Færslur: 2008 Janúar

30.01.2008 21:45

upprifjun...

það er mar er hálf andlaus eitthvað þessa dagana og ákvað því aðeins að rifja upp gömul blogg hér til gamans... vonandi að minnsta kosti!  Hér áður fyrr fór ég á námskeið sem hét listin að vera dama og þetta er bloggið sem ég skrifaði eftir það: 

laugardagur, janúar 24, 2004

jájá alltaf nóg að gera greinilega...en já ég var búin að lofa því að láta vita hvernig hefði verið á námskeiðinu ;) sem sagt dömunámskeiðinu. Mar er nú meiri dama en mar hélt...en annars var þetta mjög skemmtilegt og smá fróðleikur líka...spurning hvað mar lætur flakka hérna..en ég auðvitað sem sönn dama tók niður nokkra punkta af námskeiðinu.....Ekki var nú farið mikið útí fatnað og förðun en það kom skýrt fram að Dama er hæfilega glæsileg!! og það ber að hafa vel í huga því ef það fer úr hófi fram þá verður mar glyðra!! og ekki vil nein dama það! :) Svo þarf dama að muna eftir einu og það er að teygja vel úr sér þ.e ekki vera hokin...eitt ráð við því er svo kallað Tressidúkkutrikkið...en það er víst eftir dúkku sem var með takka á naflanum og hárið kom uppúr hausnum þegar þeim takka var snúið...þannig að hugsið sem svo að það liggi þráður frá hárinu og upp til himna þar sem dömuenglar halda í þræðina og halda manni uppi sama hvað það eru mörg x kg....okkur er haldið uppi af dömuenglum og því getum við gengið tignarlega :)
Já það má ekki gleyma raddæfingum...því ekki má dama hljóma illa. En já ein æfingin er sú að að setja nammi í skál og standa fyrir framan hana og æfa raddböndin með því að segja mmmmmmmmmmmmm hmm hljómar vel ekki satt..svo þarf að æfa kyssutauið og láta varirnar víbra eins og mar gerði þegar mar gerði þegar mar hermdi eftir bílum hér í denn...burrburrburr og svo síðast að láta tunguna víbra í rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr. hm skilst alveg ágætlega ekki satt ;) Já það er svo sem ýmislegt fleira sem hægt væri að tína til...t.d dama reykir ekki!, það sést aldrei áfengi á dömu..hún getur jú verið blindfull en það sést ekki á henni! :) ég fer nú létt með þetta tvennt....eða hva ha. En já læt þetta duga í bili...kem kannski með eitthvað meira síðar...en svo reynir mar að fara bara eftir þessu og gerist dama! :)

29.01.2008 19:33

meiri snjó, meiri snjó...

það hefur snjóað og snjóað síðustu daga....+ rigning sem tók snjóinn...en snjórinn kom aftur og aftur..mar er eiginlega búin að fá leið á því að skafa. Varla að mar geti skroppið inní eina búð án þess að þurfa að skafa þegar út er komið. En nú á að kólna og spurning hvor mar þurfi að draga fram föðurlandið! hehe  
Það er nú annars bara ósköp rólegt í fjöllunum...fórum í afmæli á laugardaginn en hún Snædís Bára er 6 ára í dag og hélt hún stóra veislu þá. Síðan var kíkt á suðurnesin á sunnudaginn og var boðið uppá pönnukökur ala Ínu uppskrift en bakað af mér hehe svakalega gott og þokkalegur nammidagur þá!
Annars er ég ennþá dugleg að fara að synda en er þá latari að fara í tækin, en fer að bæta þeim líka með svona hægt og rólega...finnst bara miklu skemmtilegra að synda hehe en þarf samt að fara í tækin til að byggja um slappa vöðva og verða sterkari í sundinu.  Átti að fara til næringaráðgjafa á morgun en hann frestast um viku sem er bara í góðu lagi þá hef ég viku í viðbót að koma mér í betra form hehe   en síðan er það doktor á fimmtudaginn...þarf að láta mæla þrýstinginn..ekki alveg sátt því ég hef verið að fá slæma höfuðverki á kvöldin og hef ég mælt þrýstinginn þá og hefur hann verið hár...ekki slæmt að eiga græjur til að mæla sig sjálf!  Þannig að spurning hvað doktor segi um þetta hjá mér...mar er bara algjör doktorsmatur.. 
Mjallhvít er í fínu formi...er ennþá á töflunum sínum og ekki sátt með það svo sem en lætur sig hafa það.  Það er hryllilega erfitt að gefa henni ekkert auka! Hún þarf að fara í sprautu núna fjótlega er að spá í að láta hana klára fyrst þennan lyfjakúr sem hún er á.
En jæja best að hætta þessu bulli núna.

