Færslur: 2010 Febrúar

27.02.2010 12:11

snjór....

já þá snjóaði..og núna vill mar losna við hann ehhe ;) nei þetta er svo sem alveg ágætt. Það er svo sem lítið að frétta úr fjöllunum..mar er bara að vinna og sofa og svo ræktin þess á milli...ég dey 2x í viku í spinning...en það er bara gaman að því.  Fer í sund þess á milli.
Viktun var á miðvikudaginn og borgaði ég 100 kr...sem sagt upp um 100 gr. En læt það svo sem ekki pirra mig, mar verður bara duglegri næst...held ég hafi sagt það líka síðast híhí
Kattarkvikindið hún Mjallhvít er í stuði núna....dáldið vitlaus því hún heldur að hún geti gripið snjóinn sem dettur fyrir utan gluggann!! hmm ætli hún fatti það einhverntíman hehe  Annars er hún að bólgna aðeins upp en ekkert mjög slæmt svo sem..lagast á 1 - 2 dögum. Undarlegt kattarkvikindi.
Er búin að fá innköllun á bíl greyinu mínu...ekki í fyrsta sinn..spurning hvort hann hætti einhverntíman í innköllun hehe að minnsta kosti sagði kallinn í Toyota að hann yrði einhverntíman góður! Fer nú alveg að koma tími á það..enda að verða 3ja ára.
Hætt að bulla í bili...þangað til næst farið vel með ykkur :)

21.02.2010 13:23

ný vika...

ótrúlegt..finnst hafa verið í gær sem síðasta helgi var..og svo er þessi að verða búin. Annars hefur verið rólegheit þessa helgina. Fórum reyndar hjónin á villibráðakvöld hjá Óla og Selmu í gærkvöldi og var bara geðveikt! Þar var á boðstólnum hreindýr, gæs, önd og rjúpa með hinu ýmsu gómsætu meðlæti.
Bara ljúfengt.  Ætla síðan að kíkja í bíó á eftir og sjá Loftkastalann þannig að þá klárar maður að sjá þennan þríleik. Verður spennandi að sjá hvernig þeir hafa náð að gera þriðju bókina :)
Afrekaði að fara í klippu á föstudaginn og er núna með stutt hár aftur...love it! :) hitt var orðið svo sítt eitthvað hehe kominn lubbi og farið að krullast!  Er líka í dekkri kantinum núna með smá strípum.
Kattarkvikindið er eitthvað bólgið í dag..en vonandi líður það hratt hjá, skil eiginlega ekki hvað það er sem veldur þessu því gerist alveg svona allt í einu...ekkert að breytast fæðið eða neitt svoleiðis.
En jam og já..læt þetta duga í bili og bulla meir síðar :)

18.02.2010 17:39

viktun í gær..

jæja þá er það vikulega bloggið...eftir viktun :)  ég þurfti nú að borga heilar 200 kr í gær...sem þýðir að ég hafði þyngst um 200 gr...er nú alveg sátt með það svo sem en eins og ég sagði í síðustu viku þá er ég efist um að hafi verið réttar tölur síðast. En skiptir ekki máli svo sem...sátt eftir vikuna. Svo gerir mar bara betur næst :)
annars er bara fína að frétta úr fjöllunum...var á fundi í gær hjá CISV og þar fékk ég lófalestur..mikið var það nú gaman og athyglisvert. Var bara nokkuð sátt með þann lestur, svo man maður nú ekki alveg allt sko...en kemur kannski síðar.
CISV fréttir--spurning hvort þetta blogg fari að snúast um cisv hehe en annars vantar okkur fararstjóra til Ítalíu í unglingaskipti..þarf helst að vera orðinn 22 ára og ekki verra að væri karlmaður því það er karlkyns fararstjóri á Ítalíu...þannig að hafið mig í huga ef þið vitið um einhvern sem langar að gera eitthvað spennandi og ævintýralegt í sumar! :)

14.02.2010 20:05

veturinn að koma eða???

