Færslur: 2009 Desember

31.12.2009 14:14

Árið 2009.....

já árið....það hefur liðið bara ljúft og hefur aðal markmið ársins verið að lifa það af...:) og það tókst og horfi ég björtum augum til ársins 2010. Verður örugglega spennandi og ögrandi ár. Hef trú á því að þetta verði sláandi skemmtilegt ár.
En svona það helsta á þessu ári...held það hafi ekki mikið gerst enda kláraði ég allt á árinu 2008...þ.e varð fertug og gifti mig hehe.  Þetta árið varð ég auðvitað 41 árs mér til mikillar undrunar. Við fórum hjónin í gott sumarfrí og eyddum því að hluta  á Höfn og í sveitinni fögru Bjarnafirði. Þar áttum við alveg yndilegar stundir og fórum einnig í Árneshreppinn en Siggi hafði ekki komið þangað áður. Annars leið árið bara í rólegheitum og var mín dugleg í sundinu þó svo fleiri kíló hefðu mátt fjúga þetta árið þá verða þau bara fleiri á næsta ári hehe sem sagt eitt markmið komið! 
CISV árið var viðburðaríkt enda hefur CISV á Íslandi aldrei sent eins marga þátttakendur í búðir eins og þetta sumar, þar af leiðandi voru gífulega margir fararstjórar sem þurfti að þjálfa þannig að ég hafði nóg að gera í því! Það var auðvitað bara skemmtilegt og frábært fólk sem tók þátt þetta sumarið.  Eftir sumarið var haldinn aðalfundur og í framhaldi af því tók ég við sem formaður CISV á Íslandi og sé fram á viðburðaríkt ár í framhaldi af því. Er að starfa með mjög skemmtilegu fólki í stjórninni og margt framundan.
En nú er mín byrjuð að elda kalkúninn fyrir kvöldið...er búin að vera að passa uppá að kötturinn éti hann ekki í heilu lagi í allan morgun en henni hætti að lítast á hann þegar ég fór að krydda og svona hehe  Verður spennandi að sjá hvort hann takist eins vel og í fyrra....spurning hvort það þurfi að vera eitthvað backup..hmm hvað ætli sé til í frystinum?? well alltaf til fiskur hehe  ok..verður varla svo slæmt! trúi því nú ekki að ég klikki á þessu!

En svona í lok árs þá segi ég:
Gleðilegt ár og þakka fyrir allt gamalt og gott!

28.12.2009 20:38

kvart og kvein....

bara þar sem það eru svo fáir sem að lesa þetta blogg hehe þá ætla ég að leyfa mér að kvarta og kveina yfir því að fá endlausar þvagfærasýkingar núna...nr 2 á einni viku! er það ekki full gróft...helv..læknar (hmm hlýt að mega bölva þeim líka) enda þeir sem skammta manni lyfin og greinilega ekki nóg í þetta sinn.... en mar reynir að horfa á björtu hliðarna...hverjar svo sem þær eru! helv..djö.. hehe
En já svo að öðru þá hafa jólin verið bara alveg hin ágætustu! Fínar og flottar jólagjafir og takk fyrir mig! :)  Vorum í mat hjá tengdó á aðfangadag, hangikjötsveisla hjá foreldrum mínum á jóladag og síðan kaffiboð þar líka á annan í jólum. Þannig að það hefur verið nóg að gera.  Mikið borðað og mikið gaman. 
Fór í vinnu í dag og náði ekki að klára það sem var á áætlun þannig að ætla að mæta á morgun og klára dæmið! Ekki hægt að skilja við hálfklárað verk fyrir áramótin, taka til á borðinu og svona svo það sé snyrtilegt þegar mætt er eftir áramótin :)

24.12.2009 15:26

Gleðileg jól!

Kæru vinir og blogglesarar ég óska ykkur gleðilegra jóla og njótið þessarar hátíðar með gleði í hjarta!23.12.2009 09:15

líður að jólum...

jæja þá styttist í jólin...en áður en jólin koma á þessu heimili þá er eiginmaðurinn búinn að eiga afmæli en hann varð árinu eldri í gær.  Við gerðum okkur smá dagamun og skelltum okkur útað borða á Hereford. Fengum þar alveg frábæra þjónustu og mjög góðan mat!
Til lukku með daginn í gær! :)

Annars já jól...held það sé mest allt tilbúið...bara spurning um að henda upp jólatréinu, finna tíma í það...nenni því greinilega ekki núna hehe er að blogga og síðan að glápa á tv aðeins. Ætla síðan á eitthvað smá búðarráp...smá jólagjafastúss eftir en aðalega bara að njóta dagsins :)

18.12.2009 19:19

styttist í jólafrí..

já það eru tveir vinnudagar eftir....og kannski svona hálfur á þorlák..nenni nú ekki heilum degi þá hehe enda erum við búin að vera svo dugleg í vinnunni síðustu daga að við eigum það alveg skilið.
Það er annars að vanda bara alveg ágætt að frétta úr fjöllunum..búið að vera að jólast og klára jólagjafir og svona...held að þetta sé að verða komið...well kemur þá í ljós ef einhver gleymist hehe
jólakortin eru flest komin í póst þannig að þau ættu að berast til fólk strax eftir helgi...fólk er greinilega seint á ferð núna...eða hætt að senda mér kort því mjög fá eru komin :) hehe
en já...veit hvenær ég fer í sumarfrí næsta sumar...ekki seinna vænna hehe fer sem sagt 19.júlí og verð í fríi til 27.ágúst...þá er hægt að byrja að plana fríið! :) einhverjar hugmyndir?? :)
Hef verið ansi dugleg í sundinu þessa vikuna..búin að fara alla daga....þannig að get leyft mér að slaka aðeins á um helgina...þó svo það sé mest heillandi að vera í heita pottinum þessa dagana...læt mig nú samt hafa það að synd líka hehe
hmm já hef svo sem ekki mikið meir að segja í bili..nóg að gera um helgina enda að eltast við Hurðaskelli en hann ætlar að vera á nokkrum stöðum um helgina :)

