Færslur: 2007 Ágúst

25.08.2007 11:07

...

um síðustu helgi byrjaði ég að fá litla sæta frunsu..ef hægt er að kalla þær sætar....en hvað gerist hún breyttist í frunsu DAUÐANS og vill ekkert fara! bara ógeðsleg...ullabjakk. og ekki orð um það meir!

23.08.2007 18:49

ekki minn dagur!

þetta hefur sko ekki verið minn dagur...eitthvað farið vitlaust frammúr í morgun.  En ég byrjaði á því að vakna snemma og skella mér í sund...en gleymdi að taka með mér cheeriosið mitt sem ég borða alltaf á morgnana...þannig að morgunmaturinn byrjaði illa!  En já ekki er þetta nú allt svo sem...ég fór í vinnuna, reddaði mér morgunmat og hóf síðan störf. Það þurfti að skera niður bönd í endurskinsmerki og ákvað ég að skella mér í það enda gert þetta mörgum sinnum..en gekk það áfallalaust í dag ÓNEI!  En ég byrjaði og byrjaði þetta vel.  Þetta er ákveðin vél sem ég nota og ég stjórna hraðanum og er það ekki auðvelt...en svo varð mér heitt og ég opnaði glugga..hefði betur sleppt því...við erum sko á fjórðu hæð.  Ég að stjórna tækinu með bandinu og það snýst...og síðan eykst hraðinn aðeins og helv... bandhnykilinn skýst í burtu og hvar endar hann?? nú auðvitað út um gluggann!!! ótrúlegt alveg og þar rúllaði hann niður 4 hæðir!  Ég tók auðvitað myndir hehe hvað annað!  og set ég þær hérna með aðeins til að sýna þetta.
   

Já þetta var nú frekar skrautlegt...og já ég klúðraði ýmsu fleiru í vinnunni í dag og það lá við að ég yrði bara send heim! hehe   En hef bara setið á rassinum síðan ég kom heim og ætli ég haldi mig ekki bara við það, það sem eftir er dagsins! hehe en jæja læt þetta duga í bili. 

22.08.2007 20:21

engar fréttir eru góðar fréttir

mar er bara gjörsamlega andlaus þessa dagana..enda lítið að frétta.  Það hefur svo sem verið nóg að gera í vinnunni þ.e. í tiltekt...lítið um önnur verkefni.  Þessi tiltekt hefur valdið því að ég er með kúlu á höfðinu..marbletti útum allt og sár og rispur... þannig að spurning hvort það sé ekki stórhættulegt að vera í vinnu..sýnist það á öllu.
Mjallhvít stækkar og stækkar og verður hún búin að taka völdin hérna á heimilinu áður en mar veit af.
En jæja best að hætta þessu í dag...enda ekkert að segja

17.08.2007 21:13

bara fyndið!!

ég hélt ég myndi deyja úr hlátri áðan! og afhverju?? jú auðvitað var það kattarkvikindið hún Mjallhvít ég var að vesenast inná klósetti og það var opið sjálft klósettið enda var ég aðeins að hreinsa úr kattarsandinum hennar.  Allt í lagi með það og kötturinn að sniglast í kringum mig...svo tekur hann sig til og hleypur og stekkur og hvar endar hann!!! jú auðvitað ofaní miðju klósettinu! hehehehehe ég veit ekki hvert kötturinn ætlaði..honum brá svo mikið!  En hann var ansi snöggur uppúr klósettinu og var mjög HISSA! hehehe en eins og ég segi þetta var bara fyndið! hehehe

13.08.2007 16:55

Ættarmót!

vá hvað það var gaman um helgina! Ég er alveg svakalega sátt með ættarmótið sem var núna um helgina og vona ég að allir hafi skemmt sér eins vel og ég.  Ég er búin að setja inn myndir frá mótinu og fólk er velkomið að skoða þær.  Þar sem þetta tókst svona vel þá endaði maður í nefndinni fyrir næsta mót sem verður eftir fjögur ár. Sem sagt mikið stuð framundan!   Þessi helgi hafði reyndar í för með sér miklar harðsperrur, verki í hnjám og þreytu! búin að sofa og sofa en mikið var það nú gott...hefði alveg getað sofið lengur í morgun hehe 
Annars bara fínt að frétta úr fjöllunum og Mjallhvít stækkar og stækkar, var voða góð heima um helgina og svaf með okkur í gær líka hehe Fer að setja inn fleiri myndir af henni fljótlega.  Íbúðin verður reglulega fokhelt eftir hana...en náum að laga það aftur, síðan er hún alltaf að lokast inní skápum! Hún sem sagt kemur reglulega útúr skápnum. hehe
Já og rúmið er æði! mæli alveg með því... en jæja þangað til næst...farið vel með ykkur og passið ykkur á bílunum!

p.s er aðeins að reyna að setja nöfn á myndirnar...kannski verður eitthvað vitlaust þá endilega leiðréttið mig...set ekkert endilega á allar...

