Færslur: 2008 Desember

31.12.2008 11:24

Árið 2008

Já það er víst 31.desember í dag og árið 2008.
Ég vil byrja á því að óska foreldrum mínum til hamingju með 40 ára brúðkaupsafmælið!


Þau líta nú samt ekkert út fyrir að eiga svona stór afmæli! emoticon

Já ég var að spá í því að koma með smá pistil eftir árið...ætla nú samt að fara hratt yfir sögu.
Fyrstu mánuðir ársins fóru að mig minnir aðalega í einhverjar skemmtanir, árshátíð, starfsdaga, fermingu og eitthvað fleira mætti svo sem telja upp.  Þetta eru nú svona týpískir atburðir svona fyrstu 3 - 4 mánuði ársins.  Annars fór ég nú líka til Köben og meirað segja 2x á 10 dögum. Tel það nú bara ansi gott. Fyrra skiptið var námsferð hjá okkur í vinnunni og mikið var nú gaman í þeirri ferð. Skoðuðum ýmsa staði sem eru sambærilegir okkar vinnustað og gaman að sjá hvað aðrir eru að gera.

Hér er þessi föngulegi hópur sem ég fór með.

En já síðan var það seinni ferðin til Köben. En þá fór ég með Eddu og við fórum á norðulandaþing CISV. Það var nú dáldið mikið gaman líka enda langt síðan ég hef farið á eitthvað svona útlandatengt í CISV.  Að vísu fór ég til Madrid 2007..var bara búin að gleyma því hehe En já CISV Köben var bara gaman.Já hvað gerðist svo...jú ætli sumarið hafi ekki bara komið.  Þann 30. maí þá lést Baldur frændi og fórum við í Bjarnafjörðinn til að kveðja hann.  Margar minningar eru tengdar Baldri þar sem maður var oft í sveitinni hjá honum. 


Já síðan kom sumarfríið og það var ýmislegt brallað. Við fórum meðal annars í Reykhólasveitina, fórum að skoða Látrabjarg í þoku, farið í Bjarnafjörðinn og á Höfn auðvitað. Lítið veitt þetta árið á Höfn en gerði heiðarlega tilraun!


Amma Dísa veiktist þetta sumarið og kvaddi síðan þann 23.ágúst. Alltaf erfitt að kveðja ástvini sína en ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með ömmu og ekki síst þessa síðustu daga sem hún var hér með okkur. 


Eftir sumarfríið þá bara var víst komið að vinnu aftur. Það hefur gjörsamlega brjálað að gera eitthvað í haust í vinnunni og mikið annríki í hinu og þessu. Ætla nú ekkert að skella myndum um það annríki enda ekki tími til að taka þær hehe emoticon

En svona meira úr einkalífinu þá varð þetta fallega barn 40 ára þegar október kom.

Mikið var nú gaman að bjóða í svona afmæli og þakka ég enn og aftur öllum vinum og vandamönnum fyrir skemmtilegt kvöld.

Það var ekki nóg að verða fertug, ég og minn heittelskaði ákváðum að gifta okkur bara líka. En þann 1.nóvember gengum við í það heilaga og fór athöfnin fram í Brekkuskógi (rétt hjá Laugavatni). Dagurinn var alveg meiriháttar og þetta fór allt bara eins og það átti að gera. Ég meirað segja kom sjálfri mér og öðrum á óvart með því að syngja "undurfallega" til hans Sigga í athöfninni. En þetta var bara gaman og hef ég alveg þorað að hlusta á það aftur..ekki eins slæmt og mér fannst það hljóma hehe.

Hér má sjá okkur með prestinum, Séra Baldur R. Sigurðsson.

Síðan fór nú bara að líða að jólum og þá átti annað fallegt barn 40 ára afmæli.

svakalega er hann nú mikið krútt!  emoticon

já og þriðja 40 ára afmælið er síðan í dag...en ég byrjaði á því. 

