Færslur: 2008 Ágúst

27.08.2008 21:02

styttist í vinnu

Það virðist sem allt atvinnulíf og skólalíf sé komið á fullt skrið..en á meðan er ég ennþá í sumarfríi   En það er víst vinna eftir helgi..að vísu ekki fyrr en á þriðjudag. Þannig að ég ætla að njóta mánudagsins vel...já og undirbúa kannski bara saumaklúbb sem er víst á þriðjudaginn.  Það er um að gera að byrja vetrardagskránna strax í fyrstu vikunni í september. 
Ég fór í strætó í dag sem gerist nú ekki oft hehe en ég var að ná í bílinn minn á verkstæði hjá Toyota. Bremsurnar voru eitthvað að bögga bílinn.  Það er alltaf áhugavert að taka strætó og héðan úr fjöllunum og niður í miðbæ Hafnarfjarðar komu nokkrir inn en það var allt fólk frá öðrum löndum, þannig að ég hlustaði á nokkur tungumáli í morgun. En á leið til Rvk þá bættust við ellilífeyrisþegar sem voru að spá í hvort það væri frítt í strætó hehe en það átti víst að gerast kl 15:00 í dag.  En já þetta var athyglisvert bara og alltaf gaman að fara í strætó aftur.
Á morgun verður svo farið á Strandirnar og dvalið þar um helgina.  Ég vil þakka fyrir allar kveðjurnar og hlýhug til fjölskyldunnar í vikunni. 
En jæja best að fara að finna töskuna og setja eitthvað smotterí í hana fyrir morgundaginn. Þangað til næst, farið vel með ykkur og passið ykkur á rigningunni  

23.08.2008 18:56

                                               

21.08.2008 23:25

langt síðan :)

já það er eitthvað farið að kvarta undan bloggleysi hérna. Það er svona þegar mar er í fríi og nennir ekki neinu!    Annars hef ég bara haft það fínt og ennþá meira en vika eftir af fríi, bara stuð.
Skellti mér aðeins á Strandirnar á mánudaginn með Helenu systir og komum við til baka á þriðjudaginn.  Aðal tilgangur ferðarinnar var að kíkja á hana ömmu Dísu og er nú alltaf gott að sjá hana.  
Ég er nú bara annars að stunda sundlaugina og njóta síðustu daganna.  Kíkti til foreldra í kvöld og fékk þennan fína kvöldmat.  
Annars er ég ekki ennþá byrjuð á Harry Potter en er komin með bækurnar í hendurnar. Gengið illa að klára hina bókina en ætti nú að ná því í kvöld (nótt) eða á morgun, bara nokkrar blaðsíður eftir   þannig að ætti að geta byrjað á Harry næstu daga. 
En best að fara að klára hina bókina...vakna svo spræk á morgun og kíkja jafnvel í sund...er búin að fara í sund 3x í vikunni og afrekaði það meirað segja að fara í sund á Hólmavík í fyrsta sinn...kannski kominn tími til þess hehe  

09.08.2008 23:00

nýjar myndir

var að setja inn myndir og smá myndbönd líka...bara svona til að halda smá lífi hérna  Búið að vera mjög fínt í fríinu það sem komið er og undanfarna daga í góðri afslöppun í sveitinni, gefa kanínum og kettinum.  Mjallhvít var nú glöð að fá mig heim í dag og situr hér um mig og passar uppá að ég fari ekki neitt...að minnsta kosti neitt langt hehe
Annars verður rólegt eins og er næstu daga, fara í sund og eitthvað fleira skemmtilegt. Enda á maður að taka því rólega í sumarfríinu.  En læt þetta duga í bili...reyni kannski að setja inn texta á myndir ef ég nenni næstu daga...annars er planið að fara að lesa Harry Potter...þannig að nóg að gera framundan.
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43