Færslur: 2011 Mars

25.03.2011 20:17

vor??

spurning hvort vorið sé í loftinu? að minnsta kosti hefur verið alveg yndislegt veður í dag.
Hef verið róleg í ræktinni þessa vikuna en fór í spinning :) síðan hefur verið ýmislegt dundað...að minnsta kosti kvöldin verið mikið upptekin við ýmiss fundarhöld s.s ættarmótsfundur, aðalfundur og já hvað var það meira...hmm...já auðvitað CISV hehe hvað annað! :)
Vikan endaði síðan á því að ég fór í eina af yndislegustu jarðaförum sem ég hef farið í. Þvílíkt falleg athöfn og tónlistin flott. Ekki oft sem maður heyrir Sandy (úr Grease) og síðan The lions sleeps tonight í jarðaför. En þetta var einn af mínum fyrrverandi einstaklingum af Lyngási og vinnunni minni.
Spurning hvað verður brallað um helgina..kemur í ljós ;) Þangað til næst hafið það gott og við skulum vona að vorið komið á næstu dögum...að minnsta kosti fyrir sumarið! :)

17.03.2011 19:33

áfram hjólað

jájá mín heldur áfram að hjóla í spinning og svitnar eins og ég veit ekki hvað....þarf núna að fara að bæta einhverju meira við, bíð eftir fínu plani frá litlu sys hehehe ;) (pssss ég veit hún les þetta)
Það er að öðru leiti rólegt í fjöllunum en verður nóg að gera framundan. Fullt af fundum framundan við ýmisskonar skipulag, unglingabúðir, ættarmót, aðalfundur vinnunnar og líklegast eitthvað fleira. Síðan eru komin fjögur boð í fermingaveislur á næstu vikum og hlakka mikið til að hitta fullt af skemmtilegu fólki í þeim. :) En jújú mar verður að passa hvað er borðað hehe ef að púlið kl hálf sjö á morgnana á að borga sig.
En ætla að hendast í að horfa á Biggest loser...spurning með smá súkkulaði með!?!? hehe nehh bara grínast..(kannski einn biti eða svo...ha má það ekki?!?)

13.03.2011 22:13

vandræði

einhver vandræði að setja inn myndir sem ég tók í gær á Lífsstílsmeistaranum....en búin að setja inn nokkrar og fleiri koma á morgun ;) enda kominn svefntíminn á kelluna í fjöllunum..
En skemmtilegur dagur í gær og gaman að fylgjast með þessu duglega fólki keppa í allskonar dóti! :)

09.03.2011 21:48

öskudagur

þá er árlegur öskudagur að líða undir lok, fínn dagur. Að vanda var þessi flottur hattadagur í vinnunni. Það er nú erfitt að toppa sig frá ári til árs, þannig að ég fór bara í grunninn núna og mætti með þennan fína hatt bara, enginn búningur þetta árið :)

Svo er spurning hvort mar vinni með frumlegasta hattinn...efast reyndar um það en það má reyna, mikil kosningabarátta framundan næstu tvo daga hehe
Annars vorum við hjónin í fjöllunum með þessa fína kynningu í kvöld, buðum í svokallaða pottakynningu og fékk fólk fullt af mat að borða og hollur og næringaríkur...og já ég fékk salatkvörnina í staðinn fyrir að halda hana og líka skálina :) nokkuð sátt sko!

Sko bara bjútífúl!

En jæja ætla að fara að hendast í bælið enda var vaknað eldsnemma í morgun í til að fara í spinning...og þurfti að fara inn farþegamegin á bílnum..enda allt frosið bara :) en vonandi lagast það fljótlega :) Þangað til næst...farið varlega í snjónum ;)

06.03.2011 17:07

tíminn líður...

það er ekki smá hvað tíminn líður hratt...finnst eins og áramótin hafi verið fyrir viku síðan eða svo...en neinei það er komnn 6. mars og já tja svei mér þá rétt 3 mánuðir í sumarfrí hehe vá get farið að telja niður! :)
Annars já fréttir úr fjöllunum...held mig alveg við spinningtímana 2x í viku og eitthvað smá sund, en ekki alveg nógu dugleg þar samt. Þrekhjólið komið saman hér heima og nú er spurning að fara að henda sér á það svona við og við..taka smá sprett yfir sjónvarpinu á kvöldin eða hvað!? :)
Búin að baka bollur í dag...skil ekkert í því en þær falla yfirleitt...líklega ekki nógu lengi í ofninum fannst þær bara vera að brenna..en þær eru nú samt góðar fyrir því þó svo séu flatar...mar smyr bara smá súkkulaði á þær, hef enga þörf á að setja eitthvað á milli :)
Svo sem ekki mikið að frétta annað...mar er bara í venjulegri rútínu...vinna...borða...sofa... og já ræktin svo eru svona einn og einn matarklúbbur og saumaklúbbur eða eitthvað annað skemmtilegt :)

  • 1
Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900496
Samtals gestir: 110886
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:54:52