Færslur: 2008 September

29.09.2008 17:54

helgin...

það er víst kominn mánudagur einu sinni enn....ótrúlegt hvað tíminn líður eitthvað.  En já annars var helgin bara hin besta.  Á föstudaginn var starfsdagur í vinnunni og var mikið fjör. Eftir kl 16:00 fórum við svo allar saman í sumarbústað og var planið að eiga huggulega kvöldstund saman...eitthvað framá kvöld/nótt. 
Það er óhætt að segja að þetta hafi verið mikið fjör..að minnsta kosti skemmti ég mér konunglega og byrjaði vel...emoticon   já málið var að það var ein á undan mér uppí bústað og síðan kom ég og skildi ekkert í því afhverju hún lagði svona langt frá bústaðnum sem við áttum að vera í...en að minnsta kosti fór ég og lagði og ákvað síðan að hringja í hana til að vera viss um að ég væri að fara í réttan bústað...hmm já samtalið var sirka svona:  Halla: var það ekki örugglega bústaður 28?  Hin: jújú.  Halla: afhverju lagðir þú þá bílnum þínum við númer 26? Hin: ha? gerði ég það?  Halla: já að minnsta kosti er ég fyrir framan 28 núna og þinn bíll er lengst í burtu við númer 26.  Hin: (hef greinilega farið úr bústaðnum) guð já rétt ég er í vitlausum bústað! Komdu að hjálpa mér!  Halla: ég bara gat ekki annað en hlegið og hlegið..en hljóp síðan og aðstoðaði við að flytja hana í réttan bústað hehe emoticon   það besta er að hún var búin að leggja á stofuborðið smá líkjör með staupum, taka smá uppúr töskunum og síðast ekki síst búin að hella uppá kaffi fyrir allar hinar sem voru að koma. Þannig að það varð að taka allt saman og koma henni í réttan bústað!  hehe finnst þetta ennþá fyndið enda fékk hún að heyra það í morgun hehe 
en já annars fór kvöldið í að borða alveg dýrindis mat vá hva hann var góður!  Síðan var það auðvitað heiti potturinn og var hann tekinn með stæl.  Það var einn galli á þessu en hann var sá að ég þurfti að mæta á ráðstefnu á laugardaginn kl 9:30 þannig að ég ákvað að koma mér í bæinn um nóttina og var komin heim um kl 4...vaknaði síðan spræk fyrir kl 8 og mætti hress og kát á ráðstefnuna.  En vá hvað ég var orðin þreytt kl 16:30...enda varð ég bara að leggja mig aðeins.
Sunnudagur í leti.  Ennþá smá þreyta í manni en það ætti að vera orðið gott fyrir helgi hehe emoticon 
Læt þetta duga í bili...er að spá í að setja inn smá skoðunarkönnun ef ég kann það og væri nú gaman ef fólk myndi nú svara henni samviskusamlega....bara fyrir mig emoticon  skal hafa hana einfalda....

25.09.2008 22:03

er þetta of persónulegt...

hmm kannski já...en komst að því seint í dag að ég hef gengið í undirfötum mínum á röngunni í dag.....ok ég notaði nú pen orð hehe emoticon   kannski ekki skrítið að mar hafi verið hálf undarlegur í dag...en kannski var það eitthvað annað. 
Fór í dansinn áðan og var mikið fjör...lærði nýja dansa og svitnaði eins og svín. Síðan er starfsdagur í vinnunni á morgun...vakna í sund..kíkja í bakarí og síðan vinna vinna vinna...og svo verður brunað í sumarbústað seinnipartinn og grillað og farið í heita pottinn. En við vinnufélagar ætlum að eiga afslappandi og góða stund annað kvöld.  Ég á nú ekki von á því að gista eins og flestir hinna þar sem ég á að mæta á ráðstefnu á laugardaginn um kl 9:00 eða svo.  Þannig að mar þarf líklega orkudrykk til að halda sér vakandi þann daginn emoticon
En ætla að fara að kíkja í bælið enda ræs kl 6:25 í morgun...swimming swimming in the swimming pool..when days are hot and days are cold..in the swimming pool.

