Færslur: 2007 Júní

27.06.2007 16:30

Enn þá sól og blíða

Erum ennþá á Suðureyri og það er enn sól og blíða...hvað annað!  Mar er hér bara í rólegheitum og borðar og skellir sér í sund annað slagið...enda sundlaugin liggur við í næsta húsi! 

25.06.2007 20:23

Sumar og sól

jæja mar heldur nú bara áfram að elta þessa gulu þarna uppi.  Við komum til Suðureyrar í gærkvöldi og var nú ágætis veður þá.  Vorum búin að vera allan daginn á ferðinni en við komum við á ýmsum stöðum á leiðinni.  Við fórum Mýrarnar og þaðan í Búðardal og eitthvað meir.  Kíktum á Dóra í Brekku og tók hann að vanda vel á móti manni.  Fengum okkur dýrindis mat á Flókalundi og síðan var lagt af stað restina. 
Í dag er búið að vera þessi fína blíða á Suðureyri og fórum við í sund og lágum þar í leti dágóða stund.  Kíktum aðeins inná Ísafjörð og fengum okkur að borða...mar er alltaf að borða! ótrúlegt alveg     Síðan hittum við Ásu Dóru og Skjöld á Ísafirði og versluðum í matinn og síðan var grillað í kveld...er svo södd núna! jammsíkjamsí.
Ég er reyndar að drepast í ofnæmi..úff þessar helv..töflur eru ekki alveg að virka núna...en það er reyndar allstaðar verið að slá núna og því ekki furða þó mar sé ekki góð.  En þetta hlýtur að reddast eins og svo margt annað.  En jæja best að hætta í bili...þangað til næst!

23.06.2007 00:10

Nýr bíll :) :)

Já titillinn er réttur. Ég er eigandi nýs bíls og þá meinar ég alveg nýs.  Keypti Toyotu Auris kl 17:40 í dag..svona sirka bát...mikið er nú gaman að keyrann! úff púff.  Já ég seldi Yaris í dag líka þannig að búinn að vera viðburðaríkur dagur, eða reyndar byrjaði salan á Yaris í gær og kláraðist í dag.    Ég þarf eiginlega að setja dúk yfir bílinn svo hann verði ekki skítugur og enginn rispi hann! og viti menn...það skeit fugl á hann í dag...fór í heimsókn til foreldra og það vogaði sér fugl að skíta á hann þar...helv..skítablesi!  set kannski inn mynd af bílnum..þarf nú að taka fyrst myndina að vísu, sé til með þetta allt

22.06.2007 11:05

Pelli

Þar kom að því..Pelli dó í gær.  Hann var nú orðinn ansi gamall greyið og þegar við vorum á Höfn núna síðast þá var hann eiginlega alveg búinn á því, en hann sýndi nú góða takta inná milli  

 

21.06.2007 16:23

Smá færsla!

Ætli það sé ekki best að setja inn smá færslu...ég hef aðeins pikkað í tölvuna á leiðinni og er bara að spá í að setja það allt hér inn...þannig að þetta verður aðeins lengri færsla en venjulega og ef þið nennið ekki að lesa þá er það bara þannig...það hefst daginn sem við fórum frá Höfn og endar á Akureyri í gær   njótið vel ef þið nennið hehe

