Færslur: 2008 Nóvember

30.11.2008 15:32

úff púff veikleiki....

...já ég er með einn ferlegan veikleika! hann er dáldið fáránlegur líka hehe en já ég sem sagt er sjúk í chillisultu!! Hvað skal  gera í því? veit það ekki sjálf..sem betur fer er ég nú ekki að versla þær útúr búð því ég hef ekki séð þær þar. En þær voru seldar á markaðnum í gær hehe og keypti ég krukku..hmm já..var meirað segja svo heppin að fá að kaupa eina í forsölu á föstudaginn hehe og já ég keypti í gær líka...og ein dugði ekki þannig að ég keypti tvær! Þannig að ég fékk mér ost og chillisultu og ritzkex áðan...ohhhh hvað það var gott! jammsíkjamsí slef...
Annars hefur helgin verið í rólegheitum eftir markaðinn. Fórum aðeins í morgunkaffi til tengdó í morgun og síðan bara að versla og já borða chillisultu hehe emoticon
Annars er nóg að gera vika framundan...enda þarf að koma kærleikskúlunni í loka pökkun og það þýðir að ég þarf að búa til lok hehe síðan er það fundur í félagsmálaráðuneytinu eftir hádegi á morgun og svo fer ég víst að Skálholti á fimmtudaginn og gisti eina nótt, starfsdagur í vinnunni. Síðan fer bílinn á verstæði vegna innköllunar frá Toyota, hann fer á fimmtudaginn meðan ég er í burtu,hentar best þannig. Það er alltaf eitthvað að koma upp í tengslum við þennan bíl minn..þetta er í annað sinn sem hann er innkallaður á rúmu ári. Man nú ekki alveg hvað þetta er núna en tengist einhverri skífu eða tengi í stýriseitthvað! hehe já já ég er alveg með allt í tengslum við bíla á hreinu! hehe emoticon
Já ég keypti mér brúnan EMAMI kjól í nóvember, en ég fékk gjafabréf frá vinnufélögum í afmælisgjöf, og notaði hann í fyrsta sinn í gær..vá hvað hann er þægilegur hehe Ég á nú eftir að læra kannski að binda hann á marga vegu...en þessi eina sem ég kann í bili hentar mér bara vel...sama held ég og Helena systir var með í brúðkaupinu mínu. Spurning hvort mar verði ekki bara í honum alla daga hehe emoticon  er eiginlega bara búin að ákveða að fara í honum í vinnuna á morgun...enda að fara á fund í ráðuneytinu hehe á mar þá ekki að vera dáldið töff ha! 
En jæja best að hætta þessu núna og gera eitthvað af viti...hmm horfa á dr phil..nei ég veit það er nú ekki mikið af viti! hehe

28.11.2008 18:02

Minni á jólamarkað....

...í Bjarkarási, Stjörnugróf. Endilega kíkja þangað á morgun milli kl 13 og 16. Styðja íslenskt handverk og líklegt að þið hittið mig hehe verð að selja þar fyrir vinnuna mína. 

23.11.2008 17:52

bloggleti..

já það er eins gott að mar sé ekki stressuð yfir því að blogga daglega...þá væri stressið í hámarki! hehe  en það hefur verið einhver bloggleti í manni undanfarið.
En annars er að vanda bara allt þetta fína að frétta úr fjöllunum..ég er komin á vetradekkin núna en my darling fór og lét umfelga í vikunni en ég komst ekki vegna fundarsetu...og viti menn haldið þið að hann hafi ekki bara bónað bílinn minn fína! mikið svaklega var hann flottur... emoticon 
Annars sit ég skyndihjálparnámskeið þessar vikurnar...1x í viku í 3 vikur. Það veitir ekki af að læra eitthvað meira. Held ég hafi farið síðast á námskeið áður en ég varð 20 ára! Þannig að kannski var kominn tími til hehe 
Jólatörnin er byrjuð í vinnunni og er nóg að gera í augnablikinu...maður hefur smá áhyggjur síðan með framhaldið en það verður bara að skýrast þegar líður á.
Annars var mikið fjör hér áðan en ég var að taka myndir af 3 strákagemlingum og það er óhætt að það hafi verið stuð! ekki alveg allir tilbúnir að láta taka myndir af sér á sama tíma hehe en samt tókst nú að taka nokkrar af þeim öllum..emoticon  þarf að kíkja á þetta aðeins á þær til að velja og hafna...eitthvað þarf að photosjoppa!
Annars vorum við í smá partýi í gærkvöldi en Sara var að halda uppá 26.ára afmælið sitt...þannig að það var farið seint að sofa.
Annars á að fara að taka á því aftur...var hjá næringaráðgjafanum í síðustu viku og erum við bara ekkert ánægðar með mig hehe þannig að ég ætla að vera duglega núna næstu mánuði og ná f mér fleiri kílóum, það hafa víst einhver komið til baka á þessu ári en samt ekki öll..sem betur fer..ekki einu sinni helmingurinn þannig að ekkert ofboðslega slæmt! en nógu slæmt samt. Þannig að harkan á mann...afhverju fer mar alltaf í eitthvað svona rétt fyrir jólin?!?!?emoticon  en markmiðið að ná sama árangri árið 2009 og var árið 2007! og ekkert múður! hana nú og hoppoghí og trallalla...eða eitthvað.

14.11.2008 22:14

.....