12.12.2009 11:12

laugardagur í desember..og það rignir!

já það er bara hellidemba...á ekki að snjóa í desember? nei bara spyr hvað veit maður...það var þannig þegar ég var ung hehe
Annars hefur þessi vika verið svona nóg að gera eitthvað...á miðvikudag var farið útað borða á Saffran og var það bara mjög gott og síðan var farið í bíó með saumóakellingunum hehe (nú mótmæla þær að ég kalli þær kellingar) :)  Við höfðum það mjög huggulegt bara þetta kvöld.
Á fimmtudaginn eftir vinnu fórum við systur í jólaröltið okkar og var ætlunin að kaupa jólagjafir eða eitthvað álíka en hvað gerði mar...keypti engar jólagjafir..bara haft það huggulegt að rölta og borða og jú svo fórum við að klappa apple tölvum! :) bara æði...hehe ég kaupi með pottþétt apple þegar ég fæ mér nýja tölvu...takið eftir ekki EF heldur ÞEGAR hehe  En þessi jólarúntur var alveg til kl 22..
já og síðan kom föstudagur og byrjaði ég á því að fara audda í vinnuna og síðan fyrir hádegi þá fór ég ásamt stjórn Hlutverks á 19 (í Turninum) og fengum þar jólahlaðborð, það var mjög gott...að vísu var dáldið hvasst þarna í hádeginu og var maður komin með smá sjóriðu...ótrúlegt hvað þessi turn sveiflast mikið í svona roki! :) hehe var eiginlega frekar fyndið.  En eftir hádegi þá var stór fundur með vinnufélögum og síðan var jólahlaðborð um kvöldið...þannig að tvö jólahlaðborð á dag...kanski of mikið en ansi gott. :) síðan voru auðvitað fullt af samkvæmisleikjum í gangi..finnst þeir nú frekar leiðinlegir en svo sem gaman að sjá aðra í þeim hehe
En já síðan í vikunni kom skýring á verkjunum sem ég hef haft annað slagið síðan í maí, mar ætti kannski stundum að fara fyrr til læknis hehe en helv..þrjóskan í manni.  En já ég fór sem sagt í ómskoðun á fimmtudaginn og kom þá í ljós að ég er víst steinasafnari...sem sagt búin að safna einhverjum slatta af steinum í gallblöðruna. En það kemur í ljós síðar hvað verður gert...held bara áfram að safna þangað til hehe
Annars verður eitthvað dundað um helgina...kannski að reyna að klára jólagjafir....

08.12.2009 21:33

nýtt útlit

þá er kominn tími á að skipta um útlit...eru ekki að koma jól bráðum?  leyfi þessu að vera svona í smá tíma að minnsta kosti hehe
Annars er allt þetta þokkalega að frétta úr fjöllunum..rok og rigning í desember! geðveikt!
Einhverjir verkir í kellingunni en það verður skoðað nánar á fimmtudaginn og verður spennandi að sjá hvort það skýrist eitthvað.
Maður má ekki klikka á sundinu greinilega því þá fær mar skammir í heita pottinum! hehe sleppti sundi í gærmorgun þar sem ég svaf lítið sem ekkert um nóttina og svo í morgun þegar ég mætti fékk ég að vita það að það væri yfirheyrsla framundan afhverju ég hefði ekki mætt! hehe ótrúlega fyndnir kallar :)
Þannig að það er eins gott að mæta á morgun! læt ekki skamma mig mörgum sinnum í viku sko!
Sundið gengur alveg ágætlega bara syndi svona 1 km...800 metra ef ég er ekki í stuði hehe. Hef farið í tækin svona 1x í viku núna undanfarið og spurning að bæta við einu skipti í viðbót...er bara löt við það!
En ætla að fara að skríða hvað og hverju í bælið núna..einhver þreyta í manni..enda var dagurinn eiginlega bara fundur! og verður annar svoleiðis dagur á föstudaginn...fundur frá kl 11:30 - 17:00....en svo matur og skemmtun með skemmtulegu fólki.
Á morgun er það útað borða og bíó með saumó stelpunum (við sem saumum voða lítið venjulega). :) en verður bara gaman...svona kellingakvöld á kellingamynd :)

06.12.2009 12:12

litli bró afmæli

þá á litli bró afmæli í dag...hann er alveg 25 ára! vá hvað tíminn líður hratt...man það ennþá þegar pabbi hringdi í mig á heimavistina á Króknum til að láta mig vita að ég hefði eignast lítil bróður þennan dag...fannst það nú svona frekar skrýtið..en staðreynd og hefur hann vaxið og dafnað drengurinn :)
til hamingju með daginn kæri bróðir og vonandi hefur ferðin með Herjólfi verið góð :)

smá svona mynd af gripnum og litla systir og frændi með :)
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52