, tók aðeins til, vann hellings tölvuvinnu og las eina bók! hehe hún var ekki löng, las hana í matartímanum.  Þetta var bókin: Fiskur!  ég mæli með því að allir lesi hana, þetta nýtist manni vel í starfi og það hvernig maður mætir í vinnuna.  Þetta snýst um fjögur atriði er kannski ekki alveg með þau orðrétt en eru nokkurvegin svona:

            1. Að mynda sér viðhorf 
            2. Leiktu þér
            3. Gerðu öðrum daginn eftirminnilegan
            4. Vertu til staðar

Þetta er mjög einfalt....og svo er bara að vinna samkvæmt þessu bæði í vinnu og einkalífi

 

21.04.2007 15:02

sólarlaust sumar

jæja það er kominn fyrsti laugardagur í sumri og hann byrjar sólarlaus.  Lét mig nú samt hafa það og fór í sund enda veitti ekki af eftir gærkveldið en ég fékk mér alveg slatta af osti og brauði...úff púff...viktin fær að finna fyrir því! hehe  En já við hittumst í gærkveldi vinnufélagarnir og fengum okkur súpu og brauð heima hjá Valdísi.  Mikið rosalega var þetta nú fínt og gaman.  Vorum að til rúmlega tvö í nótt en þá fóru tvær í bæinn og restin heim þ.e af þeim sem eftir voru   bara stuð. Tók nú einhverjar myndir..ekki búin að setja þær inní tölvuna sé til hvað ég nenni í dag og hvort þær eru birtingahæfar! þá á eftir að koma í ljós sko! hehe
Annars er planið um helgina bara rólegheit...kannski sund aftur á morgun...sé til hvernig ég vakna..löt eða ekki löt hehe

19.04.2007 11:13

Gleðilegt sumar!!

GLEÐILEGT SUMAR!

Sumarið byrjar með sól í fjöllum en ég er ekki alveg að átta mig á hitastiginu....hef grun um að það sé kaldara en mar heldur!  En það kemur í ljós á eftir..ætla aðeins að skjótast í Bónus og nota tækifærið og finna hitastigið og síðan í framhaldi af því að ákveða hvað ég nenni að gera.  Það er reyndar gæludýrakeppni hérna rétt hjá mér kl 14 og gæti nú verið gaman að kíkja þangað, fór aðeins á þetta í fyrra.  Já svo væri hægt að skoða brunarústir í miðbæ Reykjavíkur en efast nú um að ég nenni að fara þangað. 
En já ég geyspa bara hérna núna þannig að kannski best að koma sér aðeins út...þangað til síðar! hafið það gott á sumrinu!

18.04.2007 16:39

fjöllin - sveitin...

ég hélt ég byggi í fjöllunum....en fékk síðan sveitafýlinginn beint í æð þegar ég kom heim..helv..skítalyktin!! það er verið að jarðvegsskipta hér á lóðinni hjá okkur og það hefur verið tekinn allur skíturinn úr sveitinni hingað í fjöllin! hehe
En já það er víst að koma sumar í þessum skítakulda, ætli mar taki því ekki bara rólega, spurning samt að kíkja aðeins í bæinn..þ.e Hafnarfjarðabæ...efast um að ég nenni inní Reykjavík. 
En já hrikalegur þessi bruni í miðbænum...sorglegt að sjá gömlu húsin fara svona, ég vona svo sannarlega að þetta hrynji nú ekki og hægt verði að byggja þetta upp aftur.  Er svo hrifin af svona gömlum húsum.  Er að horfa á þetta í sjónvarpinu.
Jamm og já..læt þetta duga í bili og læt heyra í mér fljótlega

