Færslur: 2011 Janúar

26.01.2011 18:53

ok...

..já þá heldur spinningið áfram..ég held ég hafi misst eitt líf í morgun hehe ;) að minnsta kosti var ég fjólublá í framan þegar honum var lokið. En góður tími samt. síðan er bara að halda áfram...tók sund í gær og ákvað að reyna að gera svona nokkrar æfingar í lauginni...t.d upphífingar og fleira skemmtilegt, ágætt að breyta til  :)
En ég vil svo hér aðeins hrósa Dominos fyrir frábæra þjónustu sem við fengum í vinnunni í dag, en það var pizzuveisla afþví að ég nennti ekki og hafði ekki tíma til að elda fyrir gengið mitt...en já Dominós stór plús í dag! :) flottur þjónustufulltrúi sem svaraði í símann :)

24.01.2011 18:45

ný vika..ný markmið..

..hmm voðalega var þetta eitthvað háleitt hjá mér..eða frumlegt hehe ;)  en jújú ætlar mar ekki alltaf að gera eitthvað af viti og sér til heilsubótar? ætla nú að taka því hægt og rólega...en verð nú samt að segja að ég massað spinning tíma í morgun...hélt ég yrði algjörlega úrvinda og að drepast og gæti ekki tekið þátt í nema kannski einu eða tveim lögum..en neinei Halla bara tók þátt í þeim öllum og alveg í síðasta laginu var ég bara að standa mig nokkuð vel þó svo ég segi sjálf frá. Hélt að allt úthald hefði farið núna í lok des og byrjun jan..en ennþá er eitthvað eftir og nú bara reyni maður að gera það enn betra! enda eins og fólk sér þá er eitthvað verið að plata mig í einhver hlaup...well það skýrist þegar líður á árið..get þó að minnsta kosti alltaf labbað hehe ;)
Helgin var alveg stórfín..byrjað á þessum fína fundi með CISV og síðan á smá búðarrölt með kallinum og síðan Helenu systir..keypti mér þessa fínu sætu buddu..ohh hún er svo krúttleg! finn ekki mynd en tek kannski eina við tækifæri! :)
Síðan á laugardagskvöldið var komði að árlegum villibráðakvöldi hjá Selmu og Óla og ekki klikkaði það! Frábær matur og skemmtilegt fólk! :) takk fyrir mig!
Sunnudagurinn var tekinn í smá leti..horft á tv og svona, bara huggulegt!
Síðan verður nóg að gera þessa vikua...kíkja á húsnæði fyrir unglingabúðirnar sem verða haldnar hér næsta sumar fyrir 14 ára..og já ef þið þekkið einhvern sem er 21 árs eða eldri og hefði áhuga á að vera starfsmaður í búðunum þá endilega benda viðkomandi á að hafa samband við mig sem fyrst! :)
yfir og út

Halla sveitt! hehe

18.01.2011 21:35

skemmtilegur fyrirlestur

fínn dagur í dag..byrjaði á þroskaþjálfafundi í vinnunni...síðan að vinna hellings verkefni í vinnunni, byrja að undirbúa heimsókn BHM fólks á fimmtudaginn...vonandi mætir einhver hehe að minnsta kosti er ég tilbúin með kynningu! :)
Fór síðan klukkan sex á fyrirlestur hjá Matta Ósvald og var heiti hans: Hvað er málið með aukakílóin? bara titillinn heillað mig til að fara og sé ekkert eftir því. Alltaf gaman að heyra nýjar hliðar á þessu skemmtilega umræðuefni..tók mig smá tíma að átta mig á ruslatunnuumræðunni var síðan búin að ná því síðar um kvöldið...bíð spennt eftir að fá sendar glærur frá honum til að lesa yfir aftur, því það var farið hratt yfir á þessum tveim tímum :)
Nú fer maður að setja sér einhver markmið og ekki ólíklegt að ég noti mér þetta blogg til að aðstoða mig við það...enda í góðu svo fáir sem lesa þetta :) híhí
En ætla að einbeita mér að því að hlusta á restina af leiknum...ekki alveg að ná að fylgjast með hehe ;) brestur á mig athyglisbrestur :)

16.01.2011 22:46

helgar lok

þá er þessi helgi að líða undir lok og nóg að gera í næstu viku...eða það hlýtur að vera hehe að minnsta kosti er vinna og eitthvað meir.
Þessi helgi fór að miklu leiti fram í leti...smá bílrúntur í gær og farið að gefa öndum, gæsum og álftum brauð og alltaf eru þau svöng greyin. Eða svona gráðug! :) enduðum síðan rúntin á heimsókn til foreldra og þar í mat og horfðum á handboltann...huggulegt bara.
Í dag var legið í leti í orðsins fyllstu merkingu og horft á tv...love it!  Siggi var að hljómsveitastússast í allan dag og síðan í kvöld fékk hann þá hugdettu að baka pönnukökur og akkúrat núna er ég pakksödd!! já fyrir svefninn úff púff alveg, en gott var það :)
Síðan er það matarklúbbur annaðkvöld og eitthvað fleira huggulegt í vikunni hérna heima. En nú fer að koma tími á svefninn góða og gíra sig í að henda sér í ræktina í vikunni...sepakvikindin eru að verða gróin þó svo ég vildi að það gengi aðeins betur...tveir stórir eru ekki alveg orðnir nógu góðir. Þetta kemur allt saman....