Firðirnir

Þá var komið að því, við skötuhjúin ákváðum að skella okkur frá Höfn og keyra austur firðina og fara á Egilsstaði. Ferðalagið gekk bara alveg ágætlega, fínasta veður og við sáum þokuna í fjarska. Við stöðvuðum á Stöðvafirði  og fórum í Brekku (sem er Kaupfélagið á staðnum...eða svona næstum því) og þar rakst mar audda á eina frænku...og hvað gerir hún...hringir í aðra frænku og boðar í kaffi. (siggi segir að ég þekki allstaðar fólk...eða stærsta hlutann af landinum, enda ekki skrýtið ég hitti alltaf eitthvað af fólki sem ég þekki í sundi...hvar svo sem ég er stödd á landinum) en já að frænkum...við fórum í kaffi og sátum þar dágóða stund og spjölluðum. Vorum reyndar búin að fara að skoða steinasafnið hjá henni Petru sem er bara asskoti flott. En já..áfram hélt för og var rennt í gegnum Fáskrúðsfjörð og þá var næst að skella sér á Eskifjörð og það var keyrt í gegn og haldið áfram einhvern ófærisveg...það var ljóst að ekki var mikið viðhald á veginum og skildum við ekkert í því! Og í þokkabót var bara engin umferð! Undarlegt allt saman..en það kom skýring á því!! Sigga til mikillar bölvunar...*trommusóló* það komu í ljós gatnamót í Eskifirði og hvað var þar?? Jú það voru gatnamót að einhverjum GÖNGUM! Hvaðan í helvíti komu þessi göng??  Það er góð spurning og hefur mér verið kennt um þetta þar sem ég var með kortið (sem er frá því fyrir 1900 og súrkál) En já það eru víst komin göng frá Fáskrúðsfirði til Eskifjarðar og við gjörsamlega misstum af þeim!!!!! Siggi kallaði rolluslóðann sem við keyrðum veg dauðans.

En já þetta var orðin spurning um hvort það væru nokkuð fleiri göng á leiðinni...höfum ekki fundið þau ennþá en þau eru örugglega einhverstaðar í leynum! Alveg 100% viss um það. Við enduðum þennan dag í Atlavík í skítakulda í tjaldi...skil núna afhverju allir íslendingar sofa í fellihýsum með hitara!


Atlavík

Það var nú farið að hlýna aðeins þegar við vöknuðum...þ.e það litla sem Siggi svaf að minnsta kosti..ég náði að sofna við tannaglamur í sjálfri mér (helv..skítakuldi mar! Er ekki komið sumar hérna?) Ákvörðun tekin að taka snjóhúsið niður og halda áleiðis til Raufarhafnar (taka tvö vona að ekkert bili í þetta sinn) Fórum fyrst í sund á Egilsstöðum (Halla hitti Birnu í búningsklefanum hehe) síðan var fyllt á the Black Bug sem er búin að standa sig vel á þessari ferð. Komumst klakklaust til Vopnafjarðar JESSSS góður! Hittum ekki bifvélavirkjana OKKAR en vorum að spá í að kaupa handa þeim blóm og senda þeim. Áfram hélt för...brunað framhjá Bakkafirði..flottur staður mar...(Held ég)...stoppuðum á Þórhöfn (ekki í Færeyjum) og fengum okkur smá að éta fyrir utan sjoppuna..týmdum ekki að kaupa mat þar inni hehe styttist í Raufarhöfn og ennþá ekkert bilað!! Eftir ofsaakstur Sigga á malarveginum þ.e eins og druslan dró þá komumst við á leiðarenda með sprungið dekk!!! Hehe það þurfti auðvitað eitthvað að klikka! gat ekki gengið áfallalaust að komast til Raufarhafnar. Fengum þessa fínu þjónustu hér sem hófst í sjoppunni (þar sem síðasta pylsan var seld um kl 17:00 og ekki væntanlegar fleiri pylsur fyrr en kl 18:00, Sigga fannst það nú frekar fyndið eins og mér) en þar hringdi einhver starfsmaður hreppsins fyrir mig í dekkjaverkstæðið bara til að athuga hvort væri opið ennþá, Siggi var á meðan að moka leðjuna af bílnum. Dekkjaverkstæðið opið og tóku vel á móti okkur og settu bót á helv...dekkið. Tók lengri tíma að fá nótu heldur en að gera við dekkið. Siggi hélt ég væri farin að borga í blíðu þar sem þetta tók svo langan tíma uppá skrifstofu! Úé 

Annars erum við hér í góðu yfirlæti hjá Unu ömmu Sigga og erum að spá í að dvelja hér fram yfir helgi. Ég las auðvitað allar auglýsingar í sjoppunni og sá að það er eitthvað að gerast hérna um helgina...en segi frá því nánar þegar það gerist!


Raufarhöfn

Já ég gleymdi að segja frá opnunartíma sundlaugarinnar..en hann er nokkuð góður. Á virkum dögum er opið 16:00 - 19:00 en á helgum er opið 16:00 - 18:00...það er styttra þá, finnst það undarlegt hefði haldið að væri opið lengur eða svipað um helgar þegar allir eru í fríi...en nei ekki er það svo.