Það er óhætt að segja að árið hefur verið mjög viðburðaríkt og eins og áður hefur verið sagt bæði sorg og gleði.
En ég horfi björtum augum á árið 2009 og ætla ég að hafa það gott og hef ég ákveðið að taka mig á og losa mig við restina af þessum kílóum sem ég ber aukalega á mér, það verður erfitt en ég treysti á alla í kringum mig til að styðja mig og skamma ef ég ætla að svíkja sjálfa mig...því ég svík bara sjálfa mig ef ég stend mig ekki.
Ætla að leyfa mér smá sukk í kvöld enda er gamlárskvöld bara einu sinni á ári og alveg tilefni til að kveðja árið með stæl...en það verður samt alltaf jafn erfitt..ég veit ekki hvað það er en ég fæ alltaf ákveðinn hnút í magann þegar árið er að líða og hugsa til þess að það komi aldrei aftur! já ég veit dáldið skrítin...en þetta er samt sorglegt! emoticon
En læt þessu síðasta pistli ársins lokið og óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og hlakka til að hitta ykkur á nýju ári og endilega verið nú dugleg að láta vita af ykkur, skemmtilegra að skrifa þegar maður veit hverjir eru að skoð emoticon

30.12.2008 16:14

árið að líða....

..mér finnst það eiginlega ótrúlegt að þetta ár sé að verða búið...en ætla nú ekki að koma með neinn pistil núna...kannski á morgun! emoticon
Annars ætlað ég bara að segja frá því að við fórum á flugeldasýningu hér í fjöllunum í gær...hún var bara mjög flott. Alltaf gaman að sjá flotta flugeldasýningu.
Hef annars kíkt í vinnuna báða daga núna en það hefur verið rólegt, ég fór aðeins í bókhaldið og svona og náði því að flýta aðeins fyrir mér fyrir næstu viku. Ætli ég kíki ekki líka aðeins á föstudaginn en þá er vörutalning hjá okkur. Náðum að vísu að telja allt fyrir jól þannig að það verður rólegt í því líka.
En já lítið svo sem annað að frétta úr fjöllunum, er að hugsa um kalkúnagreyið sem ég ætla að misþyrma á morgun...það verður örugglega skemmtilegt hehe emoticon
Læt þetta duga í bili...sé til hvort það komi pistill á morgun...ekki ólíklegt svo sem, enda hefur þetta verið viðburðaríkt ár bæði í sorg og gleði.

27.12.2008 20:52

spurning....

....hvort mar ætti að vera duglegri að blogga á nýju ári?? emoticon  ég er samt ekki að segja að ég hafi verið löt við það...en svona aðeins hægst á því síðari hluta ársins...kanski vegna þess að mar veit ekkert hvort einhver hafi gaman af þessu...en kannski er bara nóg að ég hafi gaman af þessu hehe emoticon  það er að minnsta kosti nokkuð ljóst að það er lítið gagn af þessu.
Annars þarf ég að fara að taka mig á í sambandi við þyngdina (já mína) því árið 2008 hefur ekki verið vinsamlegt við skrokkinn á mér en er eiginlega bara 100% viss um að árið 2009 ætlar að vera betra við mig...hmm þetta er nú samt líklega spurning um að ég sé betri við skrokkinn á mér þannig að sett verða markmið og fjandinn skal hafa það að ég ætla að ná því og hana nú og ekkert helv..múður (djí hvað ég bölvaði núna, eins gott að það er ekki jóladagur).
Ég hef nú svo sem verið dugleg í sundinu og þarf bara að vera duglegri að mæta líka í tækin og svona, einnig þarf að bæta við svona smá hressingargöngutúrum. Er ekki alveg búin að ákveða hvort ég fari í dansinn...fer eiginlega dáldið eftir fjárhag en maður sér að þetta fer að hafa áhrif á mann núna eftir áramótin þetta bankahrunadæmi. En þýðir ekkert að velta sér uppúr því og maður notar bara það sem hægt er í hreyfingu sem kostar minna eða ekki neitt (heppin að eiga árskortið í sundog tæki) emoticon  set upp bjartsýnisgleraugun og brosi í gegnum lífið.
Það sem ég þarf nú samt helst að taka í gegn aftur er mataræðið..það hefur ekki alveg verið á nógu góðu róli og er ég ekki alveg sátt við það veit ég get gert betur þar sem ég hef þegar gert það áður þannig að nú verður ekkert elsku mamma mía (þó svo myndin sé góð hehe emoticon)
En fyrst ég er nú að tala um mat..þá vil ég þakka henni móður minni fyrir að koma með hangikjétið í gær og ekki síður kartöflumúsina...var BARA gott...dugði mér alveg í tvær máltíðir þ.e kartöflumúsin hehe
Ég skellti mér annars í sund í morgun og mikið var það nú gott...spurning hvort mar fari aftur á morgun...að minnsta kosti er mánudagurinn öruggur.
En jæja ætli ég sé ekki búin að bulla nóg í bili...get ekki ákveðið mig hvort ég eigi að horfa á sjóræningja eða hobbita...eða ætti ég kannski bara að fara að lesa Harry Potter...er alveg byrjuð á bók númer 5 emoticon

