Færslur: 2010 Desember

31.12.2010 13:00

áramótapistilinn

Já það er víst komin enn ein áramót og ég hef alltaf gert smá samantekt í loks árs...finnst ég vera nýbúin að því! :)

En já árið 2010 hefur nú bara verið nokkuð gott náði að dafna og braggast, kannski nokkrum kílóum of mikið hehe en ætli mar reyni ekki að bæta úr því strax á næsta ári, óþarfi að dafna á þennan hátt. Ætla að dafna og minnka á því næsta. Að minnsta kosti að komast í betra form en í dag...vona þá að allar pestir og húðvandamál láti sig vanta. Hef látið sundið eiga sig í smá tíma meðan húðútbrotin á bringunni voru að jafna sig og eru þau orðin góð núna, vonandi helst það áfram! :)

Já ég ætlaði víst að fjalla um árið sem er að líða....fyrstu mánuðir ársins voru örugglega bara vinna, sofa, borða fílingur og sund og spinning. Að minnsta kosti hef ég lítið tekið af myndum þá mánuði hehe.
Í apríl þá var skellt sér á Höfn og farið í ferminguna hjá litla sæta frænda. Var mikið fjör og stuð að vanda :)


Í apríl gerðist sá atburður líka að Mjallhvítin mín sæta kvaddi okkur en hún hafði því miður orðið veik og þurfti því að fara. Hennar er sárt saknað.


Einnig í apríl rættist gamall draumur þegar Lyngásættin hittist einn góðan veðurdag. Það var mikið húllumhæ og yndislegt að hitta allt þetta frábæra fólk sem maður hafði unnið með fyrir um 20 árum eða svo....auðvitað er planið að hittast aftur á næsta ári þar sem Lyngás á 50 ára afmæli það ár. Verður spennandi.

Fór í fleiri fermingaveislur og útskriftaveislur og þar á meðal hjá henni Sigurborgu frænku en hún var að útskrifast sem íþróttakennari...flott frænka með Stjána! :)


Eitt gerði ég á árinu sem ég hafði aldrei gert áður, en það var að fara í skipulagðar skoðunargönguferðir! Mikið var það nú skemmtilegt og stefni á það að fara aftur næsta sumar þegar þær byrja, þó svo það verði sömu ferðirnar :) bara skemmtilegt. En þetta voru göngur um Reykjanesið.

Stórt atriði var síðan á árinu en það voru Sumarbúðir CISV sem voru haldnar í Borganesi. Mikið lifandi skelfing var skemmtilegt að taka þátt í þessu en mikið var þetta erfitt á köflum en þá er gott að eiga góða að og þegar fólk tekur sig saman og stefnir að sama markmiði að gera bestu sumarbúðir ever þá er allt hægt! :) Vil þakka öllu því frábæra fólki sem kom að þessum sumarbúðum fyrir frábært starf! :) hefði ekki verið hægt án ykkar.

Síðan var komið að sumarfríinu og var ýmislegt brallað þar. Auðvitað fórum við á Höfn og áttum þar frábæran tíma með frábæru fólki. Fórum meðal annars í fuglamerkingar sem mér finnst æði! Veiddum fisk...ég veiddi reyndar alveg heilan einn...eða voru þeir tveir?!? man það nú ekki svo vel og svo ýmislegt fleira.


Eftir verslunarmannahelgina þá skellti ég mér til Berlínar og var aðalmarkmiðið að fara á Alþjóðaþing CISV sem var haldið þar. Ég ákvað að gefa mér 2 daga til að skoða Berflín áður en þingið byrjaði og dugðu þeir til þess að eyða fullt af pening og skoða það allra nauðsynlegasta, en mikið er Berlín falleg og skemmtileg borg og þangað ætla ég að fara aftur og skoða ennþá meira!
Við Berlínarmúrinn

Eftir Berlín þá veitti ekki af að fara í góða afslöppun og hvert er þá betra að fara en í sveitina góðu Bjarnafjörð. Þar var restinni af sumarfríinu eytt í góðu yfirlæti og mikið lesið af ástarsögum og allar hetjurnar hétu Jose! eða var það Joshua...well skiptir ekki, var orðin alveg rugluð á þessu að allar hétu það sama...ágætt að vandamálin eru ekki flóknari en það hehe Já svo var að sjálfsögðu skotin gæs...en ég veiddi nú svo sem enga en kallinn var nú duglegri við það. Síðan gerðist ég sláttumaður og gerði mitt besta til þess að hljóta ekki varanlega skaða af því og setti upp allar þær varnir sem hægt var :)
   Árni og Siggi með afraksturinn.

Svo var komið að venjulegum hauststörfum, fara á Ljósanótt, fara í réttir og réttarball..að vanda var mikið fjör þar :)  Fór í starfsmannaferð til Akureyrar þar sem bærinn var málaður rauður á trukknum hehe


Bríet Jara fæddist og var skírð, frændsystkinahittingur sem lukkaðist mjög vel og verður að ári...hvað annað þegar svona skemmtilegt fólk kemur saman.


