Færslur: 2009 Október

28.10.2009 21:55

jey blogga á réttum degi....

hehe jamm alltaf dugleg sko. Enda kom ég beint heim núna eftir viktun og kannski þess vegna sem ég man eftir því að blogga..þó svo sé dáldið síðan ég kom heim.
Annars gekk viktunin bara helv..vel..að minnsta kosti var ég mjög sátt. Það voru 500 gr niður eftir vikuna. Þannig að nú er bara að halda áfram á sömu braut og þá kemur þetta hægt og rólega.
Var á fyrsta stjórnarfundi CISV í dag og var hann bara mjög góður. Þetta var fyrsti fundur eftir aðalfund og meiri hluti stjórnar nýr. Við skiptum með okkur verkum og tók ég við sem formaður félagsins. Verður bara spennandi verkefni og alveg örugglega skemmtilegt. :)

26.10.2009 19:11

eitthvað að klikka...

var að fatta það að ég klikkaði alveg á blogginu síðasta miðvikudag...það er ekki af því að það gekk illa þann dag í viktun..bara alveg óvart en bæti úr því hérna.  Annars já gekk viktun síðast bara alveg ágætlega...það fóru alveg heil 400 gr. Er bara mjög sátt með það...fóru þessi 200 sem komu síðast (eftir afmælið) og fóru 200 í viðbót..er hægt að biðja um meira.
Svo er nú spurning hvort ég hafi náð þessum 400 á mig aftur á föstudaginn..það var sko dagur átsins hehe en hádegið byrjaði með þessari dýrindis pörusteik (purusteik) og síðan var sko súkkulaðikaka í kaffinu (fékk mér bara smá) síðan smá pizzusneið um kl 18:00 úff og síðan var saumó um kvöldið ha...er hægt að hafa það betra! :) en mikið var það nú gott jammsísko
Kíkt í heimsókn til Stjána og Boggu um helgina og þar var nú popp og smá nammi...en reyndi nú að passa mig! :)  hehe
Komst loksins í að horfa á Karlar sem hata konur en fékk hana í afmælisgjöf. Hún er nú alveg þrælgóð...en fannst vanta dáldið mikið inní myndina..svona er þegar mar er búin að lesa bókina hehe þá vill mar fá meira! En síðan er stefnan tekin á það að fara á mynd nr. 2 í vikunni.
Já ég fór í svínaflensusprautuna á fimmtudaginn og úff púff hvað mér varð illt í hendinni...er svona með skásta móti í dag og fór í sund í morgun. Hef ekki getað farið síðustu daga vegna verkja. En þetta er nú vonandi bara búið núna og verður tekið á því í sundi og kannski tækjum í vikunni og vonandi verður viktin góð við mig...að minnsta kosti var viktin í sundinu góð við mig í morgun :) ánægð með hana sko!
Mikið svakalega líður tíminn annars...það eru bara alveg að koma jól...þetta líður of hratt fyrir minn smekk hehe

14.10.2009 20:05

jæja miðvikudagur..

jæja þá er mar orðin 41...ótrúlegt finnst eins og hafi gerst í gær þegar ég fæddist hehe :)  Annars átti ég frábæran dag í gær...alveg frá kl 8 - 24! fékk mörgum sinnum afmælissöng í vinnunni...köku...pizzu..köku...meiri kökur..vöfflur..úff og svo viktun í dag!! átti nú ekki von á góðu ennnn er bara nokkuð sátt! hefði getað verið verra ef mar tekur Pollýönnu á þetta hehe
En ég þurfti að borga 200 kr fyrir sukkið í gær þannig að sátt....en það minnkaði fituprósentan og það fóru einhverjir sentimetrar síðan fyrir 4 vikum síðan. Þannig að ég myndi nú halda að þetta væri allt á réttri leið...eða hvað?!?
Annars nóg að gera framundan...en aðalmálið er auðvitað á föstudaginn þegar það er bleikur dagur í vinnunni! nú þarf mar að fara að raða saman því sem komið er svo mar líti ekki út eins og fífl hehe :)

12.10.2009 18:38

fyrir ári....

fyrir ári síðan var ég að hamast við að baka og baka og baka...úff púff...enda þá að verða fertug...finnst eins og þetta hafi verið í gær! skil ekkert hvað tíminn líður! Ætla að njóta síðasta fertugskvöldsins í rólegheitum...skelli kannski í eina köku svona ef það skyldu koma gestir á morgun ( þeir kannski koma ef þeir vita af köku) hehe annars get ég borðað hana bara sjálf! :)
Það hefur svo sem verið bara rólegheit...ótrúlega löt eitthvað, en afreka nú samt eitthvað svona inná milli..að minnsta kosti þvottur og smá þrif inná milli letinnar :)

08.10.2009 20:29

vikulega bloggið...

var ég ekki búin að lofa því að vera duglegri að blogga??? eitthvað er ég að svíkja það...en að minnsta kosti 1x í viku. Enda svo sem lítið að gerast í fjöllunum...nema það snjóaði alveg helling og mar á sumardekkjunum en komst þó í vinnu, enda engin umferð þegar ég fór af stð og hafði nægan tíma til að koma mér áfram hehe
Annars var jú auðvitað viktun í gær og loksins er eitthvað að gerast og fóru alveg 1,4 kg...enda enginn saumaklúbbur, matarklúbbur eða einhver átveisla á þriðjudagskvöldið...bara í gærkvöldi eftir viktun hehe þá var matarklúbbur og var þetta dýrindis hreindýrakjöt á boðstólnum, bara gott!
Þannig að nú er bara að stefna á að minnsta kosti 500 gr í næstu viku..helst ekki mikið minna en það en auðvitað er ég sátt við hvað sem fer...en ekkert sem kemur! vil ekki svoleiðis aftur! :)
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43