Færslur: 2008 Júní

30.06.2008 18:59

lífið

það er sagt að slysin geri ekki boð á undan sér og það er svo sannarlega satt.  Maður er þakklátur fyrir hvert það slys þar sem ekki hlýst bani af og þar sem það er ekki einhver nákominn manni sem lendir í þeim, en alltaf finnst mér það sorglegt þegar ég heyri af slysum og jafnvel enn meira fæ ég illt í hjartað þegar það er ungt fólk sem á í hlut.  Þetta kom uppí hugann hjá mér í dag er ég var við jarðaför ungs frænda míns sem lét lífið í bílsslysi fyrir 9 dögum síðan. Svona slys eru alltaf sorgleg og einhvernvegin þá er ég allt í einu farin að þekkja svo marga sem lenda í svona slysum..ætli það sé aldurinn?  Ég hef hingað til ekki þekkt marga sem hafa lent í alvarlegum slysum og látið lífið en á rúmu ári hef ég fylgt þrem frændum mínum.  Mér finnst það þrem of mikið en eins og ég sagði í upphafi þá gera slysin ekki boð á undan sér.

23.06.2008 17:38

helv..hiti

það er aðeins of heitt fyrir minn smekk..þ.e þá á ég við á næturnar! mar er gjörsamlega að kafna úr hita og dugar ekkert að hafa viftuna á fullu alla nóttina..þetta veldur því að ég er alltaf að vakna, sef ekki hálfa nóttina og er það farið að hafa áhrif á daglegt líf bara..er eitthvað hálf drusluleg núna síðustu tvo daga eða svo, enda ekki fengið góðan fegrunarblund í nokkra daga.
Ég ákvað nú samt að hjóla í vinnuna í morgun og vá hvað það var eitthvað erfitt, en auðvitað komst ég nú alla leið drusluleg að vísu. Þegar fór að líða á daginn þá bara fór skrokkurinn á mér að mótmæla og er hausinn kominn með verki og fætur með beinverki einhverja þannig að ég ákvað nú bara að taka strætó heim. Mikið var nú gaman að fara í strætó...þetta eru algjörir ökuníðingar sem keyra þetta, greinilegt að þeir þurfa að halda þéttri áætlun.  En það má segja að ég sé jafnlegi að taka strætó heim eins og ef ég myndi hjóla á góðum degi.
En já svo sem ekkert meir að segja, en stefni á einn hjóladag í vikunni í viðbót..mar fer ekki að gefast upp ha! en tek þetta nú samt á skynseminni...hvað svo sem hún segir hehe

19.06.2008 20:32

meira hjól...

já ég hjólaði dag númer tvö. Gekk mun betur núna þ.e. ég var fljótari á leiðinni. Var t.d komin heim kl 17:10 í dag en var heima 17.30 á mánudaginn, þannig að þetta er alveg slatti mikill munur. Var einnig komin í vinnuna kl 8:10 í morgun en var 8:20 á mánudaginn. Þannig að þetta lítur allt saman vel út og er ég bara mjög satt...en drulluþreytt í fótunum! Rassinn er betri enda fékk ég mér gelpúða í gær hehe.  já og fékk mér hjálm líka þannig að núna er mar bara eiginlega fullbúin.
Annað er svo sem rólegt í fjöllunum, mar er bara í rólegheitum og horfir annað slagið á hluta úr fótboltaleik..nú getur mar farið að fylgjast aðeins með enda svo fá lið eftir.  
Það verður rólegt um helgina geri ég ráð fyrir, horfi kannski á formúluna og svona til tilbreytingar..hef misst af alltof mörgum keppnum þetta árið.