14.04.2007 14:29

Laugardagur 14

Skildi föstudagurinn þrettándi hafa farið illa í einhvern??  Hann fór að sjálfsögðu vel í mig...klikka ekki þar.  Rólegheit í gærkvöldi en Siggi fór á Pabbann með fullt af einhverjum köllum og var mikið stuð hjá þeim.   Fyrsti dagur í fararstjóraþjálfuninni lauk í dag og vona ég að fólk hafi eitthvað lært af þessu....þetta verður svona hraðferðaþjálfun í ár vegna tímaleysis.  En bara gaman og líst mér vel á hópinn. 
Á morgun er búið að bjóða systikinum og maka í kvöldmat og er ég búin að versla allt í það svei mér þá...helst eitthvað gos sem á eftir að versla og nóg að gera það á morgun...eða kannski fá þau bara vatn...nú eða rauðvín á nóg af því...hmm eða hvítvín hehe
Já hvað skal segja meir...tja það er eitthvað lítið.. bara rólegheit eins og er...þarf að skipuleggja þjálfunina á mánudag, spurning hvað ég eigi að taka fyrir þá.  Kemur í ljós..örugglega eitthvað spennandi!
Það líst líklega engum á græna litinn...enginn segir neitt að minnsta kosti og manni líður bara eins og einni í heiminum! 

11.04.2007 17:26

Þetta mánaðalega....hehe

þá var það þetta mánaðalega í dag...sem sagt næringaráðgjafinn og er ég bara sátt með þá heimsókn.  Ætla svo sem ekki að blaðra um það meira hér en hægt að lesa aðeins um það hér undir Nýr lífsstíll. 
En já annars bara þetta fína að frétta....matarklúbburinn í kvöld og verður spennandi að sjá hvað verður á boðstólnum! eitthvað framandi og örugglega gott...eða bara eitthvað klassískt og gott.  Aðalmálið að hitta stelpurnar og eiga gott kvöld saman og kannski eitthvað slúður....Anna Sigrún og Selma fóru víst til Köben að eyða pening og svona...hljóta að hafa keypt eitthvað fallegt. 
Hvernig líst ykkur á að hafa síðuna svona græna...ég er bara helv..sátt með hana svona...í bili að minnsta kosti

08.04.2007 21:17

Málsháttur

                                            Segðu ekki allt sem þú hugsar en hugsaðu allt sem þú segir

08.04.2007 08:46

Viltu kaupa páskasól....

Gleðilega páska kæru ættingjar og vinir!  
Já ég er snemma á ferð í dag...í bili að minnsta kosti...er að fara að leggja mig aftur eftir Formúluna.  Alveg stórfínn dagur í dag í henni...Mclaren stóðu sig bara helv...vel...er samt ekki ennþá sátt við Alonso hehe það kannski kemur síðar...en alveg sátt með Hamilton. 
Var í þessu flotta brúðkaupi í gær og óska ég Gessa og Gurrý enn og aftur til hamingju.  Ég tók nú einhvern slatta af myndm af gömlum vana..en helv...erfitt að læra á þessa nýju vél...en þetta kemur allt saman. Set líklega inn einhverjar myndir í dag að minnsta kosti þær sem eru í lagi hehe
En jæja best að fara að leggja sig aftur... skrifa kannski meira í dag...læt að minnsta kosti vita þegar myndirnar koma inn.

05.04.2007 13:01

páskafrí..

víví komið páskafrí...nú verður slappa af og haft það huggulegt.... spurning um að fara í sund á eftir...ef það er opið, er að spá í að tékka á því.  Það er reyndar dáldið kalt...en hlýt að vera búin með kvefkvótann á þessu ári...í bili að minnsta kosti! 
Já það eru bara fínar fréttir af Brúsk og Bínu frá Akureyri og þau pissa endalaust á þau hehe þau bregðast ekki híhí Þannig að þau breytast greinilega ekkert...stunduðu þetta hér líka. 
Það er brúðkaup í fjölskyldunni á laugardaginn þegar Gestur og Gurrý ætla að ganga í hjónaband...það er alltaf gaman að fara í brúðkaup.  En já ætla að hætta þessu bulli í bili...mar hefur svo lítið að segja eitthvað...

03.04.2007 17:03

Klipping.....

ekki lengur blondína dauðans...en samt ljóshærð! audda fer ekki að breyta því mikið....en er mjög sátt með klippinguna og er ekki lengur með lubba hehe.
já hvað skal segja...styttist í páskafrí og það verður bara rólegheit þessa páska...kíkja á foreldra og svona og liggja í leti líka..undirbúa þjálfun fyrir cisv þar sem hún fer að fara í gang á næstu dögum...það er allt að smella saman þar.
well hef ekkert að segja meir í bili...andlaus og allt...
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52