12.01.2011 20:47

mið vika...

mikið er nú svakalega sniðugt að vera búin með saumó kl 20:00 á kvöldin svona til tilbreytingar. snilld að brjóta þetta svona upp :) en við fórum sem sagt bara strax eftir vinnu og fengum okkur gott að borða og svo audda smá gott í eftirrétt! :) huggulegt bara...spurning hvort þetta tengist eitthvað aldrinum að vera búin með svona fyrir kl 20:00 hehehehehe ;)

En það er matarklúbbur í næstu viku og spurning hvor þurfi að leggja sig fyrir kl 19:00 til að vaka ha...er þetta orðin spurning um það..þá er þetta orðið slæmt! hehe

Annars þetta fína að frétta úr fjöllunum. Jólin komin niður, að vísu sé ég eitt jólaskraut núna sem ég hef gleymt að taka...reyni að muna eftir því núna á eftir! :) þá eru það páskarnir næst...uhhh nei þeir eru ekki fyrr en í SUMAR!! sumardagurinn fyrsti á skírdag hehe þannig að ekkert frí framundan en þá er bara að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera þangað til..hvort sem er í vinnunni eða utan vinnu :)

08.01.2011 20:54

laugardagur

jæja það hefur verið nóg að gera í dag..byrjaði daginn kl 9 í morgun á því að fara á stjórnarfund hjá CISV og er nóg að gera framundan á þeim bænum...þannig að ef þið vitið um einhvern 21 árs eða eldri sem er til í að taka þátt í frábærum unglingabúðum á íslandi í sumar þá endilega hafið samband sem fyrst... :)
síðan var komið að því að fara að kaupa afmælisgjafir enda tvo afmæli í dag, Áður en farið var í afmæli þá var kíkti til pabba á spítalann en hann er að jafna sig eftir hnéaðgerð og spjallaði við hann fram að fyrsta afmælinu. Fór fyrst í 6 ára afmæli hjá honum Maríusi og voru fínar og flottar veitingar að vanda.
Síðan var einn í vinnunni hjá mér 50 ára í dag og þar mætti mar í súpu og köku í eftirrétt. Mjög svo huggulegt! :) Hitti fullt af fólki sem ég þekkti þar á meðal systir ömmu Dóru og fleira skemmtilegt fólk.
Kom heim um 19:00 þannig að þetta hefur verið langur og góður dagur.
Ætla bara að vera í leti í kvöld :) og kannski glápa á mynd eða þátt.....

06.01.2011 18:07

separ..

já nú eru jólin að verða búin og ég er nokkrum sepum fátækari...það voru sem sagt teknir í kringum 7 eða 9 blettir/separ í dag. Ekki var nú góð lyktin af þeim þegar þeir voru brenndir í burtu..jekk pjekk. Verður skrýtið að hafa ekki þá sem ég hef verið með frá því ég man eftir mér...! Er sem sagt öll plástruð sundur og saman núna og má ekki fara í sturtu! hehe vona að vinnufélagar mínir fyrirgefi mér á morgun..set bara slatta af Victoriu secret lykt á mig í fyrramáli og labba um með húfu...
Ekki er nú veðrið til að skjóta upp flugeldum enda skelltum við okkur hjónakornin út í gærkvöldi og skutum upp afgöngum frá gamlárs...nágrannar komu hlaupandi út til að leita að unglingum sem væru að sprengja upp blokkina..frekar fyndið híhí :) enda þvílíkur hávaði í logninu í gær.
En jæja ætla að tékka á kalkúnabringunni sem ég er með í ofninum...hlakka til að borða hana ef hún tekst hjá mér! :) spurning....en svona í lokin, gleðilega jólarest og farið varlega í veðrinu :)

03.01.2011 21:24

Nýtt ár..nýtt blogg..

Gleðilegt ár já kæru allir...

Um að gera að byrja aðeins að blogg á þessu ári, svo sem ekki mikið að segja frá þar sem hér í fjöllunum hefur aðalega verið legið í leti þessa dagana...en það er gott líka :)
Endaði árið á því að fara á brennu, horfa á flugeldar og borða góðan mat með fjölskyldunni, þar á meðal Ömmu Dóru og Jóni sem voru hjá foreldrunum.
Frá brennunni.

Nú hefst löng vinnutörn því það er bara ekkert frí framundan hehe er það nokkuð fyrr en í lok apríl þegar páskar eru...agalegt að hafa þá svona seint og svo töpum við fullt af frídögum þetta árið líka. Frekar fúlt...en það koma vonandi fleiri frídagar á næsta ári og þá nýtur maður þeirra bara þá.
Annars fer ég í fyrra fallinu í sumarfrí þar sem ég fór seinnihlutann í fyrra sumar (nú getur mar sagt í fyrra:) ) En það skýrsti bara strax í þessari eða næstu viku. Ekki það að ég sé að fara að plana sumarfríið strax ;)


  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43