Færslur: 2007 Nóvember

30.11.2007 19:39

Home alone

já það getur ýmislegt gerst þegar köttur er einn heima!  t.d þetta:

Spurning hvort mar þurfi að loka klósettpappírsrúlluna inní skáp svona yfir daginn! hehe Síðan var rúllan sjálf inní stofu vel nöguð!

Annars er Mjallhvít hætt að æla..og vonandi verður það ekki á næstunni.  Annars er þetta fína að frétta úr fjöllunum, ég er að vísu ekki orðin góð af þessari pest og hélt á tímabili í vikunni að mér væri að slá niður en þetta hafðist og ég dugði út vikuna. Það voru mikil veikindi í vinnunni og á tímibili vantaði 50% af leiðbeinendunum sem er dáldið mikið því við erum bara 7 í heildina eins og er...en eigum að vera 8. 

Ekkert jólaskraut komið hérna upp en þarf víst að kíkja á það jafnvel um helgina því það er verið að rukka mig um einhverjar upplýsingar um jólasveina.  Spurning hvort mar setji upp einhver ljós..ætli þau endi eins og klósettpappírinn?? hehe

Annars var ég að lesa það á netinu fyrir nokkrum dögum að ég hefði eignast frænku 11. nóvember. Þannig að alltaf nóg að gera í fjölskyldunni.
Annars verður rólegt um helgina, að vísu einn fundur kl 10 í fyrramáli og síðan eftir það verður bara slappað af og gert sem minnst! Enda veitir ekki af að hvíla sig fyrir næstu viku en þá verður nóg að gera í vinnunni og síðan lýkur vikunni á jólahlaðborði sem verður örugglega bara gaman!

En ætli það sé ekki best að hætta þessu bulli og kannski ég geri eitthvað af viti....hmm eins og hvað? tja hlýt að finna eitthvað!

26.11.2007 19:26

helv...kvef..

kvef...eyrnaverkir og fleira skemmtilegt...en fór í vinnu í dag og veitti ekki af því það eru slatti veikindi núna og allir með það sama og ég hef verið með. 
Mjallhvít ákvað líka að verða lasin að minnsta kosti gerir hún ekki annað en að æla einhverju ógeði...ætli það séu ekki einhverjir hárboltar...annars þekki ég þetta ekki. Og hvar er best að æla?? jú auðvitað í rúmið!!! hef ekki við að henda henni þaðan út og skipta á rúmunum! fyrir utan það þá skyldi ég ekkert í því hvað var mikil hálka fyrir utan klósettið í morgun...hmm ég steig í eitthvað sleipt...ógeðslegt...jekk það var æla eftir helv..köttinn!
Fórum í bústað á laugardaginn og var mikið fjör...á eftir að setja inn myndir..spurning hvort þær eru allar birtingahæfar!?   Fór nú ekki í pottinn..sem er held ég í fyrsta sinn þegar ég er í bústað!
Ég er snillingur...bara láta fólk vita ef það vissi það ekki!  Ég hef einu sinni náð að steikja soðið egg...með því að gleyma því að ég var að sjóða egg og síðan fór það að poppa í pottinum..allt mömmu að kenna ákvað að hringja í hana þegar ég var búin að setja egginn í pottinn og auðvitað gleymdi ég því að ég væri að sjóða egg (mamm hlýtur að hafa talað svona mikið) en hvað gerði ég í dag?  hmm spurning hvort mar eigi að segja frá...well því ekki fólk verður að hafa eitthvað að smjatta á og kannski segir það eitthvað á þessari síðu ef ég segi frá svona vitleysu...ok ég var að sjóða kartöflur....ég gleymdi því ekkert...en allt í einu var allt vatn farið og kartöflurnar voru farnar að brenna í helv..pottinum! potturinn kolsvartur...og kartöflur svartar! Halla snilldarkokkur...  líklega er þetta kvefið...heyri ekkert með vinstra eyra og það snýr að eldhúsinu hehe

22.11.2007 17:37

ennþá pest....

Er ennþá heima og verð það líklega á morgun líka...hausverkur að drepa mig og já gleymdi því í gær að ég fékk þessa yndælis frunsu með þessu öllu saman og ekki nóg með það þá ákvað ein að vaxa við hliðina á hinni...fannst hún eitthvað einmanna sem ég hreinlega skil bara ekki! ég er greinilega ekki nógu mikill félagsskapur fyrir frunsu nema til að vaxa á! mótmæli því harðlega þó svo ég reyni að drepa hana nokkuð stíft! hehe
Vona nú að ég verði orðin betri á morgun því það er vinnuhittingur annaðkvöld og síðan er bústaðaferð á laugardaginn...alveg týpískt að vera slöpp þegar mar hefur tök á því að komast í heitan pott.

