Færslur: 2009 Janúar

31.01.2009 12:35

lördag..

úff janúar að verða búinn...ótrúlegt hvað tíminn líður hratt eitthvað, ég verð orðin 50 ára áður en ég veit af hehehe emoticon  Annars tek ég á móti febrúar með bros á vör enda þýðir svo sem lítið annað á þessum tímum. Ég ætla nú ekkert að röfla um ríkistjórn eða vöruverð nema það hefur hækkað ískyggilega að mínu mati.
Annars byrjaði ég daginn á því að skella mér í ræktina (já sko mína!) og hjólaði í 20 mín, fór í nokkur tæki og synti síðan 300 metra og síðan góðar teygjur og síðan bónuspokaburður uppá þriðju hæð! Þannig að bara nokkuð sátt að vera búin með þetta allt fyrir kl 11:00 hehe
Ætla nú bara að vera í rólegheitum í dag en fer síðan í kvöld með stelpunum í vinnunni að sjá Janis Joplin sýninguna í Íslensku óperunni. Við ætlum síðan að fá okkur svona smá midnight snack eftir sýningu og kjafta og slúðra hehe emoticon  Þannig að það verður bara stuð og gaman í kvöld.
Síðan á Villi 60 ára afmæli á morgun (maður tengdó) og er okkur boðið í smá veislu og við kíkjum auðvitað á það.
Farið annars vel með ykkur og njótið lífsins emoticon

27.01.2009 20:02

gamlar myndir

er að henda inn gömlum myndum frá sumarbúðum sem ég fór í 1998 til Svíþjóðar. Það var bara gaman og var ég búin að setja þessar myndir á facebook og ákvað svo að deila þeim lika með þeim sem eru bara hérna.
Enda svo sem ágætis auglýsing fyrir sumarið í sumar, en nú er verið að taka á móti umsóknum fyrir næsta sumar. Þannig að ef þið vitið um krakka á aldreinum 11 ára, 13 ára og 15 ára þá endilega látið mig vita eða fáið upplýsingar hjá mér um þetta allt saman. Það verður kynningafundur núna 3.febrúar fyrir þá sem eru að spá og skoða næsta sumar...fáið nánari upplýsingar hjá mér! emoticon

26.01.2009 20:07

stjórnmál...

mar fer nú að fá nóg af þeim...það verður spennandi að sjá hvað gerist á morgun....þetta verður eitthvað skrautlegt!
Það voru nú tveir í vinnunni hjá mér sem sögðust ætla að hittast í kvöld og stofna ríkisstjórn...ég lét þá nú vita að þá myndi ég flytja úr landi hehehehe emoticon  þeim fannst það nú bara fyndið en ákváðu nú samt að tilkynna mér það að þeir væru að grínast hehe emoticon
Það er annars bara að venju fínt að frétta úr fjöllunum...það snjóaði aðeins áðan og ætli það rigni ekki í framhaldi af því hehe
voða lítið að frétta...þorramatur hjá mömmu á laugardaginn, smá afmæliskaffi á sunnudagsmorgun og síðan var okkur boðið í kaffi hér hjá okkur í gærdag...bara huggulegt! emoticon

20.01.2009 18:49

niðurstaða....

....já hárið fauk og er nú orðin stutthærð aftur emoticon  er bara mjög sátt með þetta....svo er það spurning hvort mar getur greitt sér svona aftur hehe enda sagði klipparinn minn að þetta myndi nú ekki haldast svona því ég puntaði mig aldrei hehe sem er reyndar alveg rétt hjá honum...finnst ekkert gaman að hugsa um hárið og koma því í einhverjar skorður emoticon
Annars allt fínt í dag...ekkert búið að sprengja núna...kemur í ljós hvað gerist síðar hehe

19.01.2009 21:39

alltaf fjör í fjöllunum...

Nú er næstum því bein útsending á action úr fjöllunum....hehe en hér hefur verið mikið fjör. Það hefur verið undanfarið verið að sprengja hér í stigaganginum hjá okkur heimatilbúnar sprengjur, því er hent niður þar sem geymslurnar eru. Það hefur myndast af þessu mikill hávaði og síðast en ekki síst mikil slysahætta ef einhver skyldi nú vera niður í geymslunni sinni. Það hefur oft munað litlu...t.d var ég niður í geymslum fyrir sirka viku síðan og síðan 30 eða 40 mín síðan er hent sprengju þarna niður. Ég bíð ekki í það ef ég hefði verið ennþá niðrí geymslu, en ég hætti við að gramsa í einum kassa og ákvað að gera það síðar...sem betur fer segi ég nú bara.
EN núna í kvöld var alveg gífuleg sprenging og við hér á efstu hæð og kötturinn endaði bara undir sófa...svo mikill var hávaðinn. En loksins náðust þeir útí skóla og var tekin ákvörðun um að hringja á lögregluna og mætti hún á svæðið og ræddi við þá. Vonandi verður þetta til þess að þetta hættir.. gjörsamlega óþolandi að geta ekki labbað öruggur um eign sína.
Ég klikkað reyndar á því að fara með myndavélina á svæðið og taka myndir hehe well geri það bara næst.
Það styttist nú í svefntíma enda þreyta í manni eftir að hafa vaknað snemma í morgun í sundið. Síðan ætla ég að fara í klippingu á morgun...spurning hvort ég eigi að láta klippa mit stutt eða sítt...ef þið hafið einhverja skoðun á því þá endilega látið vita hér..ég kíki áður en ég fer í klippingu á morgun hehe emoticon

