Færslur: 2008 Febrúar

25.02.2008 19:07

er kominn tími á blogg??

well það er spurning...hef svo sem ekki haft mikið að segja undanfarið og þess vegna verið þögn hér í rúma viku.  Það er allt í fína í fjöllunum að vanda og allir bara nokkuð sprækir!   Framundan er bara vinnuvikan og lítur hún bara alveg ágætlega út...ekkert mikið bókað í vinnunni en samt eitthvað svona smotterí...bara gaman að því. Síðan er það árshátíðin á næstu helgi og verður það örugglega mikið stuð!  Það verður byrjað snemma heima hjá einni og síðan brunað á áfangastað og borðað og drukkið og dansað eitthvað frameftir kvöldin. 
Mjallhvít kveikti í sér um helgina...ekki skrítið svo sem, hún getur bara ekki látið blessuð kertin vera..og hún lærir ekki á þessu því hún fór aftur í kertin þegar hún var búin að sleikja brunarústirnar á loppunni á sér..fékk hellings kertavax á loppuna hehe algjör bjáni sko.  Þorði nú ekki annað en að setja smá kælingu á þetta og síðan smá aloe vera krem hehe  já það er ýmislegt brallað í fjöllunum!
En læt þetta duga í bili...bara að láta vita af mér...

17.02.2008 20:16

helv..helv..

var búin að skrifa helling...allt datt út!...nenni ekki að skrifa það aftur!  urrr 

16.02.2008 17:44

Mjallhvít og kertin

náði áðan smá videó af Mjallhvíti að leika sér við kertið! og það er sko lykt hérna inn...myndbandið er hér
Eitthvað hafa veiðihárin minnkað á henni....en henni er nær hehe situr nú að þrífur á sér fæturnar..líklega er kertavax á þeim eftir allt bröltið!

15.02.2008 18:54

allt að koma...

þá er heilsan öll að koma til...er farin að borða og njóta þess...síðustu tvo daga hef ég nú bara borðað af illri nauðsyn og ekki verið gott í magann.  Er orðin betri í maganum en svona smá seiðingur eftir   fór nú í vinnuna í dag og var bara nokkuð dugleg þar...kláraði helling sem hafði setið á hakanum í vikunni vegna bókhaldsuppgjörs (sem er vonandi búið) 
Spurning hva mar gerir um helgina...spurning um afslöppun að vanda eða gera eitthvað annað...að vísu ætla ég að hitta Árbjörgu og Unni á sunnudaginn..fyrir hádegi sko..það sem mar leggur á sig hehe en það verður bara gaman að fá sér smá brunch með þeim..langt síðan síðast sko!
Verður ekki að vera smá fréttir af Mjallhvíti?? well hún er bara hress og fylgist hér með hverfinu..gæti verið hverfislögga hehe hún skilur ekkert í því afhverju fuglarnir fljúgi ekki inn til hennar svo hún geti elt þá well eða étið þá! híhí
Ekki alveg að skilja þessa samninga hjá así...en kannski er mér ekki ætlað að skilja það...say no more..gæti sagt ýmislegt en legg ekki í það.  En get sagt að mér finnst þeir ekki vera að gera góða samninga fyrir launafólk.

14.02.2008 11:05

sumar?

er komið sumar? bara spyr þar sem það er að hlýna eitthvað!  En annars er nú ekki mikið að frétta úr fjöllunum í augnablikinu.  Fór í saumó á mánudag og þar voru ýmsar pestir í gangi..s.s ælupest og svo var líka einn bara með hita og skyldi ég hafa smitast af einhverjum?  það er góð spurning og svarið er að ég fékk hitapestina og er búin að liggja í bælinu síðan eftir vinnu í gær með þvílíkan hita, beinverki og magaverki (en eki náð að æla). Í dag er ég ekki með mikinn hita en maginn er ekki á góðu róli...fékk mér að borða áðan því ég fattaði að ég hafði ekkert borðað síðan á hádegi í gær! og núna er maginn alveg á fullu í verkjum og látum!  En vonandi líður þetta hjá í dag...

