Færslur: 2007 Október

30.10.2007 18:28

ekki að standa mig....

mar er nú ekki alveg að standa sig í blogginu..enda fýkur allt út og suður þessa dagana   já það fór víst að snjóa og mar er ennþá á sumardekkjum..og er það enn! en ætli mar fari ekki að huga að skiptingu fljótlega ef það ætlar að halda áfram að vera svona veður. Fjöllin eru ekki góð fyrir sumardekk þegar það er hálka.
hmm já það er annars bara þetta fína að frétta úr fjöllunum...Mjallhvít stækkar og stækkar og reynir að komast upp með allt það sem má ekki gera....en hún er nú farin að hlýða ótrúlegustu hlutum þannig að hún er nú að læra.  
Er að taka mig á í ræktinni og hef mætt svona 2 - 3 í viku..þarf eiginlega að ná því alveg í 3x í viku! og hef ég trú á því að það komi nú alveg fljótlega..... en best að hætta þessu bulli...

24.10.2007 21:25

......

Helvítis rok og rigning endalaust! mar getur nú fengið nóg af þessu!

22.10.2007 19:11

Rafmagnsleysi....

mar sat bara allt í einu í rafmagnsleysi hér í fjöllunum! en bara huggulegt og eins gott ég mundi eftir því að kaupa kerti í gær....annars hefði ég setið alveg í myrkrinu núna áðan.  En rafmagnið fór af í rúman hálftíma eða svo....
Annars allt fínt að frétta úr fjöllunum og Mjallhvít afrekaði að kveikja í skottinu á sér í gærkvöldi! já það sviðnaði smá,  heppilegt að það kom ekki eldur bara! ótrúleg þessi köttur! Hún var náttúrulega þar sem hún á ekki að vera og síðan spurning hvort hún læri eitthvað af þessu....efast um það enda hefur hún verið að sniglast í kringum kertin núna.

21.10.2007 17:58

Lokaniðurstaða....

blendnar tilfinningar í dag í formúlunni....ok..Mclaren vann ekki...Hamilton vann ekki...en Kimi vann og hef ég verið Kimi stuðningsmaður í nokkur ár þegar hann keppti með Mclaren...það er ekkert auðvelt að hætta því og mun ég horfa framhjá rauða búningnum sem hann er í í dag.  En ég er samt Mclaren stuðningsmaður og hana nú! Vonandi fer bara Alonso í annað lið hehe og það kemur einhver annar góður með Hamilton á næsta ári....Kimi hefði örugglega getað unnið heimsmeistaratitilinn með Mclaren ef hann hefði verið áfram þetta árið...nokkuð viss um það! (sama hvað aðrir segja hehe) En til lukku með daginn Kimi (af því að ég veit hann les bloggið mitt reglulega og skilur ekki orð! hehehe ) og áfram Mclaren...og skítt með Sýn að taka sýningaréttinn á næsta ári...en held þeir séu skyldugir að senda út í opinni dagskrá þannig að mar getur fylgst með áfram...og já ekki má gleyma því að Hakkinen var flottur áðan! Hann klikkar aldrei sko! hehe vissuð þið að Hakkinen, Kimi og ég eru öll í vogamerkinu já og pabbi!  erum andlega skyld hehe

21.10.2007 14:09

enn einn sunnudagur....

mikið líður þessi tími hratt...stutt síðan síðasti sunnudagur var og nú enn einn að verða búinn!  Annars hefur þessi vika bara verið hin fínasta fyrir utan þessa þreytu...er nú að vona að þetta fari að skána....en gæti alveg hugsað mér að leggja mig núna og því er ég nú ekki von svona um miðjan dag hehe  
Ég var ekki nógu dugleg að hreyfa mig í síðustu viku...ég var búin að plana að fara í tækin á fimmtudagsmorgun og komin niður eftir og allt...byrja að klæða mig en þá bara vantar mig helling af fötunum..!..snillingur ég!  Kunni nú ekki við að vera hálf nakin að hjóla með köllunum þarna þannig að ég endaði bara í sundi...en var þá ekki með blöðkurnar þar sem það var ekki planið að fara að synda...þannig að þetta var hálf ómögulegur morgun í ræktinni en gerði það besta úr því sem hægt var!  Er að spá í að skella mér á morgun..spurning hvort það verður fyrir eða eftir vinnu..á eftir að skýrast þegar liður á daginn....eða þegar ég vakna á morgun..er farin að vakna svo snemma suma daga að það er eiginlega óþolandi bara hehe   skyldi það vera aldurinn?? eða kannski bara það að ég hef verið svo þreytt að ég hef farið að sofa nokkuð snemma! vonandi það seinna hehe jæja best að hætta þessu bulli

17.10.2007 18:22

óendanleg þreyta....

