Færslur: 2009 Ágúst

30.08.2009 12:06

sunnutunnudagur....

jæja þá fer alveg að líða að nýjum mánuði..svakalega er þetta fljótt að líða...Annars hefur þessi vika verið bara alveg ágæt verið nóg að gera í vinnunni enda var markaður á fimmtudaginn sem gekk alveg glimrandi vel! Ég eiginlega missti bara af honum þar sem ég kom ekki fyrr en eftir vinnu og þá var víst fólk búið að vera alveg kaupótt og brjálað að versla...og það bara hreinlega seldist allt saman upp! Það lá við að það seldust eigur starfsmanna....vissara að passa dótið sitt...svo brjálað var þetta!
Í gær fór ég að horfa á Helenu systir keppa í Boot camp keppni með liðinu sínu. Þeim gekk alveg ágætlega nema það var dómaraklúður í gangi...helv..vesen..annars hefður þær örugglega átt góða möguleika á verðlaunasæti. Set inn myndir á eftir :)
Síðan var mar bara vöknuð spræk í morgun og ákvað ég að skella mér í smá göngutúr og haltraði ég hann á sirka klukkutíma...er sem sagt frekar slæm í hnéinu og hef verið það núna í sirka tvær vikur eða svo...og fer ekki batnandi...þannig að spurning að bögga lækni með þessu, ætli hann segi mér bara ekki að ég sé orðin svona gömul og þetta sé eðlilegt..mér finnst þetta bara ekkert eðlilegt! hehe Vil geta hreyft mig án þess að vera með kvalir í hnéinu..er meirað segja með verki bara þegar ég sit..
Er að horfa á formúlu með öðru auga..þetta eru búnar að vera ótrúlegar keppnir undanfarið...spennandi og allt það, ótrúlegasta lið vinnur keppni eða fær ráspól og t.d í dag er spurning hver vinnur...byrjaði ekki vel hjá mínu liði og þeir hafa gjörsamlega drullað á sig þetta árið.
En ætla að fara að kíkja á spelt/heilhveitibrauðið sem er í ofninum...hlakka mikið til að fá mér nýbakað brauð ummmjammsí :)

26.08.2009 19:55

jæja...

þá er mar komin úr viktun þessa vikuna....bara nokkuð sátt með vikuna fóru 1,3 kg...ekki slæmt og fituprósentan lækkaði á milli vikna...ætla að taka hana vikulega líka :)
Annars er að vanda bara fína að frétta úr fjöllunum....same old :)
Ég vil síðan minna fólk á Sumarmarkaðinn á morgun sem verður haldinn í Stjörnugróf (Bjarkarás) milli kl 14 og 18. Þar verður hægt að verla alveg ótrúlegustu hluti...t.d nýbakað brauð, hummus, lakkrís, sultur ýmiskonar, gjafavörur, grænmeti, heimilisklúta, handklæði, hárklæði, bónklúta og já fleira og fleira og fleira! :) bara mæta á svæðið og versla! og hana nú! hehe
þangað til næst...hafið það gott :) og njótið rigningarinnar hehe

22.08.2009 18:38

myndlist

Endilega kíkið á Kaffi Reykjavík, 2.hæð og skoðið myndir eftir Ásu vinkonu...Tekur sig vel út :)

Fór sem sagt að menningast í dag í ca 4 tíma....skoðaði stjórnarráðið en náði ekki að setjast í stólinn og stjórna landinu...kíkti í ráðhúsið, sá línudans, haffa haff með mislélegum dönsurum...og svo eitthvað sitthvað meira....var léleg að taka myndir hehe bara af Ásu og myndunum hennar....en set þær ekki inn fyrr en á morgun, þegar fólk er búið að fara að skoða hehe ;)

21.08.2009 17:10

nokkrar myndir....

var að setja nokkrar myndir frá fótboltaleik sem ég fór á á miðvikudaginn...mikið fjör þar auðvitað og lét mar aðeins heyra í sér! hehe bara pínu.
En þetta var mikið stuð og komst liðið áfram í næstu umferð...spurning hvenær sá leikur er...bíð spennt :)
En já annars er fitubolludæmið byrjað aftur...en þetta heitir nú reyndar áskorun...þannig að það var stígið á viktina í fyrsta sinn síðan lok júní...kom ekkert of vel út..en það þýðir bara meiri vinna næstu vikurnar..hvenær skyldi mar ná að halda því mar missir...kannski þegar aginn verður betri!?!

