Færslur: 2009 Júní

29.06.2009 18:01

.....

ég hef greinilega ekki staðið mig í þessu bloggi...það er víst komnir meira en 2 daga í fríi og meira en 3...þannig að ég set eitthvað hér niður á blað.
Síðasta vika leið hrikalega hratt eitthvað og var sund og líkamsrækt stunduð nokkuð reglulega þá vikuna, auðvitað var ekki sól þegar ég var í pottinum..en alltaf þegar ég var komin uppúr! hehe
Annars svo sem ekki mikið að frétta...styttist í Eyjar...jíha. Vonum bara að verði gott veður...að minnsta kosti að verði lítil rigning...alveg sama með annað hehe
Já gleymdi víst líka síðasta þriðjudegi...viktun mar...hún fór nú ekki vel og þurfti ég að borga sekt...enda helv..ættarmót helgina áður helv..vesen. En vonandi næ ég því aftur á morgun...læt vita. En það verður síðasta viktunin hjá mér þar sem ég missi af einni (þegar ég er útí eyjum). Hef nú svo sem ekki verið í besta átinu þessa vikuna....enda ekkert grín þegar mar er ekki í vinnunni og hefur rútínuna þar. En þetta hlýtur að reddast...eða vonandi :)

22.06.2009 15:56

dagur 1

vá hvað það var nú gott að kúra aðeins frameftir í morgun...enda sumarfrí :) það endaði með því að bakið sagði bara nei takk, drullaðu þér frammúr hehe
Annars er ég að setja inn fleiri myndir sem voru teknar á litlu vélina og einnig að setja inn smá myndbönd sem ég tók líka...endilega kíkið á þau :)
búin að fara í sund og svona í dag huggulegt að sitja í heita pottinum á eftir og sólin lét meirað segja sjá sig :)

21.06.2009 20:40

SUMARFRÍ! :)

já það er byrjað sumarfríið...bara huggulegt...en líður nú samt ekkert þannig eins og það sé byrjað..skrítið!
Annars var ég að koma af þessu glæsilega ættarmóti sem var um helgina. Mikið var skemmt sér og mér sýndist bara allir hafa gaman af ...að minnsta kosti sýna myndirnar það..bara svona rétt yfir 400 stk eða svo...
Það var farið í siglingu og síðan var góður matur og ball og sungið og já bara spjallað og haft gaman.
En já hvað á svo að gera í sumarfríinu...ætli mar taki ekki bara ræktina á þetta næstu daga..enda veitir ekki af eftir helgina..væri til í að hafa viktun á fimmtudaginn..ekki á þriðjudaginn! hehe Þannig að maður verður bara að vona það besta þá ;)

16.06.2009 19:38

júhú...þriðjudagur...

já það er kominn enn einn þriðjudagur! rosalega líður tíminn hratt eitthvað...fitubollunámskeiðið fer að taka enda...að vísu 3  viktanir eftir. En svona til að klára þetta þá fóru 1,1 kg í burtu núna...bara sátt með það auðvitað held reynar að ég hafi gleymt að blogga síðast...en þá þurfti ég að borga 400 kr...þar sem það höfðu víst komið 400 gr...þannig að tók þau og rúmlega það núna :)
Er sem sagt búin að reikna það út að ég hef misst 6,3 % held ég...er það ekki bara ágætt? mér finnst það..
Annars já hvað skal segja, lífið í fjöllunum er allt við það sama, kattarkvikindið hefur það ágætt ef hún fær að fara útá svalir að eigin ósk.  Styttist hratt í sumarfrí núna...bara tveir vinnudagar eftir. Ekki slæmt að fá svona einn frídag fyrir sumarfrí.
En ætla að vanda að glápa á fitubollurnar í tv á eftir..kannski mar reyni að vaka eitthvað lengur í kvöld...spurning hvort það takist...ekki verið auðvelt undanfarið :)

11.06.2009 20:20

atjú....

