Færslur: 2008 Október

29.10.2008 21:42

tími á blogg...

voðaleg bloggleti í manni þessa dagana...reyni að bæta úr því núna. Er nú samt hálfandlaus hmm ótrúlegt en satt...get engu logið sem ég man eftir...
Annars er ég komin í langt helgarfrí og bara ætla mér ekkert að vinna meira þessa vikuna emoticon  bara gaman að því. Er svo upptekin að horfa á ANTM hehe að ég gleymi að pikka...hmm þannig að kannski bara geymi ég það í smá tíma enn.
Annars treysti ég á það að það hlýni aðeins svo ég þurfi ekki að skipta yfir á vetradekkin hehe kæruleysi í gangi hér í fjöllunum...

23.10.2008 21:27

tímaflug...

er að reyna að vera frumleg í titlinum...það var sko helgi að koma þegar ég skrifaði síðast og tíminn hefur flogið síðan og ég alveg klikkað á blogginu.
Nóg að gera svo sem, opið hús í vinnunni og óhætt að það hafi verið margt um manninn og bara gaman að því.
Fékk afhenta afmælisgjöf í gær og nú verður sko sannarlega farið í Kringluna að versla...bara spurning hvað það verður og já þarf líka að fara í Smáralind og eyða pening þar..bara gaman að eiga svona pening til að eyða í sjálfa sig hehe  emoticon
En segi meiri frétti síðar...orðin þreytt og lúin eitthvað...línudans í kvöld og Jói var nú eitthvað að skjóta á mig og Árbjörgu en við svöruðum honum bara emoticon
hmm ætli það verði sundveður í fyrramáli...nú er snjóbylur með köflum í fjöllunum og mín ennþá á sumardekkjum....kannski þarf mar að kíkja á vetradekkin í geymslunni. emoticon 

17.10.2008 20:48

jey helgi

er að reyna að setja inn nokkrar myndir..enda kannski kominn tími til hehe emoticon  annars komust við heil heim þó svo það hefði orðið skjálfti í Vatnajökli hehe okkur þótti það nú bara fyndið á fundinum enda vorum við saman á Selfossi þegar stóri skjálftinn kom í vor...alveg spurning hvort við eigum nokkuð að reyna að halda fundi. emoticon 
Síðan er bara rólegheit um helgina...að minnsta kosti þangað til mar hittir stelpurnar annaðkvöld emoticon

17.10.2008 10:06

Hótel Hengill

Sit hér í fundarsal á Hótel Hengil og hér rignir! Það hefur rignt stöðugt síðan við komum í gær. En við höfum átt góða daga þrátt fyrir það. Er hér á fundi Hlutverks og hefur verið fjölbreyttur hópur hér og gaman að heyra hvað aðrir eru að gera á sínum vinnustöðum. Höfum fengið alveg ágætis mat hérna og allir voða hressir.
Síðan heldur partýið áfram á morgun en þá er hittingur hjá bekknum mínum úr Þroskaþjálfaskóla Íslands og mikið verður það nú gaman...sumar hef ég ekki hitt í MÖRG ár! Þarf að finna fullt af myndum á morgun til að taka með mér og gleðja stúlkurnar! hehe emoticon
og já svona til upplýsingar þá hefur ekki orðið neinn skjálfti eða eldgos hehe

