Færslur: 2011 Febrúar

24.02.2011 23:16

dugleg...

já tel mig nú hafa verið nokkuð duglega..kannski ekki allt í ræktinni en margt annað svo sem líka :) að vísu búin að fara 2x í spinning og var seinni tíminn þokkalega sveittur! flottur kennari, held hann heiti Danni...heyrði að hann væri að kenna á laugardagsmorgnun stundum og spurning hvort mar skelli sér! :) það er að minnsta kosti alltaf á planinu að fara þá. Fór líka í sund í vikunni.
Á morgun verður það huggulegt..ætla ekki í sund í fyrramáli en við vinnufélagar ætlum að skella okkur í Mecca spa og slaka á með tærnar uppí loft. Ætla nú ekki að fara í nudd og svona enda bara stórfínt að fá sér eitthvað huggulegt að borða og svona :) Er einmitt búin að vera að vesenast alveg helling í kvöld fyrir morgundaginn með mínum elskulega eiginmanni sem hjálpaði mér, þar sem það sem ég gerði klúðraðist allt hehe :) þannig að mikið fjör á morgun.
En ætti kannski að fara að skríða í bælið ef ég ætla að lifa daginn af...enda var langur dagur í fundarsetu í dag þar sem það var starfsdagur hjá okkur stjórnendum. Mikið gaman og margt lært, nýjar aðferðir og svo verður gaman að sannreyna þetta allt saman :)

19.02.2011 15:01

Gönguferð..

fór í þessa fínu gönguferð með Arnþóri bróður áðan...svaka hressandi :) Endaði í 2 klst. Það var á dagskrá að kíkja á Keili, en við ákváðum að taka aðeins léttara núna en síðan verður farið á Keili við gott tækifæri, þetta var spurning um að vita svona sirka hvar á að fara til að ganga hann. Öflum okkur betri upplýsingar um það. Fórum síðan í heita pottinn í Suðurbæjarlaug (hvað annað!) á eftir, það var eiginlega alveg bráðnauðsynlegt!
 
Mín með geðveikt kúl húfu hehe skilst að þetta sé þjóðhátíðar húfan hans Arnþórs...spurning hvort hún hafi einhverntíman verið þvegin.... :)

Annars já bara rólegheit á ég von á, enda búin að púla ágætlega í dag! :) já ef skoðið myndir þá löbbuðum við allan þennan hrygg sem sést þar og síðan aðra leið til baka...þokkalega sátt! :)

16.02.2011 20:47

vá þreyta...

..komst bara ekki framúr rúminu í morgun til að fara í spinning...úff langt síðan verið eitthvað svona þreytt...ekki er mar að gera eitthvað sem þreytir..vonandi líður þetta hjá og stefni ótrauð á sund í fyrramáli! :) spinning og sund búið nú þegar í vikunni.
Verð að benda fólki á að fara á King's speech í bíó! Algjörlega must að sjá hana, æði mynd! :)
Annars fékk ég símtal frá litla bró áðan og það er bara verið að fara að drepa mann í göngu á laugardaginn...hehe en hvað lætur mar ekki plata sig í! :) segi frá þessu nánar síðar! :)
Saumó í gær og fórum við gellurnar á Madonna og fengum okkar þennan fína mat og auðvitað fórum við með miða tveir fyrir einn :) snilld alveg :)
En auðvitað er þetta bara fína að frétta úr fjöllunum...spurning bara að þetta veður fari að ákveða sig hvernig það ætlar að vera...væri mikill kostur! :)
Síðan er undirbúningur fyrir ættarmót í fullum gangi, það verður haldið fyrstu helgina í júní en svo stendur mér til boða líka núna að fara til Litháen þessa sömu helgi.... :)

10.02.2011 19:41

helv...rok..

jájá ég er ekkert hætt í spinning þó svo lítið hafi verið blogg í þessum mánuði :) hef alveg staðið mig og farið 2x í viku...í síðasta tíma missti ég næstum því heyrnina...en bað síðan kennarann vinsamlega hvort væri möguleiki að lækka tónlistina um nokkur desibil...ég var orðin svo þreytt i höfðinu eftir rétt tvö lög! :)  En hún tók bara mjög vel í það og höfuðið mitt lagaðist :)
Nú blæs vel í fjöllunum og spurning hvernig ástandið verður í nótt og í fyrramáli en mar reynir bara að missa af þessu veðri og sofa :) Síðan verður bara spennandi að fjúka í vinnuna á morgun.
Annars að vanda bara same old. Cisv fréttir eru góðar við erum komin með staff í búðirnar okkar í sumar og við erum líka komin með húsnæði! :) góðar fréttir inní helgina og allt á fullu og mikið og skemmtilegt í gangi :)
En ætla að fara að horfa á biggest loser..og ekki borða súkkulaði í leiðinni..híhí...kannski bara rúsínur og þá ekki súkkulaðirúsínur! geri aðrir betur :)

01.02.2011 17:51

superman hvað....

já það er óhætt að segja það að þegar spinningkennarinn mætir í supermanbol þá er ekki von á góðu!! úff púff....en fyrr má nú aldeilis fyrr vera...öll lögin voru á yfirsnúningi og var ég næstum því bara pirruð á þessum látum í honum....greinilega að hlutir sem fara hratt henta mér ekki...en lét mig hafa þetta og varð léttfjólublá í framan, og svo fékk enginn að fara út nema að gefa superman high five! jey! ;) hehe
já sem sagt fjör í ræktinni og verður spennó að vita hver kennir á morgun...væri alveg sátt við þann sem var síðast þó svo ég hafi verið dökkfjólublá eftir þann tíma hehe :)
Lífið gengur sinn vanagang...matarklúbbur hér á eftir og verður boðið uppá fiskisúpu ala Háteigsvegur frá því í GAMLA daga...líklegast heil 15 - 16 ár síðan ég smakkaði þessa súpu síðast..hún var góð í minningunni..spurning hvernig hún smakkast í dag :)  En finnst nú samt bara eins og í gær sem hún var mölluð á Háteigsveginum...hrikalega líður tíminn og ég yngist með hverjum degi...híhíhí
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900385
Samtals gestir: 110884
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 03:50:43