Loksins var veggurinn rifinn á milli eldhús og stofu...vá hvað það er gott að vera laus við hann og er ógesslega sátt við þetta allt saman..flottasta eldhúsið í fjöllunum...hef svo sem ekki séð mörg hehe ;)  jólin komu svo með sínu sama gamla og var bakaður piparkökuviti á bænum og stendur hann enn á sínu skeri.


Buðum ættingum og vinum í aðventukaffi og verður það vonandi árlegt eins og svo margt annað sem hefur gerst á árinu :)

En nú eru áramótin framundan og vil ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir árið sem er að líða. Sjáumst öll hress á nýju ári og verður gaman að sjá hvað skemmtilegt gerist.23.12.2010 19:31

..

Gleðileg jól kæru vinir og vandamenn
(að minnsta kosti þeir sem ennþá lesa)Njótum jólanna og verum góð hvert við annað :)

21.12.2010 16:55

heiðarleg tilraun...

..gerði heiðarlega tilraun í morgun þegar tunglmyrkvinn var á ferðinni..finnst þetta nú alveg ágætt miðað við fyrstu tilraun :)


Algjörlega óunnin útgáfa.... :)


19.12.2010 15:12

leti...

held það sé kominn smá tími á leti...og þetta er ekki verri dagur en einhver annar :) Enda var nóg að gera í gær, byrjaði daginn á því að fara í útskrift hjá henni Allý og síðan í þessa fínu veislu á eftir.

Hér er hún ásamt Arnþóri litla bró, sæt eru þau :) til lukku með daginn þinn Allý.

Í gær átti síðan hún Anna Sigrún 40 ára afmæli og var eiginmaður hennar búinn að boða nokkrar vini í smá kvöldkaffi án hennar vitundar, mikið skemmtilegt. Þannig að ég skellti mér þangað kl 20:00 í gærkvöldi og rétt áður en ég kom var henni farið að gruna að eitthvað væri í gangi....en vissi samt ekki alveg hvað :)  En þarna sat maður til að verða hálf tvö þannig að langur og góður dagur í gær.

Annars hefur siðasta vika verið hin besta..nóg að gera í vinnunni :) annars er ég að vesenast með eitthvað helv...húðdæmi á bringunni sem er farið að pirra mig dáldið..öll rauð og flekkótt og var farið að myndast sár eftir einhverja meðferð frá heimilislækni...skellti mér þá til húðsjúkdómalæknis (og já ég fékk tíma samdægurs..heppin!) og fékk ég enn eitt kremið og spurning hvort það virki eitthvað..að minnsta kosti verð ég ekki hrifin af myndatöku um jólin með bringuna svona og hálsinn nema ég verði með stóran trefil! hehe en vonandi fer þetta krem að virka...orðið þreytandi.

12.12.2010 00:02

jólaröltið

jæja þá er mar búin í jólaröltinu með Helenu systur...þetta tók ekki nema um 9 tíma! :) helv..gott bara. Byrjuðum á því að kíkja í Jólaþorpið í Hafnarfirði, skó outlet eitthvað, Laugarvegur, Kringlan, Saffran, Smáralind, Ikea.. nokkuð gott bara og næstum síðastar útúr Ikea rétt fyrir kl 22:00.
Náði að versla einhverjar jólagafir og ákveða aðrar sem verða keyptar síðar í vikunni...þannig að allt að verða komið á gott ról bara :)
Að vanda fínt að frétta úr fjöllunum, eldhúsið komið í sitt nýja form á eftir að taka mynd af endanlegu lúkki en það gerist fljótlega.
Á morgun er síðan aðventukaffi með fjölskyldu og vinum...spurning að byrja að undirbúa það eitthvað...well smá tími á morgun, á bara eftir að baka súkkulaðikökuna góðu...ohh hlakka til bara ;)
En held það sé að koma tími á bælið, enda búin að labba mig uppað öxlum í dag / kvöld :)
Bíð spennt eftir myndunum með Grýlu hehe ;)

03.12.2010 19:28

jólaþema...

verður ekki að vera jólaþema í desember?? ekki mikið úrval til að breyta og ég er ekki nógu góð í að búa mér til svona hausa...
Annars er að vanda fínt að frétta úr fjöllunum....framkvæmdir alveg að verða búnar í eldhúsinu..smá eftirvinna eftir en mikið er þetta nú samt alveg bjútífúl! :) miklu skemmtilegra að elda (tja eða svona næstum því)
Það hefur verið nóg að gera undanfarna vikur...saumó, mató, vinnó og margt fleira :) hef verið nokkuð dugleg að fara í spinning 2x í viku og eitthvað smá í sund líka...
á mar ekki að kvarta og nöldra í svona bloggi..hnéið verið þokkalegt...en sumir dagar verri en aðrir :) hef svo sem ekki mikið meira að nöldra...er svo hryllilega jákvæð eitthvað hehe að vísu finnst einni í vinnunni að ég sé önug...finnst það nú ekki mjög sanngjarnt hehe ;)
en já jólin framundan og mín og minn ætla að baka pipakökur fyrir jólin og ætti eiginlega að vera á leiðinni útí búð núna og kaupa í þær...þannig að er hætt að bulla í bili ;) set kannski inn bökunarmyndir á morgun! :)
Það hefur reyndar gengið illa að finna piparkökuhúsamót...þannig að spurning um að teikna það bara hehe ;)
  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43