þakka enn og aftur fyrir allar kveðjurnar...við höfðum það af á síðustu helgi að horfa á vídeóið frá deginum og það var nú bara nokkuð gaman hehe emoticon  gaman að eiga svona minningar og hafa tök á því að rifja upp annað slagið...
Annars er ég nú voða fegin að það sé komin helgi..langar eitthvað að sofa út hehe svo er spurning hvort að bakið leyfi mér það. Annars hef ég verið þokkaleg í þessari viku, ekkert farið til kíró. En dansinn bætti það nú samt ekki í gær en dugði samt út allan tímann emoticon   Fór einnig í sund í vikunni og er jafnvel að spá í að fara á morgun..ef það verður ekki mikil hálka þar sem mín er víst ennþá á sumardekkjunum...já ég veit það er kominn vetur..en bara hef ekki haft tíma í skiptin...styttist í það emoticon 
Annars gengur ágætlega með Harry Potter hehe þó svo sumum finnist ég kannski lesa ansi hægt því ég er rétt að byrja á bók fjögur..mar les svona fyrir svefninn og þar af leiðandi sofna ég alltaf þegar ég er búin að lesa smá! skil ekkert í þessu...svona svipað þegar ég horfi á dvd með Sigga þá sé ég alltaf fyrsta hálftímann eða svo og svo bara vakna ég daginn eftir...emoticon og þá er myndin að vísu löngu búin hehe.
Annars er nú ekki mikið planað um helgina, að vísu er afmæli á sunnudaginn hjá Júlíu en hún er að verða 2ja ára. Svo er nú spurning hvort mar kíki á James Bond...hmm set það í hugs....

08.11.2008 17:47

Viðburðarríkur dagur..

það er greinilega nóg að gera alltaf í þessari fjölskyldu...alltaf eitthvað um að vera á helgunum. En já það sem er kannski helst í fréttum í dag er að það voru að minnsta kosti tveir fjölskyldumeðlimir að keppa í dag..ef það voru fleiri þá endilega látið mig vita.
Helena systir var að keppa í þrekmeistaranum á Akureyri, bæði í einstaklings og liðakeppni, og gekk það svona glimrandi vel hjá henni og óska ég henni og hennar liði til hamingju með árangurinn! bara flottar!  En já liðið hennar náði auðvitað 1. sætinu og síðan varð hún þriðja í einstaklingskeppninni sem er bara frábært!
Síðan var það Jóhann frændi en hann var að keppa í First Lego keppninni sem haldi var í Öskju (Háskólahús) í dag.  Hann var í liðinu frá sínum skóla og bara koma því frá mér strax en liðið hann auðvitað vann! jibbí og ég varð svo heppin að vera viðstödd þegar það gerðist. En ég dvaldi í Öskju frá um kl hálf tvö í dag og þangað til að úrslitin voru orðin ljós..enda ekki annað hægt þetta var svo spennó! hehe emoticon  En ætla að setja hér inn myndir frá keppninni á eftir en hér er smá sýnishorn.

Þetta er liðið frá Höfn og síðan kemur hérna ein af Jóhanni frænda með bikarana tvo sem liðið fékk. Sigurbikarinn og síðan bikar fyrir bestu liðsheildina.


en svo koma fleiri myndir hér inn á eftir. 
Læt þetta nú duga í dag...við hjónin erum að spá í að kíkja á videómyndatökuna frá síðustu helgi...ef við þorum hehe...jájá það hlýtur að sleppa eða hva!?!? híhí emoticon

05.11.2008 21:22

Þakkir og fleira

ég vil byrja á því að þakka fyrir góðar kveðjur til okkar hér í fjöllunum emoticon  við erum svo sannarlega í skýjunum með síðustu helgi og ekki möguleiki að gleyma henni en ef það gerist....þá eigum við nú einhvern slatta af videói...sem er ekki ennþá farið að horfa á hehe ekki lagt í það ennþá! emoticon  
En já en það tekur greinilega á að vera gift..hehe að vísu get ég ekki kennt því um því ég hef verið frekar slæm í spjaldhryggnum / mjöðm í einhvern tíma en alveg extra slæm undanfarið.  Aðfaranótt þriðjudags var svo slæm að ég varla náði að sofa almennilega þannig að auðvitað var það Kiró í gær...og í dag líka. Tíminn í gær hafði góð áhrif þannig að náði góðum svefni síðustu nótt..er bara drulluaum.  Síðan ráðlagði Kíró mér að sleppa dansi og öllu álagi á skrokkinn í þessari viku...leyfa þessu að jafna sig fram yfir helgi..bara leiðindi.  Hann taldi einnig að dansinn væri mikið álag á þetta svæði en ætla nú ekki að gefa dansinn uppá bátinn!!
Er ennþá að fara í gegnum allar þessar myndir frá helginni og aldrei að vita nema ég skelli fleirum inn bráðum...tekur tíma að fara í gegnum þetta allt saman enda ekki smá fjöldi. Á nú eftir að sjá fleiri myndir hjá fleirum..þannig að þeir sem eiga myndir endilega segja mér og auðvitað sýna mér emoticon

03.11.2008 20:04

orðin Frú

jæja...þá er mar orðin opinber FRÚ..undarlegt alveg. En já við Siggi ákváðum að gifta okkur um síðustu helgi og tókst það bara með ágætum. Áttum góða helgi og já bara ferlega gaman! 
Er að henda inn nokkrum myndum...svona smá sýnishorn og vil ég þakka þeim sem tóku myndirnar...stelst til að setja nokkrar frá öðrum hér inná síðuna mína emoticon 
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43