Færslur: 2007 Maí

30.05.2007 18:53

Helena systir á afmæli í dag :)

já hún litla sys er orðin árinu eldri! til hamingju með það   Annars já...bara rólegheit í fréttum...akureyri á morgun eða reyndar dalvík er víst að fara þangað á fund á morgun og hinn...kem síðan í bæinn og fer í leikhús að sjá pabbann þannig að nóg að gera næstu daga já og svo styttist enn í sumarfríið svo ég minnist nú á það einu sinni enn....hehe og já hitinn er mættur á svæðið!  mar er bara búin að vera að grillast í dag..en þetta á bara eftir að skána og kemur mar brún og sælleg úr fríinu.  Hlýtur að vera sól á Höfn! fer nú varla að klikka sko hehehe
Annars er ég búin að vera á excel námskeiði og hef ég nú lært helling þó svo ég hafi nú kunnað helling og fólk hafi leitað til mín í tengslum við það. Verst ég missi af síðasta skiptinu en það er á morgun! 
best að hætta þessu væli og kveini og fara að gera eitthvað af viti...eins og að slappa aðeins af...þangað til næst have fun!

28.05.2007 20:01

útskriftarhelgi

það var stór útskriftahelgi núna og fórum víð í tvær veislur...fyrst hjá Sigurborgu frænku og er hægt að sjá myndir hér á síðunni frá því, síðan til hans Júlla en ég tók lítið af myndum þar...þ.e enga því það voru bara allir eiginlega farnir þegar við mættum á svæðið því það var frekar seint  
Annars verið rólegheit, fórum í mat til foreldra í gær og var þessi fína grillveisla.... síðan bara verið leti í dag, aðeins að leika mér í photoshop...og greinilegt að ég þarf að æfa mig meira hehe
Svo er að skella á vinnuvika...að vísu bara tveir dagar í bænum og tveir dagar á Dalvík þar sem ég er að fara á fund.  Svo er spurning hvað ég vinn marga daga eftir það fyrir sumarfrí..hef það aðeins í lausu lofti hehe fer bara í frí þegar ég nenni ekki að vinna lengur hehe

26.05.2007 11:42

lítið að frétta

ósköp rólegt úr fjöllunum...veit eiginlega ekki afhverju ég kveikti á blogginu...en fyrst ég gerði það þá get ég byrjað á því að óska Sigurborgu frænku til hamingju með áfangann en hún útskrifast sem stúdent í dag.  Þannig að mikið hopp og hí framundan, að minnsta kosti grillveisla í kvöld.  Okkur er boðið í tvær útskriftaveislur á sama tíma og er á áætlun að reyna að sinna þeim báðum. 
Sem sagt akkúrat ekkert að frétta...viktin stendur í stað og er sátt með það.  Þangað til næst...farið varlega í sólinni.

20.05.2007 14:55

drusluleg eða ekki....

jæja ég er búin að afreka það í vikunni að kaupa mér buxur í réttri stærð..ætli ég sé þá hætt að vera drusluleg eins og fólk hefur kallað mig undanfarið...kannski ekki skrítið í alltof stórum buxum hehe   en já ég er búin að spara smá pening til að kaupa mér buxur og fann ágætar sem ættu að minnsta kosti duga í sumar...það dugar í bili að minnsta kosti og ég fann svo loksins leggings til að vera innundir pilsunum mínum...þau passa ágætlega núna að vísu smá víð en það sleppur líka í sumar, þannig að get verið nokkuð þokkaleg til fara næstu vikurnar hehe þá er bara hausverkurinn eftir að finna smá sparilegt fyrir brúðkaupið í sumar...þarf að fara að skoða það fljótlega líka. 
Annars gengur allt í fína kílóin eru reyndar að standa í stað en bara sátt með það samt...enda 17 kg ágætur bunki... en nokkur eftir í viðbót...þau koma bara hægt og rólega..kannski fyrir lok þessa árs..yrði bara sátt með það. 
já annars bara fínt að frétta úr fjöllunum...er orðin mun skárri af hálsbólgunni en samt smá særindi ennþá en þetta hlýtur bara að koma næstu dagana...að minnsta kosti vinna á morgun.  Já það er ekki nema rúmar tvær vikur eftir í vinnu og síðan 6 vikur í frí...vá hvað það verður geggjað...eiginlega kominn tími á það!    það verður margt brallað t.d verður farið hringinn..kannski tvisvar hehe hvað veit maður s.s austur, norður, vestur og suður eiginlega bara út og suður og útúm allt!  hætt að bulla í bili...læt heyra í mér síðar Halla ekki lengur eins drusluleg hehe

18.05.2007 08:20

heima

tók ákvörðun að vera bara heima með mína hálsbólgu...er ekkert skárri en í gær og er farin að finna smá verki útí eyrun sem ég er ekki sátt með.  Vona að það verði bara stutt.  Rólegheit sem sagt í dag og það má alveg rigna svo mig langi ekki út hehe

17.05.2007 12:23

undarleg heilsa...