Höfum verið í rólegheitum í dag, fórum í smá göngutúr en það var helv..kalt bara..þokan liggur hérna útmeð og laumaði sér síðan hérna inná staðinn síðdegis. Fórum einnig á rúntinn...já það er hægt og komst að því að það eru 589 km til Hólmavíkur en það er skilti hérna á leið úr bænum um það. Fórum með Unu að skoða heimskautsgerði en það er hérna uppá Ásnum og er rétt byrjað á því en það eiga að koma yfir 70 steinar þar sem tákna vikurnar í einhverju gömlu dagatali...verður örugglega mjög flott þegar þetta verður tilbúið. Verður spennandi að sjá það þá.


17.júní

tókum þátt í hátíðarhöldum á Raufarhöfn....þau voru nú ekki mikil um sig, skrúðgangan sló öllu við og dreifðist vel með þessu fáa fólki sem tók þátt. Það var síðan farið í íþróttahúsið og farið í nokkra leiki með krökkunum og tóku nú einhverjir foreldrar þátt í þeim en hápunkturinn var að fá grillaðan hamborgara í lok dagskrá sem var búin um kl hálf fjögur...stutt og laggott..byrjaði um kl 14:00

síðan var bara tekið því rólega...og horft á formúluna og stóð Hamilton sig vel að vanda og rúllaði yfir liðið.


18.júní

í dag var pakkað niður og haldið af stað aftur. Það var nú ágætisveður en ekkert svakalega hlýtt á Raufarhöfn en planið var að fara á Húsavík í dag. Lentum auðvitað í þoku á leiðinni en fengum líka þetta fína veður í Ásbyrgi en þar tókum við göngutúr inní enda eða hvað sem það kallast og sáum þar nokkra furðufugla en útsýnið var flott ekki hægt að neita því. Síðan var nú bara brunað á Húsavík og erum við hjá Ingu og Pálma í góðu yfirlæti. Bónuðum the black bug í kvöld og er hún voðalega sæt og fín, langt síðan hún hefur verið svona fín það þarf að vísu að taka hana í gegn að innan þegar mar er búin í fríi.....svo er spurning hvenær hún selst...tými varla að selja hana svona sæta og fína...best að eiga hana bara áfram enda er hún bara góð.


19.júní

Sól skein í heiði og þoka með ströndum....ok svona var veðrið sirka á Húsavík þegar við vöknuðum í morgun...sem sagt dáldið köld golan en það var þessi fína sól sem kom sér vel í sundlauginni. Skellti mér þar og synti mína 500 metra og síðan fór mar í pottinn og reyndi að fá smá brúnku á sig...eitthvað virðist hún samt láta standa á sér...en ég reyni! Verð nú að geta sagst hafa verið í sólríku sumarfríi...hefur verið sólríkt en ekkert brúnt á minni húð. En þegar við vorum búin í sundi fórum við í mat til Ingu og fengum fisk úr Skjálfanda veiddan af Pálma...mjög góður. Síðan var ákveðið að halda af stað til Akureyrar. Við gleymdum reyndar að taka bensín áður en við héldum af stað og er það því að kenna að helv..bílinn eyðir svo litlu að mar gleymir að fylla á hann þegar þarf! Hehe en við urðum nú ekki bensínlaus ef þið haldið það heldur skelltum við smá dreitli á bílinn hjá Goðafossi og kíktum á fossinn í leiðinni og audda skelltum nokkrum myndum í leiðinni. Þaðan fórum við að Illugastöðum og heimsóttum Skjöld og Ásu Dóru en þau eru í bústað þarna og þvílíkt veður mar...en hvar er brúnkan??!!?? Það var yfir 20 stiga hiti þarna og eiginlega aðeins of heitt til að sitja lengi úti í einu. En við sátum þarna yfir 2 klukkutíma held ég bara eða meira...að vísu var klukkan að verða 17:00 þegar við fórum þaðan og skelltum okkur á Akureyri, fórum til Einars og vorum þar í mat og ætlum einnig að gista hér í nótt. Ætli stefnan verði ekki síðan tekin á Reykjavíkina og aðeins að hvíla sig fyrir næstu törn sem hefst um næstu helgi líklega hehe það getur nú verið þreytandi að vera í fríi og þarf mar að komast aðeins heim að hvíla sig! Skrýtið sem það nú er!