16.06.2008 19:10

ég er död...næstum því!

jey mér tókst það..að hjóla í vinnuna og til baka hehe sumir héldu nú að ég myndi taka bara strætó heim...en vá hvað þetta var erfitt...mar er greinilega ekki í alveg toppformi en finnst ég samt helv..góð að komast þetta..greinilega allt hægt!  Það hrósar mér enginn þannig að ég geri það bara sjálf hehe já þetta gat yfirþyngdarkonan! hehe sundið í vetur hefur líklegast eitthvað hjálpa til.
En annars er þetta svakalega skemmtileg leið....á nú reyndar eftir að skoða fleiri leiðir, fór aðeins aðra leið á leiðinni heim en í morgun og  var ég því lengur á leiðinni heim...enda villtist ég aðeins hehe. En já ferðin í morgun tók klukkutíma og korter...ætli það hafi ekki farið svona 20 mínútur í að labba..já labba ég bara hafði ekki úthald að hjóla upp þessar brekkur sem voru á leiðinni þ.e þær sem voru í stærri kantinum en það er bara í góðu lagi svona í fyrsta skiptið (og kannski annað og þriðja hehe). Á heimleið var nú líka eitthvað labbað og sérstaklega hér upp í fjöllin úff hvað það er eitthvað bratt.  Ferðin heim tók klukkutíma og líklegast í kringum 25 mínútur, ekki mikill munur en var að skríða heim um hálf sex, fór úr vinnunni rétt eftir fjögur.
En það sem er sárast og aumast eftir þessa ferð er æðri endinn á mér! VÁ hvað mér er illt!!  það er alveg greinilega að ég verð að fá mér sílikonpúða á hnakkinn...á nú reyndar einn, held að ég hafi lánað Árbjörgu hann...tékka á því, annars fæ ég mér bara annan, það er alveg á hreinu að ég get ekki hjólað aftur fyrr en ég fæ mýkra undir minn fagra rass! sérstaklega svona langa leið. En ég ætla nú að vera raunhæf í þessu hjóladæmi og stefni að því að hjóla 1x enn í þessari viku (fyrst sílikonpúða og hjálm á miðvikudaginn), held ég myndi líklegast enda dauð á einhverjum göngustígnum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur ef ég gerði kröfu á mig að hjóla oftar svona í fyrstu vikunni...en markmiðið er að hjóla að minnsta kosti 3 - 4 x tja spurning fyrir hvaða tímasetningu...hugsa það aðeins.
En er stolt eftir daginn...mikið sár á rassinum en það er eiginlega bara þess virði...svo er spuring hvort maður geti hreyft sig á morgun! híhí  kemur í ljós hvort mar segi eitthvað frá því? hmm

15.06.2008 22:05

vikulegt blogg...hehe

já þetta er nú orðið ansi slæmt...blogga rétt vikulega...enda svo sem lesa þetta greinilega fáir...eða það held ég  
Það er auðvitað same old story hér í fjöllunum...vinna..sofa..vinna og borða þess á milli.  Í gær var sumarmarkaður á vegum styrktarfélagsins og var mikið gaman þar..auðvitað var ég með myndavélina og er ég þegar búin að setja inn myndir.  Núna er vinna í einn dag og svo frí...verður alveg ágætt bara. 
Já og svo er það spurning hvort ég lifi daginn af á morgun hehe að minnsta kosti eru örugglega margir sem halda að ég sé brjáluð en ég ákvað að bursta rykið af hjólinu mínu (sem var í geymslu hjá mömmu og pabba) og ætla að hjóla í vinnuna á morgun!! (úff púff svitn) Veit reyndar ekki alveg hvernig ég á að búa mig...en er nokkuð viss um að ég þarf að taka með mér aukaföt svo ég drepi ekki liðið úr svitalykt....hmm já yrði ekki gæfulegt sko!  Þannig að kannski ætti ég að fara að byrja að finna eitthvað til að setja í bakpoka...þarf örugglega eitthvað vatn líka til að fá mér sopa á leiðinni...ætli ég komist upp allar "litlu brekkurnar"? Ætli ég komist heim aftur eða þarf ég að láta Sigga sækja mig? hehe já það eru margar spurningar sem ég spyr mig núna...að vísu fer ég þetta örugglega á þrjóskunni því það hafa ekki margir trú á því að mér takist þetta!  (en ég hef þriðjudaginn til að hvíla mig hehe)  Það er spurning hvenær ég þarf að leggja af stað? Ætli kl 7:00 sé ekki bara alveg ágætt?  hmm að minnsta kosti ætla ég að byrja á því...sé svo til hvað verður næsta dag. Þannig að þetta er bara sami tími og þegar ég fer í sund..meirað segja aðeins seinna.  Það er að minnsta kosti ljóst að ég fer ekki í sund á morgnana núna ef ég ætla að hjóla..verð líklega að fara í sundið seinni partinn til að ná mestu strengjunum úr mér í heita pottinum.  hmm fleiri spurningar...ætli bakið á mér þoli þetta..það kemur að minnsta kosti í ljós fljótlega.
En já það besta var eiginlega þegar ég ætlaði með hjólið í viðgerð..eða láta fara yfir það...þá ætlaði ég auðvitað hérna í Hafnarfjörðinn með það og fór í Hjólasprett og viti menn...ég gat fengið hjólið til baka 7.júlí!! já það er rétt 7.júlí...það auðvitað hentaði mér ekki þar sem ég hafði planað að hjóla fyrir sumarfrí hehe þannig að ég setti hjólið mitt ekki þarna inn...hringdi í Borgarhjól á Hverfisgötu (101 Reykjavík) og þar fékk ég góða þjónustu og fékk hjólið bara daginn eftir...! ekki yfir neinu að kvarta þar!  Þannig að hjólið er reddí to go! (ef það er ekki orðið loftlaust niðrí geymslu hehe)
Ætla að hætta þessu bulli núna enda komið meira en nóg!

