Færslur: 2009 Apríl

28.04.2009 20:18

jæja viktun 2

jæja þá er mar búin að fara í viktun númer 2...gekk auðvitað ekki eins vel og síðast enda var það kannski fullmikið...en sátt samt. Samkvæmt tölum sem ég hef skrifað hja´mér þá var það 1/2 kg sem hafði farið...þær voru eitthvað að tala um 100 gr...ég gat ekki fengið það út í mínum frádrætti...en svo sem skiptir ekki máli..niður er niður.
Síðan er það næringaráðgjafinn á morgun...gaman að sjá hvað hennar vikt segir...mar er endalaust í viktunum hehe held þetta sé að verða þráhyggja hehe neinei segi svona...er bara sátt. Síðasta vika var aðeins erfiðari og kannski sérstaklega vegna þess að ég komst ekki í alla hreyfinguna mína vegna einhverjar pestar. En bæti það bara upp í þessari viku..
Búin sem sagt að synda 1 km og hjóla í 30 mínútur úti..fór og pumpaði í dekkin í gærkvöldi og hjólaði síðan heim uppí fjöllin! djí hvað það var erfitt..en hafði það af..með örlitlu labbi emoticon
Síðan er það sund í fyrramáli og spurning hvort eitthvað smotterí með Þurý seinnipartinn. ok er að gleyma mér aðeins að pikka..enda að horfa á fitubollurnar í tv..hehe mar verður að reyna að læra eitthvað til að missa meira næst! emoticon

25.04.2009 10:26

kosningar

Jæja við hjónakornin mættum snemma á kjörstað í dag og vorum búin fyrir kl 10:00! Auðvitað kusum við rétt eða ég ætla að vona það...finnst þetta ekki spennandi að kjósa núna, ekki margir sem maður treystir eftir allt þetta sem hefur verið í gangi. Gafst uppá því að horfa á formennina í gærkvöldi á RÚV og hringdi bara í Helgu frænku í staðinn, það var að minnsta kosti mjög skemmtilegt emoticon
Síðan er nú ekki mikið plan í dag...aðalega bara að slappa af og bíða spennt eftir kosningasjónvarpinu í kvöld en ég er ákveðin að horfa á það! Spurning hvort þetta verður spennandi..finnst það líklegt.
Er að ákveða mig hvort ég eigi að fara í sund núna...væri nú ekki galið að skella sér í smá stund, var reyndar algjör drusla í gærkvöldi eftir vinnu og svona, ennþá slöpp og er fullt af kvefi. En fór í sund í gærmorgun.
Best að fara að ákveða sig og skella sér svo í bónus...kaupa kannski eitthvað óhollt fyrir kvöldið...má mar það ekki svona einu sinni!?!

23.04.2009 10:52

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar kæru vinir nær og fjær!


Aldrei að vita nema það verði svona heitt! hehe  emoticon
Að vanda fínt að frétta úr fjöllunum, er reyndar ennþá hálfslöpp en er að komast á smá ról. Stefni á vinnu á morgun.

21.04.2009 19:33

viktun...

jæja þá er mar komin úr viktun hjá fitubollunum hehe en það er sem sagt viktun 1x í viku með fræðslu. Síðasta vika var bara nokkuð góð og er ég vel sátt, voru 2,7 kg niður á við þannig að nú er stefnan tekin á nokkur grömm fyrir næstu viktun.  Þarf þá að ná mér aftur í hreyfingu og koma mér úr bælinu...
Hef annars legið heima í dag í einhverri pest, kvef,háls og hiti...kom að því hef undarlega hraust síðustu mánuði og jafnvel ár eða svo...en svo tek ég þetta með stæl og tek nokkra daga..ætla að sjá til í fyrramáli hvernig mar verður. (stalst nú samt í viktunina áðan...má ekki missa af því)
En styttist í fitubollurnar í sjónvarpinu hehe ætla að horfa á þær...þær standa sig svo vel! emoticon

18.04.2009 19:31

gamlar myndir..

..var að setja inn gamlar myndir emoticon  þetta eru nú aðalega cisv myndir en síðan frá formúluferðunum okkar Helenu...Helena á nú eitthvað af þeim myndum en ég set þær nú samt hérna inn. Það var nú mikið gaman í þeim ferðum. emoticon
Já annars af fitubollufréttum...þá hefur mar bara verið nokkuð dugleg...farið í gönguferðir í vikunni og gjörsamlega að drepast úr harðsperrum...emoticon síðan hef ég bara staðið mig helv.vel í matnum. Ekkert súkkulaði og gos alla vikuna. Ekkert nammi ennþá en fékk mér 1/2 líter af kristal með pizzu í kvöld. En leyfi mér smá sukk svona á laugardegi...en heimatilbúin pizza emoticon 
Síðan er að mæta í viktun og huggulegt á þriðjudaginn...verður spennandi að sjá hvernig hefur gengið fyrstu vikuna emoticon
Annars snýst allt um CISV þessa dagana..enda brjálað að gera og endalaust að bætast við búðir og fólk...það verður hægt að segja að CISV á Íslandi slái met í ár því aldrei hafa eins margir þátttakendur tekið þátt í ferðum eins og í sumar. Við erum sem sagt í dag að senda í 9 búðir fyrir 11 ára krakka (4 krakkar í hverjum hóp + fararstjóri), 2 búðir fyrir 14 ára unglinga (4 unglingar í hvorum hóp + fararstjóri), 1 unglingaskipti fyrir 12-13 ára (10 unglingar + 2 fararstjórar), 1 unglingaskipti fyrir 14 ára (6 unglingar + fararstjóri) og síðan er jc og 2 í seminarbúðir.  Ekki smá flottur hópur! emoticon  Ekki er síðan ólíklegt að við fáum 1 búðir í viðbót fyrir 11 ára.  Þannig að það er ennþá möguleiki að sækja um fyrir 11 ára ef einhver hefur áhuga að komast á biðlistann.
Að vanda er fínt að frétta úr fjöllunum og talið niður í sumarfríið hehe emoticon 

14.04.2009 22:15

komið að því....