jam mar er byrjuð að hnerra aftur þetta sumarið...það ætti að banna garðslátt! hehe  En já það er nú búið að taka tímann að ná í ofnæmislækninn...hringdi á miðvikudaginn í síðustu viku og hef síðan þá verið með gsm símann í hendinni...ef hann skyldi hringja!  Hmm ekkert heyrðist frá honum og ég hringdi aftur á mánudaginn..og hef verið með símann í hendinni síðan ef hann skyldi hringja...jájá það borgar sig. Í dag lenti ég í því að síminn minn var að verða batteríslaus í vinnunni og ég setti hann í hleðslu í svona sirka hálf tíma eða svo...fór af skrifstofunni í smá tíma og viti menn! á meðan hringdi auðvitað ofnæmislæknirinn!!! hver annar!!! hehehehe  bara fyndið...tók því að halda á gsm símanum í heila viku!
Annars já fór ég og Arnþór í sjósundið í gær og var mikið stuð...maður tók bara baywatch hlaupið á þetta og skellti sér í fyrstu tilraun á sundið. Síðan var það bauja númer 2 sem var tekin með stæl en það var smá öldugangur og skvettist helv..sjórinn uppí mig! mar ætti kannski bara að fá sér svona grímu svo mar þurfi ekki að drekka þetta.
En maður er ennþá að stunda sundið í Ásvallalaug núna...þar sem suðurbæjarlaug er lokuð :( sakna hennar.  En ég lét mig hafa það að synda í 50 metra hlutanum..einn kostur ég þurfti ekki að telja eins margar ferðir hehe
Styttist í sumarfrí...eins og er talið í vinnunni þá eru ekki nema 5 virkir dagar...eða á morgun 4 virkir daga :) jeyhey sko...

07.06.2009 12:37

styttist í frí..

já að styttist í sumarfríið..tvær virkur sirka bát eða 9 vinnudagar hehe maður reynir að stytta þetta eins og mögulegt er og telur bara dagana sem þarf að vinna :)
Það er annars bara búið að vera nóg að gera undanfarið bæði í vinnu og utan vinnu. Cisv á fullu spítti núna og vonandi allt að smella saman þessa dagana. Það ætti ekki að vera nema sirka einn fundur eftir hjá CISV..svona formlegur en síðan er það bara símadæmi hehe sem er svo sem nóg að gera í. Fyrstu hóparnir eru bara að fara út núna um miðjan þennan mánuð.
Ég var annars í útskrift hjá Helenu systir í gær og er hún nú orðin einkaþjálfi og var hún rosalega flott í gær :) auðvitað hvað annað.


Nú hefst síðan ný vinnuvika og mun ég næstu tvær vikurnar verða matráður þar...bara gaman ætla að elda einhverja gómsæta rétti...sem sagt bara það sem ég kann að elda hehe þannig að ég get ekkert endilega lofað einhverju hollu..en gott verður það.
Ágætt að taka svona eldhúsdaga fyrir fríið.  Verður þá kannski fljótar að líða....hva ég er ekkert að bíða eftir fríinu...langar ekkert í sumarfrí! hehe je right!

03.06.2009 19:24

sjórinn...

....var bara nokkuð góður í dag...ekkert svo kaldur.  Synti næstum því að bauju nr 2...vantaði nokkra metra. Tek þá í næstu viku hehe. Hefði alveg svo sem getað synt lengra...Arnþór var búinn að synda þetta þannig að ég syndi samferða honum næst...sem sagt ég tók aðeins lengri tíma að koma mér í sjóinn..en óð síðan bara beint útí og byrjaði að synd! ógesslega góð þó svo ég segi sjálf frá. hehe

02.06.2009 20:27

eru ekki allir að bíða?....

já audda það er þriðjudagur hehe ég greinilega blogga ekki nema á þriðjudögum og svo jú á miðvkudögum ef ég fer í sjósund...bara til að segja hvað ég er frábær!
En annars þá hjólaði ég í vinnuna í morgun og er gjörsamlega búin á því núna, hjólaði líka í viktuna og og svo audda heim.  Er alltaf ferlega ánægð þegar þetta er búið..en svakalega var þetta erfitt eitthvað í dag...en vil samt taka það fram að ég hjólaði alla leið í morgun..hef yfirleitt þurft að labba eitthvað smá...svona aðeins upp brekkur hehe en í dag..ekkert labb !
En já að viktuninni...bara sátt eftir vikuna...500 gr af, þannig að ekkert að borga. Hefði örugglega verið meira ef ég hefði ekki borðað svona köku í afmælinu hennar Helenu! :) en hún var þess virði. hehe
Þannig ef mar nær að halda þessu svona sirka áfram þá nálgast ég markmiðið sem ég setti mér í þessu fitubollunámskeiði...sem var 10 kg..er komin í 6,6 núna :) og það eru held ég..5 vikur eftir...hmm þarf samt aðeins að taka á því núna síðasta spölinn því ég missi jafnvel af tveim síðustu viktunum...en það skýrist síðar.  Bölvað vesen að fara í sumarfrí hehe
Annars stendur til að þetta haldi áfram í haust og er ég alvarlega að hugsa um að skella mér....þetta er alveg ágætis aðhald og ég þarf það greinilega.
En já síðan er planið að fara í sjósund á morgun...þannig að ef einhver vill vera memm þá verðum við nokkru þarna á tímabilinu 17 - 18 eða svo...
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43