18.01.2009 19:05

helgarblogg

jæja þá er helgin að vera búin..þetta líður bara alltof hratt eitthvað. Fór í afmæli í gær og var það bara alveg stórfínt síðan voru rólegheit eftir það bara heima. Í dag kíktum við hjónakornin á skotsvæðið og skaut ég nokkrum skotum..og var bara helv..hittin, alveg í miðjuna. Síðan kíkt í foreldrahús og þar var aðalega verið að kenna móður á facebook...nú er hún orðin snillingur þar og safnar alveg fullt af vinum emoticon  bara gaman.
En það verða rólegheit í kvöld og síðan vaknað í sundið í fyrramáli. Síðan ætla ég að byrja í dansinum aftur..en ég bara gleymdi tímanum í síðustu viku..meiri bömmerinn hehe
Var hjá næringaráðgjafanum í síðustu viku og var það bara alveg ágætt..hafði ekki þyngst síðan ég var hjá henni síðast í byrjun desember heldur var það niðurávið! jibbíjey emoticon  þannig að þetta er að virka hjá mér og nú er bara að halda áfram á hörkunni...ekkert auðvelt en ég veit ég get þetta emoticon  núna þarf ég bara að drífa mig í því að bæta við smá hreyfingu...það tekur aðeins á en ég tala um það við sjálfa mig á hverjum degi þannig að þetta er ALVEG að koma hehe emoticon  en það er að minnsta kosti komið sundið 3x í viku og svo bætist dansinn við í næstu viku og svo kemur meira...þannig að ekkert svo slæmt! en veit alveg að getur verið betra hehe

16.01.2009 21:46

rólegheit....

hér eru bara rólegheit...sátt við helgarfrí...eitthvað verður brallað um helgina...er að henda inn gömlum myndum aðeins frá fjölbrautaskólaárunum...og jafnvel einhverjar gamlar myndir sem voru notaðar í brúðkaupinu í slidesjóvinu...að minnsta kosti myndirnar af mér hehe ...emoticon ..gat ekki valið úr myndunum af mér þannig að þær koma bara allar inn hehe bara um 58 stk eða svo..ætla að setja smá útskýringar við þær líka emoticon

12.01.2009 18:01

ja tja...

hva á mar að lesa með sunnudagsmorgunmatnum ef það er ekkert fréttablað?? mar bara getur örugglega ekki borðað!! emoticon

10.01.2009 12:52

frumlegt...

alltaf verið að tala um frumlega titla á bloggi..þannig að ég ákvað að hafa það frumlegt í dag. emoticon  oh mar getur verið svo fyndin...
Annars henti ég jólunum niður í geymslu í dag ásamt nokkrum pottum og pönnum sem eru sett í geymslu....ef einhverjum vantar potta og pönnur þá er möguleiki að tala við mig emoticon  Alltaf gott að taka aðeins til í skápunum hjá sér og spurning hvort það verður fataskápurinn næst...hmm það er nú ekki það mikið í honum svo sem til að henda.
Vikan hefur gengið mjög vel í mataræðinu og þokkalega í hreyfingunni líka. Ætla að fá mér nokkrar rúsínur með suðusúkkulaði í dag en það verður líka eina nammið.  Ég fór 3x í sund og synti alveg helling.  Nú er það líka viktin 1x í viku og var ég bara mjög ánægð með hana á þriðjudagsmorguninn hehe enda sýndi hún bara LO....hmm það var víst ekki mín þyngd og greyið var bara að biðja um nýja rafhlöðu..þannig að ég var kannski ekki eins ánægð á miðvikudagsmorguninn en samt þokkalega sátt...og greinilegt að þarf að gera betur...vona að viktin verði góð í næstu viku emoticon
Palli bróðir Sigga kíkti aðeins á Auris í gær eftir hnjaskið á fimmtudaginn og þurfti að rétta númeraplötuna og þá var skiltið í lagi og hélt ég þá bara að ég hefði sloppið vel..en þá sá hann að brettið var eitthvað skakkt...þannig að það hefur eitthvað gengið til og þarf að kíkja á það við tækifæri...en segi nú að það er betra að þetta færðist nú aðeins í stað þess að skemma hinn bílinn...ekki smá fegin með það! úff púff maður á nú ekki alveg aukapening til að borga svona skemmdir.
Annars verður líklega bara rólegt um helgina enda alveg búin á því eftir að henda jólunum í geymsluna...nei bara grín! emoticon  en þangað til næst farið vel með ykkur

08.01.2009 18:13

andskotinn...

