Færslur: 2010 Ágúst

24.08.2010 14:41

já ég veit....

það er langt síðan ég bloggaði síðast hehe ;) annars er mar að klára sumarfríið og þá er lítill timi til að blogga eitthvað.
Þó svo haustið sé á næsta leiti þá er ég enn í sumarfríi og hef haft það alveg stórgott bara. Er núna í sveitinni og hef aðalega verið að dunda mér við að lesa og svo kíkt á það að slá annað slagið garðinn og ýmislegt fleira í kring. Bjössi frændi taldi nú að ég yrði ekki nema svona 2 tíma að slá eitt tún...en það var fullmikil bjartsýni hjá honum..lét Steinar um það hehe
Alveg yndislegt að vera hér í rólegheitum og svo er planið að kíkja aðeins á berjamó, mar sleppur víst ekki við það hérna hehe ætla að tína eitthvað í fötu og vær ekki vitlaust að setja smá í frysti þegar mar kemur heim. Gæti notað það t.d í sósu þegar mar eldar alla þessa gæs sem kallinn er búinn að skjóta. Get haft gæsabringur í matinn nokkuð reglulega í vetur :) Þarf að finna uppskriftir til að elda þær á mismunandi hátt...spurning um að grilla þær?!?
Já sem sagt bara allt þetta fína að frétta úr sveitinni og síðan er það víst vinna í næstu viku.. ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt.
Þangað til næst...leiter geiter...myndir koma inn í næstu viku eða svo..nenni ekki að setja hér inní sveitinni :)

08.08.2010 20:08

nóg komið af AIM???....

neinei ekki alveg...það er einn dagur alveg eftir og það sem er eftir af þessum...núna er klukkan 22:07 hér og það er ennþá fundur um fjármál og plan fyrir næstu ár hjá CISV. Búið að vera fundur síðan kl 9:00 í morgun..þannig að þetta er ekkert grín sko :)
Heppilegt að ég nældi mér í nettengingu þannig að ég get sett inn myndir og svona hehe svo það er hægt að skoða fullt af nýjum myndum sem komu inn áðan :)
Þetta hefur annars bara verið stórfínt, hef reyndar ekki verið dugleg í sósíalinu á kvöldin...en svona eitthvað smá...bara verið of þreytt og vil frekar hafa orkuna á daginn til að geta fylgst með öllu sem er að gerast. En ætla að skella mér í bíó eftir svona 20 mín eða svo og sjá mynd sem heitir The lives with the others. Mynd sem tengist Berlínamúrnum...gaman að sjá þetta svona í Berlín.
Á eftir að skoða einn stað í Berlín áður en ég get komið heim en það er Checkpoiint Charlie..þarf að finna hann á þriðjudaginn og skoða smá. :)
Hef allan þriðjudaginn til að klára það sem þarf að skoða hérna...flugið er ekki fyrr en kl 22:50 held ég þannig að mar er að lenda á miðnætti heima :) úff það verður langur dagur :) En ennþá í sumarfríi þannig að þetta er allt í góðu bara ;) 3 vikur eftir þegar ég kem heim.
En nú styttist í bíóið...þannig að fer að taka saman tölvuna í kveld...að minnsta kosti í þessu rými :)

06.08.2010 21:41

áframhald á AIM

jæja þetta heldur allt áfram samkvæmt dagskrá :) nóg verið að gera í dag. Það byrjað að rigna seinnipartinn og ekki smá rigning...og ég þurfti akkúrat að fara á milli húsa þegar hún var sem mest, en fékk smá fylgd með regnhlif undir lokin á göngunni.
Það var að venju fundarseta í allan dag. Ég fór síðan að hitta svokallað village committee sem er búðarnefndin alþjóðlega og síðan summer camp committee sem eru unglingabúðarnefndin alþjóðlega. Hugmynd að halda unglingabúðir næsta sumar á Íslandi og kemur það í ljós á morgun :) endalaust gaman í CISV.
Síðasti dagskráliður minn fyrir kvöldmat var að fara að hlusta á konu sem minnir mig að heitir Jutte en hún er 81 árs gömul og upplifði það þegar Berlínamúrinn var reistur 1961 og þá var staðan þannig að hún bjó í Vestur Berlín en fjölskylda hennar í Austur Berlín. Ástæðan fyrir því var sú að Stasí var búið að vera á hælunum á henni síðan í seinni heimstyrjöldinni og vildi meina að hún væri njósnari þegar hún bjó í Austur Berlín en hún vann í Vestur Berlín. Hún hafði lent í 4 vikna fangelsi hjá þeim þegar hún var um 16 ára og var í endalausum yfirheyrslum, allan sólarhringinn, versta lífsreynsla sem hún hafði lent í, síðan var hún í reglulegu tékki hjá þeim og þeir að reyna að fá hana til að njósna þar sem hún vann í Vestur Berlín. Síðan komst mamma hennar að því nokkrum árum síðar að lögreglan ætlaði að handtaka hana þannig að hún fór með dótið hennar í vinnuna í Vestur Berlín og sagði henni að hún gæti ekki komið heim aftur. Nokkrum árum síðar var múrinn reistur og hún sá ekki fjölskyldu sína í um 17 ár. Mjög merkilegt að hlusta á hana :)