22.09.2008 21:44

aukning á sundmetrum

bara nokkuð ánægð eftir morgunsundið emoticon en í dag voru teknir 700 metrar...sem er alveg 200 metrum meira en undanfarið! Ekki slæmt finnst mér að minnsta kosti og einnig aukning á skriðsundinu þar sko! Markmiðið að taka 700 metra þessa vikuna..jafnvel enda í 800 metrum..á mar ekki alltaf að stefna aðeins hærra. 
Síðan er á áætlun að taka smá tæki..hmm hvað skal segja í næstu viku kannski bara..hmmemoticon   
Það er annars bara þetta fínasta að frétta úr fjöllunum. Mjallhvít orðin róleg eftir að ég hætti að syngja hehe.  En fer að styttast í svefntíma...þreyta í manni þegar vaknað snemma og mætt í sund.
Nóg að gera á morgun í vinnunni eins og síðustu daga...hellings tiltekt og svo fundarstand á morgun.  emoticon
Þangað til næst...farið vel með ykkur og verið góð við aðra emoticon

19.09.2008 22:28

Mjallhvít hefur skoðun...

já hún tók sig til og hefur greinilega skoðun á söng mínum! emoticon  var að horfa á singing bee og langaði auðvitað aðeins að syngja með annað slagið. Mjallhvít hefur legið hérna rétt hjá mér en í hvert sinn sem ég hóf raust mína og byrjaði að syngja þá reis hún upp og horfði á mig og byrjaði að mjálma...hmm á ég að taka þessu sem mótmæli..eða var hún að syngja með mér? emoticon hmm ég veit það eiginlega ekki sjálf..en hún að minnsta kosti gekk að andliti mínu og mjálmaði framan í mig..ef ég þagnaðir þá fór hún og lagðist niður aftur..en ef ég hélt áfram þá mjálmaði hún áfram..ég held ég verði að túlka þetta að hún hafi verið að biðja mig um að vinsamlegast að sleppa þessu góli! heheemoticon   Að minnsta kosti hætt ég að góla og hún sefur vært núna.
Annars er helgin já komin og mikið er það nú gott..enda búið að vera annarsöm vika. Verður enn meira að gera í næstu viku og held bara að það fari ekkert minnkandi þegar líður á vikurnar þar á eftir hehe við ætlum að gera svo margt í vinnunni núna á næstunni, bara gaman.
Svo er það allt annað líka, sundið, línudansinn og að koma sér í gírinn fyrir eina og eina gönguferð og svo að kíkja í tækin og svona..ágætis plan framundan..bara að koma sér af stað emoticon 

16.09.2008 18:28

Bollywood...

finnst bara gaman að hlusta á þetta lag núna (það er hægt að finna það í skrár síðan ýmislegt og þar er lagið, er ekki búin að prófa að opna það..þið bara fiktið ef þið hafði áhuga á að heyra þetta bilaða lag hehe)...þ.e það heitir held ég Dhoom Taana með Om shanti om hehe en þetta var reyndar bollywood dansinn í So you think you can dance.  Setti það á ipodinn minn í gærkvöldi og þandi það í botn í bílnum í morgun ... bara stuð enda er það um 5 mín á lengd ekki slæmt emoticon 
Já horfi á veðurféttir hérna og það er greinilega bara vitlaust veður í vændum...enda búin að loka gluggum og hurðum hér í fjöllunum og það verður bara horft á sjónvarpið..vonandi að það fari ekki rafmagnið.  Fann nokkuð vel fyrir skjálftanum í morgun þannig að brjálað stuð. 
Sé nú einhverja pappakassa fjúka hérna í hverfinu en þeir ættu nú ekki að valda miklum skaða og þó mar veit aldrei. 
Svei mér þá..ekkert mikið meir að frétta svo sem..sund í gær og sund á morgun og jibbijey viktin fór niður um helgina..finally! dáldið langt síðan eitthvað hefur gerst í þeim málum. Þannig að mar verður að halda áfram...en veit nú að ég fæ smá spark á morgun en á tíma hjá ráðgjafanum þá. 
Mjallhvít gerðist skallapoppari og fékk einhverja bletti í feldinn sinn en það er vonandi allt að lagast en hún fékk smá lyf í gær.
Yfir og út í veðriu emoticon

11.09.2008 20:28

lífið er línudans....

já svei mér þá...ég byrjaði í línudansi aftur í kvöld...úff púff mar er bara í engri æfingu fyrir þetta sprikl.  Verð pottþétt með einhverja verki í kálfum og lærum á morgun.  En þetta var bara gaman.  Það var engin miskun og mar þurfti bara að rifja uppá staðnum hvernig sporin voru...allt á fullu í fyrsta tíma.
Þannig að núna er bara að komast fín rútína á mann...sund að minnsta kosti 2x í viku og helst 3x í viku...stefni  að minnsta kosti á það að fara á morgun og þá verður það í 3ja sinn í þessari viku.  Hef einnig verið að bæta við mig metrum þar. Enda farin að synda aðeins hraðar...þannig að hef tíma fyrir fleiri ferðir hehe  
Þá er bara eftir að taka aðeins mataræðið betur í gegn...ekki alveg komin í gírinn þar en allt í áttina.  Að minnsta kosti er komin rútína á morgunmat - morgunhressing - hádegismatur - síðdegishressing - kvöldmatur...þarf  svo að vera duglegri í ávöxtunum á kvöldin. Fæ svona smá sykurþörf þá...helv..sykurinn.  En ég hef nú samt staðið mig ágætlega...hendi kannski uppí mig smá bita af suðusúkkulaði og þá er ég góð..skárra en margt annað..en þarf að koma því út líka og skella í mig appelsínu eða eitthvað álíka hollt. Það er á dagskránni... 
Síðan er það CISV um helgina. Hitta fararstjórana eftir sumarið og er það alltaf jafn skemmtilegt og verður gaman að heyra frá þeim.  Kannski ég sendi þeim póst núna til að minna á! yrði agalegt ef þeir gleymdu þessu og ég ætla að elda þennan dýrindis mat hehe  