12.06.2007 12:08

Eiður Smári til sölu

já hann er til sölu...ætli hann sé auglýstur á e-bay..ætli það sé hægt að bjóða í hann?  Hann yrði örugglega ágætur í heimilisstörfunum   nei þótti þetta bara fyndið að sjá þetta svona á netinu í morgun.  Annars er allt í fína héðan..sólin skín og rokið er nokkuð...sem sagt ágætis þurrkveður enda er mar að þvo núna áður en haldið er áfram ferðinni.  Ekki komið á hreint hvenær verður haldið áfram en það verður á næstu dögum...fer eftir veðri og vindum...spáir nú ágætlega þarna lengra fyrir austan.  En jæja nenni ekki meira núna...bara að velta þessari sölu fyrir mér...og já alltaf verið að spyrja um bílinn...spurning hvort mar verði bíllaus á leiðinni einhverntíman af því að bílinn er seldur hehehe

11.06.2007 17:20

í sól og sumaryl

já það hefur aðeins skinið sól hér í dag og fórum við í sund hér í sveitinni..mikið var það nú þægilegt og svei mér þá ef mar hefur ekki náð smá lit...eða að minnsta kosti má vona það.  Mar verður nú að geta sýnt einhverja brennslu í sumarfríinu! gengur ekki annað.
Já en það hafa 10 manns kíkt hérna í dag og hefur einhver af þeim látið vita af sér?? ónei ekki er það nú svo gott...um helgina þá voru yfir 25 manns á dag! vissi ekki að ég ætti svona marga vini hehe veit reyndar að mamma og fjölskylda kíkir reglulega annað væri nú skandall.  Svo er fólk með fyrirspurn á myndirnar mínar en ekki undir nafni...finnsta skemmtilegra að vita hverjum ég eigi að svara þegar fólk er að spyrja mig að einhverju...kannski hálf hallærislegt en svona er ég bara skrítin híhí   En jamm og já best að hætta þessu röfli og væli og leggjast með tærnar uppí loft...þetta sumarfrí líður of hratt! næstum því vika búin hehe
Pelli páfagaukur er í fínu formi..nema hann flýgur ekki orðinn of gamall til þess hann bara verður skíthræddur ef hann á að fara langt frá búrinu! hehe frekar fyndinn greyið en alltaf jafn mikið krútt...og já Dínó eðla er nú undarleg og ekkert hrifin að láta klappa sér.  Svo eru naggrísir hérna hinum megin við götuna og er ég búin að fá að klappa þeim lítillega, ekki leiðinlegt, ætli ég fái ekki að klippa á þeim neglurnar í vikunni hehe. 

10.06.2007 12:43

veiðiferð 2

ákveðið var að fara í aðra veiðiferð í gærkveldi.  Jóhann Klemens átti stærsta fiskinn í kvöld en ekki var nú mikil veiði í þetta sinn.  En það komu um 9 fiskar í land og allir vænir og góðir. Veðrið hefur verið alveg ágætt...ekki mikil sól en samt hlýtt. Sólin er nú eitthvað að reyna að glenna sig núna...spurning hvort hún nái að skína mikið í dag, Bjössi segir nú samt að það sé hlýtt...ekki búin að tékka

09.06.2007 00:20

stærsti fiskurinn

sama hvað Bjössi segir og reynir að ljúga þá var minn stærstur...að minnsta kosti hlýt ég að fá verðlaun fyrir bestu tilþrifin við að ná honum á land...fékk aðstoð frá Jóhanni Klemens.  Set inn myndir á morgun eða eitthvað álíka...á eftir að sjá fiskinn sem Bjössi veiddi og bera hann við minn..sem var helv..stór. Svo kemur í ljós hvað ég get photoshoppað minn híhíhí

hálf tíma síðar uppfært:  ok...þá er búið að mæla og vikta...minn var 650 grömm og Bjössa 625 grömm....munaði kannski nokkrum millimetrum á lengd...Bjössa var oggupínuponsulengri! 