14.10.2008 17:46

Þakkir

ég vil þakka fyrir allar kveðjurnar í gær og bara þakka fyrir mig yfirhöfuð. Þetta var bara frábær dagur.  Get farið að hlakka til næsta tugar hehe. emoticon
Það er annars nokkur þreyta í manni í dag en dagurinn hefur verið fljótur að líða eitthvað, nóg að gera að vanda í vinnunni þó svo ekki mikil verkefni í húsi, fullt annað að stússast. 
Ég er búin að vera að endurskipuleggja stofuna hérna hjá mér í dag til að koma öllum þessum fallegu gjöfum sem ég fékk í gær...og ég get alveg skreytt mig með fullt af fallegu skarti..spurning hvað maður velur næst! emoticon  og svo get ég þanið græjurnar í bílnum með geðveikum diskum sem my darling gaf mér emoticon
Náði að koma afgöngunum út í vinnunni að vísu á ég hérna heitan rétt...einhver sem vill???
En það er engin pása framundan því það er matarklúbbur hér á morgun og á ég eftir að finna eitthvað gott sem við getum eldað en það ætti ekki að vera mikið mál.
Síðan á fimmtudag er ég víst að fara á Hótel Hengil og verð þar eina nótt. En þetta er framhaldsfundur frá því að jarðskjálftinn var á Selfossi, en þá var fundi frestað..og við ákváðum sem sagt að vera bara á Hengilsvæðinu núna...um að gera að vera eins nálægt jarðskjálftasvæðinu og hægt er..fengum greinilega ekki nóg hehe
Svo endar vikan á því að það er reunion hjá bekknum mínum úr Þroskaþjálfaskóla Íslands..og verður það mikið stuð! Ekki spurning geri ég ráð fyrir...ætla að tína gamlar myndir saman og hrella liðið hehe emoticon
Sem sagt...nóg að gera framundan og bara skemmtilegt. 

13.10.2008 09:29

The DAY! :) hehe


ótrúlegt að þetta barn skuli vera 40 ára í dag...það er eins og þetta hafi verið tekið í gær emoticon
Eigið góðan dag...það ætla ég að gera. emoticon

10.10.2008 18:12

tímahraðall

ég held það sé búið að setja eitthvað orkuefni í vikurnar..þær líða svo hratt eitthvað núna!  En já eins og þið sjáið þá hef ég tekið út skoðunarkönnunina og kom hún bara alveg ágætlega út...spurning hvort mar leggi svona könnun aftur fyrir lesendur..þeir eru nú samt ekkert of ákafir að svara...það voru 21 sem svöruðu í þessari og hún var uppi í marga daga en kannski eru bara ekki fleiri sem skoða hérna...oft erfitt að átta sig á því.
Fína að frétta úr fjöllunum...erum í þeirri stöðu að þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af ástandinu í þjóðfélaginu í dag og þá kannski að því leiti að eiga ekki neinar eignir í bönkunum...mar á víst bara skuldir og situr uppi með þær meðan aðrir missa jafnvel allan sinn sparnað sem mér finnst alveg hrikalegt.  Nokkrir í kringum mig sem eru í óvissu með sitt fjármagn í bönkunum. 
En fyrst maður er nú byrjuð í þessari umræðu þá finnst manni þetta nú ekki gott ástand og þetta hefur ótrúlega mikil áhrif.  Þetta mun hafa áhrif á starfsemi vinnustaðar míns fljótlega þar sem við fáum efni erlendis frá og því miður er bara ekki fyrir nokkurn mann að flytja það inn á því gengi sem er í gangi í dag. Þannig að maður þarf að fylgjast með næstu daga hvernig málin þróast uppá hvað verður framundan hjá okkur. 
Ætli það sé ekki best að fara að fá sér eitthvað í gogginn...spurning hvað það ætti að vera hmm þarf að finna eitthvað gómsætt...ekki er það saltfiskur hehe emoticon

06.10.2008 20:37

guðdómlegt..