25.01.2008 20:10

er mar eitthvað biluð? hehe

ég sá nú að það var ekki gott veður þegar ég fór að sofa í gærkvöldi en búin að plana að fara í sund í morgun...og hætti ég við það...neinei það var blindbylur í morgun en mar fór bara út fyrir kl 7 og byrjaði að skafa og skellti sér síðan í sund..ekki hægt að segja að það hafi verið margir þar.  Helv..stakk bylurinn mann þegar hlaupið var útí laugina hehe Síðan var hafist handar við að synda og baksundið auðvitað í forgang með öllum blöðkunum eða spöðum eða hvað sem þetta kallast og gekk vel 25 metrana en þegar átti að snúa við þá versnaði í því, en þá var ég með bylinn í andlitið og ég bara gat ekki haft augun opin og snjórinn stakk mig í andlitið! ekki gott sko...en lét mig hafa það og gerði þrjár tilraunir með þetta en gafst síðan upp og ákvað að skella mér í skriðsund aðra leiðina og baksund hina....fann þá að ég er ekki nógu góð í skriðsundinu þannig að kannski mar fari að þjálfa það aðeins betur upp....en lét nú 300 metra duga í morgun..aðalega vegna tímaleysis því mar þurfti að drífa sig í vinnuna og það tók um klukkutíma að komast hana..þannig að biluð eða ekki þá var þetta gaman  alltaf bjartsýn hehe
Það hefur nú ekki fest mikinn snjó í fjöllunum...að minnsta kosti hafa þeir verið duglegir að moka hann...ekki orðið ófært á bílastæðinu ennþá og þá er þetta nokkuð gott.
Það verður nú að koma með fréttir af Mjallhvíti en hún er nú bara nokkuð góð...forðast mann reyndar þar sem ég er alltaf að troða í hana einhverri töflu og er hún nú ekki sátt með það. En það er að virka held ég...að minnsta kosti er hún ekki lengur bólgin á auga og blettir minnka...en mikið svakalega er erfitt að meiga ekki gefa henni neinn aukabita en kannski verður það hægt bráðum!

21.01.2008 19:16

pólitíkin er skrítin..

ég hef nú ekki lagt í vana minn að skrifa um pólitík...en ég er bara að velta einu fyrir mig..hvað er að verða um borgina?  Þetta er alveg ótrúlegt hvað er í gangi?
En það þýðir ekki að velta sér mikið uppúr þessu...gert er gert og verður nú gaman að fylgjast með þessu svona úr fjarlægð ofan af fjöllunum hehe
Það er annars bara allt í góðu héðan úr fjöllunum...bílinn eitthvað að stríða mér í morgun og fór ekki í gang þannig að ég missti af sundferðinni minni...fór alveg með allt skipulag hjá mér hehe ótrúlegt hvað mar er vanafastur!  En geri bara aðra tilraun á miðvikudaginn enda ekki hægt að synda á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem þá eru æfingar svona snemma að morgni. Þar sem ég syndi aðalega baksund verð ég að hafa afmarkaða braut svo ég lemji ekki mann og annan á ferð minni yfir laugina   Þannig að kannski mar kíki bara í tækin á morgun.
Hér er byrjað að rigna og ætli það verði ekki allt á floti í fyrramáli...að minnsta kosti miðað við veðurspá. En já var að segja frá bílnum...en hann endaði á því að fara í gang en hann dó í smá stund og svo þegar það átti að fara að gefa honum start, því hann virkaði rafmagnslaus, þá bara fór hann í gang...þannig að gæti hljómað sem bensínstífla eða eitthvað álíka...en mar veit svo sem ekki hvað þessum bílum dettur í hug...en hann hefur virkað í allan dag þannig að vonandi var þetta bara eitthvað einsdæmi! 
Mjallhvít er hress og er dugleg að taka lyfin sín..við tökum lyfin okkar saman á morgnana hehe en næstu 6 daga þá fær hún bara töflu einu sinni á dag þannig að það styttist að þetta verði búið.
En hafið það bara gott og passið ykkur á rokinu sem er framundan!

