Færslur: 2010 Júlí

28.07.2010 09:58

sælan...

..heldur áfram, sumafrí og sólin skín þar sem ég er...hehe ;) búið að hafa það huggulegt það sem af er og er ég búin að setja inn nokkrar myndir frá síðustu viku.
Fór í dagsferð í veiði...eitthvað var lítið um veiði hjá mér en þó alveg heilir tveir fiskar! finnst það nú frekar lélgt eftir 8 tímana liggur við! Sumir fengu fleiri fiska en ég...en nefni engin nöfn hehe

hér má sjá annan þeirra...lítið kvikindi!

En já svo sem ekki mikið að frétta...bara verið að njóta þess að gera ekki neitt...að minnsta kosti sem minnst. Smá cisv vinna á eftir og vonandi næ ég að klára það sem fyrst..væri gaman að kíkja niður í miðbæ kannski á eftir :)

19.07.2010 18:23

sumarfrí! :)

já það er hafið þetta árið sumarfríið! :) bara lovely ;)  Byrjað á því að liggja í leti um helgina en kíkti síðan aðeins uppí okkar frábæru sumarbúðir í Borgarnesi. Þar gengur lífið sinn gang og styttist í kveðjustundina.
Er komin á Höfn núna og varla komin innúr dyrunum þegar farið var í veiði...veiddi ég einhvern fisk?? ÓNEI! ekki eitt helv.. kvikindi...gengur kannski betur núna á eftir...vona það að minnsta kosti...eina sem ég hef fengið er þessi fína makríl lykt í fötin mín...líður eins og fisk...ekki að veiða fisk :)
En aðalmálið er að njóta þess að slappa af og vera í fríi :)

16.07.2010 22:16

nágrannar

já nýjir nágrannar sem fjölga sér greinilega mjög ört! eða að minnsta kosti í miklu magni! :) þetta er á ruslageymslunni minni.....var nú bent á það að mar dræpi þetta...en tæki ekki mynd hehe ;)


skemmtilegt að hafa svona köngulær! ÉG hata köngulær!

15.07.2010 20:17

ganga nr 4

jæja þá er ganga fjögur búin...og líklega síðasta þetta sumarið...en kemur reyndar í ljós hvort mar nái einni í viðbót. Flott ganga í geðveiku veðri! Frbært umhverfi og mæli alveg með þessari göngu. En já gleymdi að segja að þessi ganga frá Eldvörpum að Þorbirni.

Burkni                                                       Sjálfsmynd :)

Mæli með að skoða síðan fleiri myndir :)

11.07.2010 21:27

5 dagar....

styttist í sumarfrí, mikið verður það nú gaman og svo sannarlega velkomið frí :) kom úr sveitinni í dag og þar var bara huggulegt eins og sagt frá hér á undan...ný vinnuvika að hefjast og hún verður örugglega fljót að líða...
 
 

10.07.2010 19:58

sveitin...

bara yndislegt...gefa kanínunni gulrætur, gras og fleira gómsæti, gefa heimalingunum mjólkursopann sinn 2x á dag og já lesa einhverjar væmnar ástarsögur hehe ;) bara lífið þessa dagana
já og í þokkabót símasambandslaus...en smá gangur í neti en ekki þó mikill :)
Bara svona aðeins að láta vita af mér...:)

01.07.2010 17:31

ganga númer 3

jæja ég fór í göngu númer þrjú í gærkvöldi, þá var genginn Brauðstígur..ég held ég gæti mögulega ratað hann aftur hehe ekkert öruggt samt í þeim efnum :)
Þetta var mikil ganga í mjög grófu hrauni...ekki löng en tók á fætur :) gaman að prófa eitthvað nýtt.
Hér má sjá nokkrar myndir..síðan fleiri i albúmi...mikið af hrauni hehe. Næsta ganga 14.júlí.
  


 

Endaði síðan á hverabökuðu brauði :)
  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52