....já nú verður tekið á því af hörku..byrjuð í fitubolluátaki og verður tekið á því!! hehe emoticon  mar bara verður að standa sig núna og ekkert múður...leyfi ykkur að fylgjast með hérna..það kannski heldur manni við efnið líka..þannig að þið verðið bara að þola það! enda svo sem ekkert margir að lesa þetta bull frá mér hehe emoticon 
Það er annars bara fína að frétta úr fjöllunum og verður farið á sumardekkin á morgun..þannig að yrði alveg týpískt ef það færi að snjóa aðeins á næstu dögum. 
Annars verður svakalega flottur sumarmarkaður í vinnunni á föstudaginn þannig að endileg allir að mæta. Starfsmannafélagið Hallgerður verður einnig með fjáröflun í gangi þannig að koma líka að styrkja næstu námsferð okkar! emoticon
Þeir sem vilja fá póst um þetta verða að láta mig vita emoticon

10.04.2009 18:03

langur dagur....

var ekki alltaf kvartað undan því hér í gamla daga að föstudagurinn langi væri svo langur...hehe well hann hefur að minnsta kosti ekkert styst! emoticon  þvílík speki!
Annars er mar bara í rólegheitum í dag...held meirað segja að ég hafi sofnað yfir sjónvarpinu áðan...asskoti gott! Svo sem fínt að slappa af núna, fórum að heima fyrir hádegi í gær og komum heim í gærkvöldi einhverntíma.  Fórum í 3 heimsóknir þannig að það var nóg að gera. Enduðum daginn í mat hjá Óla og Selmu.  Enginn sem bauð í mat í kvöld þannig að það verður eitthvað einfalt nenni ekki að standa í einhverri eldamennsku í dag..annars var nú alltaf talað um að það ætti að vera fiskur á föstudaginn langa...en ætla að brjóta þá reglu í dag..verður bara síðar hehe
Það er svo sem ekki mikið að frétta úr fjöllunum...auðvitað átti mar að fara í gönguferð í dag í góða veðrinu en því miður þá bara komst ég ekki...skil ekkert í því emoticon  hehe
Ég fór í þetta fína afmæli á miðvikudagskvöldið en það varð einn úr vinnunni minn 40 ára og get ég loksins sagt að ég hafi verið í partýi með heilu handboltaliði..og jafnvel einu og hálfu hehe því það voru þarna nokkrir gamlir leikmenn úr liðinu.  Þarna var í boði þessi fína gúllassúpa og geðveikt brauð.
Ég var aldrei búin að setja inn myndir frá síðustu helgi en við hjónakornin fórum á rúntinn þá á Reykjanesið...ætla að skella mér í að setja inn myndir núna, var að prófa og fikta ýmsilegt.  Fólk má alveg segja hvað því finnst um þessar myndir...bæði gott og slæmt hehe emoticon

04.04.2009 13:07

enn ein helgin...

..hvar endar þetta eiginlega! endalausar helgar hehe emoticon   nú styttist í páskana og því 3 vinnudagar í næstu viku jibbíjeyhey.  Það verður nú bara rólegheit þessa páskana enda að spara orku fyrir sumarfríið hehe nei segi það nú kannski ekki heldur ágætt að slappa af heima. Mar tekur nú örugglega einhverja rúnta og heimsóknir.
Annars fékk ég að vita í gær að við hjónakornin getum farið í brúðkaupsferðina til Eyja hehe en við fengum úthlutað íbúðinni hjá BHM þar. Verður bara gaman, hef ekki komið til eyja í mörg ár og Siggi hefur aldrei komið þangað. Margt að skoða og skemmtilegt.  Sem sagt brúðkaupið og brúðkaupsferðin er í boði BHM hehe bara fyndið, þyrfti eiginlega að senda BHM myndir úr brúðkaupinu og þegar ferðin er búin.  Já fyrir þá sem ekki vita þá giftum við okkur í Brekkuskóg og leigðum þar þjónustumiðstöðina og bústaði hjá BHM.  Bara fyndið emoticon
Það er að vanda bara þetta fína að frétta úr fjöllunum. Maður sefur, borðar og mætir í vinnu og borgar skuldir...lítið annað að gera svo sem.  Ég fer í mitt sund 3x í viku og farin að synda allt að 1 km skriðsund á góðum degi annars svona 800 m skriðsund...síðan er það búið að vera dansinn 1x í viku. Spurning hvort mar ætti að fara að nenna að taka sér hér smá göngutúra í fjöllunum...einnig þyrfit mar að fara að draga hjólið út dag og dag..já marg hægt að gera og svo er þetta spurning um framkvæmd.  emoticon

Austurríki 1997 gúdsígúdsí geitin mín
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43