Færslur: 2008 Júlí

31.07.2008 14:57

láta vita af sér

bara rétt að láta vita af mér  er hér í bongóblíðu á Hólmavík og nágrenni, að vísu virðist besta veðrið vera í dag í Bjarnafirðinum, sat þar áðan í langt yfir 22 stiga hita í sól, því það voru 22° í eldhúsglugganum í Odda og þar skein sko engin sól áðan.  En kíktum á Hólmavíkina núna til að skoða aðeins skattinn..mar verður að fylgjast með því hvað er að gerast þar..hvort mar er gjaldþrota eða ekki...er bara nokkuð sátt að minnsta kosti í bili...lifi næstu daga af og get leyft mér að vera áfram í smá fríi  
En ætla að halda áfram að njóta veðursins...er nú komin með smá brúnku í staðinn fyrir hvíttuna mína hér í júní/júlí fyrir sumarfrí.  Ætla að kíkja til Ömmu á eftir og jafnvel í Kaupfélagið..það má ekki klikka á því sko..athuga hvort þeir eigi nokkuð fjörmjólk..hmm kannski fullmikil bjartsýni þar sem mar er búin að gleyma hvenær bílinn kemur hehe 

28.07.2008 23:57

Áfram á ferðalagi

Við skötuhjúin erum ennþá á flakki. Erum búin að vera á Barðaströndinni í tvo sólarhringa og notuðum tækifæri til að fara að Látrabjargi og kíktum á safnið að Hnjóti. Höfðum það mjög huggulegt þar og þökkum Halla og Boggu fyrir frábæra daga.  Erum síðan komin núna á Suðureyri og dveljum hér í góðu yfirlæti hjá Ásu Dóru og Skyldi.
Er að henda inn myndum vona að þær skili sér inn. 

24.07.2008 16:05

Reyðarfjörður

Við skutumst í dagsferð á Reyðarfjörð í gær og valdi ég daginn með tilliti til þess að geta farið í sund og haft það huggulegt meðan Siggi væri aðeins í vinnunni. Ferðin gekk stórvel og vorum við komin á svæðið um 13:20.  Keyrðum að sundlauginni og fór ég út þar og Siggi fór annað.  Þegar ég kom að útidyrunum þá kom í ljós að sundlaugin var lokuð milli kl 12:00 og 16:00! Þannig að passa sig á því að vera ekki þá á Reyðarfirði ef ætlið í sund.  Mér fyndist nú í lagi að sundlaugin væri opin svona yfir hásumarið á þessum tíma...eða hvað? 
Annars bara rólegheit og huggulegt á Höfn, veðrið þokkalegt...smá þoka núna en hlýtt. 

22.07.2008 23:37

Fuglamerkingar

Alltaf er mar að prófa eitthvað nýtt...í kvöld fór ég með í það að merkja kríuunga...já ég sagði rétt. Aldrei átti ég nú von á því að ég færi að setja á mig hjálp og vaða inní mitt kríuvarp og leita að ungum og merkja þá. En það gerði ég í kvöld og var það bara mjög gaman. Fann einu sinni mjög vel fyrir því þegar kríukvikindi goggaði í hjálminn hjá mér og fann svo fullt af ungum sem átti eftir af merkja.  Síðan voru merktir fleiri tegundir af ungum þ.e af skúm og lóu.
En já mikið stuð og set inn myndir á morgun eða eitthvað...en set smá sýnishorn hérna með núna.

Halla með kríuunga


Mar er bara sætur! sá minnsti sem ég sá.


Láttu mig vera þarna! hehe

20.07.2008 13:07

Afmælisbarn í dag

Jóhann Klemens frændi á afmæli í dag og ég er mætt í afmælið á Höfn..en hva hann er bara ekki heima! Enda er hann í útlöndum að skemmta sér í sumarbúðum kallinn sko!  Þannig að ég verð bara að eiga inni afmælisköku hehe. En segi nú samt til hamingju með afmælið!
Allt í rólegheitum annars hérna...spurning að fara að veiða meira í dag...hmm kannski mar veiði þá eitthvað hehe.  Er að reyna að setja inn myndir frá því í gær en gengur illa.  En vonandi verður eitthvað komið inná eftir...ætla að setja inn nokkrar myndir frá Ragnheiði líka (ég stal þeim) því þar eru myndir af mér að veiða sko! ekki oft sem það er til   En hér er smá sól...en einhver þoka er að læðast hérna inn frá hafinu en við blásum hana bara í burtu aftur

