Færslur: 2009 Febrúar

27.02.2009 20:24

gleymdi....

já það var öskudagur á miðvikudaginn og ég var bara ekki búin að setja inn mynd af mér síðan þá...hehe en ég tók daginn með stæl og mætti í búning í vinnuna og sló í gegn! (eða mér fannst það að minnsta kosti!) en ég náði samt ekki að vinna frumlegasta hattinn viðurkenninguna hehe


27.02.2009 10:28

löng helgi...

jam mín ákvað að taka langa helgi. Svo er spurning hvernig maður eyðir deginum...kannski bara í vitleysu og geri ekki neitt! Mér finnst það hljóma hrikalega vel hehe. emoticon  Ég þyrfti nú að skella mér í ræktina eða sund....er ekki alveg að hafa mig í það en stefni samt á það í dag..hef ennþá nægan tíma svo er spurning hvað gerist þegar líður að hádegi hehe er alveg komin í letistellingu og horfi á danska ríkissjónvarpið...ekki eins og ég skilji allt en það er aukaatriði...hmm nei þetta er norska ríkissjónvarpið well sami skilningur hehe var að minnsta kosti danskur þáttur í norska sjónvarpinu.
Já ég var ekki búin að segja frá nýju þvottavélinni minni (eða okkar) hehe en það endaði með því að við keyptum okkur nýja eftir að hin bilaði í síðustu viku. Það var eiginlega komin niðurstaða að það borgaði sig ekki að fá viðgerðamann (kostaði 10 þús) og svo kostaði ofaná það að meta hvað þyrfti að gera við og svo varahluti og svo vinnuna við að setja varahlutinn í...þannig að spurning hvort mar eyði hellings pening í 15 ára gamla þvottavél?!?  emoticon  Þannig að ný þvottavél birtist hér á þriðjudagskvöldið og þvær bara alveg ágætlega...vindingin er svo mikil að þvotturinn er næstum því þurr hehe

hér er gripurinn! emoticon bara hugguleg hehe  Sem minnir mig á það að ég ætla að skella í eina vél núna og reyna svo að hafa mig af stað í eitthvað annað en að gera ekki neitt...ætla nú annars að vera í fríi á mánduaginn líka.  Þetta er allt spuring um hvort mar nennir að skafa af bílnum, en kannski bráðnar af honum þegar liður á daginn emoticon

22.02.2009 19:56

átuhelgi...

þessi helgi var notuð til að borða...hehe ótrúlegt hva manni finnst gott að borða. Það voru sem sagt bakaðar bollur á laugardaginn og þær borðaðar þá hvað annað!  emoticon  Síðan bauðst okkur að fara í villbráðamatverð hjá Óla og Selmu í gærkvöldi og það var bara æði, svakalega góður matur og bara þakklæti til kokksins emoticon   Síðan var farið í bæinn í dag og endað á kaffihúsi og þar var borðað og svo bara bakaði Siggi pönnukökur síðar í dag úff púff bara sukk og svínari og greinilegt að mar þarf að henda sér á hlaupabrettið á morgun...og held bara að ég láti það gerast! ekkert múður með það sko. Það bíður tilbúið inní herbergi...vantar að vísu ennþá gardínur en fólk verður bara að þola dillubossann minn útí glugga hehe emoticon
Annars var ég að setja inn nokkrar myndir frá helginni emoticon

19.02.2009 20:50

undarlegt...