21.11.2007 14:06

pestabæli

já pestabæli í dag..var svaka dugleg og fór í ræktina í morgun og síðan í vinnuna...en hvað svo...var aðeins farin að finna til í hálsinum í gær og svo fór það að magnast í morgun...fékk höfuðverk síðan beinverki og síðan var það bara bælið heima!  Er bara drulluslöpp og að vanda hefur mar ekki tíma til þess.  Jólatörnin að byrja í vinnunni og smá átdjamm hjá vinnunni á föstudag...ætla sko að mæta í það og síðan er jólamarkaðurinn á laugardaginn og bústaðaferð á laugardaginn...hef ég tíma til að vera lasin..ónei! Þannig að ég ákvað að fara heim í dag og reyna að ná þessu úr mér...spurning að drekka panodil hot...c-vítamín og jafnvel eitthvað meira hollt...eða óhollt!

18.11.2007 11:28

ekki rigning...hva er að ske?

ja hérna tja..það hefur ekki rignt í tvo daga! stórfurðulegt.  

 • Mjallhvít heldur að þegar skipt sé á rúmunum að það sé henni til skemmtunar
 • Matarboð í gærkvöldi og fengum við önd...jammígott
 • afmæli í dag....á eftir að kaupa gjöf
 • skítkalt úti..en betra en helv...rigningin
 • Helena stóð sig vel í Dubai...hvað annað!
 • Litli bróðir verður alltaf litli bró þó svo hann reyni að telja mér trú um annað...hehe

15.11.2007 19:51

undarlegt...

 • skrítið hvað er mikið flutt inn af bílum sem eru ekki með stefnuljós!
 • hmm nágranninn beint á ská er búinn að setja upp jólakransinn í gluggann!
 • fór í ræktina í gær og tók vel á því...heiti potturinn á eftir ahhhh
 • planið að fara í ræktina á morgun....90% líkur á heitum potti þá líka
 • afmæli um helgina...þá þarf að kaupa gjöf
 • fékk eitthvað illt í bakið áðan...ekki gott...langt síðan síðast
 • Helena systir komin til Dubai í hita og huggulegheit..ætli hún hitti einhvern fursta?
 • Litli bró sendi mér gasalega flott sms í morgun hehe
 • föstudagur á morgun jibbíjeyheyjóhó
 • veit ekki um meira bull....kannski best að hætta þá
 • jú eitt í viðbót..það rignir ótrúlegt en satt!

11.11.2007 21:18

aftur fer að rigna...

ferðin í bæinn gekk vel. Smá snjóþekja var á veginum með köflum að Vík og síðan eftir það var allt autt.  Kattarkvikindið var ánægð að sjá okkur en það var smá væl í henni eftir að við komum heim enda ekki verið ein heima svona lengi. Að vísu var Arnþór bróðir duglegur að kíkja á hana og gefa henni að borða. 
Annars er enn einu sinni komið rok og rigning...ætlar þessu aldrei að linna? Mar er nú orðin nett þreytt á þessu! 
Þá hefst enn ein vinnuvikan og verður örugglega nóg að gera að vanda...jólatörnin að byrja og mikið fjör hjá öllum. 
Fór til næringaráðgjafans í vikunni og var það bara fínt...allt staðið í stað og hún mældi þrýstinginn og var hann ekki nógu góður. Verður gaman að heyra hvað læknirinn segir í vikunni en á tíma á fimmtudaginn. Annað svo sem í góðu en ég þarf aðeins að skoða mataræðið og einnig að vera með meiri fjölbreytni...og auðvitað að vera dugleg í ræktinni áfram og síðan fara í fitumælingu aftur jafnvel í byrjun desember til að sjá hvort einhver munur á einum mánuði...spurning að hafa það í tengslum við næringaráðgjafann.....ætla að hugsa það mál....
En jæja ætla að hætta þessu bulli í bili. Væri gaman að heyra frá fólki sem kíkir hérna inn...það nefnilega vill svo skemmtilega til að ég bít ekki þó svo fólk skrifi í gestabók eða skrifi álit eða hvað sem það heitir