07.09.2008 11:12

stand up 2 cancer

horfði á þessa útsendingu í gærkvöldi þar sem ég nennti ekki að hendast á Ljósanótt (ég veit helv..leti í manni) og ég verð nú bara að segja það að ég fékk alveg tár í augun annað slagið.  Kannski ekki skrýtið þar sem að krabbinn hafði betur hjá Baldri frænda og Ömmu Dísu á þessu sumri. Einnig fór hugurinn til Afa Gests en hann tapaði líka baráttunni fyrir mörgum árum.
Búið að vera letihelgi að öðru leiti...búið að vera svo mikið flakk á manni síðustu vikurnar og helgar að ég ákvað bara að gera ekki neitt...enda hefur það bara verð mjög huggulegt. 

05.09.2008 20:09

útgöngubann...

já það er útgöngubann í fjöllunum fram á morgun og alveg týpískt þegar svoleiðis er í gangi þá vill mar hlaupa útí sjoppu og fá sér kartöfluflögur og alls konar sukk.. bara af því að það má ekki fara út. En já kannski útskýra útgöngubannið svo fólk haldi nú ekki að ég sé í stofufangelsi eða eitthvað hehe  en það er verið að setja svokallaða hálkuvörn á stigahúsið enda kominn tími til! Það er þvílík hálka alltaf á stéttinni þegar veturinn er kominn..og jafnvel bara þegar það er rigning.  Þannig að nú má mar ekki fara að kaupa neitt sukk og svínarí! Myndi ekkert vilja það ef ég gæti farið hehe (hmm held ég eigi smá ís í frysti)
Við Mjallhvít erum bara tvær í kotinu eins og er. Húsbóndinn fór að afla matar í frystinn hehe  verst að ég þarf að fara að finna uppskriftir hvernig á að elda gæsabringur..hmm á einhver góða uppskrift?? Endilega láta mig fá hana...bringurnar safnast hérna upp í frystinum!
Mjallhvít heldur núna að hún sé varðhundur...frekar fyndið að heyra hana urra. En það er ókunnugt fólk fyrir utan dyrnar að leggja þessa hálkuvörn og hún rís hér upp reglulega og setur upp kryppu og urrar!  Ekki alveg sátt við þessa truflun og ónæði sko.
En best að fara að glápa á tv eða eitthvað...hætta að langa í kartöfluflögur enda eru þær óhollar fyrir mig...og fá mér bara vatn og hrísköku..ok kannski ekki alveg

01.09.2008 17:42

komið að lokum...

...á sumarfríinu   væri nú alveg til í nokkra daga í viðbót...ekki búin að gera neitt af því sem ég ætlaði að gera hérna heima hjá mér í fríinu..hehe ótrúlegt alveg en tíminn líður of hratt fyrir mig. 
Fór á Strandirnar í síðustu viku en um helgina var Amma Dísa jörðuð eftir stutt veikindi.  Þetta var mjög falleg athöfn og mikið af fallegum söng.
Það er síðan vinna á morgun...úff spurning hvort mar verði ekki samt eitthvað löt bara og láti aðra vinna hehe ...þetta byrjar samt allt á fullu skilst mér á fundum og svoleiðis strax í vikunni.
Það er annars bara þetta fína að frétta úr fjöllunum og Mjallhvít er bara nokkuð stillt...svona miðað við ýmislegt hjá henni hehe Saumó á morgun og er mar orðin algjörlega hugmyndansnauð hvað á að hafa...þannig að líklega enda ég bara á því að gera eitthvað gamalt og gott...þarf að safna einhverjum uppskriftum í vetur.
Þetta er orðið gott í bili yfir og út úr fjöllunum...og ekki gleyma að láta vita af ykkur  (alltaf að gera kröfur hehe)

p.s var að breyta um útlit á síðunni...finnst það dáldið flott!  
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43