18.01.2008 22:27

enn ein helgin

ótrúlegt hvað tíminn líður hratt...það er enn einu sinni komin helgi og mar bara alveg gleymt að skipuleggja hvað skal gera...þannig að mar skoðar það bara þegar vakna  
Það er annars bara allt fínt að frétta úr fjöllunum...dáldill snjór hér og í bílastæðinu...en sleppur allt saman ennþá! hehe
Hef svo sem ekki mikið að segja í augnablikinu...þannig að spurning bara að sleppa því að bulla....Mjallhvít er í ágætu formi að vísu er hún með eitthvað ofnæmi...hermir eftir mér ótrúlegt alveg og ég komst að því að hún kann að urra og hefur ákveðið að urra á dýralækna hehe...annars er hún komin á stera og verður á þeim núna í 3 vikur eða svo...hún er ekki hrifin af því að ég sé að troða í hana einhverjum töflum! en svona er þetta og hún hefur ekkert val...ég er sterkari hehe

15.01.2008 16:34

.....

ég er eitthvað andlaus með titil..þannig að ákvað bara að sleppa því í dag enda má mar alveg sleppa því að vera hugmyndaríkur annað slagið..hehe en líklega er mar orðin óhugmyndasnauð svona á köflum..enda reynir mar að vera ekki alltaf með sama titilinn. 
Annars er nú kominn snjór og reynir nú á Auris í snjónum fyrir alvöru og er hann svona ágætur en miðað við fyrsta dag í miklum snjó þá var Yaris betri..enda minni og léttari hehe   Mjallhvít hefur fylgst mikið með snjókomunni og spurning hvor mar hendi henni útí snjóinn hehe hún yrði líklega mjög hissa.
Annars langar mig að benda fólki á að kíkja á netinu á Kastljósþáttinn frá því í gærkvöldi ef það hefur ekki þegar séð hann (www.ruv.is og þar er hægt að skoða sjónvarpsefni).  Þar er hægt að læra ýmislegt af ungum systrum sem voru þar í viðtali.  Þessar systur eru frænkur mínar en því miður þekki ég þær ekki neitt en hef nú samt hitt þær fyrir nokkrum árum síðan. Þær eru með hrörnunarsjúkdóm og hafa ýmislegt að segja um lífið og tilveruna. Mæli með þessu! Þær eru bara flottar og ekki eru foreldrar þeirra síðri. 

13.01.2008 13:45

Helgaryfirlit

það hefur verið nóg að gera um helgina og sumt hefði alveg mátt sleppa því að gerast.   En laugardagurinn byrjaði rólega þ.e að fá sér morgunmat og lesa blöðin en þá hringir síminn.  Þá er þar einn starfsmaður á hæðinni fyrir neðan okkur í vinnunni að láta mig vita að það hefðir verði reynt að brjótast inn í húsið.  Ég ákvað að drífa mig þarna niðureftir og athuga hvernig ástandið væri og þegar ég og Siggi komum þangað þá var ein þarna og löggan. Löggan var reyndar að fara og var hún búin að taka myndir og taka skýrslu. Það hafði verið gerð tilraun til innbrots en lásinn hélt en búið var að brjóta glerið í hliðarrúðunni og reyna að spenna hurðina upp með járnkalli....þannig að það þarf að gera við þetta allt á morgun því þetta er allt ónýtt en náðist að gera við þetta til bráðabrigða.  Þannig að mar veit hvernig dagurinn byrjar á morgun!  
Síðan var farið í það að kaupa afmælisgjöf fyrir Geira, vin hans Sigga, en hann var að halda uppá 40 ára afmælið sitt í gær og fórum við síðan þangað og vorum fram eftir degi.  Rólegheit bara í gærkvöldi.
Í dag verður eitthvað um að vera...ætla að fórna mér í Kringluna með litlu sys á eftir hehe já fórna mér hehe  síðan erum við öll fjölskyldan að fara í leikhús og sjá Ladda...verður örugglega mikið stuð og gaman og ætlum við að fara að fá okkur að borða áður en við förum...þannig að fjörið byrjar bara um kl hálf sex eða svo! 

Mjallhvít er hætt að breima (sem betur fer) og er orðin venjuleg aftur..undarleg hegðum sem kettir sýna þegar þeir breima!  Kannski hún sé orðin fullorðin núna og hætti að brjóta og bramla hluti..hehehehe je right! það er bjartsýni! hehe