það er spurning hvort það sé betra að vera með of háan blóðþrýstinn og vera ferskur eða láta hann lækka og verða endalaust þreytt!  Er búin að vera rosalega þreytt síðustu daga og hef ég trú á því að það séu lyfin sem hafa þessi áhrif...eða hvernig þau hafa áhrif á blóðþrýstinginn.  Getur ekki verið neitt annað...ekkert annað að breytast. En ég vona að þetta líði nú hjá fljótlega...líklegast bara svona í byrjun enda bara vika komin.
En þessi þreyta veldur því að ég er orkulaus líka en hef verið að reyna að drífa mig í sund og svona...planið að fara í fyrramáli og taka smá syrpu í tækjum fyrir vinnu..gaman að sjá hvaða orku mar hefur í það hehe  
Annars er bara allt fínt að frétta úr fjöllunum.  Mjallhvít er 5 mánaða í dag og heldur hún uppá það með því að láta dekra við sig með klóri og leikjum...fær kannski smá auka harðfisk í kvöld...ef hún verður góð! Hún hefur alveg látið blómin eiga sig síðan á helginni...ótrúlegt en satt eins og hún var vitlaus í þau á laugardaginn!
Það er líka mikið fjör í félagslífinu í vinnunni...við vorum í gær að búa til einhverja keramikskál...síðan á eftir að brenna hana og svona og síðan er planið að búa til einhver svona paté í þetta og éta svo í nóvember..verður spennandi að sjá hvernig það verður...veit nú ekki hvað ég hef áhuga á að borða þetta...finnst svona eiginlega ekki mjög gott...en hvað gerir mar ekki til að skemmta sér með vinnufélögum...enda bara frábært fólk þar og gaman að gera eitthvað svona með þeim. 
En best að hætta þessu bulli í bili...og reyna að hrista þetta slen af sér...

13.10.2007 16:56

Víííí ári eldri!

Þá er mar orðin ári eldri...mikið er það nú gaman.  Siggi minn bauð mér útað borða í gærkvöldi og fórum við á Caruso. Mikið rosalega var þetta æðislegt.  Fengum frábæran mat og frábæra þjónustu.  Fékk meirað segja afmælisköku  Siggi náttúrulega sagði þeim frá afmælinu.   Þannig að eiginlega er ég að búin að eiga tvöfaldan afmælisdag...gærkveldið og svo dagurinn í dag.  En í dag ætla ég að bjóða aðeins í mat...engar kökur þetta árið en ætla að prófa pottrétt...tekst vonandi vel....annars endar það bara í dominós hehe
Kíkti í Kolaportið í dag en vinnan var þar að selja klúta og var mikið stuð hjá þeim...fékk þennan flotta afmælissöng þar. 
Þakka allar kveðjurnar sem hafa borist í símann minn í dag.  alltaf gaman! 
Er búin að fá silfurarmband frá Sigga sem er meiriháttar flott! 

