Færslur: 2010 Október

31.10.2010 11:38

október..

...er að líða undir lok og þá kemur auðvitað nýr mánuður ekki satt? :) annars hefur þessi mánuður verið alveg stórfínn, verið nóg að gera bæði í vinnu og öðru þar fyrir utan. Ekki alltaf verið nógu dugleg að standa mig í ræktinni en er vonandi allt á uppleið..
Loksins létum við verða af því sem okkur hefur langað til að gera síðan við fluttum í fjöllin..en það var að rífa niður vegg sem opnar úr eldhúsinu inní stofuna og býr til eyju með eldavélinni...veggurinn fór niður í gær og þá er bara eftir að klára frágang..setja rafmagn á sinn stað, loka sárum og setja upp nýju viftuna! :) vá hvað ég verð ánægð með þetta...:) það eru auðvitað komnar inn myndir af framkvæmdunum

bara kúl! :) held áfram að taka myndir af framkvæmdum og setja hér inn...að vísu eru flestar járnstangir farnar núna nema í einu horninu...

20.10.2010 20:35

tíminn líður...

...ótrúlegt alveg, en það styttist í að október sé að verða búinn og finnst bara að júlí sé nýbyrjaður hehe
Það er annars bara fínt að frétta úr fjöllunum, aðeins farið að kólna en það er bara hressandi þegar mar fer í sund..ekki alveg nógu dugleg í því en geri mitt besta. Fór í spinning á mánudaginn og dó ekki...sem sagt gekk ágætlega :)
Matarklúbbur var á mánudaginn og var borið á borð hérna gæsabringur og gekk bara vel að elda þær enda brögðuðust þær unaðslega...:) :)
Aðalfundur CISV er á morgun og ef einhver sjálfboðaliði hefur áhuga á því að taka þátt í stjórnarstarfi okkar þá má viðkomandi hafa samband við mig :)

14.10.2010 22:27

síðan síðast....

það hefur svo sem ekki mikið gerst síðan síðasat...jú að vísu orðin ári eldri :) síðan hefur lífið bara gengið sinn vana gang undanfarna daga. Fór til bæklnunarlæknis og kom i ljós að það er vökvi í hnjánum...og mikil bólga..búin að vera að taka bólgueyðandi og svo spurning hvað gerist eftir það, ef ég skána ekki þá þarf að skoða nánar...fékk upplýsingar um að þetta gæti verið 5 atriði..en að ég muni það er ekki inní myndinni, hefði þurft að taka það upp sem hann sagði til að muna eitthvað af því :)
Búin að ná að pússla 1000 stk pússli, gekk alveg ágætlega þar sem þetta var wasjig pússl :) þarf að redda mér fleiri svoleiðis ;)
já sem sagt...venjulegir dagar búnir og venjulegir dagar framundan :)
Fór á frændsystkinahitting um síðustu helgi og var mikið stuð á liðinu, auðvitað eru komnar myndir inn fyrir löngu þó svo ég hafi ekki bloggað um það, en hérna er sýnishorn :)

Frændsystkinin......


...og makar...eitthvað eru þeir færri :)

02.10.2010 17:58

því það er laugardagskvöld....

já ekki svo sem mikið verið um að vera síðan á Akureyri....en svo sem nóg að gera í vinnunni þannig að mar hefur verið dauðþreytt eftir daginn. Að vísu var farið í matarklúbb á mánudag, heimsókn til foreldra á þriðjudag siðan reynt að slappa aðeins af hin kvöldin. Ekki verið dugleg í ræktinni en náði að drulla mér 2x í þessari viku...næ vonandi meiru í næstu viku. Það er að minnsta kosti planið hehe ;)
Bæklunarlæknir á þriðjudaginn og hann segir örugglega að það sé í góðu lagi með hnéin mín ég þurfi bara að létta mig hehe já ég veit það! Það eru engar nýjar fréttir svo sem.
Annars kíkti ég smá á farastjórafund CISV í morgun en þurfti síðan frá að hverfa til að mæta í skírn. Í dag var Selmu og Óla dóttir skírð og fékk hún nafnið Bríet Jara. Set hér eina mynd af henni sem var tekin eftir skírnina en hún svaf vært. Fleiri myndir í myndaalbúmi :)

Krúttið! :) hands up! :)

Síðan í dag eru sex ár frá því við fluttum hingað í fjöllin og finnst mér það vera dáldið langt síðan...en samt eins og það hafi gerst í gær! :) Ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt hér yfir. Hér er ljúft að búa og er ég sko ekkert að flytja á næstunni.
Þangað til næst...og ég er hætt að lofa því að vera dugleg að blogga hehe ;)


  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43