16.08.2009 20:33

ekki að standa mig...

...voða leti er þetta í manni að nenna ekki að blogga...ekki svo sem mikið að gerast það er bara vinnan og svo afslöppun...á milli þess sem ég fer í sund. Náði að fara 4x í þessari viku sem er bara asskoti gott.  Ætla svo að verða duglegri að fara í tækin líka...hef sagt þetta áður og ætla að gera enn eina tilraun hehe finnst það bara svo leiðinlegt en þarf á því að halda ef ég ætla að ná einhverjum kílóum af mér í viðbót.  Ætla að fara aftur í svona áskorun eins og ég var í frá apríl - júlí en hún byrjar bara núna á miðvikudaginn! Það er enginn friður að sukka...vona að ég hafi nú ekki þyngst mikið í sumar þó svo mig gruni að eitthvað hafi troðið sér á mig!  En það verður þá bara að taka það strax í burtu og meira til! Þannig að kannski verð ég dugleg að setja inn einhverjar upplýsingar um hvernig gengur...ef fólk hefur áuga á því.
Já kattarkvikindið hún Mjallhvít er auðvitað enn að og vill stjórna heimilinu...gengur ágætlega bara hjá henni. Fær slatta af flugum þessa dagana en sumar ekki auðveldar að nálgast.
En læt þetta bull duga í bili...læt heyra í mér fljótlega.

08.08.2009 19:42

gaypride

Skellti mér á gaypride í dag með Árbjörgu og Sveindísi. Þetta var bara hin glæsilegasta ganga og mikið stuð á meðan hún fór hjá. Auðvitað saknaði maður þess að sjá ekki Pál Óskar...en maybe next year! :)
 
Smá sýnishorn, síðan er meira inná albúm audda!

En við enduðum daginn á að fara í kolaportið og fá okkur að borða smá...enda orðin svöng eftir allt þetta rölt.
Síðan er bara rólegheit í kvöld....kannski smá nachos...

03.08.2009 21:25

sumarfrí að líða undir lok....

jæja það er víst ekki hægt að horfa framhjá því að sumarfríi er að vera búið...það er víst vinna á morgun...úff púff hvað það verður örugglega ekki auðveldur dagur! hehe en þá bara meira gaman þegar hann er búinn...er að spá í að skella mér í sund bara í fyrramáli og vonandi verð ég þá eitthvað ferskari á morgun! hmm kannski bjartsýni.
Annars hefur þessi helgi bara verið í rólegheitum...eiginlega bara vakað eitthvað frameftir yfir tv og síðan sofið aðeins lengur en vanalega...bara huggulegt.  Í gær var farið í Kolaportsferð með tengdó og hennar eiginmanni :)  og einnig farið útá Seltjarnarnes og gefa öndum, gæsum og álftum smá brauð...bara gaman. Fannst álftirnar aðeins of aðgangsharðar og voru þær að reyna að rífa af manni pokann bara..en gaman að því bara líka. Endurnar voru líka alveg óðar...sérstaklega ungarnir sem voru þarna hehe. Svo má ekki gleyma því að tengdó sá þarna einhverjar jurtir og týndi þær auðvitað....hvað annað hehe

Hér eru frekjudósirnar :)

En já best að fara að týna til sunddótið...og já vinnudótið líka..finna vinnulyklana hehe mar setti þá í einhverja geymslu í júní...eins gott að mæta ekki lyklalaus á morgun!
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43