11.10.2007 17:34

Special Olympics

hef verið síðustu daga að reyna að fylgjast með þessum leikum sem standa sem hæst núna. Fullt af íslenskum keppendum og þekki ég eina nokkuð vel.  Það er ekkert auðvelt að finna fréttir um þessa leika í fjölmiðlum og þá á ég aðalega við bréffjölmiðlana. Veit að það var eitthvað fjallað um þá í sjónvarpinu í gær.  En hvar eru úrslitin frá leikunum? Hvar er sagt frá öllum verðlaunapeningunum sem íslenski hópurinn hefur fengið þá meina ég hver fékk þau, hvaða heita viðkomandi?  Ef einhver hefur séð þetta á blaði þá má benda mér á það því mig langar virkilega að lesa um þetta.   Sá í morgunblaðinu í dag að hópurinn sópaði til sín verðlaunapeningum en þetta var frétt á síðu 4 eða eitthvað álíka og ég kíkti í íþróttasíðuna hjá þeim og vonaðist til að sjá einhver nöfn og úrslit...en ég gat því miður ekki fundið neitt...og leitaði ég að ég taldi nokkuð vel!  Þannig að ef einhver hefur séð úrslit og hverjir eru að vinna peninga þá endilega látið mig vita! Bíð spennt  
Annars bara fínt í fréttum....fór í bíó í gær og sáum við Stardust og er það bara ágætis mynd, svona fín afþreying og ævintýri. 

10.10.2007 19:13

nóg að gera

nú er sko nóg að gera í vinnunni....enda fær mar bara alla sem mar þekkir til að vinna...erum með stórt verkefni í húsi og þarf að klára það í síðasta lagi á föstudaginn.  Þetta er nú farið að líta vel út enda unnið til kl 18:00 alla daga þessa viku þannig að við ættum að ná að klára þetta.   En ætla nú bara sjálf að vinna til fjögur á föstudag og fara í klippingu..mar er víst orðin full síðhærð.
Það er annars bara fínt að frétta úr fjöllunum...ekki ennþá þurft að skafa enda alltaf blíða hér hehe  Já ég var víst í sólarhringsblóðþrýstingsmælingu..vá langt orð og kom hún ekkert mjög vel út enda var mar bara sett strax á einhver lyf...held þetta séu bara ódýrustu lyf sem ég hef tekið fyrir utan kannski parkódín...en kostaði bara 377 krónur 100 töflur...telst nú ekki mikið held ég!  Er öll marin og blá á hendinni eftir þetta enda var blóðþrýstingurinn mældur á 20 mínútna fresti allan daginn og fram til kl 22:00 en þá var það á 45 mínútna fresti fram á morgun...þannig að mar vaknaði reglulega alla nóttina við mælinguna sem var ekki þægilegt því ég var orðin helaum í hendinni eftir allar mælingarnar yfir daginn! 
Nú styttist í það að mar eldist...er ekki búin að ákveða hvort það verði boðið uppá kaffi og veitingar þetta árið...sé til hvernig vikan þróast og hvernig þreytan verður hehe  en læt nú vita ef svo verður...klikka ekki á því en svo sem alltaf allir velkomnir án þess að vera formlega boðið..... en hætt þessu rausi...spurning um að skella sér í bíó bara svona til tilbreytingar...skoða það...

07.10.2007 06:15

sunday sunday....

það er kominn sunnudagur og ég vaknaði snemma...hvenær skildi ég sofa út næst hehe  ég bara varð að vakna til að horfa á formúluna þar sem hún er endursýnt svo seint síðar í dag....og svo spuring hvort Hamilton verði meistari í dag, það verður að sjást í beinni!
Annars hafa síðustu dagar verið annasamir. Föstudagurinn í vinnunni var alveg meiriháttar bara og held ég bara að allir hafi haft gaman af og skemmt sér vel. Enduðum daginn á Austur Indía fjelaginu og það klikkaði ekkert frekar en vanalega...geðveikur matur!  Síðan var nú mætt í vinnu í gærmorgun og var ég til kl. 12:00.  Eftir það hitti ég fararstjórana síðan í sumar og var gaman að hitta þá og heyra frá þeim hvernig sumarið gekk.  Það voru misjafnar sögur og var það helst að eitthvað væri að klikka í fluginu í Bandaríkjunum og var nú ekki gaman að hlusta á það en það er eitthvað sem er hægt að laga og verður vonandi aldrei svona aftur!  En þau voru öll sátt og eru öll tilbúin að fara aftur og það er bara jákvætt! Þegar þetta var búið þá var brunað í 4ra ára afmæli hjá honum Kristófer Loga og fengið sér smá kökur sem klikkuðu auðvitað ekki.  Síðan var það bara rólegheit og verður það þangað til ég mæti í vinnu á mánudag, enginn æsingur í dag í fjöllunum....mestalagi að taka upp hreingerningatuskuna og þrífa mesta skítinn hehe. 
En best að hætta þessu pikki og fylgjast með Hamilton...lítur vel út eftir 6 hringi hehe...rétt að byrja og meiri rigning væntanleg!