já það er undarleg heilsa á mér í gær og í dag...er með svona þvílíka hálsbólgu að ég bara man ekki eftir öðru eins... ekki fengið svona síðan ég var með hálskirtlana og hélt ég ætti bara ekki að geta fengið svona slæma hálsbólgu!  En ég get varla kyngt að minnsta kosti er það mjög sárt...það er allt stokkbólgið uppí mér og já bara skítlega vont! held það sé smá hitavella með þessu.  Er ekki með kvef eða neitt bara bólginn háls! Var nú að spá hvort þetta gæti tengst ofnæminu en finnst það mjög hæpið...það hefur aldrei komið svona fram.  Annars er ég ekki búin að ná í ofnæmislækninn ennþá er búin að reyna í viku og það er bara ekki að ganga! Geri tilraun á morgun annars veit ég ekki hvað ég geri...á nokkrar töflur og er að spara þær, en er farin að finna smá einkenni í þessari viku þegar veðrið hefur verið gott.  Fínt að fá rigningu í dag hehe þó svo allir séu ekki glaðir með það.
Já fréttir...það er nú lítið um þær svo sem, allt gengur sinn vanagang og styttist í sumarfríið, það þarf nú að fara að skipuleggja það eitthvað....Ég var nú búin að ákveða að fara í sund í dag en er nú að spá í að sleppa því vegna helv..hálsbólgunnar en kannski mar skelli sér á bretti í staðinn ef maður hefur orku í það, sé til á eftir með það, enda dagurinn rétt að byrja    En hafið það gott í rigningunni og farið með vel ykkur.

12.05.2007 20:01

Kosningadagurinn

þá eru kosningar í dag meirað segja geta þeir sem eru kosningaglaðir kosið tvisvar eða þrisvar...þ.e fer eftir því hvað fólk ætlar að kjósa oft í júróvision. Ég læt mér nægja að kjósa einu sinni og fórum við skötuhjúin á kjörstað áðan og var bara brjálað að gera.  Lentu í röð alveg í um 20 mínútur eða svo.  En ég kaus auðvitað rétt! hvað annað  
Ég fór reyndar í dag niður í bæ og fór að sjá Risessuna með Árbjörgu.  Það var nú bara mjög gaman og tók ég einhverjar myndir sem eru komnar nú þegar inn, stend mig ágætlega bara núna!  Þannig að hægt að skoða þær.
já hmm man held ég ekki eftir meiru hér úr fjöllunum..við ætlum að grilla og svona á eftir og svo kíkir mar nú eitthvað á kosningasjónvarpið..spurning hvort atkvæði mitt hafi skipt miklu máli sem ég tel nú reyndar alveg öruggt! hehe En eigið skemmtilegt kvöld og njótið þess í botn! 

11.05.2007 18:49

Alltaf eitthvað nýtt

já föstudagur í dag...kosningar á morgun og júróvision.  En já fylgdist nú ekkert með júróvision í gær heldur skellti ég mér á skotsvæðið með Sigga og Erni Þór frænda en hann gisti hjá okkur í nótt.  Það var bara hið fínasta fjör á svæðinu og náði ég nú aðeins að láta ljós mitt skína.  Annars hef ég verið að hraðspóla í gegnum júrókeppnina í dag og ég verð nú að segja að mér fannst nú Eiki bara helv..góður og já Sigmar eiginlega betri...ekki oft sem ég hrósa ókunnugu fólki en hef gaman af rausinu í honum Sigmari.

Annars er búið að planta fullt af jurtum í kringum húsið hjá okkur núna og ætti að verða grænt eftir einhver ár..svo miklar hríslur ennþá hehe og já þetta er nú ekki mjög jákvætt fyrir mig því þetta eru birkihríslur og mín er nú með ofnæmi fyrir því...en meirihlutinn ræður víst og dugar ekki einn ofnæmisgemlingur.

Ég fékk tölvupóst áðan frá CISV en þar var linkur á fréttabréf fyrir félagið.  Alltaf gaman að fá svona fréttabréf en mikið varð ég hissa...enda svo sem ekki skrítið en í þessu fréttabréfi voru tvær myndir sem ég tók þegar ég fór til Madrid núna í mars og á annari þeirra er ég sjálf bara! hehe frekar fyndið en svo spáir mar nú oft í höfundaréttinn þegar svona gerist...ekki það að ég sé á móti því að myndirnar mínar birtist útum allt...en finnst nú stundum betra að vita af því...svo er allt í lagi að spyrja, en það er nú bara gaman af þessu og ef þið viljið skoða þetta þá er linkurinn hérna: http://resources.cisv.org/docs/main?action=document.view&id=980  síðan bara klikka á cisv news og þá er hægt að skoða þetta.  Myndirnar mínar eru á bls. 3 og já þær eru líka hérna undir myndaalbúm

Jæja ætla að láta þetta duga í bili...og já munið að kjósa rétt hehe

06.05.2007 13:11

hugmyndaleysi í titli....

bara andlaus með titil...hmm já svo sem ekki mikið að frétta úr fjöllunum...allt í rólegheitum og same old story.  Sólin skín núna...en ekki viss um að það sé mjög hlýtt og þó þarf að tékka á því á eftir einhverntíman. 
Styttist í sumarfríið...jibbí jey. Saumó á föstudaginn og var smá sukk þar í gangi...með hollustu líka sko hehe spurning...ávextir og súkkulaði fondue! ummm bara gott.  
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43