Færslur: 2010 Apríl

30.04.2010 21:11

......

best að byrja á heilsunni...en þetta er allt að koma en hef nú oft verið betri. Helv..hósti og hor og læti. En fór nú í sund í gær og var maður auðvitað yfirheyrði í heita pottinum hvar maður hefði haldið sig! :) gott að það er munað eftir manni hehe Tek þetta síðan á fullu í næstu viku...spinning og sund þýðir ekkert hangs og aldrei að vita nema mar kíki hvort hjólið sé í einhverju standi til að notast...styttist í að hjóla svona 1x í vinnuna og athuga hvernig úthaldið er :)
Að vanda er nú bara allt þetta fína að frétta að öðru leiti. Einhver verkefni í húsi í vinnunni þessa vikuna og vonandi fer eitthvað að glæðast meira. Frekar erfitt þegar lítið er að gera fyrir starfsfólkið. En við brosum bara og skellum okkur í góðan göngutúr í góða veðrinu.
Síðan er CISV á fullu að vanda...það vantar ennþá fararstjóra ef þið vitið um einhverja góða. Einnig var að losna fyrir 16 - 17 ára í búðirnar hérna heima...þannig að fyrstur kemur fyrstur fær!! Spennandi tækifæri fyrir þennan aldur, einnig ef ekki er nein vinna í boði!
Stjórnarfundur CISV í fyrramáli, Hljómsveitin Króm á Irish pub annað kvöld og ætli mar verði ekki í rólegheit fyrir utan það...
Já ég fór á Skólahreysti í gærkvöldi og var mikið stuð! Er að setja inn myndir og ættu þær að birtast eftir nokkrar mínútur..missti mig aðeins með myndavélina híhí en það var bara gaman. Prófa sig aðeins áfram að taka í íþróttahúsi, aldrei gert það áður. Tókst bara ágætlega þannig lagað..enda bara amatör!

Flotta liðið í öðru sæti :)

25.04.2010 00:55

Lyngásættin

Átti frábæran dag með frábæru fólki! takk allir saman! :)  En í dag var Lyngás hittingur og mættu tja líklegast um og í kringum 50 manns. Þarna mætti fólk sem hefur ekki sést allt uppí 20 ár eða meira. Vel heppnað og er ég gífulega sátt! Myndir á leiðinni auðvitað.
Síðan endaði ég kvöldið á því að fara í afmæli til Unnar vinkonu en hún er 40 ára í dag. Hélt hún uppá afmælið í Esjustofu var mikil og góð stemming þar. Spurning hvort mar hefði átt að skella sér upp Esjuna...tja nehh ætli mar þurfi ekki að vera í aðeins betra formi híhí :)
Þetta ætlar að verða veikindaárið mitt því ég er aftur komin með einhverskonar hálssærindisdrullu eins og ég var með í febrúar. Varla mælandi fyrir hæsi en ætla rétta að vona að þetta taki styttri tíma en síðast..er að vera dáldið þreytt á þessu!

  

22.04.2010 10:29

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar kæru blogglesarar!

Nú heilsar sumarið og ég er viss um að það er bara gluggaveður!  :) er að minnsta kosti ekki búin að athuga það og sýnist að ég fari ekki mikið út í dag..einhver óþverri í mér núna, búið að vera að koma hægt og rólega í vikunni og ætli toppurinn sé ekki núna..en hef engann tíma fyrir þetta frekar en venjulega hehe. Enda mikið að gera framundan, partý sem ég hef verið að undirbúa síðan fyrir áramót er á laugardaginn og þar mæti ég! Þarf mikið að vera að ef ég fer ekki þangað, mar tekur bara einhverjar góðar töflur! :)
Annars er nú hálf tómlegt eftir brottför Mjallhvítar...en minna af hárum útum alla íbúð hehe :) Er nú búin að týna mest allt dótið hennar saman en finn svona eina og eina mús hérna í íbúðina.


15.04.2010 18:03

Mjallhvít


Mjallhvít hefur kvatt þennan heim og er farin til Kattahimna.
Ástæða fyrir brottför hennar er aðallega sú að farið var að bera á ýmisskonar vanlíðan hjá henni og má rekja það að einhverju leiti til þeirrar árásar sem hún varð fyrir fyrr á þessu ári. Hún hefur einhvernvegin ekki orðið söm eftir það og alltaf á varðbergi gagnvart öllu í kringum sig. Síðan gerðist það að hún fór að beina reiði sinni gagnvart mér og var það bara því miður orðið of erfitt þannig að ákvað ég því að gefa henni hvíldina. Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert um ævina, en ég veit að henni líður betur núna. Var hjá henni meðan hún sofnaði.
Ég vil líka taka fram hér í þessu bloggi að starfsfólk og dýralæknar Dýraspítalans í Garðabæ eiga hrós skilið fyrir frábæra framkomu og stuðning!

10.04.2010 19:38

enn ein helgin...

....hef örugglega haft þennan titil áður í blogginu mínu hehe en þetta er satt...endalausar helgar. Þær eru að vísu velkomnar en það þýðir að tíminn líður alveg hrikalega hratt og það verður bara komið sumarfrí áður en maður veit af! :)
Það er svo sem ekki mikið að frétta héðan úr fjöllunum enda bara verið vinna og slappa af þess á milli.Fór í sund 2x í síðustu viku og gekk alveg ágætlega, var dáldið aum á eftir en sé alveg framá að geta farið á fullt í þetta næstu daga..enda eins gott, hef mikla þörf fyrir að vera í hreyfingunni ef ég á ekki að þenjast út og verða ennþá meiri fitubolla en mar er! :) Þannig að ég stefni á að fara í jafnvel einn spinning tíma í vikunni og sund nokkrum sinnum. :) jibbígaman
Síðan er spurning hvenær fer að koma tími á að hjóla í vinnuna...hmm ok kannski aðeins of snemmt hehe en stefni á nokkrar ferðir í sumar :)
Síðan spurning hvort mar kíki á Hljómsveitina Króm á Irish pub í kvöld og sjá hvort það verði ekki einhver stemming í gangi. :)

04.04.2010 19:33

Litli frændi fermdur :)

jæja þá er mar komin heim frá Höfn, þetta var stutt stopp í þetta sinn enda farið í fermingu hjá litla frænda :)  Er að henda inn myndum og þær segja meira en mörg orð þannig að blogga ekki mikið um ferðina nema mar prófaði ýmislegt..t.d að gera tilraun til að setja saman kransaköku, smakkaði makrílpate, sauðaost, heitreykta gæs, grafna gæs, heitreykta andabringu og einhverjar hrikalega góðar sultur :) já og fékk gasalegan góðan skötusel úff smjatt ennþá. Fyrir utan glæsilegan matinn í fermingaveislunni..hmm greinilega mikil etið síðustu daga! eins gott að viktunin er búin hehe
Set hér inn mynd af litla frænda..sem er reyndar orðinn stór!

Síðan er ég að setja inn hinar myndirnar....verða komnar inn síðar í kveld :)
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43