11.02.2008 17:08

personal hehe

já það kemur nú fyrir að mar er personal hérna....spurning hvort það sé alltaf við hæfi en só what...en annars fór ég í krabbameinsskoðun í dag og þar sem það vill svo skemmtilega til að ég verð 40 ára á árinu þá var ég sett í brjóstamyndatöku í fyrsta sinn...hef nú heyrt fullt af hryllingssögum af þessari athöfn og var búin að undirbúa mig fyrir það versta..s.s. marbletti á mínum fögru brjóstum, kramin og kreist og í þokkabót yrðu þau örugglega bara afmynduð af þessu öllu saman þar sem þetta væri svo sársaukafullt.  Það hef ég að minnsta kosti heyrt að þetta sé nú ekki mjög gott og geti orðið allt að því bara helv..vont!  En já þannig að ég var vel undirbúin...og ekkert stressuð sko...fór fyrst í þessa myndatöku og viti menn...ég bara fann varla fyrir þessu! ótrúlegt en satt...beið alltaf eftir sársaukanum og að ég myndi fá tár í augun og emja og væla í konu greyinu sem var sett í það að taka þessar myndir en nei við bara spjölluðum og var mikið gaman bara (ókei eins og hægt er að hafa gaman af svona hehe) þannig að ég kom bara brosandi út því ég var með allt aðrar væntingar til þessarar myndatöku..sem sagt var bara ekkert vont..kannski mistókst þetta svo bara þannig að ég þarf að fara aftur hehe nehhh varla sko!
En já ég ætla ekkert lýsa seinnihluta skoðunarinnar hehe
Það er annars allt fínt úr fjöllunum að vanda...rólegheit um helgina, aðeins kíkt í heimsókn og fengnar vöfflur hjá Selmu og Óla.  Annað sem var framkvæmt var letikast og Bónus.
Mjallhvít er alltaf í sínu bjartsýniskasti og hefur það fínt, er að verða búin að lyfjakúrinn sinn sem hefur staðið yfir í 3 vikur eða svo.  Þá fer að koma tími aftur á hana að fara í sprautu og spurning um að láta gelda greyið svo það séu litlar sem engar líkur á því að hún fari að breima hér meir fyrir okkur  
En læt þetta duga í bili en það er saumó í kvöld (eða kjaftó líklega) hehe

08.02.2008 22:10

rok eða rok! það er spurning!

hvað er með þetta veður....mar man varla eftir svona tíð..að minnsta kosti langt síðan!  En já það var allt á kaf í snjó í gær og hvað er í dag...allt á kaf í vatni. Hér í fjöllunum virðist allt bara vera á floti..flóð á götum...gluggar við það að fjúka bara inn og ýlið í helv..hurðunum á íbúðinni er að gera mig brjálaða! þ.e bréfalúgan ýlir á útidyrahurðinni og síðan er svalarhurðin eitthvað óþétt þannig að hún ýlir í vissum hviðum...það er varla hægt að horfa á sjónvarpið fyrir hávaða í veðrinu...en er að gera samt heiðarlega tilraun...eitthvað hefur verið um eldingar hérna en ég hef ekki náð að sjá þær almennilega...bara smá blossa
En svo er spurning hvað mar nennir að gera um helgina..það fer eiginlega bara allt eftir veðri...
Mjallhvít hefur gaman af þessu veðri og hleypur á milli glugga til að finna mesta rokið..held ég..veit eiginlega ekkert afhverju hún hleypur svona á milli..nema það búbblar svona smá vatn inn um einn gluggann og stendur hún og horfir á það búbbla og drekkur síðan vatnið  skrítinn köttur

07.02.2008 20:01

kom að því...

það var ófært úr fjöllunum...að minnsta kosti fyrir auris..ég ætla nú ekki að taka mjög sterkt til orða og segja að hann sé drusla í snjó...en nálægt því er hann.  skiptingin í þessum bíl er greinilega ekki gerð fyrir snjó og hefði ég ekki orðið hissa þó hún hefði bara brætt úr sér á því að reyna að bakka...magnað alveg.
Þannig að ég var keyrð í vinnuna því Siggi gat ekki heldur farið á vinnubílnum sínum, því ágætt að hafa jeppa sem varabíl hehe  En er núna búin að losa auris og er hann kominn uppúr götunni og ætti ég að komast á honum í vinnuna á morgun. 
Annars er bara þetta fína úr fjöllunum að vanda....Mjallhvít hélt að hún yrði útiköttur í dag og hefur verið gjörsamlega að fríka út fyrir framan útidyrahurðina, byrjaði á því strax kl sjö í morgun.  En það er allt saman misskilningur hjá henni og verður hún bara að fylgjast með snjónum útum gluggann. 

06.02.2008 16:29

Öskudagur

góður dagur í dag enda öskudagur.  Við vorum með hattadag í vinnunni og er óhætt að segja að það var mikil fjölbreytni í höttum.  Það voru líklegast flestir með einhvernskonar hatt og var spurning hvort ætti að velja frumlegast og flottasta hattinn...þurfum líklega að skipuleggja svoleiðis á næsta ári þar sem þetta er orðið svo fjölbreytt og spennandi!   við Valdís tókum okkur að minnsta kosti vel út....