þið fyrirgefið bölvið en mar má það nú stundum! hehe og sérstaklega þegar það er einhver kona sem flækist fyrir manni í umferðinni! hehe jájá held þetta sé nú í fyrsta sinn sem ég keyri á eitthvað sem er alveg 100% í órétti. En ég asnaðist til þess að nuddast aftan á einn bíl í dag. já og takið eftir bara einn! hehe  En það sást ekkert á hinum bílnum en ég passað mig á því að taka mynd af því ef eitthvað yrði reynt síðar...og númerplatan mín er svona smá beygluð..sést að auris greyið hefur lent í smá hnjaski. emoticon
En ef ég rifja um bílaslysasögur mínar þá eru þær nú ekki margar...að minnsta kosti ekki sem ég man eftir...ég bakkaði að vísu á Kaupfélagið á Hólmavík einhvern veturinn,þá var snjór yfir öllu og veggurinn var hvítur og bakvið snjóinn, alveg satt!. Síðan lenti ég í því að Daihatsu eyðilagðist eftir að annar bíll bakkaði útúr stæði en þann föstudag var ég á leiðinni í ferminguna hjá litla bróður. Annað man ég svo sem ekki...jú hvernig gat ég gleymt því úff púff...það gerðist á Daihatsu í júlí 1993/eða 1994 man ekki alveg ártalið en annað man ég hehe. En þá var ég að koma úr Hrífunesi eftir útlegu með samstarfsfólkinu úr Reykjadal. En þarna á leiðinni heim voru við bara tvö í bílnum og voru einhverstaðar á milli Víkur og Hvolsvallar og viti menn...mæti ég ekki hvítri Lödu sport á einbreiðri brú! emoticon já ég lýg því ekki en hef vitni hehe  EN helv..bílinn stoppaði ekki heldur hélt bara áfram og ég vona svo innilega að hann hafi skemmst! Daihatsu greyið slapp nú ótrúlega vel því það fór bara hliðarspegill í klessu en hann skelltist í hliðarrúðuna. Síðan var svört rönd eftir honum öllum sem var eftir dekkin á Lödu druslunni en það náðist allt af með hreinsiefni. Þannig að ég þurfti bara að kaupa hliðarspegil sem var nú svo sem ekkert auðvelt að fá akkúrat á þessum tíma en hafðist.
En ég get síðan sagt það að ári síðar fór ég þessa sömu leið og ég gat bara því miður ekki fundið brú sem væri mögulegt að mæta bíl á...en hún var þarna einhverstaðar. Sem betur fer er búið að afnema allar þessar brýr núna og þvi ekki nein hætta þegar ég fer þar um hehe emoticon
Að öðru leit er ég bara kát....jólaljósin dauð og kertin komin á fullt.

06.01.2009 17:41

þrettándinn

jæja þá eru jólin að líða undir lok og spurning hvort mar taki niður ljósin og það á morgun...skoða það...set það í nefnd!
Það kemur nú oft uppí umræðunni hjá fólki hvort það muni hvar það var á ákveðnum tíma...mér finnst líklegt að fólk viti hvar það var 11.september 2001, ég man það að minnsta kosti mjög vel.
Ég man einnig hvar ég var á þessari klukkustund árið 2004..spúkí já en þetta er eitthvað sem maður á kannski að muna...en samt kannski óþarfi hehe
En já þann 6.janúar 2004 milli kl 17:00 og sirka 18:30 sat ég á kaffihúsi í Reykjavík og var þar á blindu stefnumóti við ungann mann sem vill nú svo skemmtilega til að er eiginmaður minn í dag. Bara fyndið hehe  Við sátum á þessu kaffihúsi og spjölluðum um hitt og þetta...og hefðu örugglega getað spjallað lengur en Siggi var að fara í mat til móður sinna í tilefni af þrettándanum og einnig til að skjóta upp flugeldum...þarna vissi ég ekki að hann var sprengjuóður!  Þetta var greinilega bara ágætis deit að minnsta kosti hittumst við aftur og aftur og aftur...og erum enn saman.emoticon

Það er annars bara allt fínt að frétta úr fjöllunum...þokunni hefur létt og við sjáum til byggða hehe Spurning hvort eitthvað verði skotið upp af rakettum á eftir...að minnsta kosti er þetta búið að vera mjög rólegt núna síðustu daga og ekkert í gangi eins og er...æsast kannski leikar með kvöldinu.
En ætla að fá mér að borða smá kjúkling og salat...nú er það heilsudótið á fullu..ekkert nammi síðan á sunnudag, tek einn dag í einu hehe En er að stelast í smá kristal núna...annars verið bara ógesslega dugleg og borðað fullt af ávöxtum og salati.

01.01.2009 13:37

GLEÐILEGT ÁR!

Gleðilegt nýtt ár!

Jæja þá er nýtt ár komið og verður spennandi að sjá hvernig nýtt ár verður. En já ég eldaði Kalla Kalkún í gær og þó svo ég segi sjálf frá þá bragðaðist hann gjörsamlega geðveikt! Bara góður sko! Enda lítur hann girnilega út að minnsta kosti að minu mati hehe
 
En vonandi eigið þið góðan dag í dag! ætla að fara að fá mér smá kalkún hehe

  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43