08.08.2007 19:45

Amma í Odda afmæli

já hún Amma Dísa á afmæli í dag og fær hún auðvitað svakalegar stuðkveðjur úr fjöllunum.  Ég veit svo sem að hún sér þetta ekki...en hún kannski fréttir af þessu   treysti á ættingja mína sem eru með netið fyrir norðan og kannski lesa hérna.
Annars lítið að frétta...Mjallhvít er ennþá snarvitlaus og lætur eins og hún sé með rakettu í rassgatinu! úff mar er í stórhættu stundum!  Síðan er það sund í fyrramáli...úff púff verður stuð!

p.s var að finna armbandið sem hún stal í gær...heyrði svona skartgripaglamur undir sófanum og var ekki Mjallhvít þar að leika sér með armbandið mitt! ótrúleg alveg!  Greinlegt hvar mar leitar að týndum hlutum hehe

07.08.2007 19:52

puð puð

úff hélt ég myndi bara gefa upp öndina í morgun þegar ég fór í sund!  Ég fór með græjurnar mínar í sund og þær voru sko notaðar!  Ég byrjaði reynar á því að taka 50 metra bringustund og ákvað svo síðan að skella á mig blöðkum og spöðum og eyratöppum...vá..hvernig í helv..á mar að spyrna frá bakkanum...ég er eins og fábjáni með þetta á fótunum og vá hvað þetta tók á....gjörsamlega stóð á öndinni eftir 50 metra skriðstund...en ákvað að skella mér á bakið og synti smá svoleiðs og síðan aftur skrið..þannig að tók restina svoleiðis..þ.e 450 metra bak og skrið + 50 metra bringu.  Náði ekki að taka meira en 500 metra í dag þar sem allt klikkað í búningsklefanum...ég gleymdi einhverju í skápnum...ná í pening...svo slitnaði teygjan á lyklinum..ná í pening...þannig að þetta seinkaði mig alveg um örugglega 200 metra...
Tek bara meira næst sem verður á fimmtudaginn...úff dey örugglega þá...En ef einhver getur frætt mig um hvernig mar spyrnir frá bakkanum með svona fyrirbæri á fótunum þá vil ég alveg vita það...þ.e ef það er hægt!
Mjallhvít stal armbandinu mínu í dag og hefur ekki vilja segja mér hvar það er! Er að reyna að hlusta eftir því hvað hún er að leika sér með...hvort það hljómi eins og armband! Hún nældi í það í hillu á náttborðinu mínu...hefur látið það vera hingað til..greinilega ekkert öruggt á þessu heimili lengur! 
Hætt í bili...ekki með neinar harðsperrur ennþá! 

06.08.2007 15:21

róleg helgi

já það er óhætt að segja að það hafi verið róleg helgi í fjöllunum.  Það hefur verið lítið brallað nema að éta, sofa og klappa kattarkvikindinu henni Mjallhvíti.  Jú það var aðeins kíkt á rúntinn líka.  En mikið hefur þetta nú verið gott, ágætt að taka svona törn annað slagið að gera ekki neitt. 
Ég hef nú reyndar aðeins verið að undirbúa fyrir ættarmótið á næstu helgi, enda veitir ekki af...það fer alveg að skella á.  Er að finna til tónlist til að spila á smá diskói á laugardagskvöldinu og þarf að prenta út smá söngtexta til að ljósrita í vinnunni í vikunni.  Þannig að þetta er allt saman að smella.
Ég var að fjárfesta í smá sunddóti á föstudaginn og nú get ég farið að líta út eins og bjáni í sundi...hehe keypti mér einhverjar svaka sundblöðkur á fætur og síðan spaða á hendur og eyrnatappa með gulum enda sem stendur lengst útúr eyranu...hljómar vel ekki satt?? hehe hef ekki ennþá farið í sund síðan ég keypti þetta en það er planið að fara í fyrramáli...svona best að fara þegar fáir eru í sundi híhí...færri sem hlægja að manni!   
En já ég hef ekki mikið sagt frá átakinu eða nýja lífsstílnum í einhverjar vikur...eða mánuði...en það er allt saman ennþá í vinnslu og er ég bara nokkuð ánægð eftir sumarfríið að ég bætti ekki nema um 2 kg á mig en er þegar búin að ná þeim af mér aftur....þannig að ég er komin á sama punkt og í upphafi sumarfrísins sem ég er bara mjög sátt með.  Núna heldur þetta allt saman áfram og er planið að fara til næringaráðgjafans fljótlega til að gefa mér smá spark í rassinn.  Annars eru komin markmið fram að áramótum og vonandi næ ég að nálgast þau eitthvað...eitt af þeim var nú meðal annars að kaupa þessar flottu sundgræjur.... og svo ætla ég líka að vera dugleg á brettinu á milli sundsins og já...minnka mig aðeins meira...má alveg við því að missa meira...þannig að markmiðið er í bikini fyrir jólin hehehe eða er það í kjólinn fyrir jólin??

02.08.2007 18:07

Allt að gerast

já það gerist nú stundum eitthvað í fjöllunum.  Til dæmis þá er búið að nefna kattarkvikindið en hún mun heita því frumlega og fallega nafni Mjallhvít!  
Skatturinn var góður við okkur hér í fjöllunum og því ákváðum við skötuhjúin að kaupa okkur nýjan skeiðvöll. Hann er bara á leiðinni núna og þetta er allt honum yndislega litla bróður að þakka að allt gengur svona hratt fyrir sig, munur að hafa sambönd! Hann er bara langflottastur og bestasti bróðir. Gleymdi að kyssa hann í dag en geri það bara næst þegar ég hitti hann.   Þannig að við skötuhjúin ættum að sofa ljúft í nótt...samt spurning hvort mar týnist ekki í þessu miðað við gamla skrapatólið og svo önnur spuring hvort mar þoli svona gott rúm...of góð dýna hehe
En já þetta er bara spennandi...það verður sem sagt sofið og sofið á næstunni á þessu heimili. 
Annars er mikið stuð í vinnunni og er ég held ég bara að standa mig nokkuð vel..er búin að vera síðustu tvo daga á saumastofunni og saumað og saumað og saumað...það er sko ekkert auðvelt en hvað gerir mar ekki fyrir viðskiptavinina! Það eru svo margir í sumarfríi að þetta er eiginlega alveg hrikalegt ástand.  En þetta fer nú að skána eftir helgina....vonandi! 
En jæja svo er það lokafundur fyrir ættarmótið í kvöld og verður þetta nú örugglega mikið stuð.
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43