hér er þessi fína kona :) hún talaði mjög hratt og mikið á þýsku auðvitað og túlkurinn komst varla að til þess að túlka það sem hún sagði hehe frekar fyndið! :)
En síðan er frítími á morgun fram að hádegi og er planið að kíkja jafnvel aðeins út fyrir svæðið og kannar hvað er í nágrenninu...lengst uppí rassgati hérna í úthverfi Berlínar hehe :)

05.08.2010 20:56

dagur 1....

þá er hann að kvöldi kominn...leið ótrúlega hratt og mikið þurft að einbeita sér í dag hehe....fæ svona vott af athyglisbresti þegar er verið að tala svona mörg tungumál í kringum mig og fólk að tala út og suður um allt og ekkert...en gaman að því líka :) hef hitt nokkra sem ég kannast við...en ekki eru það margir. Greinilega orðið ágæt endurnýjun á þeim sem sækja þessa fundi. Gaman að því svo sem þá hittir maður fullt af nýju fólki.... hehe
Annars er bara allt þetta fína að frétta héðan frá Berlín...welcome party i kvöld með grillveislu og var hún alveg stórfín...einhverjir ennþá að fá sér bjór eða svo en mín bara dáldið þreytt og ætla að hvíla mig fyrir morgundaginn...fer ótrúleg orka í að sitja þessa fundi allan daginn þó svo ég sé bara áhorfandi þetta árið. :) Ætla að kíkja á einhverja aðra fundi á morgun og vonandi læri ég eitthvað nýtt :)

05.08.2010 06:22

AIM

jæja þá er AIMið að byrja...fyrsti fundur kl 9:00 í dag. Að vísu var byrjað í gær á kynningu á því sem er framundan og síðan var fólk svona að mingla í stóra tjaldinu.
Við dveljum á svæði sem er mjög sérstakt...en þetta er svæði þar sem búa fatlaðir, aldraðir og síðan er rekin hér leikskóli, sjúkrahús og já ýmisar fleiri stofnanir.
En annars þá fengum við Ásta þetta fína herbergi, við þurfum ekki að hafa fyrir því að opna og loka hurðinni þvi þetta herbergi er fyrir fatlaða..hehe hvað annað! :) einnig er stóll í sturtunni og hægt að hafa það voða huggulegt þar.
Þannig að það er bara allt þetta fína að frétta og Berlín búin að vera fín. Ætla ekki að setja inn fleiri myndir fyrr en ég kem heim enda kaupi ég bara magn af mb á internetið...ætla að eyða því í að vafra en ekki að setja myndir á netið...þetta fer ótrúlega hratt þegar mar er að skoða aðalega íslenskar síður :) og já blogg fyrir ykkur skemmtilega fólkið...þ.e ef einhver skoðar blogg lengur hehe mar veit ekki :)

03.08.2010 17:38

Berlín

jæja ég er í Berlín núna og búin að vera að túristast aðeins og smá eftir í viðbót af því. Síðan er það AIM CISV sem hefst á morgun og endar þann 10.ágúst.
Þetta er búið að vera stórfínt alveg og nokkuð sátt við hvað bakið og fætur eru að þola mikið labb og þramm :) auðvelt að rata hérna..þó svo ég hafi farið í vitlausa átt í fyrstu lestarferðinni...hehe  en þá var bara að stökkva út og taka til baka ;)
Fór síðan í smá túristaleiðangur í dag og týndi síðan hvar ég átti að fara í þann strætó aftur hehe þannig að endaði á því að fara að versla smá ;) spurning hvort ég kíki aðeins útá eftir ef það er hætt að rigna..kíkja út um kvöld..ætli það sé óhætt í Berlín...svona ein á ferð?? Well það kemur þá bara í ljós hehe.
Er að setja einhverjar myndir inn...að minnsta kosti frá því á Geysi á sunnudaginn og spurning hvort það komi einhverjar Berlínarmyndir inn líka núna eftir smá :) held ég hafi netið alveg fram á kvöld! :) vonandi að minnsta kosti. Ekki er hægt að hrópa húrra fyrir tv hérna...eina sem er á ensku er CNN! :) enda á mar svo sem ekki að glápa mikið á tv hér í útlöndum...en væri ágætt svona áður en fer að sofa.
En svona ein mynd frá Berlín..síðan fleiri í albúmi fljótlega...

  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43