Færslur: 2010 Júní

27.06.2010 10:32

cisv helgi

sit uppí Borgarnesi í alveg ágætis veðri...er búin að vera hér alla helgina í CISV sumarbúðum og elda fyrir fólkið. Búið að vera mikið stuð og gaman að kynnast öllu þessu frábæru fólki. Fullt af myndum teknar og mun ég setja þær bara inn þegar ég er komin heim...en hér er smá sýnishorn :)

Hluti af hópnum

Ég og Drica (Brazil)

Kvölddagskráin...Cheerios leikurinn,..eða eitthvað.

fullt af rassamyndum koma inní kvöld :) jiha.

24.06.2010 20:35

leti...eða þannig

nú fer það að gerast...sumarbúðirnar byrja formlega á morgun þegar fararstjórar og jc fara í búðirnar :) verður bara geðveikt....örugglega hehe ég ætla að fá smá stemmingu beint í æð og vera þarna um helgina og elda fyrir liðið....vonandi verða þau sátt við það..þarf að elda eitthvað af réttum sem ég hef aldrei eldað áður þar sem það eru grænmetisætur og allskonar ofnæmi í gangi í hópnum. En það hlýtur að reddast!.
Annars verið nóg að gera í undirbúningi þessa viku og á morgun mun ég vera í því að taka á móti hópum..að minnsta kosti fjórum :) jibbíjey alveg.
Að venju er fínt að frétta úr fjöllunum...sund verið eitthvað á dagskrá..en mætti vera duglegri neita því ekki..þarf að drífa mig í meiri göngu..en það er gönguferð í næstu viku :) verður bara gaman.

17.06.2010 01:35

gönguferð númer 2

jæja ég fór í gönguferð númer 2 í kvöld. Hófst hún kl 19 og var gengið frá Sangerði og að Garðskagavita. 2 tíma gönguferð og var nokkuð góð, reyndi dáldið á því það var mikið grjót sem þurfti að príla í og tel ég nú bara nokkuð gott að sleppa við að misstíga mig! :)
Er að setja inn myndir og eru nokkrar rassamyndir fyrir pabba hehehe en held það sjáist nokkur andlit líka svona inná milli :)
Annars er kallinn á Suðureyri að spila með Hljómsveitinni Króm á sveitaballi þar og verður gaman að heyra hvernig stuðið er núna akkúrat í þessum pikkuðum orðum :)
Ætla að horfa á eina mynd fyrir svefninn...

12.06.2010 13:53

Útskrift hjá frænku

Í dag er Sigurborg frænka að útskrifast sem íþróttakennari eða heitir það íþróttafræðingur?? spurning :) en það er aukaatriði! Hún útskrifast með sóma eftir smá tíma. Síðan verður gaman að hitta hana og fjölskylduna á eftir :)

Þessi er reyndar síðan hún varð stúdent...:)

Annars var ég í 2ja ára afmæli í Heiðmörk í gær. Hann Alexander hélt þar uppá afmælið sitt og var mikið fjör í sólinni. Grillaðar pylsur og kökur :)

Hér má sjá afmælisbarnið :)

Annars rignir í fjöllunum núna en þá horfir mar bara á karlmenn í stuttbuxum og skoðar hver er með flottustu fótleggina! :) Ekki búin að ákveða með hvaða lið ég held...ætla bara að velja þegar svona 8 lið eru eftir eða eitthvað álíka..alltof erfitt að velja úr 32 liðum eða eru ekki 32 lið núna?? hehe

06.06.2010 18:46

þrifadagur í fjöllunum.....

missti mig í þrifum í dag....jafnaðist á við tvo tíma í spinning held ég bara! hehe  Þreif rúður að innan..úff drullan mar, kattarhár útum allt ennþá skil ekkert í því hehe ;) síðan fékk ég einhverja hugmynd að breyta og ákvað bara að framkvæma! Þannig að nú lítur stofan aðeins öðruvísi út en í morgun...líst nú bara alveg ágætlega á það...aðeins rýmra á miðsvæðinu :) þeir sem eru forvitnir verða bara að koma í heimsókn híhí. Nú langar mig bara í nýjar gardínur og rífa vegginn hjá eldavélinni... þannig að set þetta á dagskrá og safna fyrir því :)
Ætla að fara að skella mér í að borða kjúklinga með pestó, salat og nanbrauð..(verið að tæka úr frysti hehe)
Er nú að verða ágæt á símann minn..tekur greinilega tíma hehe ekki nógu hittin á svona snertitakka...tekur aðeins lengri tíma að senda sms en í hinum símanum þannig að þá hringir mar bara ef í hart fer! :)
Sem sagt allt fínt að frétta...ný vinnuvika að byrja og aðeins nokkrar vikur í sumarfrí..bara 6 sko!

Já og ef þið vitið um einhvern sem hefðir áhuga á að vera fararstjóri í sumar endilega látið mig vita, það eru bara 3 vikur í búðir og við höfum ekki ennþá fundið fararstjóra fyrir íslenska hópinn okkar...ótrúlega skemmtilegir krakkar í þeim hóp! :)

04.06.2010 16:47

útsýni úr fjöllunun

Svona er útsýnið úr fjöllunum í dag...ekki mikið...væri skiljanlegt ef væri þoka en þetta er víst bara svifryk blandað öskufoki.


En þessu léttir um síðir geri ég ráð fyrir...ekkert miðað við það sem fólk sem býr undir Eyjafjöllum þarf að þola.

02.06.2010 23:28

stutt blogg...

..enda klukkan að verða hálf tólf í miðri viku! hehe en vildi bara aðeins segja frá að það voru að koma inn myndir frá gönguferðinni hjá mér og Árbjörgu í kvöld...geðveikt ánægðar með okkur! hehe
Fórum í göngu sem heitir Reykjanesviti - Sandvík og er 6 km. Þetta var um 2 tíma ferð með stoppum og svona ýmsu. Hressandi og skemmtilegt. Voru líklega um 130 - 140 manns í þessari ferð.
Mæli með þessu....spurning að skella sér aftur 16.júní í aðra göngu :)
En ætli það sé ekki best að henda sér í bælið og síðan í heita pottinn í fyrramáli! veitir örugglega ekki af, verð líklegast með smá harðsperrur á morgun híhí.
En hér eru tvær myndir úr ferðinni :)
   

Síðan eru auðvitað fleiri í myndaalbúmi :)


  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43