Færslur: 2011 Apríl

30.04.2011 17:48

pynt og pín...

...já það sem mar gerir á frídegi sínum...lætur pynta sig og pína. Fór í nudd til tengdó í morgun og stóð það yfir í 2 tíma eða svo. Hef verið að drepast í fótum síðustu mánuði..og já annar fótur bara síðustu daga og var kominn tími á að láta kíkja aðeins á það. VÁÁ hvað það var vont....úff púff...en vonandi er það þess virði, þurfti nú ekki mikið að koma við mig til að ég veinaði...greinilega ekki alveg sú besta í skrokknum þessa stundina...spurning um aðra píningu síðar hehe ;)
Já svo sem ekki mikið verið um að vera síðan á páskahelgi nema að koma sér í vinnugírinn og gengur það þokkalega. Var í gær á aðalfundi Hlutverks og var hann haldinn á Akranesi...þetta fer nú alveg að verða spurning hvort þessir fundir þurfi ekki að verða símafundir í framtíðinni...alltaf eitthvað sem gerist, sérstaklega ef farið útá land...við vorum á Selfossi þegar stóri skjálftinn kom síðast og hrundi loftið ofaná okkur þá...eða næstum því og núna uppá Skaga þá fór brunakerfið í gang og ætlaði aldrei að nást að slökkva á því! En fór fólk út þegar bjallan glumdi uhhh NEI! hverslags er þetta hehe fólk sat bara áfram og spjallaði og hló og skildi ekkert í þessum hávaða. Að vísu var enginn eldur en það var svo sem ekki vitað þegar hún fór af stað. Síðan eins og ég sagði tók dágóðan tíma að slökkva á helv..bjöllunni. Þannig að ég lagði til við formann að næstu fundir yrðu haldnir í gegnum síma hehe
Já það snjóaði í borginni í dag..er ekki komið sumar? eða er það einn stór misskilningur? væri nú í lagi að fá eitthvað annað en rigningu og snjó á næstunni.
Já og þið sem lesið...þá endilega kíkja á www.cisv.is og skoðið hvað er í boði í sumar...örfá sæti laus fyrir 11, 14, 15 og 16 ára..einnig held ég fyrir 17/18 ára. Síðan en ekki síst þá er laust fyrir fararstjóra til að fara í frábærar unglingabúðir hérna heima á Íslandi og hitta 50 einstaklinga sem koma allstaðar að úr heiminum og ætla að skemmta sér á Íslandi í sumar! Hvað er skemmtilegra??! ekkert get ég lofað ykkur! ;)
Þangað til næst, farið varlega í snjónum! :)

27.04.2011 17:52

páskar líða hjá....

..og mar gleymir alveg að blogga! :) hverslags slóðaskapur er þetta á manni. já og gleðilegt sumar kæru lesendur..gleymdi því líka! :)
Annars hefur síðasta vika verið alveg lovely! Fór í sveitina og var þar í góðra fjölskyldu hópi og fór í flotta fermingaveislu hjá honum Baldri Stein...flottur er hann!


Síðan var slappað af í sundi...með börnum og unglingum..sem sagt ekki slappað af hehe ;) sem sagt mikið fjör. En las fullt af afþreyingarbókum og var það ljúft! :)
Tók þátt í páskaeggjaleit í sveitinni og þvílíkir felustaðir! come on maður ætlaði aldrei að finna sitt egg..fékk smá vísbendingar..annars hefði eg líklega aldrei fundið það þar sem ég hafði þegar leitað 2x á staðnum sem það var! hehe  hægt að skoða nánar í albúmi
En ætla ekkert að bulla bara útí eitt...ætla að reyna að setja inn myndir úr fermingunni sem tókst frekar illa í gær...

17.04.2011 21:55

vorið....

ætli vorið sé komið?? well treysti ekki á neitt og er ennþá á vetradekkjum..enda veitti ekkert af því í vikunni, fljúgandi hálka hér í fjöllunum...hefði ekki komist í vinnu án vetradekkja...skautasvell niður brekkurnar.
Annars eru búnar tvær fermingar þetta árið og að minnsta kosti ein í viðbót í þessum mánuði :) Það er svo sem bara fínt að frétta, vorum að fá nýja nágranna í gær..en þeir gömlu fóru ekki langt...bara yfir götuna og nýju nágrannarnir komu þaðan..einföld skipti. Er nú ekki ennþá búin að sjá hvernig þeir líta út...það hlýtur að koma :)
skil ekki afhverju ég hef kveikt á dr 90210....en það var það skásta núna sem var í boði hehe well kannski ég fari bara að lesa :) langgáfulegast held ég bara..síðan er plan að vakna í spinning í fyrramáli...hrista af sér slenið og skella sér..koma svo taka þetta! híhíhí ;)

10.04.2011 19:57

veður hvað...

ójá þokkalega hvasst í dag!! fórum í sakleysi okkar suður með sjó í dag og heimsóttum föður og móður..var nú vel hvasst þá á brautinni en ágætt í Garðinum...en svo versnaði það bara, hlutir fóru að fjúka og við ákváðum að koma okkur bara í bæinn ef það færi eitthvað að versna meir, þannig að við lögðum í hann um hálf fimm...og já það var sko hvasst þá! skil vel að fólk hafi ekki komist úr flugvélum og svollas...má segja að við höfum hreinlega læðst á Reykjanesbrautinni...og síðan fauk af bílnum svona vindskeið á hliðarrúðunni farþegameginn...heyrðum bara högg og síðan bara já var það fokið af...sáum ekkert af því meir! :) vorum síðan í bölvuðu basli með að komast inní ibúðina þar sem það var gegnumtrekkur og hurðin bara neitaði að opnast...en hafðist að lokum hehe frekar fyndið!
annars að vanda fínt að frétta úr fjöllunum, nóg að gera svo sem..mætti vera rólegra á köflum :) en gaman að þessu öllu eftirá :)

06.04.2011 18:52

íslenskt veðurfar

demmmmm var búin að skrifa helling og það datt allt út! shitturinn...en jæja skal reyna að muna!
já veðurfarið í dag hefur verið athyglisvert..fór útí morgun í þessu fína veðri..síðan kom smá rigning...síðan haglél..held rigning aftur og skein sólin skært í góðan tíma, haglél og svo þegar ég var að koma heim þá var þessi fíni jólasnjór...risastórar snjóflygsur! geðveitk! Ísland í dag!
Nóg að gera í fjöllunum þessa dagana..cisv á fullu, hvað annað, fékk lánaðar bækur og þarf að vera dugleg að lesa þær, og síðan brjál að gera í vinnunni...er víst að fara flytja fyrirlestur á ensku í ágúst og það á eftir að undirbúast! :) Fermingar framundan...heil 3 stk, bara gaman :)

01.04.2011 20:57

apríl

þá er vorið komið...ekki satt eða hvað er þetta allt saman ein lýgi??? hehe þeir segja að það eigi að kólna um helgina en svo kemur vorið og við spáum ekki páskahreti..eða hvað?? mikið af spurningum í kvöld hehe
Annars að vanda fínt að frétta úr fjöllunum, nóg að gera í vinnunni og auðvitað er CISV á fullu á þessum árstíma. Ef þið vitið um einhvern sem hefur áhuga á að vera fararstjóri þá endilega hafa samband við mig! :) hvern annan!
Fer í spinning hjá brjáluðum superman kennara og sund þess á milli. Þannig að allt að gerast en fætur og skrokkur í klessu..en það er aukaatriði :)

  • 1
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 116
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 900455
Samtals gestir: 110885
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 04:21:43