19.07.2008 23:01

Dagur 1 í sumarfríi

þá er dagur eitt í sumarfríi að líða undir lok.  Hann hefur verið alveg geðveikur. Við fórum að einhverju vatni við Kvísker og fórum að veiða.  Það var farið af stað strax eftir hádegi og við vorum að koma heim um kl hálf tíu í kvöld.  Var mikil veiði? hmm það er annað mál sko...Ragnheiður veiddi alveg heila fimm. Skyldi ég og Siggi hafa veitt einn? hmm eða tvo?? kannski þrjá..eða fjóra...neinei veiddum bara ekki neinn! ótrúlegt alveg. Bjössi fékk heldur engann...enginn bömmer hér sko...ok kannski pínu en að vera svona úti í náttúrunni í þessu geðveiku veðri var náttúrulega bara draumur.  Set inn myndir á eftir eða á morgun..einhver smá vandræði með það en hér er ein sem Bjössi tók af okkur þrem.

19.07.2008 11:56

uppfærsla...

við eigum rúmföt  þau fundust á sínum stað í nótt.  Takk Örn Þór!!  

19.07.2008 01:49

byrjar vel...:)

mar er bara snillingur...ekki hægt að segja annað! úff púff sko...jæja en við fórum af stað í sumarfrí í dag og allt í góðu með það.  Fékk að fara fyrr úr vinnunni og allt tilbúið. Fötin komin í töskuna, sængurfötin í pokann, ruslið komið út og já sem sagt allt tilbúið!  Allt borið niður í bíl...ruslapokinn fór í ruslið og síðan keyrt af stað.  Komin á Höfn og höfum það gott...tókum töskuna úr bílnum og sængurnar...hmm eða ætluðum að taka sængurnar...hvar voru pokarnir? Hvar voru sængurnar? Halla bar þær niður með ruslapokanum...dáldið erfitt að bera þrjá svarta ruslapoka þannig að ég missti tvo (sængurnar) og lagði þá upp við vegginn í göngunum í stigaganginn...fór með ruslapokann í ruslið og settist inní bíl, Siggi setti dót inní bíl sem var fyrir UTAN bílinn...en ekki það sem var í göngunum (enda vissi hann ekkert af því að ég hefði skilið eftir tvo svarta ruslapoka með rúmfötunum okkar þar)....þannig að stóra spurningin er sú hvort sængurnar okkar séu ennþá í göngunum???? Hmm ef ekki þá bara eigum við engar sængur lengur og ekki heldur kodda..og þarna var tempur koddinn minn... 
Örn Þór frændi er á leiðinni í Fjöllinn til að athuga hvort sængurnar okkar séu ennþá á sínum stað...ef ekki..hmm hvar skyldu þær vera? ? 
Læt vita þegar ég veit meira...en eins og er þá sakna ég sængurinnar minnar

17.07.2008 17:33

Nærbuxnakaup...