04.10.2007 20:45

vikan að verða búin...

já það er víst staðreynd...en nóg að gera samt það sem eftir er.  Við erum með starfsdag í vinnunni á morgun og verður það alveg örugglega mjög gaman...ætlum að hafa dáldið skemmtilegt núna og sleppa allri fræðslu og flóknum umræðum.  Ætlum að kíkja í heimsókn á tvo staði og skoða hvað er verið að gera þar en annar er í Kópavogi og hinn á Selfossi þannig að það verður mikill akstur líka...síðan er planið að fara í Bláa lónið í smá afslöppun og síðan á að fara útað borða sem sagt flottur dagur framundan...en síðan er það vinna á laugardagsmorgun..það er svo mikið að gera þannig að við þorum ekki annað en að skella smá vinnu um helgi. Síðan ætla ég að hitta fararstjórana sem fóru í sumarbúðir í sumar um kl 12:00 á laugardaginn og tekur það örugglega einhvern slatta tíma..eins og venjulega og er það bara gaman...borðað og huggulegt!  Ætli það verði síðan ekki bara afslöppun á sunnudeginum...vakna kannski snemma á sunnudagsmorgni og horfi á formúluna..og legg mig síðan aftur..umm hljómar vel! 
Annars er ég komin af stað aftur í hreyfingunni...búin að fara 2x núna í vikunni í Nautilus, hef  reyndar ekki farið að synda en ætla að reyna að bæta því við í næstu viku...kíki kannski í sund á mánudaginn áður en ég fæ eitthvað tæki á hendina mína sem ég á að ganga með í 24 klst!  jújú mar er alltaf í einhverju tékki og núna er það blóðþrýstingurinn, hann vill ekki fara niður...virðist vera einhver ættarfjandi sýnist mér...en læknirinn vill tékka á mér áður en það verður tekin ákvörðun um eitthvað annað.  Þannig að á mánudaginn fæ ég eitthvað tæki á hendina á mér sem mælir blóðþrýstinginn reglulega í 24 klst! verður örugglega gífulega spennandi..spurning hvort mar nái að sofa með svona tæki...
Annars er bara allt fínt að frétta úr fjöllunum...Mjallhvít er í góðu formi...reynir að stela öllu steini léttara hvort sem það er kartafla, stytta, sokkur eða hvað sem hún finnur og ræður við.  Hún átti mjög erfitt í kvöld því hún var að reyna að stela pínulítilli svínastyttu sem ég á og er í glugganum, náði henni en ég var frekari!  Held ég hafi haft vinninginn í þetta sinn því hún er hætt að reyna að stela...en ætli ég þurfi ekki að leita að svínunum á morgun! Hún stelur þeim bara í nótt ef ég þekki hana rétt hehe 
En jæja þetta er orðið nóg bull í kvöld...enda er mar næstum því ennþá á Norskum tíma og þá ætti ég nú að vera löngu sofnuð hehehe

01.10.2007 17:56

heim í fjöllin

jæja þá er mar komin heim í fjöllin aftur  alltaf gott að koma heim.  Annars átti pabbi afmæli í gær og óska ég honum til hamingju með það hér á netinu...fór auðvitað beint í kaffi eftir að ég kom frá Osló, hitti akkúrat í kaffitímann. 
Annars var þetta hin fínasta ferð sem ég var í eins og ég hef sagt frá og einnig hægt að sjá á myndum hvað var gaman, á eftir að setja restina inn og ætla að gera það núna á eftir, þá koma myndir frá föstudeginum og laugardeginum. 
Hef svo sem ekki mikið meir að segja...stend reyndar í valkvíða á morgnana núna þar sem ég hef úr úrvali af fötum að velja...það hefur verið frekar óvenjulegt undanfarna mánuði og viti menn...fötin passa...er ekki eins og drusla eins og margir hafa tjáð sig um við mig hehehe  
Jamm og já..man ekki meira í bili...alveg andlaus bara!
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43