25.12.2008 10:54

Mjallhvít

Það er greinilegt að Mjallhvíti finnst að hún hefði átt að fá meiri skreytingar fyrir jólin, alveg sérstaklega fyrir sig. Eitthvað finnst henni hún hafa verið útundan í þessu öllu. Þannig að hún tók til sinna ráða í nótt og skreytti eitt herbergi, sem henni finnst voða gott að sofa í, og já hún skreytti það með stæl.  Hún sýnir einnig fram á það að það þarf ekki mikið til að gera herbergi skemmtilega skreytt. En hér má sjá afraksturinn hjá henni, einnig kemur inn smá videó á eftir. Því þegar kattarkvikindið tekur sig til þá verður að taka það uppá videó hehe emoticon

og já það eina sem þarf að skreyta með er ein fallega jólaleg eldhúsrúlla!!En eins og Mjallhvít orðar svo fínt...Gleðileg jól! loksins komu þau! og endilega kíkið á myndbandið líka því þar sýnir Mjallhvít hvernig á að nota þessa fallegu skreytinu!

24.12.2008 10:53

Gleðileg jól

Kæru ættingjar, vinir og aðrir lesendur

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.
 

Ætla ekki að vera með áramótapistilinn núna hann kemur rétt fyrir áramótin emoticon

20.12.2008 11:32

æði..

ok ég veit ég er dáldið skrítin...en núna horfi ég á Peter Smækel(kann ekki alveg að stafa það, en fyrir þá sem ekki vita þá var hann markvörður hjá Man Utd) dansa og það er bara fyndið! hehe en er að horfa á Strictly come dancing á BBC entertainment hehe og já Emma spice girl sló í gegn!
Bara gaman að þessu og best að njóta meðan hægt er því við ætlum að hætta með þessar stöðvar eftir áramótin.  Reyna að spara smá pening emoticon
Annars er bara þetta fína að frétta úr fjöllunum að vanda það er bara nóg af snjó og ég nenni varla að skafa af bílnum á eftir en ætla að skella mér suður með sjó í útskriftarveislu hjá einum flottum frænda.
Jólaundirbúningur gengur nú bara ágætlega þar sem hann er nú í minnsta lagi eins og venjulega hehe. En jólagjafakaupin voru framkvæmd í gær og bara kláruð hehe að vísu eftir að versla fyrir eiginmanninn...alltaf jafn flókið emoticon 
Það verður að vísu afmælisveisla hér áður en jólin kemur enda minn ektamaður að ná mér í aldri híhí emoticon  þannig að við ætlum að eiga gott kvöld á mánudaginn í góðra vina hópi.
En ætli það sé ekki best að fara að gera eitthvað af viti hér á þessu heimili...mér skilst að fólk sé að þrífa og taka til fyrir jólin...hmm ætla nú ekki að eyða mikilli orku í það en fer í smá bakstur á eftir fyrir mánudaginn....eða kannski bara á morgun..well kemur bara í ljós fer eftir nennu emoticon

14.12.2008 11:48

líður að jólum....

já það styttist í jólin og jólakassarnir mínir eru ennþá niðrí geymslu...kannski ég ætti að fara að huga að því að taka þá upp.  Þetta er alveg ótrúlegt kæruleysi eitthvað, það eru að vísu komin einhver ljós hér í gluggann er það ekki alltaf byrjunin.
það er svo sem annars nóg að gera að minnsta kosti í vinnunni og verður það fram að jólum og síðan sér maður bara til hvernig þetta verður.
Dansinn er kominn í jólafrí en síðasti tíminn var á fimmtudaginn en þá var svona smá ball, það var bara mjög fínt og kom maður auðvitað dauðþreytt og sveitt heim eftir það. Var að reyna að dansa erfiðu dansana sem ég hef jafnvel ekki lært áður hehe svo voru þarna nokkrir sem ég dansaði fyrir tveim árum eða svo og var að reyna að vera með í þeim. Gekk svona misvel en bara gaman...þó svo ég hafi næstum því dottið hehe (rak tána í gólfið...hehe). 
Talandi um að detta en þá náði ég því á föstudaginn að fljúga á hausinn á leiðinni í bílinn eftir vinnu. Lenti nú alveg ótrúlega mjúklega og er bara góð emoticon 
Vorum boðin í mat í gærkvöldi hjá Selmu og Óla og fengum þessa dýrindis önd og hreindýr, mikið svakalega var þetta gott...takk fyrir mig! emoticon
Síðan er það afmælisveisla í dag í Reykjanesbæ þannig að alltaf nóg að gera...ætli ég taki þá ekki jólakassana mína upp þegar ég kem heim eftir það. Verð nú að fara að henda upp jólasveinunum mínum...spurning hvar ég á að setja þá í ár emoticon  verð líklega að taka til í leiðinni hehe bölvað vesen endalaust.