11.01.2008 19:37

meira af Mjallhvíti

já hún Mjallhvít...engu lík..að vísu bara venjulegur köttur þess vegna fór hún að breima...já mikið gaman. Að vísu var dýralæknirinn búinn að segja við mig að þetta kæmi líklega ekki fyrr en í febrúar eða mars þannig að þá á að vera búið að gelda hana.  En já á miðvikudag byrjaði hún og ég talaði við dýralækni í gær og fékk ég pilluna fyrir hana.  Hún er farin að róast núna og vonandi er þetta breim búið...frekar þreytt í langan tíma! hehe
Það er annars bara allt þetta fína að frétta...alltaf jafn brjálað að gera í vinnunni og nú er mikið framundan því við erum að fara til Köben í apríl! já rétt Köben!   ætlum að fara í námsferð og erum komin með tengla úti og ætlum að hafa samband við þá eftir helgi. Annað er bara tilbúið má segja.  Erum að sækja um styrki og verður gaman að sjá hvort einhverjir eru tilbúnir að styrkja okkur fyrir svona ferð. Við verðum pottþétt 7 sem förum og spurning með einn starfsmann í viðbót ef ég næ að ráða.
Svo er það auðvitað CISV sem er að fara að byrja núna fyrir næsta sumar...þannig að ef þið vitið um einhverja 21 árs eða eldri sem vilja vera fararstjórar þá endilega hafa samband við mig...og svo er hægt að sækja líka um fyrir krakka 11 ára...ég get svarað spurningum  
En læt þetta duga í bili...helgin að koma og hellingur að gerast á morgun..það er 40 ára afmæli hjá vin hans Sigga og síðan er barnaafmæli líka..en á sama tíma allt saman...þarf að finna útúr þessu! úff púff.

06.01.2008 20:15

Skrítinn köttur?

Ég hef alltaf heyrt að það þurfi að passa hunda og ketti svo vel um áramót vegna flugelda..þau verði svo hrædd ...hmm þá held ég að ég eigi skrítinn kött...því Mjallhvít hleypur hér á milli glugga til að missa ekki af neinu! Situr og horfir á flugeldarnar og bíður spennt eftir þeirri næstu þó svo henni sé skotið bara beint fyrir framan gluggann! Er eiginlega bara spæld ef ekkert er að gerast! Geyspar bara ef það er rólegt..undarlegur köttur

06.01.2008 12:56

Mjallhvít að hjálpa til!

Mjallhvít hefur gaman af því að hjálpa til við þrif og þvott! Að vísu aðalega t.d að koma sér inní rúmfötin og leika sér í þeim og þá er spurning hvort hún endi einhverntíman í þvottavélinni.....

05.01.2008 15:11

Spurning?

Hvernig kemur þetta út??

04.01.2008 17:55

nýtt útlit

er ekki tilvalið að skipta um útlit svona á nýju ári...á örugglega eftir að flakka eitthvað núna næstu daga með þetta meðan ég er að velja..ekkert grín að velja útlit sko! kannski ég búi mér bara til útlit ha...skoða það  
Annars er voða lítið að frétta bara...rólegt í fjöllunum svona fyrstu dagana nema náttúrulega Mjallhvít sem finnst of mikið af glerdóti hér og hefur sett sér það markmið að minnka það eitthvað..spurning hvernig henni muni takast það í framtíðinni...svo fer mar að pakka jólunum og allt fer á sinn stað.
Nóg að gera í vinnunni þessa dagana enda smá undirmönnum en það sleppur alveg, eigum von á starfsfólki á næstu dögum...áramótabókhaldið að gera mig gráhærða að vanda og alltaf klúðrast eitthvað..alveg ótrúlegt sko!
Mar er hálf hissa á veðrinu núna...ekki rok og rigning...en það verður varla lengi...en ætli mar njóti ekki meðan er!  hmm kannski full gróft að setja upp sólgleraugun hehe

01.01.2008 21:21

Dagur 1

Kæri jóli!
nei það var víst um jólin, nú er komið nýtt ár! Alltaf jafn skrítið finnst mér að það komi nýtt ár...finnst alltaf svo sorglegt þegar árið er liðið og kemur aldrei aftur! já ég veit ég er skrítin en svona er þetta bara. Að vanda horfði ég á árið fara og hið nýja koma í sjónvarpinu í gær og það er alltaf jafngaman. Ég held að 2008 eigi eftir að verða gott ár..enda verður mar árinu eldri og djí hvað það verður gaman...spurning hva mar gerir. 
Spurning hvernig vinnuárið verði...verður örugglega nóg að gera.  Páskar á næsta leiti..hehe eða er það ekki næst á dagskrá..næsta frí að minnsta kosti.
Dagurinn í dag var notaður í það að liggja í leti og klára bókina sem ég byrjaði á í mars 2007, já held ég hafi aldrei verið svona lengi með bók enda var hún dáldið þung í lesningu...enda var endirinn dáldið óvæntur. Þá get ég byrjað á næstu bók  fékk lánaðar tvær í gær hjá tengdó..þær eru á íslensku þannig að kannski verð ég fljótari með þær..að minnsta kosti er það markmiðið. En jæja ætla að glápa aðeins á tv fyrir svefninn.
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43