fékk þetta þvílíkt guðdómlegan saltfisk í hádeginu í dag...úff púff..hefði getað étið endalaust..enda borðaði ég annara manna skammt..þeim var nær að vera veikir heima hehe emoticon  en já langt síðan ég hef fengið svona saltfisk með kartöflum og hamsatólg..vá hvað ég var í mikilli sæluvímu! hehe emoticon  þarf greinilega ekki mikið til að gleðja mann þessa dagana.
Miðað við fréttir dagsins þá er bara þetta fína að frétta úr fjöllunum.  Það var þvílík rigning hér í morgun og rokið mar...þegar ég vaknaði fyrir hálf sjö til að hafa mig af stað í sund þá var ég næstum því búin að hætta við því veðrið var vægast sagt ömulegt..en viti menn ég hafði mig af stað og synti mína metra og það má segja að það hafi verið fámennt en góðmennt í lauginni..var ein á tímabili hehe  En verðlaunin voru að skríða í pottinn á eftir því laugin var ansi köld svona í rokinu...og hljóp í pottinn og var alveg að fara að segja ahhhhh....en í staðinn kom brrrrrr því helv...potturinn var bara jafnkaldur og laugin! þannig að ég varð að hlaupa úr þeim potti í þann næsta til að geta sagt ahhhhh og það tókst...að vísu gat ég ekki látið mig fljóta þar sem eldri maður var þar fyrir og vildi endilega ræða hvað Haukar hefðu staðið sig vel í boltanum í gær! hmm Halla er svo dugleg að fylgjast með boltanum..en er nú greinilega nokkuð góð að ræða hluti sem ég veit ekkert um við fólk sem ég þekki ekkert og það heldur að ég sé ógesslega klár! emoticon  Greinilega ýmisslegt hægt hér á bæ! hehe
En svona aðrar fréttir þá liggur fólk í vinnunni í hrönnum í þvílíkri magapest að það er bæði upp og niður..spurning hvort mar nái að næla sér í þá pest, man ekki eftir því að svona margir hafi verið veikir í einu...það voru held ég 3 eða 4 í dag sem lágu veikir heima og í síðustu viku var svipað dæmi í gangi. 
En best að hætta þessu bulli í bili og niðurstaða könnunar liggur nokkuð ljós fyrir...spurning hver það var sem sagði bara nei...hmm undarlegt mál ha...spurning hvort einhver bjóði sig fram til að baka..ekki get ég beðið fyrrum nágranna minn hehe ohhh ég er svo fyndin! emoticon 

05.10.2008 20:42

spurning...

...hvort það sé betra að hafa milt veður með smá snjó...eða helv..rok og rigning.  hmm ætla svo sem ekkert endilega að svara þessu núna..en fannst veðrið í gær alveg ágætt..en ekki veðrið í kvöld.  Það er bara fínt að frétta úr fjöllunum. Smá leti verið um helgina eftir ræstingar og þrif á föstudaginn enda var skrokkurinn bara búinn á því þá hehe emoticon 
Skoðunarkönnunin hefur gengið alveg ágætlega og kemur í ljós fljótlega hvort ég fari eitthvað eftir henni hehe  Að minnsta kosti er það mjög freistandi.  Alltaf spurning hvað er hægt að gera svona á mánudegi sko. 
En jæja best að fara að hætta þessu bulli í kvöld...ætla bráðum að leggjast í bælið og jafnvel lesa smá í Harry Potter...sem minnir mig á það að ég gleymdi að taka eina bókina hjá Helenu sys í dag..og hún mundi ekki eftir því heldur hehe emoticon 

03.10.2008 00:25

jólasnjór...

jey það er kominn jólasnjór...hmm að minnsta kosti er eitthvað hvítt sem fýkur þarna úti. Annars var ég að skríða heim var að aðstoða litla bró og Ingu að mála. Voða gaman og skemmtileg fjölskylduskemmtun...skil aldrei afhverju ég verð öll útí málningu þegar ég tek upp pensil! heheemoticon  að minnsta kosti þurfti ég að skella mér í sturtu til að þvo mestu málninguna hehe
Nú er spurning hvort mar þurfi að skafa í fyrramáli...ég nennti ekki að leita að sköfunni minni áðan en náði að sópa mesta snjónum af án þess. 
Styttist í helgina og verður bara rólegheit. En best að fara að huga að bælinu..það er víst vinna á morgun..og klukkan að nálgast hálf eitt. 
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43