08.06.2007 16:54

sumarfí jey sumarfrí

jæja þá er mar í smá sólarglætu á Höfn...við ákváðum bara að skella okkur þangað í gær...mikið er það nú notarlegt og ég geyspa og geyspa útí eitt hehe greinilegt að mar er farin að slappa aðeins af!   hér ætlar mar bara að hafa það huggulegt....og planið að fara að veiða jafnvel í kveld...keypt eina litla sæta veiðistöng áðan...og já ég fór í Húsasmiðjuna og fékk smá afslátt í gegnum pabba ekki amarlegt sko! hehe En jæja bara rétt að láta vita af mér...þangað til næst have fun og enjoy!

06.06.2007 15:34

vívívíví

 • tók ákvörðun...fór í sumarfrí kl 12:30 í dag....sko mig þetta gat ég hehe
 • ligg með tærnar uppí loft hér í lazy-boy
 • farin að þvo fötin fyrir pökkun í sumarfrí
 • bíð eftir að kalllinn skili sér í bæinn með skítug föt
 • spurning hvort mar ætti að þrífa aðeins hérna....hugsa það aðeins lengur hehe
 • fór í gær á Caruso með Árbjörgu og Unni...geðveikt góður matur of frábær félagsskapur (hvað annað!)
 • fór og sýndi bílinn minn í gær (en hann er á sölu) en ekki fengið neitt tilboð ennþá
 • bílinn fór í gegnum skoðun án athugasemda í dag...klikkar ekki!  en það þarf samt að skipta um bremsuborða
 • ætla að fara að glápa á videó...þangað til næst!

04.06.2007 19:12

Mamma fræg!!

Mamma er fræg!  hún var á RÚV og stóð sig alveg svakalega vel, hvað annað!

04.06.2007 17:48

iss piss

aldrei má mar ekki neitt...ekki einu sinni svindla og fá sér nokkrar súkkulaðirúsínur (dökkar)...þá kemur það fram hjá manni.. Þurfti að pissa í glas áðan og same old stuff í gangi en ekki kominn sykur í þvagið...en samt greinilega nóg til að mar fái sýkingu...greinilega að mar má ekkert!  Líkaminn greinilega að láta mann vita að hér sé ekkert svindl liðið og best að halda sér við heilsufæðið bara ha....rúsínur eru í lagi en ekki súkkulaðirúsínur hehe (ég vissi það svo sem en mar langaði samt að svindla smá...bara pínu!)  
Annars er bara allt í fína héðan úr fjöllunum...nóg að gera í vinnunni að vanda svona síðustu dagana fyrir frí.

03.06.2007 18:19

Sunnudagur

 • Vaknaði og fékk mér morgunmat
 • ætlaði að horfa á mótorhjólakeppnina en endaði á því að horfa á so you think you can dance (sem ég fékk á netinu) sería 3...grét úr hlátri!
 • ákvað að afþýða ísskápinn og frystinn í honum
 • skellti mér að kaupa bensín á bílinn
 • fór í Bónus og verslaði
 • allt á floti vegna ísskáps og frystis og búin að vera að þurrka og þurrka
 • þreif ísskápinn og endurraði inní hann...voða hreinn og fínn
 • er að glápa á bachlorinn...það sem mar lætur hafa sig útí hehe
 • stefni að því að grilla á eftir í rigningunni...hendi bara matnum út og læt hann eldast!
 • á eftir að ákveða mig hvort ég ætli að vinna í tvo eða þrjá daga...er að spá í að hafa það bara tvo..en kannski þrjá..sé til eftir tvo daga..hehe er ekkert óákveðin...
 • jæja hætt í bili..þetta er bara hin fínasta dagbók fyrir daginn...

02.06.2007 11:12

jibbíajey

já ég fór í leikhús í gær og sá Pabbann...mikið var nú hlegið og gaman, fékk alveg illt í kjálkann af hlátri.  Þannig að alveg þess virði að sjá.
Annars var fínt á Akureyri og Dalvík....þegar ég fór þaðan var um 20 stiga hiti og koma svo hingað í rigninguna...það verður kannski að venjast því þar sem það er alltaf rok og helv..rigning hérna!   En já svo sem lítið að frétta...rólegheit bara um helgina. 
 • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43