það er nú dáldið undarlegt að svima...held að mamma hafi smitað mig hehe emoticon  en já annars hefur mig svimað slatta undanfarið...en samt bara svona aðeins á morgnana og eitt og eitt um miðjan dag. Svo sló öllu við í gærkvöldi þegar svefnherbergið hringsnérist eftir að ég var búin að leggjast útaf hehe vantaði bara að það yrði fallega grænt!  Síðan í morgun hjá kíró þá gerðist það aftur og þá ákvað ég nú að það væri kominn tími á lækni. Heppin ég að fá tíma bara strax í morgun og skellti mér þangað. Það er nú ekki oft sem ég fer til læknis og hvað þá að fá einhverja svaka sjúkdómsgreiningu hehe en það var eiginlega bara fyndið. Fékk miða með mér heim með svaka nafni og bara átti að gúgla það sem væri líklega að mér. En þetta er nú bara eitthvað sem á að ganga yfir og er einhver röskun á kristöllum í innra eyra..hljómar ansi vel bara en sjúkdómsgreiningin er skammstöfuð BPPV...nenni ekki að skrifa allt inn hehe emoticon
En ætla nú að sjá hvernig ég verð þegar ég fer að sofa í kvöld..og vakna í fyrramáli hvað ég geri á morgun...hef ekki verið sérstaklega góð í kvöld..en þokkaleg bara.
Það er annars bara fínt að frétta úr fjöllunum. Mjallhvít er söm við sig og reynir að stjórna heiminum í kringum sig.

16.02.2009 17:54

mont...

bara verð að monta mig aðeins...eins og margir vita..ef ekki flestir sem lesa hér inni þá stunda ég sund svona að meðaltali 3x í viku og svo sem ekkert meir um það að segja. Ég hef svona aðeins verið að breyta um sundaðferðir og bæta við mig og breyta því hvernig ég syndi. Þannig að undanfarið hef ég verið að synda baksund og skriðsund (25 m og svo skipt um tegund). En á síðasta föstudag ákvað ég að gera smá tilraun og prufa hvað ég gæti synt skriðsund lengi án þess að drepa mig á því því ekki vil ég fá sundlaugaverðina með stuðtækið á bakkann! hehe emoticon  En viti menn...náði ég ekki bara 500 metrum af skriðsundi...auðvitað með blöðkum og var bara góð..ekkert alveg að drepast! Þannig að í morgun var bara tekið enn betur á því og synt 700 metra skriðsund og síðan 100 metra baksund til að róa sig niður þannig að eftir daginn er ég bara helv..sátt.  Finnst þetta ágætt þar sem ég komst varla 25 metra af skriðsundi fyrir svona einu og hálfu ári! hehe algjör auli þá sko!
En já búin að monta mig...annars var línudansiballið á Players bara alveg stórfínt...hefði reyndar vilja hafa meira af léttar eða miðlungs erfiðum dönsum en mar náði nú að svitna vel og þá er tilgangnum náð. Var nú að skríða heim um kl 1 og held ég hafi bara steinsofnað strax! hehe emoticon

13.02.2009 17:38

vei..föstudagur

uss enn einn föstudagurinn og ekki nóg með það heldur föstudagurinn 13! jey!  Ég ætla nú að vera svo djörf á þessum degi að skella mér á línudansiball með Árbjörgu vinkonu, og er ballið á Players..held ég hafi nú ekki farið þangað í mörg ár.
Það er annars bara það sama gamla að frétta úr fjöllunum...s.s. allt þetta fína. Hefur verið nóg að gera svo sem á öllum vigstöðvum svona dagsdaglega og nóg framundan að venju.
Engar sérstakar fréttir svo sem en ef þið vitið um börn í sumarbúðir, unglingabúðir eða unglingaskipti þá endilega látið þau vita af mér og hafa samband. Erum að fylla á löndin fyrir sumarið og það er komið á hreint að unglingaskiptin verða fyrir 12-13 ára aldur. sumarbúðir fyrir 11 ára og síðan unglingabúðir fyrir 15 ára og ég veit að þar vantar stráka. Einnig vantar stráka sem eru á aldrinum 16 - 17 og svo 17 - 18 sirka emoticon
Þannig að eigið góða helgi og verið góð við hvort annað...og já ég er búin að fá það staðfest að ég vann í áramótaleik 123.is og get því látið prenta brúðkaupsmynd á striga! jibbíjeyhey

08.02.2009 14:18

.....djamm...

