Færslur: 2009 Nóvember

28.11.2009 20:55

tíminnn....

maður verður hálf hugmyndasnauður í titli þegar tíminn líður svona hratt...en hef alveg klikkað á miðvikudagsblogginu en hef haldið áfram að mæta í viktun vikulega og síðast fór 1 kg...bara sátt með það og vonandi fer meira næst :)
Annars hefur verið meira en nóg að gera síðustu daga, brjálað að gera í vinnunni svona fyrir jólin, bæði verkefnalega og síðan í undibúningi fyrir næsta ár, sumarfrí og svona.  Síðan var jólamarkaðurinn í dag og gekk hann bara nokkuð vel. Fullt af skemmtilegu fólki kom og heilsaði uppá okkur og auðvitað að versla við okkur líka :) bara gaman að því.  Einnig hefur greinilega mikið af fólki horft á okkur í sjónvarpinu á fimmtudaginn og mikil ánægja með þann þátt. Við erum mjög sátt með hann líka við í vinnunni. Reyni að setja link hér á eftir...ef það tekst hjá mér :)
Síðan var afmæli í dag en Júlía varð 3ja ára á síðustu helgi og veislan í dag, mikið stuð hjá henni.
Ætla síðan bara held ég að slappa af það sem eftir er helgar...enda bara drulluþreytt eftir vikuna, nóg framundan í næstu viku líka..matarklúbbur á miðvikudag, fundur á fimmtudag og ég held eitthvað starfsmannadjamm á föstudag! :) júhúogjeyhey
En hér ætti að vera linkur á þáttinn á fimmtudaginn ef einhver hefur misst af gömlu celeb eins og Ingólfur frændi orðaði svo vel á fésinu...HÉR

14.11.2009 12:45

miðvikudagsblogg...seint og um síðir!

jæja ég er ekki alveg að standa mig með miðvikudagsbloggið enda nóg búið svo sem að vera að gera :)  en annars er viktunin lokið í bili..en er að spá í að halda áfram í 4 vikur í viðbót...yrði örugglega bara gaman en spurning að taka þetta af meiri alvöru núna og audda ekki borga neina sekt!
Ég kikti á útgáfutónleika í gærkvöldi á Cultura og þar var hlustað á hljómsveitina Huld og síðan á Bödda. Þetta voru bara alveg ágætis tónleikar og gaman að hlusta svona. Síðan var farið á Dubliners og hlustað á tónlist. Þetta var mikið stuð og skemmti ég mér stórvel með Sigga og Dóra...:)

05.11.2009 18:03

miðvikudagur.......

...ok hann var í gær...þannig að þá er það uppfærsla á viktinni...það fóru 400 gr þessa vikuna og er bara drullusátt með það. Þannig að þetta kemur hægt og rólega.
Alveg við hæfi að halda matarboð á eftir og eta á sig gat hehe...þannig að við hittumst fjórar vinkonur og fengum okkur ærlega að borða. Fengum okkur svokallaðar franskar pönnukökur með allskonar huggulegu meðlæti inní...úff byrja að slefa ef ég held þessu áfram þannig að er hætt að tala um matinn í gær hehe
Annars er fína að frétta úr fjöllunum..allir hressi nema Mjallhvít fékk eitthvað ofnæmiskastið og bólgnaði að vanda upp og er nú hálf hárlaus bak við eyrun vegna kláða. Hún er nú öll að koma til enda fékk hún ofnæmislyf á þriðjudaginn.
Nú er framundan að fara á fund á eftir hjá CISV, alveg ótrúlega mikið að gerast þar og nóg framundan, bara gaman.

01.11.2009 15:09

pappír

jæja við skötuhjúin höfum náð því að eiga 1 árs brúðkaupsafmæli...er það ekki pappírsbrúðkaup! :) svaka huggulegt.  Ekki svo sem mikið gert í tilefni dagsins en skellti mér nú samt í bakarí í morgun og keypti eitthvað gott með morgunkaffinu...og fleiri matartímum hehe  Svo er nú spurning að borða eitthvað gott í kvöld.
Annars byrjaði ég daginn á því að synda 1 km og var það alveg ágætis sprettur. Núna þýðir ekkert annað en að taka sig í þessu dæmi og koma sér í betra form. Hef verið löt síðustu 3 daga en það gengur eiginlega ekki sko! Þannig að það verður sund næstu daga hehe og spurning um smá tæki...skoða það.
Ég fór í gær og keypti mér kjól...var alltaf að spá í að kaupa mér í einhverjum lit en endaði á því að kaupa mér svarta kjól þannig að nú get ég notað hann svona bara við ýmsar athafnir, skemmtanir eða hvað eina. Nokkuð klassískt og já það sparar að kaupa svona fjölnota.  Ég get líka stytt hann ef ég vil því það er einhver teygja neðan á honum...mjög hentugt, get t.d notað sem bol við buxur.
jamm og já...svo sem ekki mikið meir að frétta úr fjöllunum, lífið gengur sinn gang...vinna, saumaklúbbar, matarklúbbar og viktun og já bara ýmsilegt.  Er að fara í 50 ára afmæli á morgun þar sem er gert ráð fyrir ákveðnum fatnaði..þ.e vera í svörtu með einum lit...kannski ein af ástæðunum að ég fékk mér svarta kjól hehe ;)
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43