10.06.2008 20:50

sko....

já sko...var að horfa á auglýsingar..svo sem ekkert nýtt en ég bara spyr! hver hefur áhuga á því að ganga með dömubindi með ilm! er það til að allir geta sagt: hey þarna kemur þessi sem er á blæðingum? hehe nei bara skil ekki svona... en kannski er bara ágætt að hafa svona ilmdollu í klofinu...hmm nehh ekki fyrir mig!  en já langaði bara að koma þessu frá mér..langt síðan ég hef nöldrað! kannski einhverjir muni eftir nöldurhorninu mínu frá því í gamladaga...hehe

10.06.2008 18:37

mætti halda mar væri komin í sumarfrí! :)

þetta er ótrúleg leti í manni, mætti halda að sumarfríið væri komið! En það er ekki svo gott ennþá, fer ekki í frí fyrr en eftir vinnu þann 18.júlí! já langt í það ennþá en á nú von á því að það verði fljótt að líða. Enda svo sem nóg að gera framundan í vinnunni...eða að minnsta kosti læt vera nóg að gera þar og þá liður allt hraðar.
Það er annars bara allt þetta fína að frétta.  Fór á Strandirnar um helgina en þar var verið að jarða hann Baldur frænda og í tengslum við það hitti maður fullt af ættingjum og vinum.  Veðrið var bara mjög fínt þessa daga.
Framundan er nú bara rólegheit enda hvað er hægt að gera þegar bensínverðið rýkur svona upp...býður ekki uppá það að mar hafi efná því að fara marga rúnta og svona...spara fyrir sumarfríið!
úff tapaði næstum því allri færslunni en náði að redda því einhvernvegin! hehe greinlegt að ég á ekkert endilega að vera að blogga mikið...gengur hálf illa alltaf.
Annars já var hún Anna Sigrún vinkona að eignast lítinn prins í dag og óska ég þeim til lukku með það.
En best að hætta þessu rugli..hef ekkert gáfulegt að segja.  Þannig að kannski eins gott að það er langt á milli þess sem ég bulla hehe

04.06.2008 21:57

long time...

já það er orðið dáldið síðan ég skrifaði síðast...spurning hvort það séu eftirskjálftar í manni....fæ alltaf aðeins fyrir hjartað þegar ég heyri af skjálftunum sem eru enn í gangi..ég gat þó að minnsta kosti forðað mér heim í heilt hús.
Annars er svo sem ekkert mikið að frétta.  Bara alltaf nóg að gera í hinu og þessu..saumó og svona..hehe mar vakir framá miðjar nætur í byrjun vikunnar í saumó..það er sko ekki í lagi! hehe  tekur alla vikuna að jafna sig á því! en það var gaman! þá er þetta allt í lagi.
Jamm og já...eitthvað andlaus..kannski er það bara þess vegna sem ég hef ekki bloggað...en skrifa kannski eitthvað skemmtilegt síðar
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43