Var að fá niðurstöður úr blóðsýni og voru þær tölur bara mjög fínar...sem var gott því það var smá kvíði að heyra þær hehe þannig að blóðsykurinn er í jafnvægi og kólesteról fer minnkandi.  Tíminn hjá næringaráðgjafa var líka fínn í dag...en þarf að lækka töluna á viktinni þannig að núna verður það harkan bara næstu vikurnar!  Stefna á 2 - 3 kg fyrir 1. mars...úff það verður sko erfitt því það hefur lítið gerst í þeim málum síðan í maí 2007. En það eru farnir slatti af cm þó svo kílóin fari ekki...þannig að bara sátt!
Þannig að það er bara allt fínt að frétta úr fjöllunum þó svo það snjói núna.

01.02.2008 23:00

dagur dauðans...næstu því!

í gær leit úr fyrir að dagurinn í dag yrði bara nokkuð góður í vinnunni!  ákveðið fyrir þó nokkru að að þrjár færu á málþing í dag og nóg af verkefnum og allt í góðu. Allt vel skipulagt og átti því bara að vinna og vinna og hafa gaman.  En hvernig var dagurinn? 
 • komst að því rétt fyrir kl 9 að það var ekkert kalt vatn
 • stuttu síðar komst ég að því að það vantaði bara vatn á hæðina hjá okkur þannig að Orkuveitan gat ekkert aðstoðað í þessu tilviki
 • hringt í pípara - píparinn svaraði ekki og líklegast kominn í frí til útlanda
 • hringt í umsjónamann húseigna...hann hafði engan pípara í sínum fórum en mundi svo eftir einum
 • í millitíðinni kom í ljós að áttum enga poka fyrir eitt verkefnið og þurfti að finna út hvort átti að panta poka eða brjóta blaðið og setja í minni poka...þetta tók nokkrar mínútur...átti síðan að brjóta blaðið og pakka..byrjuðum á því eftir 10 kaffið
 • náði í seinni píparann rétt fyrir kl 10...hann komst ekki en ætlaði að reyna að losa einhverja af starfsmönnum sínum og lofaði að láta mig vita fyrir hádegi...ok þá var ekki hægt að gera meira í vatnsmálum...búið að loka wc og ekki hægt að elda mat
 • höfðum wc á 4b sem við erum líka með en vatnsleysi var í númer 6 (samliggjandi hús) þannig að tvö salerni fyrir um 35 manns eða svo og ekkert mötuneyti þar af leiðandi enginn matur og ekkert kaffi (redduðum reyndar kaffinu kl 10)
 • þá var að redda matnum og var það gert kl 11 með því að panta pizzu á liðið með gosi og fékk með plastglös og pappadiska  þar sem ekki var hægt að vaska upp (uppþvottavélin tekur inná sig kalt vatn)
 • maturinn kom meirað segja tímanlega í hús þannig að það reddaðist allt saman
 • en já hringdi aftur í píparann eftir matinn og kom þá í ljós að hann gat ekki gert neitt fyrir okkur í dag og því var ekkert hægt að gera...hann taldi að líklega væri frosið í rörunum hjá okkur sem sagt útlit fyrir að verðum að bíða eftir sólinni að bræða.
 • Gerð var tilraun til að hita upp lagnir með hitablásara...byrjaði vel..var aðeins að vinna í tölvunni þegar allt slær út! já blásarinn sló út rafmagninu...
 • framlenginasnúran var færð og sett í annan tengil...byrjaði vel...en sló síðan öllu út aftur...og aftur og aftur...gafst uppá blásaranum og eiginlega bara dagurinn að verða búinn...sem betur fer!  þannig að skítt með blásara..skítt með kalt vatn og já skítt bara með allt þetta helv..drasl!
 • svo er bara spurning hvort það verður vatn á húsinu á mánudaginn hehe
 • ætli ég kíki ekki niður í vinnu á morgun og athugi hvort allt sé í lagi og spurning hvort það sé komið vatn...en annars spáir meira frosti þannig að það er ólíklegt að það komi vatn!

En endaði síðann daginn á því að fara í klippingu og gerðist dökkhærð! já dökkhærð og hana nú..hætt að vera ljóska og gráhærð (í bili að minnsta kosti hehe) 

En annars var þetta nú bara hinn ágætasti dagur...nema hefði viljað hafa meiri tíma til að fá mér að borða...var að borða morgunmatinn frá því kl hálf níu til að verða tíu..fór nefnilega í blóðprufu í morgun og mátti ekki borða áður en ég fór í hana...hafði ekki tíma til að borða í kaffitímunum í dag og er því búin að vera dáldið svöng í dag þar sem rútínan mín klikkaði...en laga það bara um helgina.
vá langt síðan ég hef skrifað svona mikið þannig að læt þetta duga í bili.... gleðikveðjur úr fjöllunum...spurning um að leggja sig bara og sofa vært í nótt! hehe

 • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43