08.11.2007 20:17

vetraferð

já við skötuhjúin skelltum okkur í vetrafrí austur á land.  Höfn var markmiðið og var lagt í hann í gær og var nú spá þokkalegu veðri framan af en síðan átti að byrja að hvessa og verða að stormi.  Eitthvað hefur spáin breyst frá því við lögðum af stað og þangað til við komum að Vík því þá byrjaði að snjóa og var útlitið svona á Mýrdalssandi: (Tek það fram að myndin er tekin á gsm síma)
 
já það var bara alhvít jörð!  Það var nú gott að vera komin á góð vetradekk fyrir ferðina.  En við komust nú á Höfn að lokum en höfum aldrei verið svona lengi á leiðinni. Því veðrið var frekar slæmt alla leiðina.
Annars er mar bara hér í góðu yfirlæti og var farið í búðarráp á Höfn í dag. Fór alveg í 3 búðir...nei það voru fjórar. Vissuð þið að það eru 3 gjafavöruverslanir á Höfn?  Mér finnst það bara nokkuð gott.
Já en markmiðið með ferðinni var víst að Siggi ætlar á rjúpu og fóru þeir í dag. Siggi, Bjössi og Jóhann Klemens skelltu sér fyrir hádegi og voru í allan dag að veiða nokkrar...held þeir hafi séð sex rjúpur og það lágu fjórar skilst mér. 

En jæja þetta er nú bara mikið gaman, já síðan er Helena systir að fara að keppa í þrekmeistaranum á Akureyri um helgina og er ég viss um að hún malar liðið þar! Hvet alla sem eru á Akureyri til að fara að hvetja Helenu hehe  hún er bara flottasta systir!  En þangað til síðar...hafið það gott!

05.11.2007 19:38

Monday monday

það er víst mánudagur og ekki ennþá snjór...en er nú samt að spá í að setja vetradekkin undir á morgun, möguleiki á smá ferðalagi síðar í vikunni...þá er betra að vera vel búin.
Helgin var stórfín alveg, fór í Bjarnfirðingahitting á laugardaginn og var mikið fjör, þekkti nú aðeins fleiri en í fyrra þannig að þetta er allt að koma.  Það verður aftur á sama tíma að ári, fyrstu helgina í nóvember á sama stað, þannig að hægt að taka þennan laugardag strax frá.  Síðan í gær þá var systkinahittingur og var boðið uppá kjúklingarétt með öllu tilheyrandi.  Mikið gaman bara, skilst að þetta sé orðið að föstum lið. 
Annars hefur mar eitthvað lítið að segja...life goes on og mar reynir að mæta í ræktina...helv..var nú kalt á sundlaugarbakkanum í morgun og ekki var laugin hlýrri! brrr alveg. svo er það spurning hvort mar skelli sér í tækin í fyrramáli...hlýrra þar inni en í sundlauginni hehe.
Mjallhvít er alltaf jafnspræk en ekkert kveikt í sér nýlega...er nú að verða meira kúrudýr en áður en auðvitað líka gaman að ærslast aðeins. Spurning hvort einhver bjóðist til að passa hana ef ég færi nú úr bænum í vikunni...  en læt þetta duga í bili....leiter geiter

03.11.2007 18:33

ekki lengi...

það stóð ekki lengi yfir....það er komið rok og rigning..enn einu sinni! say no more!

03.11.2007 14:25

ekki rokdagur!

hvað kemur til...það er ekki rok og rigning! ja hérna tja..ótrúlegt en satt...hlýtur að hvessa með deginum.  Að vanda er bara allt fínt að frétta úr fjöllunum...ekki ennþá komin á vetradekkin enda bara verið helv..rigning! En ætli mar fari ekki að skella sér á vetradekkin fljótlega sýnist á öllu að vetur konungur sé á leiðinni.  Betra að vera við öllu viðbúin svona þegar mar býr í fjöllunum. 
Annars var ég nú fersk í morgun og skellti mér í ræktina kl 10. Byrjaði reyndar á því að fara í fitumælingu svona til að fylgjast aðeins með því næstu mánuði. Auðvitað kom hún ekki vel út frekar en annað sem mar lætur mæla þessa dagana hehe en maður verður bara að laga þetta og verður það markmiðið í vetur að lækka þessa fituprósentu.... aðeins minni áhersla kannski á viktina..en ætti að fylgjast eitthvað að ef ég næ að minnka þessa prósentu.  En það er greinilegt að mar hefur nóg að gera í vetur og nú bara verður ekkert meira sukk...hef ekki verið nógu dugleg síðustu vikur (en samt ekkert þyngst) en nú verður sagt stopp!  

Nú er á dagskrá að kíkja í Bjarnfirðingahitting...skyldi mar þekkja einhvern í ár..svo sem ekki ólíklegt en þetta var að minnsta kosti alveg stórfínt í fyrra þannig að verður örugglega gaman í dag líka. 

 • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43