08.12.2008 18:47

köttur í hættu...

já hún Mjallhvít lenti næstum því í snjóflóði áðan hehe hvernig skildi það nú vera hægt sem inniköttur..jújú hún fór útá svalir og það hrundi af þakinu á svalirnar hehe og hún kom þreföld inn af hræðslu! emoticon  hún hefur ekki beðið um að fara aftur útá svalir í kvöld.
Það er annars helst að frétta úr fjöllunum að við hjónin fórum í jólagleði með vinnufélögum mínum og mikið var það nú gaman...kannski einhverjir hafi séð það á myndum.  Einnig var ég að setja inn myndir frá því á fimmtudag og föstudag..bara nokkrar sko hehe emoticon 
Ég skellti mér í sund í morgun og þurfti að byrja á því að vaða snjóinn því það hafði kyngt niður alveg helling af snjó hér í fjöllunum.
Nú er maður á fullu í jólaundirbúningi...hehe eða þannig. Að vísu búin að ákveða flestar jólagjafir, bara eftir að finna rétta tímann til að versla þær. Er ekki ennþá búin að ná í jóladótið niður í geymslu..ekki búin að setja upp jólaljós nema á svalirnar, en kveikti á smá svona jólailmkerti áðan inná klósetti..það var reyndar meira af nauðsyn því kötturinn hafði farið á salernið og þvílík lykt á eftir úff púff. Greinilega að aðlagast nýjum kattarmat...vonandi verður ekki svona vond lykt áfram hehe
Ég er ennþá að lesa Harry Potter..gengur nú frekar hægt að margra mati að minnsta kosti, en ég ætti að ná að klára bók númer fjögur í þessari viku og þá byrjar ég bara á þeirri næstu..verst að þær eru farnar að þykkna svo að það er orðið erfitt að halda á þeim. Ekki góð hönnun á þessu. Ég verð að finna einhverja laust til að halda á þessu hehe

05.12.2008 18:01

komin heim...

..þá er ég komin heim frá Skálholti. Þar áttum við vinnufélagar alveg mjög góða daga. Vorum á mjög skemmtilegu námskeiði um Miðlunaraðferðina...alveg stórmerkilegt vinnutæki.
Set inn myndi síðar í kvöld eða á morgun..fer eftir dugnaði emoticon
Annars var mar að meika það í gær í blöðunum...spurning hvort fólk hafi séð myndina af manni...er reyndar hissa ef hún hefur farið framhjá einhverjum, er alveg viss um að þeim hefur vantað uppfyllingarefni og ákveðið að setja hálfsíðu með mynd af mér hehe bara fyndið! en það er hægt að sjá þetta hér  http://vefblod.visir.is/index.php?s=2622&p=66317  en ég hvet fólk endilega til að lesa fréttina með þessu því þetta er mjög skemmtileg jólagjöf! emoticon  ok..þetta er kannski ekki alveg háflsíða...en mér leið þannig þegar ég sá hana fyrst! enda bara steingleymdi ég tannburstanum mínum heima í gærmorgun..fékk svo mikið sjokk! heheemoticon
Síðan er jólamatur um helgina en við ætlum að hittast úr vinnunni og eiga góða og notalega stund annaðkvöld með mökum okkar. Þannig að nóg framundan!

03.12.2008 22:35

smá innlit...

bara rétt að kíkja hér inn....var að koma heim rétt áðan og er að henda smá dóti ofaní tösku til að skella sér í rútu í fyrramáli og fara að Skálholti..verð þar víst fram á föstudag, þetta er auðvitað vinnutengt hehe
úps var að fatta að áskrftin mín hér á vefnum er að renna út! eins gott að borga bara núna hehe annars gleymi ég því aftur!
En ég bið að heilsa í bili...læt í mér heyra um helgina ef ég nenni...jólamatur framundan á laugardaginn emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52