jæja þessi helgi fer að líða undir lok..svo sem ekki mikið brallað en samt eitthvað smá. Ákvað að byrja helgina á því að þrífa þessa blessuðu íbúð í fjöllunum...eitthvað hefur vantað uppá það undanfarið og starfar það nú aðalega af leti. En mikið var nú gott þegar það var búið..íbúðin ilmandi hrein :) Kíkti aðeins í Kringluna..sem kemur nú ekki oft fyrir...en ákvað að kíkja hvort ég gæti ekki notað gjafakortið sem kom í jólapakka frá mömmu og pabba..og viti menn! :) fann mér stígvél (ekki Nokia sko) og á einhvern ótrúlegan hátt gat ég rennt þeim um kálfann á mér...það hefur ekki oft gerst! eiginlega bara aldrei. Þessi stígvél kostuðu ekki heila hönd..eða tvær þannig að ég skellti mér bara á þau..þá á mar bara eftir að liðka þau aðeins til...finnst svo erfitt að kaupa og eignast nýja skó..
Í dag skelltum við okkur á málverkasýningu hjá frístundamálurum en Ása vinkona var að sýna þar 3 myndir sem hún málaði. Mjög gaman að fara þarna og óhætt að maður hafi verið hámenningalegur enda komn á sýningu um kl 11 á sunnudagsmorgni hehe. Margar flottar myndir þarna og mæli ég eindregið með að fólk kíki næst þegar þessi hópur heldur sýningu.


En síðan hefur bara verðið leti það sem eftir er af degi....horft á einhverjar myndir af flakkaranum og núna er það Himmelblå...ætla að horfa á það núna. Segi bara eigið góða viku og passið ykkur á því að borða ekki of mikið af bollum á morgun og já saltkjötið á þriðjudag! :)

11.02.2010 21:47

styttist í helgina...

já einu sinni enn er að koma helgi...spurning hvað verður gert um helgina, kannski kíkt á myndlistasýningu hjá Ásu á safnadögum eða safnanótt (man ekki hvað heitir eins og er) :) síðan er fararstjóraþjálfun hjá cisv og spurning hvort ég kíki þangað..á eftir að heyra í þjálfanum :) nú er ég hætt sem þjálfi! :) sit á hliðarlínunni. Gaman að því líka en svo sem nóg af cisv hlutum sem ég er að vinna í t.d er að koma út fréttabréf og undirbúningur á fullu fyrir sumarið því við erum með búðir :)
Annars eru nokkur pláss laus ennþá t.d vantar fararstjóra, einnig losnaði í unglingaskipti til Ítalíu fyrir 12-13 ára. já og ekki má gleyma að laust er fyrir einn 11 ára strák í búðir á íslandi :) þannig að endilega hafið samband ef þið vitið um einhvern sem hefur áhuga! :)
já viktun í gær...fóru 400 gr...að vísu er ég nú ekki alveg viss um þá tölu..viktin var eitthvað skrýtin..gæti frekar trúað að það hafi verið 200 gr...en það voru skráð á mig 400...verð bara að standa mig í næstu viktun til að mar tapi ekki á þessu hehe :) annars búin að ákveða að það verður ekkert salkjöt þetta árið....er dáldið hrædd við gallsteinana í tengslum við það..fékk smá kast í dag...sem stóð yfir í nokkra tíma og svo í þokkabót er viktun daginn eftir og mar bara þenst út og skrokkurinn á mér hefur ekki farið vel útúr þessu saltkjötsáti..en finnst það samt gott! :) hehe svo er reyndar spurning hvort ég standi við það þegar líður að sprengidegi! :)
Annars svo sem ekki að frétta úr fjöllunum...kattarkvikindið er að jafna sig og farin að hlaupa hér um og stjórna eins og ég veit ekki hvað...henni finnst t.d algjör óþarfi að hafa svalarhurðina lokaða..þó svo hitt kattarófétið sem var í slagsmálunum hafi líklega komið þar inn hehe.
En nú styttist í bælið...búin að vera ógesslega dugleg þessa vikuna og búin að fara 2x í spinning og 2x í sund og ætla að slaka á í fyrramáli og fara frekar á laugardagsmorgun :)

04.02.2010 19:39

styttist í helgi..

já það styttist i enn eina helgina :) ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Já það er svo sem ekki mikið að frétta héðan úr fjöllunum. Verið nóg að gera að venju og auðvitað var viktun í gær.  Nokkuð sátt bara 1,8 kg í burtu og síðan var það sentimetramæling lika og það eru farnir 15,5 cm á 4 vikum :) sem sagt...sátt!
Skemmtilegur starfsdagur framundan í vinnunni á morgun og síðan verður nokkuð róleg helgi...einn fundur á laugardagsmorgun og svo kemur annað í ljós :)
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43