endalaust djamm á manni...síðustu helgi og svo aftur núna..hvenær skyldi það svo vera næst? Spuring hvort það sé línudansiball á næstu helgi...held það..veit það betur þegar líður á vikuna.
Annars var það strandahittingur í gærkvöldi og er ég búin að setja inn nokkrar myndir frá því kvöldi. Þetta er nú ekkert voðalega mikið úrval..nennti nú ekki að labba á milli borða og taka myndir af fólki, heldur tók meira myndir af því fólki sem kom við borðið hjá okkur hehe Annars voru greinilega einhverjir fleiri að taka myndir á vélarnar mínar og er það bara flott..þannig að ein og ein mynd af mér.
Áður en við skelltum okkur á hittinginn fórum við saumaklúbburinn ásamt mökum út að borða á Tilvern hér í Hafnarfirði og mæli ég alveg með þeim stað. Fengum bara alveg dýrindis mat og vel útilátið.
En já svo sem ekki mikið að segja meir...bara afslöppun í dag að vísu búin að ryksuga alla helv..íbúðina, endalaust sandur hér inni..undarlegt.
En set hér eina mynd frá gærkveldinu svona til upphitunar ef fólk skyldi nú skoða myndirnar emoticon

06.02.2009 17:29

jey enn ein helgin!

svei mér þá...ég held það séu að koma jól...tíminn líður svo hratt hehe  Annars er þessi vika bara búin að vera alveg þokkaleg...að vísu mikil tölvuvinna búin að vera í vinnunni og skrifa bréf og skipuleggja þetta og hitt. Vorum með starfsdag í dag og tókst hann bara svakalega vel, skemmtilegir fyrirlestrar þ.e einn í morgun og svo kynnti ég ferðina okkar til Köben í apríl í fyrra. Bara gaman emoticon
Annars er ég bara góð...hef verið dugleg í sundinu að vísu sleppti ég í morgun en stefni á morgundaginn í staðinn, ekkert að klikka..þurfti bara ð gera svo mikið í morgun fyrir fundinn að ég hefði ekki náð því með því að fara líka í sundið. Þannig að bara duglegri á morgun hehe
Síðan er það sukk og svínarí á morgun en á dagskrá er að fara útað borða annaðkvöld og síðan að fara á einhvern strandahitting...emoticon lofa því að taka myndir hehe
En já svo sem mikið að frétta á þessu augnabliki en njótið helgarinnar...það ætla ég að gera emoticon

01.02.2009 11:32

Janis

Ég hef nú ekki mikið hlustað á Janis Joplin í gegnum árin og svo sem engin skýring á því. En í gær fór ég á lokasýninguna á Janis sýningunni í Íslensku óperunni og verð bara að segja að ég varð hrifin af tónlistinni. Maður þekkti auðvitað eitthvað af lögunum en sumt hafði ég ekki heyrt áður og var bara nokkuð gott. Enda líka var sagan á bakvið lífsferil hennar sem var stuttur, sem glæddi þetta ákveðnu lífi.  Hún afrekaði ótrúlega mikið miðað við að lifa aðeins til 27 ára aldurs.


Sýningin endaði á þessari mynd af Janis.


En já sem sagt gott kvöld í gær...fórum síðan á Vegamót og fengum okkur nachos og huggulegt og hlustuðum á einhverja hrikalega leiðinlega tónlist...og varð heyrnalaus í þokkabót! ótrúlegt að það þurfi að hafa þetta svona hrikalega hátt...ekki var nú neinn að dansa, fólk var bara að REYNA að spjalla en það var lítill möguleiki á því hehe emoticon  En Marina prófaði að spyrja Djinn hvort hann færi ekki í pásu...en það var víst ekki...en mátti reyna! Svo var það náttúrulega spurning hvort við værum bara of gamlar til að sitja þarna inni...kannski ekki okkar tónlist..enda nýkomnar af Janis! hehe já kannski eitthvað svollas.
En nú er það afmæli hjá Villa á eftir....síðan bara rólegheit á ég von á.
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43