þetta er nú kannski dónalegt að blogga um..en só what!  En já málið er að eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að kaupa mér undirföt (svo ég noti nú smekklegra orð) en það var víst kominn tími á smá endurnýjun eftir síðustu tiltekt í skápnum þar sem helmingurinn eða meira af mínum fallegu nærbuxum enduðu í ruslinu...skil ekkert í þessu að þær skulu gera mér þetta.  En er búin að þrauka núna í nokkrar vikur með örfáar í skúffunni. En þetta gekk ekki lengur....ok..hvar kaupir mar svona fatnað..þetta kostar alveg óhemju pening...sloggi er varla undir 1500 kr stykkið! Þá kaupi ég mér nú frekar kjól fyrir andvirði 4 nærbuxna hehe
En það þýddi lítið að velta sér uppúr þessu...og tók ákvörðun um að kíkja í Fjarðakaup og athuga hvort ekki væri hægt að gera góð kaup þar.  Ég er nú ekki mjög kröfuhörð á þessa flík en samt svona þær verða að vera þægilegar.  Minn betri helmingur hefur nú ekki alltaf verið hrifinn af vali mínu á þessum flíkum en ég geng í þeim...ekki hann   En já viti menn fann svona fínar nærbuxur í Fjarðakaup og keypti tvennar til að prufa svona, í þokkabót á viðráðanlegu verði..virkuðu vel og ákvað að kaupa nokkrar í viðbót. Liðu nokkrir daga á milli og viti menn...var ekki einhver bara búin að kaupa nærbuxurnar mínar! hver skyldi hafa vogað sér?!?!? En ég fann nú einhverjar í svipuðum stíl og skellti mér á nokkur stykki.  Var voða ánægð þegar ég kom með þær heim í gær og sýndi betri helmingnum...(sem var ekki eins ánægður) og sagði hann bara: þetta eru samt ömmunærbuxur...hmm en það eru nokkrar með blúndu sagði ég voða glöð. En samt ömmunærbuxur sagði hann bara.  Þannig að þetta voru bara alveg ágætis ömmunærbuxur sem ég keypti...finnst þær samt ekkert ömmulegar  þær eru bara þægilegar! og það er fyrir öllu.
En viti menn er ég ekki bara að fara í sumarfrí á morgun!! já þessari niðurtalningu er að verða lokið jíhajibbijeyheyjóhúhí og bíbabbilúllashesmybaby

15.07.2008 16:45

Undarlegur köttur...

var að kaupa eitt pínulítið leikfang fyrir kattarkvikindið og hann hagaði sér mjög undarlega í kringum það...einhver smá lykt af því...er að setja inn myndband.
Það er annars bara fínt að frétta úr fjöllunum...3 virkir daga í sumarfrí!

11.07.2008 22:09

5 virkir dagar...

já þetta er ótrúlega fljótt að líða...bara 5 virkir dagar!   Annars er ég að brillera í eldhúsinu í vinnunni og bakaði meirað segja í dag! bakaði auðvitað skúffuköku með góða kreminu. Mér finnst nú alltaf gaman að kíkja í eldhúsið annað slagið og ágæt núna þegar það eru færri í mat... ætla að vera í eldhúsinu líka í næstu viku og bara hafa gaman af því.
Þá eru allir fararstjórar CISV í ár komnir í búðirnar sínar. Síðasti hópurinn fór í dag og var Helena systir innanborðs.  Síðan verður spennandi að heyra hvernig sumarið var þegar ég hitti þau í haust.
Væri ekki alveg týpískt að það færi að rigna núna þegar styttist í að ég komist í sumarfrí? well ég held þá bara áfram að safna minni hvíttu...safna ekki brúnku eins og aðrir hehe  En get þó að minnsta kosti alltaf farið í sund..alltaf blautt þar hvort sem er.
Ég ætla að láta dekra aðeins við fæturnar á mér á mánudaginn, losna við sandpappírinn sem ég ber á fótunum...verður mikill munur að fá sléttar fætur í nokkrar viku....því það endist yfirleitt ekki lengi hjá mér. 
En jamm og já...dugar í bili...rólegheit í fjöllunum

09.07.2008 17:23

stórafmæli í dag

Í dag á hún móðir mín afmæli og dvelur hún að heiman eins og það er orðað.  En við hér í fjöllunum óskum henni innilega til hamingju með daginn og skál bara!  
já og það eru sjö virkir dagar í sumarfrí...bara varð að koma því að 

08.07.2008 16:39

8 virkir dagar í frí :) :) :)

líður alveg ótrúlega hratt eitthvað!   ekkert að frétta svo sem...allt í rólegheitum og er ég eiginlega farin bara að bíða eftir fríinu...hmm kannski fólk hafi orðið var við það í kringum mig hehe
Búin að vera í smá tiltekt hér á heimilinu og það er greinilega nóg af ruslinu hérna..ótrúlegt alveg þar sem ég er alltaf að henda..eða það finnst mér að minnsta kosti.  Er að spá í hvort ég eigi að halda áfram að taka til núna eða skella mér í sund....hmm ætla í sund í fyrramáli að minnsta kosti..hlýtur að verða smá sól þá...spurning um að treysta á það bara  
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52